Þjóðviljinn - 29.12.1982, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 29.12.1982, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. desember 1982 Hrólfur Asvaldsson viðskiptafrœðingur — 1926 — 1982 Þegar vinur hverfur sjónum manns að fullu og öllu fer það jafn- an svo, að maður lítur til baka yfir farinn veg til þeirra kynna sem maður hefur af honum haft og þá ekki síst þeim, sem eru hugljúf og þess virði að rifja upp, að honum gengnum. Og þannig fór fyrir mér, þegar ég frétti lát vinar míns og sveitunga, Hrólfs Ásvaldssonar, þó lát hans kæmi mér engan veginn á óvart. Hann var búinn að berjast við sjúkdóm þann í hálfan áratug, er læknar eiga erfitt að ráða bót á. Og það er heldur ekki við öllu séð í heimi hér. Hrólfur lést á Landspítalanum 5. desember s.i. og var kvaddur hinstu kveðju tíunda sama mán- aðar í Kópavogskirkju. Sóknar- presturinn þar, sr. Þorbergur Kristjánsson, flutti hugðnæma ræðu og kom það skýrt fram, að á stundum hefðu þeir skipst á skoð- unum, um röksemdir tilverunnar, Hrólfur og hann. Einnig minntust fimm menn Hrólfs, þennan sama dag með ágætum f Morgunblaðinu hér í Reykjavík, m.a. frænka hans Ásta Jörgensdóttir, á sérstaklega hugljúfan hátt, sem áreiðanlega mun ekki gleymast aðstandendum og skyldfólki. Svo og skrifaði hag- stofustjórinn eftirminnilega grein um Hrólf og störf hans á Hagstof unni um þrjátíu ára bil. Og ég minnist þess ekki að hafa lesið betri vitnisburð en Hrólfur fær þar hjá yfirmanni sínum Klemensi Tryggvasyni. Einnig fær Hrólfur hugðnæman vitnisburð í sama blaði, frá samstarfsmanni sínum, Högna T. ísleifssyni, sem auðsýni- lega hefur verið mikill vinur hans. Þeir Reynir Eyjólfsson og Valgeir Sigurðsson minntust hans einnig af hlýhug. Það kann þá kannski einhverjum að virðast að varla sé hægt að bæta nokkru við það, sem þegar hefur verið sagt um þennan frábæra starfsmann Hagstofunnar. En hitt er svo það, að Hrólfur átti æsku sína norðan fjalla í Reykjadal í S- Þing. Og á Breiðumýri ólst hann upp í hópi níu systkina, undir svo- Loftið í sýningarsölum Kjarvals- staða hefur verið mörgum þyrnir í augum og nú hefur stjórn Kjarvals- staða ítrekað bókun sína um brey'tinar á því. Á fundi stjórnarinnar 23. nóv- ember sl. var gerð bókun, þar sem segir: „að stjórnin ætlist til að arkitekt hússins, Hannes Kr. Dav- íðsson, geri tillögur um breytingu á lofti og lýsingu í sýningarsölum kallaðri Mýraröxl, sem reisir sig allhátt þarna við miðju dalsins. Og af öxlinni sést vel til allra átta. Þettakunnidrengurinná Breiðu- mýri vel að meta.Fegurð og tign þessa umhverfis er sést af öxlinni og friðsæld þá, sem norðlensk nátt- úra hefur upp á að bjóða. Og hún ögraði fótfráum smaladreng til að reyna kjark sinn og fræknleik. Þessi smaladrengur, Hrólfur Ásvaldsson, var næmur á öll kenni- leiti. En nánar frá sagt fæddist þessi smaladrengur í Þinghúsinu á Breiðumýri, 14. desember 1926. Foreldrar hans voru þau Sigríður Jónsdóttir frá Auðnum (systur- dóttir Huldu skáldkonu) og Ásvaldur Þorbergsson, frá Litlu- Laugum. Foreldrar Hrólfs hófu búskap á Einarsstöðum í Reykja- dal árið 1925, en bjuggu síðan á Breiðumýri árin 1926- 44, en þá fluttu þau að Ökrum í sömu sveit, þar sem Sigríður býr enn - ásamt syni sínum Þormóði og konu hans. Ásvaldur lést árið 1949, fyrir aldur fram. Hann var vinsæll maður og félagslyndur með afbrigðum, þó hann hefði lítinn tíma til slíks, sem og einyrkjar