Þjóðviljinn - 29.12.1982, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 29. desember 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9
Frá fyrsta landsfundi Alþýðubandalagsins 1968. Ragnar Arnalds í ræðustól. Við borðið eru, frá vinstri:
Guðrún Guðvarðardóttir, Ólafur R. Einarsson, Bjarnfríður Leósdóttir, Guðjón Jónsson og Jóhannes
Stefánsson.
staðreynd að það afhjúpaði á
margan hátt veikleika í pólitík Al-
þýðubandalagsins ekki síður en í
skipulagi þess.
Vilja kollvarpa
pýramída-
skipulaginu
Innan Alþýðubandalagsins hafa
verið miklar umræður um vinnu-
brögð og lýðræðislegri starfshætti á
undanförnum árum. Auðvitað er
ekkert til, sem heitir endanlega
réttu vinnubrögðin, eða einu
starfshættirnir sem koma til greina.
Hitt er sönnu nær, að lýðræðislegri
vinnubrögð eru ævinlega markmið
í sjálfu sér og Alþýðubandalagið
hefur reynt að tileinka sér betri
vinnubrögð, þó okkur mörgum
finnist seint ganga.
Við áföll einsog kosningaósigur-
inn í Reykjavík sl. vor fær umræða
af þessum toga byr undir báða
vængi. Það gerðist einmitt hér
syðra sl. vor. Almennir flokksfé-
lagar vilja að venjulegir félagar
taki meiri þátt í pólitískum á-
kvörðunum en nú er. Að efst í
pýramídanum sé verkefnið að
framkvæma það, sem félagarnir
hafi ákveðið. Þetta
pýramídafyrirkomulag hefur verið
gagnrýnt og menn vilja kollvarpa
því. Hins vegar er ékkert módel
fundið og það er eilífðarverkefni
nánast að breyta í átt til meira
lýðræðis. Hitt er annað mál að
markmiðum einsog meira lýðræði
innan flokksins og í samfélaginu
gjörvöllu verður ekki náð nema
gerðar séu tilraunir í þá átt. Um
leið þýðir þetta að vald sé tekið frá
þeim, sem nú hafa það, og fært í
hendur annarra sem ekki hafa eins
mikið vald - nú. Forysta Alþýðu-
bandalagsins og stofnanir innan
flokksins hafa ekki verið jafn
fljótar á sér til að ganga til móts við
slíkar frómar óskir frá grasrótinni
og margir hefðu viljað. En hitt er
ljóst að flokksforystan er að taka
við sér í þessu efni. Að undanförnu
hefur verið meira um það að al-
mennir félagar fjalli um málefni
sem síðar skipta sköpum fyrir
flokkinn útávið, - og áður en end-
anlegar ákvarðanir eru teknar.
Að hinu leytinu. hefur flokksfor-
ystan áttað sig á að bandalags-
formið þarf að vernda og það þarf
að tryggja hinum ólíku skoðana-
.hópum innan Alþýðubandalagsins
réttindi. Þær hræringar sem hafa
verið í gerjun innan Alþýðubanda-
lagsins og á vinstra kanti þjóðfé-
lagsins að undanförnu hafa sagt til
sín í hinu breiða bandalagi. í rök-
réttu framhaldi af þessum hræring-
um hefur Svavar Gestsson formað-
ur Alþýðubandalagsins lýst þeirri
skoðun sem nú síðast hlaut góðar
undirtektir á flokksráðsfundi AB,
að Alþýðubandalagið sé reiðubúið
til samstarfs við önnur samtök og
félög, sem það vilja.
Skipulagsbreytingar sem heimila
það að einstaklingar og félög gangi
til liðs við Alþýðubandalagið, án
þes að skírast og fermast inní flokk-
inn þarmeð, virðast því vera í
burðarliðnum. Svavar hefur og
bent á og undirstrikað að slík sam-
vinna geti ekki og megi ekki verða
á forsendum Alþýðubandalagsins
eins. Segja má að frumkvæðið að
slíku sé nú í höndum þeirra sem
geta hugsað sér slíkt samstarf í ein-
hverju formi. Um þetta hefur
nokkuð verið skrifað, bæði greinar
í Þjóðviljann oftsinnis og svo nú
uppá síðkastið m.a. vegna yfirlýs-
inga Vilmundar Gylfasonar um
bandalag Jafnaðarmanna, sem
enginn veit hvað verður. Ýmsir
sem standa utan Alþýðubandalags-
ins hafa tekið þessum hugmyndum
nokkuð vel.
