Þjóðviljinn - 05.01.1983, Síða 5

Þjóðviljinn - 05.01.1983, Síða 5
Miðvikudagur 5. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA £ 11,8 miljónir í vasann utan fjárhagsáætlunar:__ númerakerfið ekki lagt niður Gamla verður Tillaga Öddu Báru Sigfús- dóttur um að tekið verði upp heilsugæslukerfi í Reykjavík frá 1. maí n.k. hlaut aðeins tvö at- kvæði í heilbrigðisráði, hennar eigin og fulltrúa Kvennaframb- oðs. Fulltrúi Framsóknar- flokksins var ekki mættur á fundinum, sem haldinn var á mánudag. Sjáifstæðisflokkur- inn samþykkti síðan tillögu sem gerir ráð fyrir að kerfls- breytingin fari fram 1. janúar 1984, en í henni er ekki gerð nein grein fyrir því hvernig kosta á þá breytingu, hvað þá að fé sé veitt til hennar. For- maður heilbrigðisráðs er Katr- ín Fjeldsted, yflrlæknir heilsu- gæslustöðvarinnar í Fossvogi. Tillaga Öddu er svohljóðandi: „Heilbrigðisráð samþykkir að beina því til borgarstjórnar að nú- verandi fyrirkomulag heimilis- lækninga verði lagt niður 1. maí Engar nýjar heilsugæslu- stöðvar á árinu 1983 og í stað þess tekið upp heilsu- gæslukerfi skv. lögum nr. 57/1978. Breytingin verði gerð með þeim hætti sem samninganefnd heilsu- gæslu í Reykjavík leggur til í ioka- skýrslu sinni og stjórnir Sjúkra- samlaga Reykjavíkur og Læknafé- lags Reykjavíkur hafa fallist á í meginatriðum. Kostnaðarauka borgarinnar vegna kerfisbreytingarinnar á ár- inu 1983 verði mætt með framlagi ríkissjóðs til heimahjúkrunar sam- kvæmt nýsamþykktum lögum um málefni aldraðra. Samkvæmt áætl- un embættis borgarlæknis verður það framlag kr. 11.874.555,- fyrir árið 1983.“ Langur aðdragandi Aðdragandinn að þessari til- lögugerð er orðin langur, sagði Adda Bára í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. Fiest sveitarfélög önnur en Reykjavík hafa nú tekið upp heilsugæslukerfi samkvæmt iögunt sem nú eru frá 1978 en voru upp- haflega sett 1973. Það sem á hefur strandað er einkum að kostnaður borgarinnar við nýtt kerfi heilsu- gæslu verður allmiklu meiri en af gamla númerakerfinu unt leið og kostnaður ríkisins við heilsugæslu í Reykjaík minnkar verulega þegar það er af iagt. Fyrrverandi borgar- stjórn samþykkti því að taka nýja kefið upp s.i. haust að því tilskyldu að til kæmi á móti fjárframiag frá ríkinu. Oheiðarleiki Núverandi heilbrigðisráð ítrek- aði þessa samþykkt síðan í októ- bermánuði, sagði Adda, en svo, þegar tjárframlag kernur frá ríkinu með lögum um málefni aldraðra fyrir jólin, þá á bara að stinga því í vasann og láta vera að framkvæma það sem til stóð. Þetta kalla ég óheiðarleika, auk þess sem fjár- hagsáætlun er greinilega fölsuð, þegar ekki er gert ráð fyrir þessum tekjum í henni. - En er þetta fjárframlag nóg? „Já, og meira en það. Samkvæmt útreikningum borgarlæknisemb- ættisins mun ríkið greiða borginni rúmlega 11,8 miljónir á þessu ári, en kostnaður við kerfisbreytinguna frá 1. janúar 1983 hefði verið um 13,6 miljónir. Nú er hins vegar of seint að gera þetta frá 1. janúar s.l. og mín tillaga gekk út á 1. maí n.k. þar sent undirbúnings- og kynning- artími yrði þá nægur. Með því móti ' hefði talsverður afgangur orðið af þessu framlagi ríkisins. Engar nýjar heilsugœslustöðvar - Verða þá engar nýjar heilsu- gæslustöðvar tcknar í notkun hér á þessu ári? Það er alla vega vilji Sjálfstæðis- flokksins að svo verði ekki, enda er ekki króna ætluð til rekstrar nýrra heilsugæslustöðva í fjárhagsáætl- uninni í ár. í þeirra samþykkt er miðað við 1. janúar 1984, sem er alger markleysa, þarsem engu fé er' veitt til kerfisbreytingarinnar á fjárhagsáætluninni. Það verður því engin breyting á þessu, hvorki á þessi ári né 1. janúar 1984, og engin trygging fyrir því hvenær það verð- ur. - En fær borgin þá þetta fjár- framlag frá ríkinu? Já, það er ótvírætt bundið í lögum að frá 1. janúar s.l. greiðir ríkið 35% af heimilisþjónustunni. Hins vegar ætlar borgarstjóri að loka augunum fyrir þeirri staðreynd og láta sem nýju lögin um málefni aldraðra séu ekki til við afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Pen- ingana