í þann tíð. En þó gerð- ist hann einn af stofnendum Sam- einingarflokks alþýðu - Sósíalista- flokksins. Á Breiðumýri, þar sem Hrólfur Ásvaldsson átti sín æskuár, var langt frá því að vera einangraður staður. Það má segja að Breiðu- mýri hafi verið mesta höfuðból Reykdælahrepps frá síðustu alda- mótum, því á fyrstu árum aldarinn- ar var þar byggt langstærsta hús sem nokkru sinni hafði verið reist á þessum slóðum, þar til Laugaskóli reis 1924-5. Þetta hús sem og fyrr getur var kallað Þinghús. I húsi þessu var Landsíminn til húsa og bókasafn sveitarinnar m.a. Einnig var unglingaskóli þar nokkra vet- ur. Héraðssamkomur fóru þarna fram á sléttri grund við veginn. Ungmennafélag sveitarinnar hélt líka þarna alla sína fundi og sam- komur. Svo á þessu má sjá að þarna lágu ýmsir menningar- fyrir *15. janúar 1983. Að öðrum kosti áskilur stjórnin sér rétt til að leita til annarra aðila um úrlausn málsins." í fjárhagsáætlun Kjarvalsstaða, 1983 er gert ráð fyrir framlagi til greiðslu á nýrri hönnun á loftinu. 500 þúsund krónum er veitt til endurbóta á loftræstikerfi og frá- gangi málverkageymslu í safninu auk hönnunarinnar. -ÁI straumar sem ungur drengur gat fært sér í nyt, sem og ég efast ekki um, að Hrólfur hefur gert í þau 18 ár, sem hann átti heima á Breiðu- mýri. Og vitanlega lágu ieiðir okk- ar Hrólfs saman, þó yngri væri hann en undirritaður, sem þekkti foreldra hans vel. Ég mun líka lengi minnast þess, er ég kom á skemmtisamkomu ungmennafélagsins aðeins ellefu ára gamall, að það voru fjórir menn sem vöktu eftirtekt mína, enda þótt ég hefði séð þá áður. Það voru þeir Vagn Sigtryggsson á Hallbjarnarstöðum, Dagur Sigur- jónsson á Litlu-Laugum, Jón Stef- ánsson á Öndólfsstöðum og Ásvaldur Þorbergsson. En líklega hafa þessir fjórir átt að sjá um þessa skemmtun og líklega hefur Vagn verið formaður ungmennafé- lagsins það árið. Það var ákaflega bjart yfir öllum þetta kvöld. Jón hjálpaði leikurum að laga til leikpallinn, því þarna fór fram samtalsþáttur. Dagur sepi var kennari í dalnum steig í ræðustól- inn og valdi sér sögulegt efni. Ásvaldur sýndi glímu, ásamt nokkrum öðrum úr dalnum. Og ég man það alltaf síðan hvað ég varð hrifinn af glímu þessa fjaðurmagn- aða lipra manns. Og ellefu árum síðar, þegar undirritaður var á leikæfingu með nokkrum ung- mennafélögum öðrum í samkomu- salnum, hefur einn orð á því við Ásvald, að trúlega væri hann búinn að kenna þeim Hrólfi og Jörgeni glímutökin. En einmitt þessir tveir elstu synir hans voru staddir þarna hjá okkur í salnum, eins og ætíð, því vitanlega höfðu strákarnir gam- an af því, sem nú voru á tíu til tólf ára aldrinum, að fylgjast með okk- ur eldra fólkinu. En það stóð ekki á strákunum. Enda höfðu þeir áhorf- endur, svo auðséð var að nú var glímt í fullri alvöru. Hrólfur var öllu hærri vexti og þó að Jörgen notaði lág brögð á stóra bróður, stóðst hann vart hið háa klofbragð Hrólfs. Og mér var raunar hugsað fyrir félagsins hönd, að þarna væru upprennandi íþróttamenn fyrir sveit og félag og ekkert efamál væri það, að þeim yrði rétt örvandi hönd. En stundum blása vindar til allra átta í heimi hér. Og margt fer öðru vísi en ætlað er. Það er þessi hulda hönd - hönd örlaganna sem sífellt getur öllu breytt. Og tveimur árum eftir að ég horfði á þessa ungu glímukappa fór ég alfarinn úr sveitinni svo ég fékk ekki að sjá framför þeirra. En þrátt fyrir það verður þetta eina