Aðrir sem hafa tjáð sig um þetta
mál að undanförnu hafa gert það
með hefðbundinni tortryggni í garð
Alþýðubandalagsins. Það verður
maður að skilja, því óánægjan með
Alþýðubandalagið hefur ekki ver-
ið svo lítill hluti af heildarpólitík
smærri pólitískra samtaka á vinstri
vængnum allt frá upphafi. Slíkir
skríbentar hafa skrifað að Alþýðu-
bandalagið vildi bara gleypa smá-
samtökin, bæta hjólum við undir
vagninn inikla. Hins vegar hefur
enginn séð hvaða skilyrði, eða
hvaða óskir samtök einsog t.d.
Fylkingin viidu setja ef til einhvers
konar samstarfs kæmi. Nema að
þau hafni öll hugsanlegu samstarfi?
Hugmyndir um skipulags-
breytingar í þessa veru eru ennþá á
frumstigi. Menn hafa einnig velt
fyrir sér hvort ekki væri hægt að
útfæra þessa hugmynd þannig að
fólk úr fjöldahreyfingum einsog
verkalýðshreyfingunni, samvinnu-
hreyfingunni auk umhverfisvernd-
armanna og fleiri geti ekki tengst
starfi Alþýðubandalagsins betur en
nú nteð einhvers konar óformlegri
aðild þarsem fólkinu er engu að
síður tryggð áhrif á stefnumótun og
pólitík bandalagsins.
Frjórri pólitík,
fjörugri hvunn-
dagur
Margir telja að sá fjölbreytilegi
hópur sem er í Alþýðubandalaginu
hafi einmitt verið styrkur þess. Þeir
telja að hið plúralistiska eðli (fjöl-
þáttapólitík) bandalagsins njóti sín
ekki nema að stöðugt bætist við þá
strauma. Og hæfni Alþýðubanda-
lagsins til að vera raunveruleg
fjöldahreyfing ræðst að sjálfsögðu
af því hvort bandalaginu tekst að
höfða til „nýrri“ áhugahópa um
stjórnmál í landinu. Og til þess að
svo megi verða, verður áhugafólk
að sjá einhvern raunverulegan
ávinning í því að tengjast Alþýðu-
bandalaginu. Víst er að nýir
straumar í Alþýðubandalaginu
gætu átt þátt í því að skapa frjórri
pólitík og fjörugri hvunndag í
stjórnmálaumræðunni ef af yrði.
Verkalýður
menntast - og
verður millistétt
Metnaður forgöngumanna
verkalýðshreyfingar í þessu landi
einsog öllum öðrum gekk mikið út
á það, að mennta stéttina, gefa af-
kvæmunum kost á sem bestri
menntun. Það var ekki endilega átt
við háskólagráður, heldur miklu
fremur hitt, að mennta fólk til að
gera það að betri manneskjum,
víðsýnni og færari um að ráða lífi
sínu.
Verkalýðshreyfingunni og flokk-
um hennar hefur í þessu efni orðið
mikið ágengt á liðnum áratugum.
Þjóðfélagsbreytingar hafa orðið
miklar og verkalýðurinn er orðinn
menntaður og sérmenntaður,
fyrir skömmu að nokkrir forystu-
menn verkalýðsfélaga (karlar)
hefðu ekki náð kosningu í mið-
stjórn Alþýðubandalagsins. Hins
vegar telur greinarhöfundur að
þessi kosning hafi helst verið
merkileg fyrir þá sök, að þjóðfé-
lagsbreytingar sem þegar hafa orð-
ið, hafi verið að brjótast út á
flokksráðsfundinum þarsem kosið
var.
Fjöldi kvenna náði kosningu inn
í miðstjórnina. Það er athyglisvert,
að allar njóta þær trausts innan Al-
þýðubandalagsins og jafnframt eru
margar þeirra virkar í sínum stétt-
arfélögum og í stjórnum þeirra.