ætlar hann síðan að nota til að skalka og valka með, sagði Adda Bára. Voru á mógi lögum um málefni aldraðra Þessi afstaða Sjálfstæðisflokks- ins tengist undarlegri andstöðu þeirra við lög um málefni aldraðra, en í borgarstjórn töfðu þeir í tvo ntánuði atgreiðslu á tillögu frá mér unt að borgin skoraði á Alþingi að samþykkja lögin fyrir árarnót, sagði Adda. Þegar tillagan loks kontst á dagskrá lá fyrir mjög neikvætt álit frá félagsmálaráði en þá var frumvarpið til lokaumræðu á alþingi og því engin ástæða til að álykta um það. Ég dró tillöguna því til baka, en engu að síður sáu Sjálf- stæðismenn ástæðu til þess að bók- færa andstöðu sína við lög unt ntál- efni aldraðra. Það er Ijóst, sagði Adda, að Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa haft takmarkaðan áhuga á því að fá þessa fjárveitingu og því að hrinda nýskipan heilsugæslu í framkvæmd. Þeir hafa heldur ekki haft teljandi áhuga á því að tryggja áframhaldandi uppbyggingu B- álmu Borgarspítaians en hún er tryggð meö lögunum, sem þeir voru svo mótfallnir. - Á1 »> „Þegar við erum að gera upp á milli risanna verðum við að athuga hvor hefur komið betur fram gagnvart okkur... “ Hugleiðingar um hervæðingu Fyrsta des s.I. bar hernáms- málin á góma svona upp á grín og kannski til þess að þau féllu ekki alveg fyrir róða. Lykillinn var a<5 sjálfsögðu Óli Jó. Hann var auðvitað á sinni línu þótt hægra og vinstra bros sé nú afmáð af þeirri ásjónu. Norðurlandaþjóðir hafa íað að því, að Islendingar yrðu með þeirri tillögu að Norðurlönd yrðu friðlýst, en Óli vill ekki neitt nöldur um frið. Heldur sig fast við afsalið, sem hinar pólitísku brúður undirrituðu í Bandaríkj- unum en þar kvað standa, að Bandaríkjunum væru heimill hver blettur af landi þessu til hernaðarþarfa, ef þess væri ósk- að. Hinir ómálga menn rituðu undir þetta með gleði. Þeir, sem ekkert vita í lögum, vita þó að afsal þetta er utan við öll lög og rétt. Þeir, sem sendu þessa vesl- inga, höfðu til þess engan rétt, hvorki frá Alþingi né þjóðinni. Nöfn allra þessara auðnuleysingja ætti að skrá á töflu og finna henni stað í Alþingishúsinu. Hlutverk okkar er að neita þessu plaggi sem hverri annarri niark- leysu. Bandaríkin fá þá átyllu til að gefa okkur í nefið því ekki mun þá eldinn skorta. Óli getur, áður en þetta fer fram, forðað sér til guðs eigin lands og frétt þá um hvernig best sé að ljúka þessu æv- intýri. Metingur um morðtœki Óli og hans nótar vilja bíða þar til sannanir berast um hvor að- ilinn sé betur búinn til dráps. Þetta mun vera ein sú djöfulleg- asta tillaga sem hinir drápfúsu láta sér urn ntunn fara. Trúir nokkur maður því að öll þessi hervæðing stuðli að friði eða að sú stund renni upp, að þessi jöfn- uður, sem þeir mala um, skjóti upp kolli? Oli segir að Rússar séu betur í stakk búnir. Báðir vitum við jafnt unt þetta en ég ætla ekki að heimska mig á að leggja þar á dónt. Við reyndum að hervæðast á Sturlungaöld en hvernig er sú reynsla? Jú, sumir eignuðust vopn og verjur en voru aldrei óhultir um líf sitt, því margirvildu komast yfir vopnin. Aðrir, sem áttu eitthvað af þessu tagi án þess að nota, voru drepnir eða kúg- aðir til að láta þau af hendi. Allir vita hvernig þetta endaði. Blómi þjóðarinnar var myrtur með ein- hverjum hætti. Þetta ættum við að leggja á minnið. Bandaríkjaforseti virðist una því illa að korriast ekki í tölu hinna stærri slátrara. Ljómi kú- rekanna leikur enn urn hans litla heila. Þá mátti drepa indíána eftir vild og enn fara skotglaðir ame- ríkumenn á indíánaveiðar og skjóta það sem finnst því slíkt banna engin lög. Að hanga í halanum Það er lítt skiljanlegt, að ís- leridingar, best kynjaða þjóðin á Norðurlöndum, skuli alltaf sælast eftir því að vera taglhnýtingur stærri þjóða, svo að ekki sé nú talað um stórveldi. Eftir 6 alda áþján buðust þeir til að fórna sér fyrir Bandaríkin, sem líta á okkur með fyrirlitningu, því hver getur virt slíkt fólk? Sá, sem býðst til að vera þræll á enga aðstoð skilið. Og hvað hafa svo íslendingar í aðra hönd? Jú, hópum af