Þjóðviljinn - 29.12.1982, Blaðsíða 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 29. desember 1982
Á Vöruflutningamiðstöðinni er oft mikið annríki við að afgreiða landsbyggðarbílana.,
Akureyri
Fyrir frumkvæði Fjórðungs-
sambands Norðlendinga skipaði
samgönguráðherra þriggja manna
samstarfsnefnd til að gera tillögur á
samgöngukerfi, skipulag sam-
gangna og ferðaþjónustu á Norður-
landi. Starf nefndarinnar skyldi
byggjast á ályktun Fjórðungsþings
Norðlendinga 1980 en í henni var
lögð áhersla á að samgöngukerfið
stuðli að aukinni samvinnu milli
staða þar og að aukinni samvinnu
milli samgönguþátta með eðlilegri
verkaskiptingu með hliðsjón af
hagkvæmni og félagslegum þörf-
um. Stuðlað skuli að uppbyggingu
innanhéraðssamgangna, m.a. með
sainhæfingu þeirrar samgöngu-
þjónustu, sem fyrir er, m.a. með
tengingu samgöngukerfisins með
flutningamiðlun og samgöngumið-
stöðvum.
Nefndina skipuðu Ólafur
Steinar Valdimarsson, skrifstofu-
stjóri í samgönguráðuneytinu,
Áskell Einarsson framkvstj.
Fjórðungssamb. Norðlendinga og
Ilelgi Ölafsson framkvæmdastj.
Áætlanadeildar Framkvæmda-
stofnunar. Með nefndinni störfuðu
Benedikt Bogason og Kristján
Kolbeins hjá Framkvæmdastofnun
og Guðmundur Sigvaldason hjá
Fjórðungssambandinu.
Flutningam iðstöðvar
I tillögum sínum bendir nefndin
á að nauðsynlegt sé að koma upp
flutningamiðstöðvum. Bent er á
þrjá flokka flutningamiðstöðva
eftir eðli þjónustunnar. í fyrsta
flokki er almenn vöru- ogpakkaaf-
greiðsla, sem er opin á tímabilinu
kl. 8-17 alla virka daga. Á slíkri
flutningamiðstöð væri fyrir hendi
veitingaþjónusta eða verslun og
bensínafgreiðsla. Til staðar væri
upplýsingaþjónusta. Vöruaf-
greiðsla verði jafnframt tengd
þeirri þjónustu, sem fyrir er á
staðnum. Lagtertilað AÍcureyri og
Húsavík teljist til þessa flokks.
I öðrum flokki eru flutningamið-
Orð og
athafnir
„Ég mun líka beita mér fyrir því,
að eftir föngum verði leitast við að
fylgja þeirri reglu, að ekki verði
ráðist í nýjar framkvæmdir á veg-
um borgarinnar, fyrr en gerð hefur
verið ýtarleg grein fyrir hugmynd-
um um kostnað af rekstri þeirra",
sagði Davíð Oddsson, borgar-
stjóri, m.a. í umræðum um fjár-
hagsáætlun 1983.
„Jafnframt mun ég gera kröfu til
þess, að þeim hugmyndum verði
fylgt við hönnun og smíði einstakra
mannvirkja, að ekki (sé) verið að
hringla með þær á byggingartíma
eins og nú á sér allt of oft stað.“
í næstu andrá var hins vegar að
því komið í ræðu borgarstjóra að
skýra frá því að ákveðið hafi verið
að „fresta frekari framkvænrdum
við böð og búningsklefa Laugar-
dalshallarinnar unr sinn.“
- ÁI
Skipulag samgangna á Norðurlandi
Aukin samvlnna
og samhæfing
stöðvar, sem heppilegast er að reka
í tengslum við sjálfstæða veiting-
aþjónustu. Til þessa flokks teljast
Staðarskáli, Blönduós, Varma-
hlíð, Sauðárkrókur, Siglufjörður,
Ólafsfjörður og Dalvík.
í þriðja flokki eru flutninga-
miðstöðvar þar sem um lágmarks-
þjónustu er að ræða. Aðstaða fyrir
ferðamenn er fyrst og fremst fólgin
í biðstæði innanhúss, með eða án
veitingaþjónustu. Pakka- og vöru-
afgreiðsla væri í höndum aðila, sem
væri á staðnum, sem aukaþjón-
usta. Til þessa flokks má telja
Hvammstanga, Skagaströnd.
