Þjóðviljinn - 06.01.1983, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 06.01.1983, Qupperneq 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN, Fimmtudasur 6. janúar 1983 ÞJOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Utgefandí: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guðjón Friðriksson. Auglýsingastjori: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttrr Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Blaðamenn: Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Þórunn Sigurðardóttir, Valþór Hlöðversson. íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson. Útlit og hönnun: Andrea Jónsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Gísli Sigurðsson, Guðmundur Andri Thorsson. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir Kristín Pétursdóítir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigmundsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6 Reykjavík, sími 8 13 33 Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent h.f. Samkvœmt tillögu Halldórs • í forystugrein Tímans í gær veitist Þórarinn Þórarinsson að Alþýðubandalaginu og telur það bera sérstaka ábyrgð á umdeiidri tilhögun á greiðslu launabóta til lágtekjufólks í síðasta mánuði. • Af gefnu tilefni er rétt að upplýsa, að reglugerð fjármála- ráðuneytisins um þessi mál var sett samkvæmt tillögu þriggja manna nefndar, sem í áttu sæti einn fulltrúi frá hverjum þeirra pólitísku aðila, sem að ríkisstjórninni standa. • Fulltrúi Framsóknarflokksins í þessari nefnd og einn til- lögumanna var Halldór Asgrímsson alþingismaður, varafor- maður Framsóknarflokksins. - Þetta veit Þórarinn ritstjóri Tímans mætavel. Eins og innanflokksástandið er í Fram- sóknarflokknum um þessar mundir má því ætla, að þótt Þórarinn tali um Alþýöubandalagið þá sé hann í raun að koma höggi á varaformann Framsóknar, sem lagði til að launabæturnar yrðu greiddar einmitt með þeim hætti sem gert var. Sjálfsagt er að það komi einnig fram, að sú þriggja manna nefnd sem lagði til aðferðina við greiðslu bótanna hafði verulegt samráð við fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar um þessa tillögugerð, og þá ekki síst varðandi það atriði hvaða launastig gæfi rétt til hæstra bóta og hvernig bæturnar skyldu reiknaðar út frá útsvarsskyldum tekjum manna á árinu 1981. • Þetta allt er vert að hafa í huga. Með því er hins vegar ekki sagt að heppilegasta leiðin haíi verið valin, og reyndar full ástæða til að skoða nú vandlega að fenginni reynslu, hvort ekki sé skynsamlegt að standa með öðrum hætti að greiðslu bútanna í mars og júní. • Til þess er Alþýðubandalagið fúst, en máske stendur vara- formaður Framsóknarflokksins fast á sínum upphaflegu til- lögum. Þá er skiljanlegt að Þórarinn Tímaritstjóri taki hann til hirtingar. -k. Að snúa vörn í sókn í áramótagrein Svavars Gestssonar formanns Alþýðu- bandalagsins hér í blaðinu á gamlaársdag rakti hann nokkuð á hvern hátt Alþýðubandalagið vill brcgðast við þeim efna- hagsvanda sem hér er nú við að glíma. Svavar bendir þar m.a. á þetta: 1. „Með betra skipulagi fiskveiða og fiskvinnslu má stór- auka framleiðsluverðmæti sjávarútvegsins. í tímaritinu Ægi var greint frá því að auka mætti verðmætamyndun í vinnslunni um 200 miljónir króna með betri meðferö og meiri áherslu á vöruvöndun en nú er um að