Þjóðviljinn - 05.01.1983, Side 1

Þjóðviljinn - 05.01.1983, Side 1
 VIUINN Kókaínframlciðsla er hvergi meiri í heiminum en í Kólumbíu og eitur- lyfjaframleiðslan er að kollsigla cfnahag landsins. Sjá 8 janúar 1983 miðvikudagur 48. árgangur 2. tölublað Óvedrid í gær Allt fór úr skorðutn Önnur holskefla gæti komið í dag þar sem kröpp lægð nálgast Segja má að allt hafi farið úr skorðum á Suður- og Vestur- landi í gærmorgun, þegar yfir skall hvassviðri mikið um kl. 8 í gærmorgun. Kyngt hafði niður snjó síðustu daga, þannig að skafrenningur varð mikill og fram undir hádegi sást varla milli húsa. * fsítt 4 A ■■■ * *g| Þegar birti í gærmorgun tók Ijósmyndari Þjóðviljans þessa mynd, sem sýnir hvernig skafið hafði í skalla, bílaröð sem lítt mjakaðist, jeppaeiganda í essinu sínu og bjartsýnis-manneskju við strætisvagnabiðskýli. (Ljósm. - Atli-). Veðrið hélt svo áfram yfir landið og var komið hið versta veður á Norðurlandi síðdegis og búist var við að Austfirðingar fengju demb- una yfir sig í gærkveld , en þá var búist við að dregið hefði verulega úr veðrinu þegar það kom yfir Austurland. Að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings nálgast landið mjög kröpp lægð og sagðist hann búast við henni við Suður- og Vesturland um hádegisbilið og gæti þá hvesst á ný. Varla er hætta á jafn miklum skafrenningi og í gær, þar sem snjórinn barðist svo mjög í skafla í gærmorgun, en þó gæti skafið nokkuð. Nánarersagtfráóveðrinu í gær í blaðinu í dag. - S.dór Gengið fellt um 9% Gengi íslensku krónunnar var í gær fellt um 9%, og þar með hækkar erlendur gjaldeyrir í verði um nálægt 10% að jafnaði. Þessi gengisbreyting tengist ákvörðun fiskverðs og er af Seðlabanka og ríkisstjórn talin óhjákvæmileg til að tryggja rekstur fiskvinnslunnar í landinu, og gera vinnslunni kleift að standa undir 14% fiskverðshækkun og 4% hækk- un útflutningsgjalds. í fréttatilkynningu frá Seðla- bankanum um májið segir m.a.: Hinn 31. desember s.l. var sam- þykkt 14% hækkun fiskverðs, sem tók gildi nú í ársbyrjun, auk þess sem stefnt er að lagasetningu um 4% hækkun útflutningsgjalds til að greiða niður olíuverö til útgerðar. Forsendur ákvörðunar voru m.a. þær, að ráðstafanir yrðu gerðar til þess að bæta fiskvinnslunni kostnaðaráhrif þessara aögerða. Með hliðsjón af stöðu mála eftir þessa fiskverðsákvörðun sam- þykkti ríkisstjórnin í dag, aö hún gæti fyrir sitt leyti samþykkt, að gengi krónunnar væri lækkaö um ca 9%. Meö tilvísun til þess, sem hér hefur verið rakið, hefur banka- stjórn Seðlabankas að höfðu sam- ráði við bankaráö ákveðið, að gengisskráning veröi tekin upp að nýju á morgun, 5. jariúar, og vcrði þá meðalgengi íslensku krónunnar 9% lægra en það var síðast skráð 31. desember sl. Sjá 6. í forystugrein Þjóðviljans > dag er fjallað um fiskverðs- ákvörðunina og þau kjör sem sjómönnum og fyrirtækjum í sjávarútvegi eru nú búin. Davíö borgarstjóri methafi í veröhækkunum F ar með strætó á að hækka um 50 %! Á fundi borgarráðs í gær var samþykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur að Ieggja til við borgarstjórn 50% hækkun á strætisvagnafargjöldum í Reykjavík. Það er Davíð Oddsson, borgarstjóri íhaldsins, sem hef- ur sérstaklega beitt sér fyrir þessari gífurlegu hækkun og allir þrír fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði samþykktu hækkunina. Sigurjón Pétursson, fulltrúi Al- þýðubandalagsins í borgarráði, greiddi atkvæði gegn hækkuninni og einnig fulltrúi Kvennaframboðsins. Þessi tillaga Davíðs borgarstjóra um 50% hækkun strætisvagnafar- gjalda kemur til endanlegrar af- greiðslu í borgarstjórn Reykjavík- ur annað kvöld. Samkvæmt tillögunni eiga ein- stök fargjöld fullorðinna að hækka úr 8 kr. í 12 krónur og einstök far- gjöld barna úr 2 krónum í 3 krónur. Verð farmiðaspjalda hækkar iitlu niinna veröi tillágan sámþykkt. Farmiðaspjöld aldraðra eiga þá að hækka um 45,4%, farmiðaspjöld barna uni 46,2% og stór farmiða- spjöld fyrir almenna farþega um 45,4%. Gert er ráð fyrir, að tekjuauki borgarinnar vegna þessarar hækk- unar, nemi um 31 miljón króna. Það er yfirleitt tekjulægsta fólkið í borginni sem mest notar strætis- vagnana. - Útgjöldþessafólksvill Davíð borgarstjóri íhaldsins hækka um 50% á sama tíma og hann telur borgina hafa efni á að lækka fasteignaskatta hjá stóreignamönnum, en sú skatta- lækkun kemur fyrst og fremst þeint Davíð borgarstjóri: - Gerum þá ríku ríkari, þá fátæku fátækari. til góða seni mestar eiga eignirnar. Lækkun fasteignaskattanna og 50% hækkun strætisvagnafar- gjaldanna er lýsandi dæmi um við- horf Davíös Oddssonar og félaga hans til tekju- og eignaskiptingar í ]?jóðfélaginu.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.