Hofsós, Grenivík, Mývatnssveit,
Kópasker, Raufarhöfn og Þórs-
höfn.
Auðveld samrœming
I athugunum nefndarinnar kom
það í Ijos, að póstbifreiðir og skóla-
bifreiðir aka svipaðar leiðir á svip-
uðum tíma dagsins. Megin mis-
ræmið í þessum efnum er að
miðpunktar póstferðanna eru
kaupstaðir og kauptún én ferðir
skólabílanna hafa sína miðpunkta f
skólum sveitanna. Víst er að víkka
má út hið almenna fólksflutninga-
kerfi með aukinni nýtingu og póstbif-
reiða og skólabifreiða. Af upplýs-
ingum, sem nefndin aflaði sér um
ferðir skólabifreiða og póstbifreiða
er ljóst, að þessir flutningar geta
fallið saman. Tiltölulega auðvelt er
að samræma flutninga á pósti al-
mennum fólksflutningum. Nefndin
telur einnig, að nota mætti skóla-
bifreiðir til póstflutninga og al-
mennra farþegaflutninga, þótt ekki
sé það jafn einfalt í sniðum. Skóla-
flutningar á Norðurlandi 1981
kostuðu alls kr. 6.820 þús. Á sama
ári greiddi Póst- og símamáiastofn-
unin kr. 2.987 þús. fyrir póstdreif-
ingu frá póststöðvum á Norður-
landi, auk greiðslu til sérleyfisbif-
reiða og flugvéla fyrir flutning á
pósti milli póststöðva. Alls kost-
uðu þessir flutningar kr. 9.807 þús.
á árinu 1980. Þetta er það há fjár-
hæð að menn hljóta að staldra við
og athuga hvort ekki má reka sam-
göngukerfi fyrir lægri fjárhæð.
Nefndin leggur áherslu á að
stuðlað verði að því að tekinn verði
upp sérleyfisakstur á milli fleiri
staða en nú cr. Enda þótt flutning-
ar á landi séu ekki bundnir sér-
leyfum virðist nauðsynlegt að
skipuleggja þá, m.a. að taka upp
sérleyfi í vöruflutningum.
í nefndarálitinu kemur fram að
vöruflutningar á sjó frá Reykjavík
til hafna á Noröurlandi hafa ekki
Húsavík
verið nægilega reglubundnir.
Leggja verður áherslu á að meira
verði um beina vöruflutninga frá
útlöndum til hafna á Norðurlandi
og þá sérstaklega til Akureyrar,
vegna mikillar vörudreifingar það-
an á aðra staði.
Gagnlegar
upplýsingar
I úttekt þeirri, sem nefndin
gerði, er að finna margar gagnlegar
upplýsingar. Talið er að kostnaður
við að koma aðalsamgönguleiðum
á landinu í gott horf sé um 1 milj-
arður kr. en um 630 milj. í nothæft
horf. Sambærilegar tölur fyrir
Norðurland eru 340 milj. kr. fyrir
gott ástand eða 34% heildarkostn-
aðar en í nothæft ástand fyrir 200
milj. kr. eða 32% af heildarþörf á
landinu. Talið er að 409 km stofn-
brauta hafi meira en 30% arðsemi,
þar af eru á Norðurlandi 175 km
eða 43% af arðsömustu vegafram-
kvæmdum á landinu. Stofnbrautir
með arðsemi frá 11-30%, þ.e.
standast staðal Alþjóðabankans,
eru 986 km og þar af á Norðurlandi
297 km eða 30% af stofnbrautum
með frá 11-30% arðsemi. Þetta
svarar til þess, að 34% þeirra stofn-
brauta, sem ná alþjóðastaðlinum,
séu á Norðurlandi. Heildarlengd
stofnbrauta á Norðurlandi er 943
km, þar af eru 472 km, sem ná
staðli Alþjóðabankans, eða 51%
stofnbrautakerfisins í fjórðungn-
um. Miðað við stofnbrautir, sem
hafa arðsemi frá 7-10%, sem er við
það mark að ná alþjóðastaðli, þá
eru 30% þeirra á Norðurlandi eða
128 km, sem svarar til 13,6% af
öllum stofnbrautum á Norður-
landi. Þetta sýnir að meginhluti
stofnbrautakerfisins hefur það
mikla arðsemi að telja má í fremstu
röð. Dæmi er um fjárfestingar-
möguleika í vegagerð á Norður-
landi, sem gæfi af sér 135% arð-
semi.