ræða. Kunn- ugir telja að þessi tala sé þó alltof lág, og hana mcgi margfalda, ef tekið er tillit til þeirra möguleikasem felast í því ef settar verða reglur um meðferð aflans um borð og um veiðarnar sjálfar. Hér er því um að ræða háar upp- hæðir fyrir þjóðarbúið, sem nema jafnvel þriðjungi þess áfalls, sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir. 2. Með sérstöku átaki til eflingar innlends iðnaðar, og með takmörkun innflutnings, má vafalaust spara stórfelldar fjárhæðir gjaldeyris og ná þannig öðrum þriðjungi þess áfalls, sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir vegna aflasam- dráttar og markaðsörðugleika. Alþýðubandalagið hefur í sínum tillögum gert ráð fyrir beinum eða óbeinum tak- mörkunum innflutnings, en hér skiptir auðvitað mestu að velja úr þær greinar innflutningsins þar sem innlend frani- leiðsla, heimaiðnaðurinn, er best í stakk búin til þess að uppfylla þær óskir, sem koma fram í almennri vörueftir- spurn. 3. Með sparnaðarátaki og skipulagsbreytingum má án efa spara í viðbót háar upphæðir og ná endum saman í þjóðar- búinu. Verði þessi leið Alþýðubandalagsins farin er unnt að komast hjá því að skerða laun frá því sem þau eru nú. Tillögur Alþýðubandalagsins byggjast á þeirri forsendu að launin verði ekki lækkuð frá því, sem þegar hefur átt sér stað. Þannig er áhersla Alþýðubandalagsins allt önnur en annarra flokka.“ Þjóðviljinn hvetur til þess að menn sameinist um að leita leiða til úrlausnar með hliðsjón af þeirri stefnumótun, sem þarna kemur fram í orðum Svavars. -k. klippt Kraftaverka- maður prettar banka Þaö er alkunna aö Helguvíkur- Ólafur Jóhannesson hefur látiö þau orö falla um konunginn af Iscargo og sérlegan sendimann næstu hægri stjórnar í Framsókn- Yfir skransölu hersins. arflokknum, Kristin Finnboga- son, að hann gerði hvorki meira né minna en þrjú kraftaverk á dag í fjármálum. Tímaritið Frjáls verslun segir frá einu slíku í síð- asta hefti sínu. Þess má einnig geta aö Kristinn Finnbogason er fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráöi Landsbankans. Hefur nú frásögn Frjálsrar verslunar: „Framsóknarmönnum í Lands- bankanum er ekki einungis ljóst að Kristinn hafi þegið af þeim fyrirgreiðslu, sem öllunt öðrum almennum viðskiptavinum yrði fyrirmunað, heldur hafi hann einnig prettað bankann þannig að skuldaski! vegna Iscargo- sukksins verða mun verri og seinna á ferðinni en bankinn ætl- aði, ef þau þá verða nokkur." Víxill hálft annað ár fram í tímann „Landsbankinn mun eiga veð í sexu Iscargo fyrir $300.000 skuldum og baktryggingu í víxli samþykktum af Kristni og Árna Guðjónssyni, stjórnarformanni Iscargo. Tryggingarvíxillinn er hins vegar dagsettur eitt og hálft ár fram í tímann, sem er sérstakt, því hámarkslengd annarra trygg- ingarvíxla er eitt ár. Bankanum er orðið ljóst að hann á enga von um að fá eyri út úr sexunni, enda vart hægt að ímynda sér annan mögulegan kaupanda en slökkvi- liðið á Reykjavíkurflugvelli. Flugvélin hefur margoft verið Frá Iscargo auglýst á nauðungaruppboði en því verið jafnoft frestað, sem sjálfsagt er þægilegt fyrir Lands- bankann. Það er slæmt fyrir bankann að verða afhjúpaður á opinberu uppboði.