Þetta eru hin nýrri verkalýðsfélög
og hvað er eðlilegra og betra en
} þjóðfélagsbreytingar skili sér með
I þessum hætti? Þess utan er það
auðvitað ekki til vansa að Alþýðu-
bandalagið skipti á fulltrúum sín-
um í miðstjórn. Til trúnaðarstarfa í
pólitík er fólk einfaldlega ekki kos-
ið í æviráðningar.
Það er einnig ein af þeim
breytingum síðustu tíma sem öllum
er hollt að horfast í augu við, tími
æviformanna er liðinn. Innan
verkalýðshreyfingarinnar sjálfrar
hefur ýmislegt verið að breytast,
verkalýðsfélögum að fjölga og
stærri félög að minnka. Þetta segir
til sín með eðlilegum hætti innan
Alþýðubandalagsins. Þegar konur
taka í auknum mæli þátt í atvinnu-
lífi, m.a. taka við störfum og hljóta
menntun sem ekki hefur þeickst
hér áður, þá koma þær að sjálf-
sögðu til starfa innan verkalýðs-
hreyfingarinnar og í Alþýðubanda-
laginu.
íhaldssemi og
þjóðleg menning
Margir eru þeir sem furða sig á
því hversu margir atvinnurekendur
eru í Alþýðubandalaginu. Þeir
sýna máske best hversu víðtækt
að ekki ábyrgt í þessu plássi heldur
en að reyna að bjóða fólki upp á
vinnu sem heimtaði ekki dag og
nótt. Þarna var einráður Sjálfstæð-
isflokkur til skamms tíma, einn stór
atvinnurekandi með útgerð og
frystihús. Þegar fólkið fór að eldast
eða bila til heilsu var ekki um ann-
að að ræða en flytja suður. Alþýðu-
bandalagsmennirnir reyndu þá að
brjóta niður þessa einokun, og þá
félagslegu kúgun sem felst í ein-
hæfu atvinnulífi. Og viti menn, í
þessu plássi getur nú búið eldra
fólk og heilsubilað, sem gjarna
vildi vera í átthögunum en getur
ekki unnið t.d. á sjónum langtím-
um frá fjölskyldu sinni. Nú á það
fleiri valkosti, það eru nefnilega
fleiri atvinnutækifæri og fjölbreyti-
legri.
Sambandið, SÍS, er nú heldur
ekki í mörgum plássum annað en
Bogesen, því samvinnufélagsform
á einhverjum jafnréttisgrundvelli
ríkir óvíða í ísiands mörgum pláss-
um. Og hví í ósköpunum skyldu því
ekki, að öllu þessu íhuguðu,
atvinnurekendur vera í bandalagi
með fólki sem hugsar í grundvallar-
atriðum á svipuðum nótum?
Margir hópar —
margs konar
skoðanir
Það ætti að vera nokkuð ljóst af
þessari grein að Alþýðubandalagið
samanstendur af mörgum hópum,
margs konar skoðunum. Það gefur
auðvitað auga leið að sundurleit
sjónarmið eru í flestum málum.
Alþýðubandalaginu hefur engu
að síður tekist að vera til máske
einmitt vegna þessa og framhaldið
virðist vera borðleggjandi í náinni
framtíð. Það er þó að sjálfsögðu
mikið undir þvf komið að banda-
lagseðlið varðveitist og að það gæti
þess að minnihlutahópar innan
þess fái að njóta sín. Enn fremur að
um
is/ensHa leið
ábyrgö
jöfnuðÁ
frlð
frelsi
ALÞYDU
BANDALAGIÐ I
Frá flokksráðsfundinum 1982. Formaður bandalagsins í ræðustól.
þannig að verkamenn í þeim gamla
skilningi eru orðnir færri. Sífellt
stærri hluti þjóðfélagsþegna er því
„menntaður“ á einhvern liátt til að
gegna sínunt störfum. Þetta þýðir í
sjálfu sér ekki stéttatilfærslur í
miklum mæli, nema millistéttir
hvers konar þenjast út. Gagnvart
atvinnurekendum eru árnóta marg-
ir eða fleiri á sama báti, sem vinnu-
aflssalar.
