Þjóðviljinn - 06.01.1983, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 06.01.1983, Qupperneq 3
Fimmtudagur 6. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 „Ferlega dýrt „Þetta er alveg ferlega dýrt“, sögðu þær Ágústa og Birna um fargjöld strætisvagnanna. Þær búa í Kópavogi og þurfa að koma nokkuð oft í bæinn til að gera upp, en þær bera út Tímann og Þjóðviljann í Kópa- voginum. Þeim fannst erfitt að bera út í þeirri lélegu færð, sem verið hefur undanfarið, en halda ótrauðar áfram. Lesendur hljóta að vera öll- um blaðberum ansi þakklátir þessa dagana, því að fátt er betra en heitur kaffibotli og málgagnið þeg- ar farið er á fætur í skammdeginu, og þá ekki síöur þegar færðin er slæm. sagði Jón Guðmundsson yfirlögregluþjónn „Hér á Selfossi er búi'ð að vera meira og minna ófært síðan í gær, en í sveitunum hér í kring skilst mér að Vegagerðin sé að búa sig undir að ryðja helstu vegina", sagði Jón Guðmundsson ytlrlögrcgluþjónn á Sclfossi þegar Þjóðviljinn sló á þráðinn síðdegis í gær til að spyrj- ast fyrir um veður og færð. „Veðrið er skaplegt núna en mér skilst að Veðurstofan sé búin að spá slæmu veðri í nótt og á morgun, þannig að búast má við að strax fenni í slóöina þar sem talsverður snjór er hér“, sagði Jón ennfremur. „Það hafa hins vegar engin óhöpp orðið umfram þetta venjulega, að rnenn festa bíla í skafli og eiga erfitt með að komast yfir. Veðrið var þó það slæmt hér á Selfossi um hádeg- isbilið að krökkum var haldið í skólanum og fólk átti erfitt með að komast úr vinnu“, sagði Jón Guð- mundsson að síðustu. -v. Þau Elín Helgadóttir og Haraldur Helgason sátu í hlýjunni á Hlemmi í gær, þegar veður var válegt úti og bið eftir strætó. - Ljósm. Atli. 50% hækkun fargjalda SVR_ Líst illa á hækkunina V esónannaeyjar: „Agætis veður hér” sagði Birgir Sigurjónsson hjá lögreglunni „Hér hjá okkur er búið að vera ágætis veður frá því um hádegi en fram að því búið að ganga á með hríð og skafrcnningi frá því í morg- un", sagði Birgir Sigurjónsson hjá lögrcglunni í Vestmannaeyjum, þegar Þjóðviljinn hafði samband í gær. í fyrradag gekk á með afar slæmu veðri í Vestmannaeyjum eins og á flestum öðrum stöðum á landinu, en það veður stóð stutt yfir. Birgir kvað alla báta vera í höfn núna og ekki yrði róiö fyrr en spáin liti betur út. „Menn áttu auðvitað svolítið í erf- iðleikum í færðinni áður en rutt var en allt gekk stóráfallalaust fyrir sig. Það var einkum dimmviðrið sem háði okkur", sagði Birgir Sigur- jónsson í Eyjum. -V. Ágústa, 13 ára síðan í fyrradag, og Birna, 12 ára, blaðberar í Kópavogi, sögðu sitt álit á hækkunum á strætól'argjöldum: „Ferlega dýrt“. - Ljósm. Atli. „Mer list auðvitað afar illa a þessa hækkun á fargjöldunum“, sagði Elín Helgadóttir við Þjóðviljann, en hún sat í biðskýli strætisvagna Reykjavíkurborgar á Hlemmi í gær, þegar Þjóðviljafólk bar þar að garði. Hún kvaðst nota strætisvagna daglega úr og í vinnu og það mun- aði skiljanlega um 50 prósent hækkun á einu bretti. Þessi hækk- un þýðir, að nú þarf Elín að borga tuttugu og fjórar krónur á dag í stað sextán áður - eitthvað minna ef hún kaupir miða. „En hvað er svosem ekki að hækka?“jtlykkti Elín út með; sam- ferðafólk hennar á Hlemmi kink- aði kolli. „Nei, nei, ég bíð aldrci eftir strætó, -ég kem bara hingað til þcss að ylja mér og horfa á mannlífið“, sagði Sigurður Magnússon, áttræður unglingur, sem við hittum á biðstöð strætisvagnanna á Hlemmi í gær. Hann lét veðrið lítt á sig fá - eða færðina. „Ætli maður hafi ekki séð annað eins um dagana“, sagði hann bara og brosti. Auglýsing um breytingu á tollafgreiðslu- gengi í janúar 1983. Skráð á tollafgreiðslugengi 5. janúar 1983: Bandaríkjadollar USD 18,170 Sterlingspund GBP 29,526 Kanadadollar CAD 14,769 Dönsk króna DKK 2,1908 Norsk króna NOK 2,6136 Sænsk króna SEK 2,4750 Finnskt mark FIM 3,4662 Franskur franki FRF 2,7237 Belgfskur franki BEC 0,3929 Svissneskur franki CHF 9,2105 Hollenskt gyllini NLG 6,9831 Vesturþýrkt mark DEM 7,7237 ítölsk líra ITL 0,01339 Austurr. sch. ATS 1,0995 Portúg. escudo PTE 0,2039 Spánskur peseti ESP 0,1462 Japanskt yen JPY 0,07937 írskt pund IEP 25,665 Tollverð vöru sem tollafgreidd er í janúar skal miða við ofanskráð gengi. Hafi fullbúin tollskjöl borist tollstjór- um fyrir lok janúar skal þó til og með 8. febrúar 1983 miða tollverð þeirra við ofanskráð tollafgreiðslugengi janúarmánaðar. Augýsing þessi er birt með þeim fyrirvara að í janúar komi eigi frekar til atvik þau er um getur í 2. mgr. 1. gr. auglýsingar nr. 464/1982 um tollafgreiðslugengi. Hafi tollskjöl komið fullbúin til tollstjóra fyrir lok desem- bermánaðar skal tollverð varnings reiknað sam- kvæmt tollafgreiðslugengi er skráð var 1. desember 1982, með síðari breytingum til og með 7. janúar 1983. Hafi tollskjöl komið fullbúin til tollstjóra 3. janúar s.l. skal tollverð varnings reiknað samkvæmt tollaf- greiðslugengi erskráð var 1. janúar s.l. til og með 12. janúar 1983. Fjármálaráðuneytið 5. janúar 1983. Selfoss: Allt gengið áfaUalaust

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.