Þjóðviljinn - 29.12.1982, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.12.1982, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 29. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN"- SÍÐA 7\ Hjálparsveit skáta í Reykjavík hefur starfað í hálfa öld Frá æfingabúðum á Þingvöllum árið 1956. (Ljósm. V.J.). Klifur i ísvegg í Gigjökli. Það er betra að geta brugðist við á réttan hátt þegar leitarkallið kemur. (Ljósm. J.B.). ÁVALLT TIL TAKS Sjálfboðaliðastarf í hjálpar- sveitum og björgunarsveitum er sjálfsagt í hugum margra ó- kunnugra ævintýraleikur, en fljótt skipast veður í lofti, þegar þeir ókunnu þurfa á aðstoð þessara sjálfboðaliða að halda. Þá fyrst verður mörgum mann- inum ljóst hversu mikils virði hjálparstarfið er. Það er hollt að rifja þessa staðreynd upp nú á þeim tímamótum þegar Hjálp- arsveit skáta í Reykjavík hefur starfað óslitið í 50 ár. Hér á eftir verður rakinn í stuttu máli aðdragandinn að stofnun hjálparsveitarinnar og tínt til það helsta úr starfi hennar á liðnum áratugum. Stuðst er við úttekt á sama efni í vönduðu afmælisriti sveitarinnar sem nýlega er komið út. Aðdragandinn Skátastarf byrjaði hérlendis árið 1912 og frá upphafi var lögð rík áhersla á hljálparstarf í einhverri mynd. Mikið var leitað eftir aðstoð skáta þegar á bjátaði. t.d. í spæn- sku veikinni árið 1918. Þegar Alþingishátíðin var haldin á Þingvöllum árið 1930 var farið fram á það við skátahreyfinguna að hún annaðist leiðbeiningar og hjálparstarf. Vegna þessa verkefn- is skapaðist sú hefð að lögreglan í Reykjavík leitaði til skátanna þeg- ar mikið lá við, vegna þess hvað lögreglan var þá fáliðuð. í kjölfar þessa aðstoðarstarfs var hjálparsveit skáta stofnuð árið 1930. Fyrsti foringi var Jón Oddgeir Jónsson og gegndi hann því starfi framtil ársins 1951. í upp- hafi voru um 30 félagar í sveitinni og var henni skipt í fimm flokka. Fleiri sólarhringa leitir Á fyrstu starfsárum sveitarinnar kom margoft fyrir að leitir stóðu í fleiri sólarhringa og fengu félagar sveitarinnar þá oft ávítur í skólum og frá vinnuveitendum. Var þá gripið til þess ráðs að útbúa sérstök skírteini handa félagsmönnum sveitarinnar sem lögreglustjórinn í Reykjavík skrifaði undir. Eftir það gekk mun betur að losna úr vinnu eða námi þegar kallað var til leitar. Hjálparsveitarmenn sinntu ýms- um verkefnum auk leitarstarfa. Þeir skipulögðu m.a. móttöku fyrir vetrarhjálpina, aðstoðuðu íbúa og vegfarendur í illviðrum og þegar neyðarástand skapaðist t.d. vegna farsótta. Árið 1935 var stofnuð Blóðgjafasveit skáta í Reykjavík í samráði við Guðmund Thorodd- sen sem þá var yfirlæknir á Land- spítalanum. Hver félagi fór fjórum sinnum á ári og gaf blóð sem gaf sveitinni tekjur á móti. Sameining allra björgunarsveita Fljótlega á fyrstu átatugnufn sem sveitin starfaði var farið að ræða um sameiningu allra björgunar- aðila í landinu. Reynt var að koma á föstu samstarfi við Slysavarnar- félag íslands og Rauða krossinn ár- ið 1940 en samstaða náðist ekki og fór því sú viðleitni út um þúfur. Eftir stríðsárin óx skátahreyf- ingunni mjög fiskur um hrygg og að sama skapi hjálparsveitinni. Hún eignaðist sín fyrstu farartæki í upp- hafi sjötta áratugarins en erfiðlega gekk að reka bílinn þar sem sveitin hafði lítið rekstrarfé til umráða. Þá var tækjabúnaður sveitarinnar af ansi skornum skammti. Undir lok áratugarins var reynt að sameina meir en verið hafði al- mennt starf skátahreyfingarinnar í Reykjavík og hjálparsveitarinnar en menn voru ekki einhuga um þá ráðagerð. Varð úr að flestir félagar sveitarinnar mótmæltu og gengu yfir í Slysavarnarfélagið og mynd- uðu þar kjarnann í björgunar- sveitinni Ingólfi. Hjálparsveitin endurreist Fram til ársins 1962 lá starf sveitarinnar mestu niðri. Þá var ákveðið að endurreisa sveitina. Mikil gróska færðist á næstu árum í starf sveitarinnar og var komið á reglulegum æfingum flokka sem störfuðu innan hennar. Frá árinu 1964 var sjúkra- þjónusta á mannamótum snar þátt- ur í starfi sveitarinnar. Smám saman hefur hún komið sér upp fullkomnum búnaði og nú getur hún sett upp á stuttum tíma neyðarsjúkrahús, eina sinnar teg- undar hér á landi. Hjálparsveitin hefur haft á hendi sjúkraþjónustu víða um land og má þó einkum nefna Þórsmerkurævin- týrin