kvöld sem ég sá þá glíma, mér alltaf dýrmæt minning. Árið 1944 fluttu Ásvaldur og Sigríður frá Breiðumýri að Ökrum í sömu sveit. En nú áttu þau jörð- ina undir fótum sér, húsið og allt saman og framtíðin virtist blasa við á annan veg en fyrr. En ári síðan, haustið 1945, veikjast þeir hastar- lega af lömunarveiki Hrólfur og Jörgen. - Jörgen lést eftir örfárra daga legu, en Hrólfur lamaðist á báðum fótum. Og þetta sama haust kemur Hrólfur hingað til Reykja- víkur sér til lækninga ef ske mætti að hann fengi aukinn styrk með til- heyrandi þjálfun. Ég heimsótti hann nokkrum sinnum á sjúkra- húsið og yfir honum var fullkomin ró, einsog hann væri búinn að sætta sig við orðinn hlut. En ekki var hann lengi hér í það sinn, því hann var búinn að sækja um Mennta- skólann á Akureyri og var hann fyrir norðan að mestu í fjögur til fimm ár, en er hann kom að norðan gerðist hann þingskrifari og fór í viðskiptafræði í Háskólann og lauk þeirri menntagrein með góðum vitnisburði. Við höfðum raunar ekki mikið samband á þessum há- skólaárum Hrólfs. En síðar urðum Verður sett upp nýtt loft að Kjarvalsstöðum? Loftið í sýningarsölum Kjarvalsstaða er mjög áberandi og þykir ýmislegt athugavert við lýsinguna þar líka. við nágrannar í nokkur ár og jukust þá kynni okkar á ný, og þá held ég að við höfum fundið það, að við vorum úr sömu sveit og mörg áhug- amál okkar þaðan runnu í líkan far- veg. Og upp frá því hélst vinskapur okkar alla tíð. Enda hef ég vart kynnst jafn trygglyndum manni um dagana. A árunum 1952-1956 bjó Hrólf- ur með Sigrúnu Ágústu Magnús- dóttur Runólfssonar. Þau eignuð- ust einn son, Börk. Einnig tók Hrólfur son Sigrúnar, Örn, fyrir kjörson. Sigrún Ágústa var síðar búsett í Hafnarfirði. Hún lést fyrir aldur fram árið 1973. Árið 1959, eignast Hrólfur dóttur með Krist- ensu Andrésdóttur, ættaðri frá Hellissandi. Sú dóttir heitir Sveinbjörg. Árið 1960 kvæntist Hrólfur, Guðrúnu Sveinsdóttur, hjúkrun- arfræðingi, ættaðri frá Rein í Mýrdal. Þau bjuggu hin síðari ár í Holtagerði 42, í Kópavogi og eiga þau tvær dætur, Æsu, sem búsett er á Grænavatni í S-Þing, stúdent úr Menntaskólanum á Akureyri, og Hildi Björgu, sem er heima og er í menntaskóla. Konu Hrólfs, Guðrúnu, börnunum, skyldfólki, tengdafólki og móður vil ég óska velfarnaðar á komandi tímum. En þó að Hrólfur flytti í Kópa- vog á sínum tíma slitnuðu ekki al- veg hin gömlu sveitatengsl okkar. Við gátum alltaf rifjað eitthvað upp, sem gerst hafði í sveit okkar norðan fjalla. Og báðir höfðu ánægju af. Og vissulega varð ég þess var, hve smalalöndin hans í Mýraröxl voru honum dýrmæt í minningu þess, er hann var heill og hljóp í kringum kennileitin á smalaslóð. Tröllhóll, Steinahjalli, Álfasteinn voru honum bláir í minningunni frá bernskudögum. Og þó að við Hrólfur vart sæj- umst nú á þessu ári hafði ég síma- samband við hann í ágústmánuði síðastliðnum og varð þess var, að það var mjög af honum dregið. Samt töluðum við saman nokkra stund, og verður það ekki rakið hér, nema það að hann gerði ekki ráð fyrir því, að við töluðumst oftar við. En hann þakkaði mér svo vel fyrir að hafa hringt til sín, og þegar heyrnartólið féll var ég viss um það, að þetta væru síðustu orðin sem á milli okkar færu hér á jörð. En þó kom annað á daginn. Það var 28. nóvember, að Hrólfur hringdi til mín og spyr mig eftir hvern þetta erindi sé. Vegir skiljast, héðan burt skal halda, og hverjum