Þjóðviljinn - 05.01.1983, Page 8

Þjóðviljinn - 05.01.1983, Page 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur S. janúar 1983 Kókaín og marijuhana 40% af út- flutningi Kólumbíu Eiturlyfjamarkaðurinn í Bandaríkjunum tekur til 45 miljóna manna er reykja mari- juhana reglulega eða öðru hverju. Talið er að þeir eyði ár- lega um 10 biljónum dollara í marijuhana auk þess sem mark- aður fyrir kókaín fer nú ört vax- andi. Þótt talsverður hluti marijuhana-efnisins sé innlend framleiðsla, þá eru eiturlyfin að mestu innflutt frá ýmsum fá- tækari ríkjum S-Ameríku og Asíu, þar sem hin ólöglega Frá Bogotá, höfuðborg Kólumbíu. Innfellda myndin sýnir liðsmann kólumbíönsku mafíunnar standa vörð um marijuhanaakur sinn. I þessum eitrunarherferðum með því að vopnast og verja sig, auk þess sem þeir leita til mafíunnar eftir vernd. Kólumbíanska eiturly- fjalögreglan hefur sjálf orðið up- pvís að því hvað eftir annað að vera viðriðin eiturlyfjasölu og almennt er vitað að hún nærist á mútum frá mafíuforingjunum. Þróun í átt til aukins ofbeldis hefur orðið til þess að herinn hefur fengið aukin herg- ögn og fjármagn til umráða, m.a. til þess yfirlýsta markmiðs að up- præta eiturlyfjamafíuna og ráða niðurlögum á vaxandi hreyfingu vinstri sinnaðra skæruliða. Herinn hefur hins vegar helst einbeitt sér að því að koma pólitískum ands- tæðingum sínunt og kerfisins fyrir kattarnef, þar á meðal leiðtogum í samtökum bænda og verkantanna og leiðtogum samtaka stjórnarand- stöðunnar. Þá hefur herinn einnig hjálpað landeigendum við að sölsa undir sig land frá smábændum. Viðbrögð almennings Mútustarfsemin innan ríkiskerf- isins hefur nú gengið svo langt, að eiturlyfjaverslun hefur víða orðið ríki í ríkinu. Eitt þeirra ríkja sem fremst standa í eiturlyfjaframleiðslunni er Kólumbía. Kókaínframleiðsla er hvergi meiri í heiminum en þar og eiturlyfjaverslunin er nú að koll- sigla efnahag landsins með óða- verðbólgu þar sem eiturlyfja- mafían hefur náð töglum og högld- um á efnahagslífinu og þrengt er mjög tið almennunt mannrétt- indum. Það var haft eftir sendiherra Bandaríkjanna í Bogotá í fyrra, að kókaínútflutningur frá Kólumbíu næmi um 3 biljónutn bandarískra dollara á ári og samtök' banka og fjársýslustofnana í Kólumbíu töldu að útflutningsveðrmæti eiturlyfja frá landinu næmi um 40% af verð- mæti löglegs útflutnings. Meðal gegn kvefi Óverulegur hluti kókaínfram- leiðslunnar í Kólumbíu fer til innanlandsnota, en þar er hefð fyrir því meðal indíána að tyggja blöð kókaínplöntunnar sér til hres- singar. Telja þeir slíkt hollráð gegn þreytu og kvefi og til þess að seðja hungurtilfinningu, en ofneysla sambærileg við þá sem tíðkast meðal Bandaríkjamanna er þeim fjarlæg. í Bandaríkjunum er kóka- ínið tekið í nefið sem duft í sam- þjöppuðu formi og hefur þá í meira mæli örvandi áhrif. Ráðlegging borgarstjóra til félagsmálastofnunar: Stillið óskum í hóf! „Stolnanir verða hins vcgar að stilla í hóf óskum sínum um nýjar stöður. Það er ekki stefna meiri- hluta borgarstjórar að auka umsvif þjónustunnar, nema fyrir liggi óvé- fengjanleg rök fyrir nauðsyn fjölg- unar starfa.