Þjóðviljinn - 06.01.1983, Side 7
Fimmtudagur 6. janúar 1983 ÞJÓÐVILJÍNN - SÍÐA 7
Það eru komnir gestir
Dans-
námskeið
-/j n
.1
Þjóðdansa-
félags
Reykjavíkur
Sigríður Hagalín, Soffía Jakobsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Gísli
Halldórsson og Kjartan Ragnarsson: Skál, og mikið er þetta indælt heim-
ili.—
Árni Bergmann
skrifar um
leikhús
Leikfélag Reykjavíkur
Forsetaheimsóknin
eftir Luis Rego og
Phiiippe Bruneau
Leikstjóri: Stefán Baldursson
Þýðandi: Þórarinn Eldjárn
Leikmynd og búningar:
Ivan Török.
Höfundar þessa franska ærsla-
leiks eru drjúgir fagmenn og þekkja
vel brögð sinnar greinar. Þeir
hafa dottið niður á ágæta hug-
mynd, sem er nálægt samtíðinni:
Kveikjan að leiknum er það uppá-
tæki næstsíðasta Frakklandsfor-
seta, Giscards d’Estaings, að sýna
„alþýðleik“ með því að koma í
heimsókn til venjulegra fjöl-
skyldna sem svo heita. í leiknum er
málum snúið á þann veg, að kven-
fólkið í fjölskyldu atvinnulauss
verkamanns hefur boðið forsetan-
um heim og ætlar að nota tækifærið
til að slá hann um aðstoð vegna
skuldasúpu, sem kokkuð hefur
verið f lífsgæðakapphlaupinu
fræga. En verkamaðurinn styður
komma og þarf að beita hann
brögðum til að hann samþykki
svoddan forsetaheimsókn...Og
þessi hugmynd er semsagt skrúfuð
áfram af góðum hagleik, með
drjúgri hugvitssemi á köflum og
vaxandi æsingi eftir því seni á líður.
En þó svo sé til stofnað og þó
sýning Leikfélagsins sé mjög þokk-
alegt verk, þá er því ekki að neita,
að nú verður sem alloft áður þegar
farsar eru skoðaðir, að áhorfand-
inn gengur út með dálítið
blendnum áhrifum. Víst mátti hlæja
að þessu og stundum með öllum
kjaftinum, en samt fylgir einhver
ófullnægja með í kaupunum: Séð
hefur maður annað eins! Kannski
er þessi niðurstaða tengd eðii
flestra farsa, þeirri aðferð hlátur
meistara að sneiða sinn mannlífs-
geira niður í ákveðnar formúlur,
loka persónurnar inni í tilteknu lát-
bragði. Einhæfnin, ofnotkunin,
vofir jafnan yfir frjálsum leik farsa-
höfundarins. Ekki síst þegar svo er
sem í Forsetaheimsókninni, aðallir
eru fáráðlingar fullkomnir eða þá
falshundar- nema hvorttveggjasé.
Skítt veri með það allt eða svei því.
Kannski söknum við einhverrar
þeirrar eitraðrar pólitískrar ósvífni
sem gæti sett brodd í leikinn, eða
jafnvel chaplinskrar viðkvæmni á
stundunr, hver veit?
Stefán Baldursson leikstýrir
verkinu af prýðilegri fagmennsku,
góðum hraða, samkvæmni í stíl-
færslunni. Þó mætti spyrja, hvort
ekki hefði mátt vinna betur gegn
þeim ofnotkunarhættum sem eru
þræddar í leikinn: Kannski var
verkamaðurinn óþarflega mikið
„allur á iði“ og kannski Var of oft
gripið til þess að forsetinn afhjúp-
aði sinn landsföðurleik meðgrettu.