á árunum 1967 og 1968. Flugeldasala í kjölfar jólatrés- og happdrættissölunnar komu fleiri tilraunir til að láta sveitina standa á eigin fótum fjárhagslega. Árið 1968 var skátabúðin keypt af Bandalagi íslenskra skáta og hóf nú umfangsmikinn verslunarrekstur, þar sem aðallega var á boðstólum skáta- og viðleguútbúnaður. í framhaldi af rekstri búðarinnar var hafin flugeldasala og hélt Hjálpar- sveitin sinn fyrsta flugeldamarkað í versluninni um áramótin 1968- 1969. Enn í dag byggir sveitin fjárhagsafkomu sína að mestu leyti áflugeldasölu. Til að byrja með var útsölustaður eingöngu í Skátabúð- inni, en fljótlega fjölgaði þeim og nú eru sölustaðir víðsvegar um borgina. Fjölbreytt námskeið Hjálparsveitin hefur haldið ým- iss konar námskeið fyrir almenn- ing. Umfangsmest eru þó áttavita- og útbúnaðarnámskeið fyrir rjúpnaskyttur. Leitir að rjúpna- skyttuni voru að verða uggvæn- legar og mjög tíðar. Hjálparsveitarmönnum var því ljóst að þörfin var brýn á því að fræða það fólk sem hugði á ferða- lög, einkum um hálendið. Árangurinn kom fljótlega í ljós, því leitum að rjúpnaskyttum hefur stórlega fækkað. Þegar eftir 1970 fara einstaka fé- lagar að afla sér aukinnar þekking- ar á ýmsum sviðum fjalla- og ferða- mennsku, skyndihjálp og fleiri þáttum, sem lúta að starfsemi hjálparsveita. Þekkingár var leitað til útlanda og heimkomnir hófu þeir er utan fóru að halda nám- skeið fyrir félagana í sveitinni og áttu þannig sinn þátt í að auka al- menna hæfni og kunnáttu manna varðandi björgunarmál. Sannað tilverurétt sinn Ljóst er af því sem framan er skráð að starf Hjálparsveitar skáta í Reykjavík hefur verið margþætt. Sveitin hefur aldrei liðið undir lok þó stundum væri mjótt á mununum að þráðurinn slitnaði. Þegar starf sveitarinnar var í mestri lægð voru jafnan starfandi leitarflokkar á vegum skáta, sem tengdust þeirri upprunanlegu sveit skáta sem stofnuð var 1932. Mikið vatn hefur runnið til sjáv- ar síðan og nú hefur Hjálparsveit skáta í Reykjavík sannað til- veru-rétt sinn, aðlagað sig nútíma- samfélagi og þróast í sérhæfða björgunar- og hjálparsveit sem ævinlega er til taks þegar hjálpar er þörf. (Samantekt - lg) Leitað í snjóflóði (Ljósm. K.Ó.). „Hjálpar- sveitin” aftur á sviðinu Litli Leikklúbburinn á ísa- firði hefur nú í haust sýnt leikritið „Hjálparsveitina" eftir Jón Steinar Ragnarsson við mjög góða aðsókn í Félags heimilinu í Hnífsdal. _ Þrátt fyrir hina góðu að- sókn varð.að hætta sýningunt að lokinni þeirri níundu vegna próflestrar margra leikara og var afráðið að hafa aukasýn- ingar rnilli jóla og nýárs. Gefst þá ísfirðingum og nágrönnum sem ekki hafa enn séð þetta bráðsnjalla verk kostur á að bæta úr því. Síðasta sýningin verður á morgun, fímmtudag- inn 30. desember kl. 9. Lánskjara- vísitalan hefur hækkað um 60,5% í ár Scðlabanki íslands hefur reiknað út lánskjaravísitöluna fyrir janúarmánuð og reynist hún vera 488 stig en var 471 fyrir desember. Hækkun á milli mánaða verður því 3.61%. Lánskjaravísitalan fyrir janúar 1982 var 304 stig og hefur því hækkun lánskjara- vísitölunnar orðiö 60.53% frá upphafi til loka ársins 1982. Hækkunin frá upphafi til loka ársins 1981 varð hins vegar aðeins 47.57%. 1980 varð hækkunin 58.46%. Lánskjaravísitalan er reiknuð út af Seðlabankanum með tilvísun til laga frá 1979. Henni tilgrundvallar liggja 2/3 hlutar framfærsluvísitölu og 1/3 hluti byggingavísitölu. -v. Nýtt lögfrœði- tímarit Hið íslenska sjóréttarfélag, ^em nýlega var stofnað, hefur hafið útgáfu tímarits um sjó- réttarleg málefni, sem ber ^iafnið Njörður. Er því m.a. ætlað að flytja erindi, sem, flutt verða á fræðafundum fé-* lagsins, auk annars fræðilegs efnis, sem tengist sjórétti eða sjóvátryggingarrétti. í fyrsta tbl. tímaritsins er' birt erindi, sem Páll Sigurðs- son dósent hélt á fyrsta fræða- fundi félagsins og nefnist það „Nýmæli í björgunarretti?“. Er þar fjallað um tillögur stjórnskipaðrar nefndar um breytingar á VIII. kafla 1. 66/ 1963 o.fl. Til félagsmanna í Hinu ís- lenska sjóréttarfélagi er á- skrift tímaritsins innifalin í fé- iagsgjaldi, en einnig mun það verða selt í lausasölu í Bók- sölu stúdenta og hjá Páli Sig- urðssyni dósent, Lagadeild Háskólans. -mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.