“ Þetta sagði Davíð Oddsson borgarstjóri m.a. í um- ræðum um fjárhagsáætlun 1982 og beindi orðum sínum til starfs- manna félagsmálastofnunar. Félagsmálastofnun óskaði að ráða í 8 og 1/2 stöðugildi til viðbót- ar við staríslið á aðalskrifstofunni í Vonarstræti, útibúum við Aspar- fell og Síðumúla og á skrifstofu dag- vistunar barna og gæsluvalla, en á þessum stöðum eru heimildir fyrir samtals 59 manns í fullu starfi. Þá óskaði stofnunin eftir því að koma á bakvöktum vegna barna- verndarmála og er kostnaður við það áætlaður 2 miljónir króna. Þegar fjárhagsáætlunin var lögð fram fyrir jól, var ekki gert ráð fyrir að orðið yrði við þessum óskum, en borgarstjóri sagði að allar beiðnir um nýjar stöður yrðu athugaðar á nrilli umræðna. Verður at- hyglisvert að fylgjast með niður- stöðum þeirrar athugunar. - ÁI. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar boðar til funda Um framkvæmdfr við Blönduvirkjun Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hefur ákveðið að boða til fundar n.k. föstudag með fuiltrúum verktaka- og iðnfyrirtækja á Eyjafjarðarsvæðinu vegna fyrir- hugaðra framkvæmda við Blöndu- virkjun. Hefst fundurinn kl. 10 á Hótel KEA á Akureyri og er áætlað að honum Ijúki um kl. 16.30. Finnbogi Jónsson fram- kvæmdastjóri Iðnþróunarfélagsins sagði í samt li viö Þjóðviljann í gær að tilgangn. fundarins væri tví- þættur. Megintilgangurinn væri að kynna fyrirhugaðar framkvæmdir við Blönduvirkjun og þau verkefni á sviði bygginar-, málm- og rafiðn- aðar sem skapast munu í tengslum við virkjanaframkvæmdirnar. Munu fulltrúar frá Landsvirkjun flytja erindi um áformaðar fram- kvæmdir svo og reynsluna af fyrri framkvæmdum. Þá munu fulltrúar frá Samtökum raftækjafram- leiðenda (SRF) og Sambandi Málm- og skipasmiðja (SMS) ræða möguleikana á aukinni þátt- töku raf- og máimiðnaðar- fyrirtækja í verkframkvæmdum á sviði virkjana. Annar megintilgangur fundarins er svo að sögn Finnboga að ræða með hvaða hætti fyrirtækin geti undirbúið sig til að þau verði sem best í stakk búin til að taka þátt í fyrirhuguöum framkvæmdum. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar var stofnað á nýliðnu ári. Það er hiuta- félag og eru hluthafar 28, einkum sveitarfélög á svæðinu, kaupfélög og verkalýðsfélög. Stærstu hluthaf- arnir eru Akureyrarbær og KEA með samanlagt 60% hlutafjárins. Tilgangur félagsins er að stuðla að iðnþróun og eflingu iðnaðar í byggðum Eyjafjarðar og hyggst fé- lagið ná þeim tilgangi með skipu- legri leit að hagkvæmum fjár- festingartækifærum á sviði iðnaðar og með því að hafa fruntkvæði að stofnun nýiðnfyrirtækja eitt eða í samvinnu við aðra. Finnbogi Jónsson er sem fyrr segir framkvæmdastjóri Iðnþróun- arfélags Eyjafjarða, en hann var áður deildarstjóri í iðnaðarráðu- neytinu. Skrifstofa félagsins er að Glerárgötu 36, Akureyri. -ÁI Efnahagsleg áhrif hinna ólög- legu eiturlyfjaviðskipta hafa verið margvísleg. í fyrsta lagi hafa þau skapað fámennum hópi mafíufor- ingja lykilaðstöðu í fjármálalífi landsins. Talið er að 93% tekna af eiturlyfjasölunni renni til um 7000 manna. Þá hafa eiturlyfjadollar- arnir magnað upp verðbólgu, sem stjórnvöld hafa reynt að hamla gegn með því að draga úr félags- legri þjónustu, opinberum fram- kvæmdum og framboði á Iánsfé. Skortur á löglegu lánsfé hefur síðan opnað leiðir fyrir mafíuforingjana til okurlánastarfsemi, sem aftur hefur leitt til hærra verðlags. Ríkis- stjórnin hefur síðan lækkað gengi pesosins til þess að halda hinum hefðbundnu útflutningsatvinnu- vegum gangandi. Verðbólgan hef- ur jafnframt lamað innlenda framleiðslu og hvatt til aukins inn- flutnings auk þess sem smygl er nú rneira en nokkru sinni fyrr. Mafían Mafíuforingjarnir, sem hafa safnað ótrúlegum auðæfum, hafa fjárfest í jarðeignum til þess að