úrkynj- uðum mönnum hefur verið boðið til Bandaríkjanna, upp á allt frítt, jafnvel sofa í herskipum. Hvort hjalskonur hafa fylgt nteð fara ekki sögur af. En lítt munu menn þessir hafa átt aðgang að stærri ntönnum. Bandaríkin fjármagna ógnar- öldina í Suður-Ameríku, sem all- ir ntennskir menn standa á önd- inni yfir, en við erum kannski ekki of góðir til að deyja fyrir svona mannvini? í einhverju blaðinu mátti sjá um daginn frásögn af morðum, ránum, nauðgunum og allskonar fleiri illvirkjum, sem framin væru á ári hverju í Bandaríkjunum. Alit var þetta reiknað út í eining- ar: mánuði, vikur, daga, klukku- stundir og allt niður í mínútur. Þannig var öllu þessu markaður bás og hann hryjlilegur. Mann- réttindi virðast þarna minni en margir halda og ekki sambærileg við okkar. Menn ættu að athuga aðstöðu Bandaríkjanna í hinum svokallaða nýja heimi. Þar ráða þeir mestu enda falla þar miljónir manna á hverju ári úr hungri og allsleysi. Það er löngum vitnað í harðstjórn Rússa og meðferð á fólki þar. Ekki skal því bót mælt en eitt verður að segja þeim mönnum, sem vilja hreinsa Rússa af jörðunni á sama hátt og Bandaríkin indíánana: Samanburður Þegar við erum að gera upp á milli risanna verðum viö að at- huga hvor hefur komið betur fram gagnvart okkur. Þegar viö stóðum í þorskastríðunum gerðu Rússar engar kröfur á hendur Halldór Pétursson skrifar okkur. Stríð þessi vöröuðu líf okkar eða dauða. Þá kom engin hjálp frá bræðraþjóðunum og Bandaríkin önsuðu ekki máli okkar. Svo var sett á okkur viðskipta- og sölubann, sem átti að virka sem hengingaról. Þá keyptu Rússar af okkur allt, sem við þurftum að selja og settu ekki upp neitt nauðungarverð. Þetta bjargaði okkur frá ríkisgjald- þroti. Og þetta er ekki í eina skiptið sent þeir hafa hlaupið undir bagga meö okkur, seinast nú fyrir fáum dögum. Og ég veit ekki til að þeir hafi sýnt okkur nokkurn ágang. Bandaríkin hafa gert aðeins eitt fyrir okkur: spennt dauöagildruna. íslending- ar ættu að minnast þess, að þeir, sem gjalda gott með illu. verða aldrei hátt skrifaöir. Hiö stærsta er þó, að þaö voru Rússar sem gerðu það „útslag" að Ilitler og hans dátar lögðu ekki undir sig heiminn. Fer þannig flestum óþokkum þegar á reynir. Hinir stóru risar kenna hvor öðrum um hervæðingu dauöans, sem nú er á dagskrá. Ekki ætla ég að gerast dórnari þar en sé hlut- laust horft, þá held ég að Banda- ríkin eigi þar stærri sök. Lítið á alheimskortið og teljið her- stöðvar Bandaríkjanna. Athugið þá ábyrgð, sem þau bera á hinum þriðja heimi, þar sem miljónir manna falla daglega úr hungri og allsleysi. Þó standa þessar þjóðir á mestu hráefnum heimsins, sem þau hafa veðbundið dauðanum og djöflum þeint, sem hafa þar allt á valdi sínu gegnum arðránið. Þegar Bretar misstu úr klóm sér þessar nýlendur tóku Bandaríkin þær í faðnt sér og blíökuöu með liergögnum. Þetta hefur haft þau áhrif, að vígbúnaðurinn hefur gleypt það, sem þurfti að koma annarsstaðar niður. Ég held að enginn trúi því að Rússar æski stríðs þótt þeir vilji ekki liggja hundflatir. Þeir vita hvað stríð qr, allt frá byltingunni. Fórnir þeirra í síðasta stríöi verða ekki nteð tölum vegriar. Banda- ríkjamenn þekkja ekkert þes- skonar, þótt þeir tækju þátt í síð- ustu styrjöld. Aftur á rnóti getur Bandaríkjaforseti lagt þetta að jöfnu við reynslu sína í kvik- myndastyrjöld sinni við indíána og aðra, sent ekki eru klíkunni meðmæltir. Við höfum urfigengist þennan ágæta heim verr en nokkurt rán- dýr og nú er annað hvort að snúa 'Við eða ganga fyrir ætternisstap- ann nteð ómennskuna eina að veganesti. Ilalldór Pjetursson er 85 ára að aldri, austfirskur a'ð ætt og upp- runa. Hann stundaöi sveitastörf og sjóróðra framan af áruni en Ilutti til Reykjavíkur 1928. Hann var 15 ár starfsmaður Iðju en vann að öðru leyti vcrkamanna- störf þar til fyrir fáum árum „að mér fannst ég vera orðinn of lé- legur til þess“. - Halldór hefur skrifað l'jölda blaðagreina og bæklinga auk þess sem út hafa komið eftir hann bækur.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.