Þessar breytingar hafa svo sann-
arlega sett svipmót á pólitík hér á
landi. Til að hafa skoðun þarftu að
hafa kaup, stendur einhvers stað-
ar. Maður verður að hafa efni á því
að hafa skoðun. Alþýðubandalag-
ið sækir ekki síður fylgi sitt (og
virka félaga) til millistétta en ann-
arra. Og að því leytinu er gagnrýni
forystumanna verkalýðsfélaga
láglaunafólks áreiðanlega rétt-
mætt, að of mikið sé gert til að
þóknast þeim sem eru með
miðlungs tekjur meðan láglauna-
fólk situr á hakanum. En verkalýð-
ur er víðar en í skurðum.
Enginn œvi-
ráðinn í pólitík
- ný miðstjórn
AB
Mikið veður var gert út af því
þetta bandalag er í rauninni.
Erlendis eru flokkar borgara-
stéttarinnar oft fleiri en hérlendis.
Og þeir sem eru það sem á útlensku
kallast „Wertkonservativ“ þ.e.
íhaldssamir á hin ýmsu gildi
þjóðlífsins, hafa ekki fundið sér
samastað innan Sjálfstæðisflokks-
ins þarsem hagsmunir hinna stóru,
hagsmunir stórkapitalistans verða
ævinlega ofaná.
Nú er það svo að menn úr öllum
stéttum geta verið andsnúnir rösk-
un á umhverfi sínu, sem t.d. felst í
stóriðju og villtum markaðslög-
málum. Þeir vilja nt.ö.o. heldur
vinna með samvinnumönnum og
sósíalistum á félagslega ábyrgan
hátt að málefnum þjóðfélagsins.
Og þeir vilja gjarna taka þátt í
breytingum á þjóðfélaginu sem
færa þegnunum meira sjálfræði til
sjávar og sveita. Auk þess eru fjöl-
margir íslendingar unnandi
varðveislu menningarinnar, áfram
um þjóðleg gildi. Fyrir slíku fólki
er andstaðan við hersetu, aðildin
að Nató að sjálfsögðu grundvallar-
mál. Og Alþýðubandalagið eitt
hefur á þeim vettvangi reynt að
spyrna við fótum.
í sjávarplássi á Vesturlandi sl.
haust hitti ég fyrir nokkra menn
sem allir reyndust vera atvinnurek-
endur. Aðspurðir um mótsögn
þess og sósíalismans, sögðu þessir
góðu menn, að eiginlega væri ann-
Alþýðubandalaginu takist að
virkja þau þjóðfélagsöfl sem nú
hafa gefist upp eða eru haldin van-
trú á að nokkur barátta beri ávöxt.
Framtíðarverkefni bandalagsins
hlýtur að vera að setja upp skýran
valkost við þjóðfélag misréttisins,
að vinna upp áætlun um mannúð-
legra og betra þjóðfélag en það
sem við nú búum við. Slíkur sósíal-
ismi verður ekki framkvæmdur af
einhyrningum heldur af blæ-
brigðaríkri hreyfingu með um-
burðarlyndi og virðingu fyrir
einstaklings- og lýðréttindum á
gunnfána sínum.
Slík framtíðaráætlun er ekki til.
En við aðsteðjandi vanda á Al-
þýðubandalagið til svör sem duga í
hvunndagsbaráttunni sem líka
verður að heyja. En hitt er eftir og
kalAir á margra ára vinnu með
smáum og stórum skrefum að þróa
þjóðfélagið til mannúðlegs sósíal-
isma. Sósíalísk hreyfing hefur gert
margháttuð mistök á Islandi sem
annars staðar - en mestu skipti að
viðurkenna þau og læra af þeim til
að þau endurtaki sig ekki. Og því
er ekki að leyna að lífleg umræða er
rnáske ekki uppá hið besta hjá okk-
ur. Veldur hræðsla við viðbrögð
andstæðingsins miklu, en lífleg um-
ræða um hvunndagsbaráttu hefur
enn ekki fundið sér vettvang á ís-
landi, þó Þjóðviljinn væri í raun-
inni kjörinn til þess.
-óg.