endurheimta sess sinn í samfé- laginu sem heiðvirðir borgarar. Þetta hefur leitt til hækkaðs verð- lags á landi auk þess sem sífellt meira land er nú tekið undir eitur- lyfjarækt. Þannig hefur eiturlyfja- rætin ieitt til hækkaðs verðlags á landbúnaðarafurðum. Helsta út- tlutningsvara Kóluntbíu fyrir utan kókaín og marijuhana er kaffi. Við kaffiræktina vinna nú um 2 miljón- ir bænda. Marijuhanaræktun, sem skapar um 40.000 bændum atvinnu, mun skila álíka miklum tekjum, en þótt bændur fái aðeins 1% af markaðsverði vörunnar í sinn hlut, þá er hún talin skila helmingi meiri arði til þeirra en kaffiræktin. En þar eð hún krefst mun minni mannafla en önnur ræktun skapar hún um leið atvinn- uleysi meðal bænda, sem flykkjast síðan til borganna. ✓ Anetjuð stjórnvöld Öll eiturlyfjarækt í Kólumbíu er bönnuð með lögum, og er það gert m.a. að kröfu bandarískra stjórn- valda. Hins vegar er veldi mafíu- foringjanna slíkt, að þeir geta auðveldlega keypt sér athafnafrelsi hjá stjórnvöldum. Til málamynda er liins vegar gripið til aðgerða ann- að slagið, m.a. með því að úða bandarískum gróðureyðingarlyfj- unt og öðru eitir á akrana. Það er áhætta sem bændurnir taka að verða fyrir slíkum eitrunum á ökr- unum. Bændurnir hafa svarað hún hefur stórlega grafið undan til- trú almennings á hinu kjörna yfir- valdi, og áhugi almennings á að breyta kosningaréttinum sýndi sig best í borgarstjórnarkosningunum í Bogota 1980, þegar aðeins 13% þeirra sem voru á kjörskrá tóku þátt í kosningunni. Hin gamla yfirstétt í Kólumbíu læst yfirmáta hneyksluð á hinni nýju stétt kaupsýslumanna sem byggir veldi sitt á skjótfengum eiturlyfjagróða. Hún segir að hinn skjótfengni eiturlyfjadollari sé að grafa undan siðferðinu í landinu. En á rneðan gamla yfirstéttin vísar mafíósunum á dyr í klúbbum sínum og veislusölum, þá býður hún þá velkomna í bönkunum. Hin gamla yfirstétt og öll yfirbygging þjóðfé- lagsins er í rauninni orðin nátengd eiturlyfjaversluninni. Þessi þróun hefur m.a. leitt til þess að skæruliðahreyfingar vinstrisinnaðra manna hafa notið aukins stuðnings meðal almenn- ings í landinu. Hafa umsvif þeirra aukist mjög á síðustu tveim árum. Mafían hefur svarað þessum auknu umsvifum með því að mynda sínar eigin dauðasveitir, sem þeir kalla „Dauði handa mannræningjun- um“. Dauðasveitirnar hafa þrátt fyrir nafngiftina aðallega beitt sér gegn verkalýðsleiðtogum og öðr- uni leiðtogum fólksins. Þetta leiddi m.a. til þess að nóbelsverðlauna- hafinn Gabriel Garcia Marquez varð að flýja land sitt. Borgarastríð yfirvofandi? Belisario Betancourt, sem ný- lega tók við forsetaembætti í Kól- umbíu, hefur tekið við þungum arfi, og virðist mörgum sem landið stefni nú aftur hraðbyri í átt til borgarastríðs í líkingu við það sem geysaði á 6. áratugnum og kostaði 300 þúsund manns lífið. Biaðamaður New Statesman, sem þessar upplýsingar eru hafðar eftir, telur að erfitt verði að komast hjá meiriháttar átökum, þrátt fyrir vilja Betancourts til samkomulags við skæruliða. En hugsanlegt skref yrði að hans mati að gera eitur- lyfjaverslunina löglega. Það gæfi yfirvöldum aukna möguleika til þess að ráða við það verkefni að stjórna landinu. Hins vegar er vit- að rnál að voldugi kaupandinn í norðri mundi aldrei una svo opin- skárri uppgjöf. En spurningin er sú, hvort rót þessa vanda sé ekki eins að finna hjá neytendanum og frantleiðandanum.... ólg/New Statesman

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.