“ Blóðpeningar í eigin vasa - pín- legt fyrir Framsókn „Landsbankinn hafði vænst þess að fá blóðpeningana, sem Árn- arflug var neytt til að greiða fyrir Iscargo, en þeim greiðslum, sem inntar vóru af hendi í vor stakk Kristinn í eigin vasa. Málið er pínlegt fyrir framsókn, því Krist- inn er varaformaður bankaráðs Landsbankans og situr þar sem fulltrúi Framsóknarflokksins." Þetta hefur semsagt Frjáls verslun að segja um viðskipta- hætti Framsóknarmanna. Því er svo við að bæta að pólitíkin er á sömu nótum. Enda er Kristinn Finnbogason úr natóklíkunni og brasks, heisti krossfari framboðs Ólafs Jóhannessonar í Reykjavík og þar með næstu hægri stjórnar íhalds og Framsóknar. Hanastél í virðingarskyni í Frjálsri verslun er að finna allra handa ráðleggingar fyrir þá sem stýra fyrirtækjum. Meðal þess er greinin „Hvernig á að Til Helguvíkur komast í blöðin?" Þar er m.a. sagt að ekki sé vænlegt að hella áfengi ofan í blaðamenn í vinnu- tímanum. „Hins vegar er vel til fundið að bjóða einum eða fleiri blaðamönnum í virðingarskyni í hóf eða hanastél ef tilefni er til slíks." Mikið er lagt upp úr hug- ntyndaauðgi við að koma sér í blöðin og afla sér þannig velvild- ar og góðs almenningsálits. Líknarstarf og Morgunblaðs- skeifa Þá segir Frjáls verslun: „Enn er það ekki óalgengt að fyrirtæki eigi þátt í fjármögnun ýmiss konar líknarstarfsemi og noti tækifærið til að koma nafni sínu á framfæri. Önnur leið nýtur vaxandi vin- sælda, en það er stuðningur við ákveðin íþróttamót. Hver kann- ast ekki við Ljómarallið, Morg- unblaðsskeifuna og Kóka Kóla golfmótið. Stuðningur við íþrótt- aviðburði getur þannig gefið fyrirtækjum ókeypis auglýsingu í öllum fjölmiðlum þá daga, sem keppnin er fréttaefni." -óg og ráðstöfunartekna á mann á ár- „Misskilningur Morgunblaðs- insu Hið vandaða fréttablað Morg- unblaðið gerði sér lítið fyrir unt daginn og birti töflur um þróun kauptaxta og ráðstöfunartekna, sem auðvitað reyndust alrangar. Ekki fór jafn ntikið fyrir leiðrétt- ingunni og fréttinni, enda kann Mogginn ekki að skammast sín. Ólafur ísleifsson hagfræðingur, sem nefndur var heimildarmaður að ósköpunum sendir Mogganum sínum athugasemd vegna þessa. Þar segir rn.a.: „Tafia sú í riti Stjórnunarfélags íslands, sem fjallar um árlegar breytingar kaupmáttar kauptaxta abilinu 1972-1983 getur á engan hátt gefið tilefni til ályktana af því tagi sem blaðamaður birti í fyrr- greindri frétt. Tölur þær, sem standa í fyrirsögn fréttarinnar, er hvergi að finna í ritinu. Heimildir að frétt þessari eru því engar aðrar en misskilningur blaða- manns, sem komast hefði mátt hjá nteð símtali. Með þökk fyrir birtinguna, Olafur ísleifsson, hagfræðingur.“ Komdu seinna vinur Tíminn heldur áfram að níðast á Guðmundi Þórarinssyni og fjalla um liann eins og hann sé hættur afskiptum af pólitík: „Það er algengt að stjórnmálamenn dragi sig í hlé þegar dregur að sjötugu. Hitt er mjögóalgengt að þingmenn láti af þingstörfum á besta aldri og þegar augljóslega er mikil þörf fyrir starfskrafta þeirra á stjórnmálasviðinu." Sér er nú hver þörfin, þegar áður hefur verið þrengt að þing- manninum og honunt gert ókleift að fara í framboð! Síðar segir að „samherjar” hans vonist til að hann sé aðeins að gera hlé á stjórnmálastarfi sínu. Hvaðan hefur Tírninn fengið fregnir af þessu hléi? Getur Guðmundur ekki farið í framboð á vegum ein- hvers annars en Framsóknar- flokks Kristins Finnboga- og Ólafs Jóhannessonar? -óg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.