Þjóðviljinn - 29.12.1982, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 29. desember-1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Landbúnaðarráðuney tið:
VIU selja Hol-
lendingumkjöt
Segir SÍS fara með
rangt mál í sambandi
við verð
Sem kunnugt er af fréttum kall-
aði Búvðrudeild SÍS á blaðamenn
til fundar vegna þeirrar ákvörðun-
ar landbúnaðarráðuneytisins að
leyfa sölu á dilkakjöti til Hollands
fyrir lægra verð en SIS hefur selt á í
haust, að því er forráðamenn
Búvörudeildar sögðu.
Þessu mótmælir landbúnaðar-
ráðuneytið og segir SÍS fara með
villandi og rangt mál í þeim upplýs-
ingum, sem blaðamönnum voru
gefnar. Segir í tilkynningu frá
landbúnaðarráðuneytinu að hol-
lenski aðilinn hafi viljað kaupa
3.000 tonn af kjöti, en ráðuneytið
hafi verið þess hvetjandi að hann
fengi 1.000 tonn. Ákvörðunina
segir ráðuneytið byggða á því að
um mikið magn hafi verið að ræða
og kjötverðið greitt strax. Þannig
sparist vaxta- og geymslukost-
naður sem nemi allt að 20 milj. kr.
Varðandi það að Hollendingur-
inn greiði 28,9% lægra verð en SÍS
selur á, eins og kom fram hjá SÍS-
mönnum á blaðamannafundinum
(meðalverð) þá bendir ráðuneytið
á að hér sé byggt á röngum
samanburðargrundvelli, þar sem
meðalverð SIS sé byggt á niður-
brytjuðu kjöti, hryggjum og lær-
um, sem selt hefur verið í litlu
magni, en á mun hærra verði en
kjöt í heilum skrokkum. Þá segir
ráðuneytið að það sé rangt að SÍS
hafi selt 2107 tonn í ár; nær sanni sé
að 1050 til 1100 tonn hafi verið seld
um síðustu mánaðamót. - S.dór
Þór Vilhjálmsson kjörinn
forseti Hæstaréttar til árs
Þór Vilhjálmsson hæstaréttar-
dómari hefur verið kjörinn forseti
Hæstaréttar frá 1. janúar n.k. að
telja til ársloka 1984. Þá hefur
Magnús Þ. Torfason hæstaréttar-
dómari verið kjörinn varaforseti til
sama tíma.
35 nemendur brautskráðir frá Flensborg
il Sovét
35 nemendur voru ný-
lega brautskráðir frá
Flensborgarskólanum í
Hafnarfirði. 33 luku stú-
dentsprófl, einn verslun-
arprófí og annar prófí af
heilsugæslubraut.
Bestum námsárangri náðu
Hrafnhildur Skúladóttir, við-
skiptabraut, Gunnar Viktorsson,
málabraut og Bryndís Erlingsdótt-
ir, náttúrufræðibraut.
Nú hafa verið gerðir samninar
við sovéska samvinnusanibandið
um sölu á töluverðu af iðnaðarvör-
um, sem afgreiddar verða á næsta
ári.
Hjörtur Eiríksson, fram-
kvæmdastjóri Iðnaðardeildar sagði
að búið væri að undirskrifa samn-
inga um sölu á ullarfatnaði að fjár-
hæð 2,1 milj. dollara og einnig
voru, - sem er nýlunda - gerðir
samningar um sölu á karlmanna
skóm frá Skógerðinni, að fjárhæð
160 þús. dollara.
Enn er eftir að ræða um og ganga
frá sölusamningum fyrir ullar- og
skinnavörur við aðra sovéska aðila
og liggur því enn ekki fyrir hver
heildarupphæðin verður. -mhg
»>
,,A rðsemisprósentuna vœri tilvalið að
láta ákveða á aðalfundi Kron ár hvert
ogyrðiþað vafalítið til að efla mjög
félagsskap Kron bœði viðskiptalega
ogfélagslega“
KRON
á tímamótum
Endurgreiðsla arðs til félags-
manna í hlutfalli við viðskipti
þeirra er einn af hornsteinum
samvinnustefnunnar. Hinar
svonefndu „Rochdale-reglur"
grundvallarreglur samvinnufé-
laga, eru hluti af stefnuskrá ís-
lensku samvinnuhreyfingarinn-
ar, felldar inn í stefnuskrána og
því heitið að hin íslenska sam-
vinnuhreyfing muni leitast við að
haga starfsemi sinni í samræmi
við reglur Alþjóðasamvinnu-
sambandsins. Fjórða grein fyrr-
nefndra reglna hljóðar svo:
„Hagnaður eða uppsafnað
fjármagn - ef um slíkt er að
ræða - sem til er orðið í rekstri
samvinnufélags tilheyrir félags-
mönnum í því félagi, og skal slíku
fé dreift á einhvern þann hátt sem
ntiðar að því að koma í veg fyrir
að nokkur félagsmaður hagnist á
kostnað annarra félagsmanna.
Þetta getur gerst - eftir á
kvörðun félagsmanna á einhvern
eftirtalinn veg:
a) Með því að leggja fé til að
efla starfsemi samvinnufélagsins.
b) Með því að leggja fé til mál-
efna sem snerta almannaheill.
c) Með því að skipta fénu milli
félagsmanna í hlutfalli við við-
skipti þeirra við félagið".