þeim sem nú var staddur hér þúsundfaldar þakkir vil ég gjalda. Með þeirri ósk burt ég fer. Þegar nœst vor saman liggur leið, lýsi oss þá gleðisólin björt og heið. Ég gat upplýst hann um það, því það stendur í gamalli söngbók og er eftir Hannes S. Blöndal. Lagið við það er eftir Bellman. Þá færði Hrólfur það í tal við mig að oft hefði þetta verið sungið í Þinghús- inu á Breiðumýri í lok skemmti- funda, áður en heim var haldið. Og viku eftir þetta símtal okkar, var Hrólfur allur. En þetta símtal olli mér nokkrum heilabrotum sem og varð til þess, að ég sendi þér þessa kveðju mína - yfir hafið bláa - með þeirri von, - að nú - lýsi þér gleðisólin björt og heið. Gísli T. Guðmundsson Lánasjóður námsmanna:_ Ein stærsta lánastofnunin Á yfirstandandi skólaári eiga um 7000 námsmenn í 20 sérskólum hérlendis rétt á námsaðstoð í formi námslána frá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Þar til viðbótar eru um 2000 íslenskir námsmenn sem stunda nám erlendis. Af þessum 9000 nemendum sóttu 4355 um lán hjá LÍN í haust, þar af nær undan- tekningalaust allir sem stunda nám erlendis og rúmlega 40% þeirra sem stunda framhaldsnám hér- lendis. Nú eru rétt 30 ár liðin síðan fyrsti vísir að Lánasjóði íslenskra náms- manna varð til þegar Lánasjóður stúdenta við HÍ var stofnaður. Ríflega 4000 lán Námslánum hefur fjölgað mjög á undanförnum árum og má sem dæmi nefna að fyrir 10 árum var úthlutað um 2800 námslánum en á síðasta námsári ríflega 4000 lánum. Lánveitingum til námsmanna við Háskóla íslands hefur hlutfalls- lega fækkað á undanförnum árum um leið og lánveitingar hafa aukist til námsmanna erlendis. Nú er svo komið að um helmingur heildar- lánsfjárhæðinnar fer til nemenda sem stunda nám erlendis og er reiknað með að það hlutfall hækki upp í 55% á næsta ári. Helstu skilyrði fyrir því að nem- endur fái námslán eru að stundað sé fullt nám og tekjur námsmanns séu innan ákveðinna marka. Kröf- ur um námsárangur eru ívið strang- ari hér en erlendis. 6.073 kr. á mánuði Námslán eru miðuð við náms- framfærslukostnað með eðlilegu tilliti til fjölskyldustærðar, tekna námsmanna og maka hans. Nú eru aðeins greidd 90% af þessum fram- færslukostnaði en það hlutfall á að hækka upp í 95% á næsta ári. Til samanburðar má geta að ellilífeyr- isþegi hafði til umráða í nóvember sl. 6.980 kr. en námsmaður 6.073 kr. á mánuði. Árið 1976 varð sú breyting á að námslán urðu fyrst íslenskra lána verðtryggð að fullu. Endur- greiðsíur lána hefjast 3 árum eftir að námi viðkomandi lánsþega lýk- ur og er árleg afborgun 3,75% af tekjum fyrra árs fært upp til verðlagsbreytinga. Að sögn forráðamanna LÍN eru vanskil innan við 1% af gjaldfölln- um afborgunum. Fjárhagsvandi sjóðsins hefur verið nokkur á þessu ári og kemur þar aðallega til óvænt fjölgun umsókna haustlána, verð- bólga og óhagstæð gengisþróun, en helmingur lánsupphæða er greiddur í erlendum gjaldeyri. Vantar 80 miljónir Samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir komandi ár mun Lánasjóður- inn hafa tæpar 330 miljónir til urn- ráða, þar af verða 138 miljónir teknar að láni til að endurveita í forrni námslána. Að sögn forráða- manna sjóðsins nægir þessi upp- hæð þó engan veginn til að geta veitt öllum þeim lán sem hafa rétt til þess á komandi ári, og telja þeir að allt að 80 miljónir vanti uppá svo endar nái saman. -lg-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.