Við athugun á bifreiðaeign á
Norðurlandi kemur í ljós, að þrátt
fyrir að aukning bifreiðaeignar þar
er yfir landsmeðaltali, eru færri bíl-
ar á hverja þús. íbúa. Miðað við
lögsagnarumdæmi virðist bifreiða-
eign vera mest í Húnavatnssýslu en
minnst á Siglufirði og Ólafsfirði.
Eftirtektarvert er að bifreiðaeign í
lögsagnarumdæmi Eyjafjarðar-
sýslu og Akureyrar er minni en í
héruðunum fyrir vestan og austan
Eyjafjörð, miðað við íbúatölu.
Dreifileiðir
Dreifileiðir pósts eru 5528 km á
Norðurlandi, utan þéttbýlis.
Lengsta póstleið er frá Blönduósi til
bæja í A.-Hún., 506 km sem ekin er
þrisvar í viku. Næst lengsta póst-
leið er frá Kópaskeri, 350 km, sem
ekin er tvisvar í viku. Póstur og
sími greiðir svonefnt póstflug
228.800 km og nam sá kostnaður
kr. 631.488 árið 1981. Alls greiðir
pósturinn fyrir 752.594 knt vegna
póstdreifinga. Auk þessa rnunu
sum sveitarfélög greiða fyrir póst-
ferðir. Skólaárið 1980-1981 voru
greiddar 1.343.045 km vegna
skólaaksturs á Norðurlandi. Þetta
sýnir, að á Norðurlandi er fyrir
hendi flutningskerfi sem ekki nýtist
sem skyldi til almennra sam-
gangna. Þetta þarf að breytast.
Samgönguráðherra hefur falið
nefndinni að vinna áfram að til-
lögugerð til samræmingar sam-
göngukerfinu.
- mhg
Fjárhagsáætlun borgarinnar:
Tekjur hækka um 72 %
Gatnagerðargjöldin eru 15% tekna
I fjárhagsáætlun Reykjavíkur-
borgar 1983 er gert ráð fyrir því að
tekjur borgarinnar aukist um 72%
á milli ára. Hækkunin cr langinest
á gatnagerðargjöldunum, sem nú
er ætlað að standa undir 15% af
tekjum borgarinnar. Nema þau á
næsta ári 244 miljónum króna, en
voru um 50 miljónir 1982. Ef gatn-
agerðargjöld hefðu hækkað í hlut-
falli við annað á milli ára og miðað
væri við svipaða lóðaúthlutun og
1982 hefði tckjuaukning borgar-
sjóðs á milli ára ekki orðið nema
56%
Þetta kom m.a. fram í ræðu
borgarstjóra er fjárhagsáætlun var
lögð fram rétt fyrir jólin. Er stefnt
að því að þjónustugjöld standi í
auknum mæli undir rekstri og
munu t.d. fargjöld SVR, bóka-
safnskort, aðgangur að sundstöð-
um og fleira þess háttar hækka langt
umfram verðlagsþróun á næsta ári.
Reykjavíkurborg mun á árinu
1982 nýta alla sömu tekjustofna og
vinstri meirihlutinn gerði, að
undanteknum fasteignasköttun-
um. Þar verður veittur 20 miljón
króna afsláttur af íbúðarhúsnæði,
en tekjuaukningin, sem hækkuð
þjónustugjöld og arðgreiðslur
valda, nernur hins vegar tæpurn 50
miljónum skv. áætluninni.
Gert er ráð fyrir því að útsvörin
hækki um 54% á rnilli ára og sótt
hefur verið uni heimild til að leggja
8% álag ofan á útsvarið. Nemur
álagningin því 11,88% eins og allar
götur frá 1979. Aðstöðugjöld
munu hækka um 60% á milli ára
skv. fjárhagsáætluninni.