Fyrir allmörgum árum útfærði
Kaupfélag Reykjavíkur og ná-
grennis (Kron) c-lið þessara regl-
na með þeim hætti að viðskipta-
menn héldu til haga kvittunum
þeim, er þeir fengu afhentar í.
hverri verslunarferð og einu sinni
á ári voru miðarnir sendir inn og
greiddur út arður. Á síðari árum
hefur reyndin orðið sú, að Kron
reynir að greiða þennan arð fyrst
og fremst með lækkuðu vöru-
verði, en einnig með afsláttar-
kortum þeim, sem félagsmönn-
um eru send á hverju hausti.
Ný stórverslun
gefur nýja möguleika
Svo sem flestum mun kunnugt
þá hefur Kron í samvinnu við SIS
og kaupfélög í nágrenni Reykja-
víkur stofnað fyrirtæki unt rekst-
ur stórverslunar í húsnæði Holt-
agarða við Sund. Tilkoma þeirrar
verslunar ntun nánast valda gjör-
byltingu í rekstri Kron og er
reiknað með því, að velta stór-
verslunarinnar einnar verði nteiri
en er hjá öllum núverandi versi-
unum Kron. Við opnun stórversl-
unarinnar kemur kjörið tækifæri
fyrir ráðamenn Kron til að hrinda
nýjum hugmyndum í framkvæmd
og skjóta stoðum undir rekstur
samvinnuverslunar í þéttbýli.
Á aðalfundi Kron 1982 ræddi
Páll Bergþórsson um með hvaða
hætti Kron gæti nú endurgreitt
þann arð til félagsmanna, er
skyida Kron sem samvinnuversl-
unar leggur því á herðar. Gat
hann um, að með örtölvutækn-
inni hefðu „búðarkassar" um
víða veröld tekið breytingum og
ástæða væri fyrir Kron að íhuga,
hvort Kron gæti ekki fært sér í nyt
þá tækniþróun til að hrinda sam-
vinnuhugsjóninni í framkvæmd.
Átti Páll hér við, að víðast hvar
erlendis væri nú svo komið, í stað
þess að upphæð sé „slegin“ inn í
búðarkassa þá les tölvunemi
vöruverðið af verðmiða vör-
unnar. Þannig skrá verslanir hjá
sér öll viðskipti, bæði til að fylgj-
ast með veltunni og birgðahaldi.
Hér gæti Kron auðveldlega bætt
við einum þætti til viðbótar sem
væri, að í hvert sinn sem viðskipti
ættu sér stað þá væri tam. nafn-
Bolli
Héðinssort
skrifar
númer hvers félagsmanns í Kron
fyrst sett inn í tölvuna (búðarkass-
ann) og viðskiptin þannig skráð
á nafn félagsmannsins. Væri
þannig aftur horfið til gamla kerf-
isins, þegar félagsmenn héldu
kassakvittunum saman og fengu
síðan endurgreiddan arð við
framvísun þeirra. Hér þurfa fé-
lagsmenn hinsvegar ekki að hafa
fyrir því að halda kvittununum
saman sjálfir, því búðarkassa-
tölvan sæi fyrir því. Árlega yrði
síðan ákvörðuð arðsemispró-
senta, er menn fengju endur-
greidd viðskipti sín eftir.
Arðsemisprósentuna væri tilvalið
að láta ákveða á aðalfundi Kron
ár hvert og yrði það vafah'tið til að
efla mjög félagsskap Kron bæði
viðskiptalega og félagslega.
Aukin velta, öflugri
félagsskapur
Til að byrja með mætti hugsa
sér, að tölvuvæddir búðarkassar
af þessu tagi yrðu einungis í hinni
nýju stórverslun í Holtagörðum.
Þróunin gæti síðan orðið sú, að
þeir yrðu teknir upp í öllum versl-
ununt Kron og þannig mundu
aukin viðskipti Kron-félaga skila
sér fljótlega í auknum við-
skiptum. Ljóst er, að félagsmenn
í Kron (en þeir eru hátt á annan
tug þúsunda) eru stór hópur við-
skiptamanna í öðrum verslunum.
Vafalaust mundu ntargir félags-
menn í Kron hugsa sig tvisvar
um, áður en þeir versluðu ann-
' arsstaðar vitandi vits, að aukin
viðskipti þeirra í Kron skiluðu sér
í auknum arði seinna meir.
Vafalaust rnundi félags-
mönnum í Kron fjölga stórlega en
síðan en ekki síst myndi aðgerð af
þessu tagi verða til að auka al-
hliða áhuga á starfsemi Kron.
Stöðug umræða meðal félags-
manna samvinnuverslunar um
hvað betur má fara skilaði sér
vafalaust í bættri þjónustu,
auknu vöruúrvali o.fl. en e.t.v.
fyrst og fremst í skilningi á gagn-
kvæmum hagsmunum félags-
manna og kaupfélagsins.
Bolli Héðinsson er félagsmaður
í Kron og hagfræðingur
hjá Farmanna- og
fiskimannasambandi Islands.
Bolli hefur tekið virkan þátt í
félagsstörfum var m.a. formaður
Stúdentaráðs Háskóla íslands. Þá
hefur hann starfað sem
blaðamaður og ritað greinar í
blöð og tímarit.