En semsagt: Þetta gekk allt mjög
greiðlega. Liðskost hefur leikstjór-
inn ágætan. Kjartan Ragnarsson er
Georg, atvinnuleysinginn sem er
orðinn fuilsáttur við dáðlitla sjón-
varpstilveru sína, a.m.k. að dómi
eiginkonunnar, Soffíu Jakobsdótt-
ur, síúðrandi dugnaðarforks. Það
er hún sem heldur fjölskylduó-
myndinni uppi, hefur litla stoð í móð-
ur sinni símasandi og sífullri, sem
Sigríður Hagalín leikur, eða þá
systur sinni falleraðri, Hönnu Mar-
íu Karlsdóttur. Gísli Halldórsson
og Margrét Helga Jóhannsdóttir
eru forsetahjónin, virðuleg og
vandræðaleg og náttúrlega ;amm-
fölsk í alþýðusnobbinu. Þeirn
fylgja Steindór Hjörleifsson siða-
nieistari og Aðalsteinn Bergdal líf-
vörður. Guðrún Asmundsdóttir er
Gerða, kona húsvarðarins, og vill
allt vita og allsstaðar vera og kemur
sér fyrir í forsetaboöinu í gervi
heyrnarlausrar ömmu. Guóniund-
ur Pálsson er barnslegur kennari og
vinur réttra dyggða, náskyldur for-
verum í Tópas og víðar. Harald G.
Haraldsson er einn af þessum vin-
sælu blaðamönnum sem sér aðeins
það sem hann þarf að sjá og Karl
Guðmundsson er lögtaksmaðurinn
sem kemur að hirða búslóðina þeg-
ar hæst stendur leikurinn.
Þessi hamskipti öll gefa ekki til-
efni til umkvörtunar, árangur
leikaranna var nokkuð jafn og
freistar til hlátra í þeim mæli sem
sómasamleg farsasýning krefst. En
Guðrún Ásmundsdóttir er þó vafa-
laust sú sem mesta ábyrgð ber á
gamninu sem af leiknum má hafa
og sýnir af sér ágæt klókindi og vel
við eigandi útsjónarsemi. Aðal-
steinn Bergdal og Hanna Marta
Karlsdóttir sauma vei og rækilega
utan um sínar týpur og Softiu Jakobs-
dóttur tekst að gera furðu mikiö
úr hlutverki eiginkonunnar, sem
ekki er beinlínis staðsett í ærsla-
verkinu miðju. Ogsvo mætti áfram
halda. Ivan Törok hefur gert þén-
anlegan umbúnað um fólk þetta.
Gamanmál af því tagi sem hér eru á
seyði eru einatt harla staðbundin
og þar eftir vandasöm í þýðingu -
en Þórarinn Eldjárn lætur þá erfið-
leika ekki verða sér að fótaskorti í
haglegri íslenskun textans. Þó fór
ekki hjá því, að hann þyrfti að
sprengja hinn franska ramma þeg-
ar menn voru að velta því fyrir sér
hver Karl sá væri Marx, sem hékk
uppi á vegg hjá verkamanninum:
Einn komst að þeirri niöurstöðu að
hann væri Matthías Joehumsson.
Árni Bergmann
Hefjast mánudaginn
10. janúar 1983
í Fáksheimilinu
v/Bústaöaveg.
BARNAFLOKKAR:
mánud. kl. 16.30-20
GÖMLU DANSAR
fullorönir:
Mánud. kl. 20-23
ÞJÓÐDANSAR:
fimmtud. kl. 20-22
í fimleikasal Vöröu-
skóla.
Innritun og upplýs-
ingar í símum 10082
og 43586 milli kl. 14-
19.
Skákþing>Reykjavík-
ur1983
hefst aö Grensásvegi 46, sunnudaginn 9.
janúar kl. 14. í aðalkeppninni tefla keppendur
í einum flokki 11 umferðir eftir Monradkerfi.
Umferðir verða á sunnudögum kl. 14 og á
miövikudögum og föstudögum kl. 19.30.
Skráning í mótið fer fram í síma Taflfélagsins
á kvöldin kl. 20 - 22.
Lokaskráning í aðalkeppnina verður laugar-
daginn 8. janúar kl. 14 - 18.
Keppni í flokki 14 ára og yngri hefst laugar-
daginn 15. janúar kl. 14.
Teflar verða 9 umferðir eftir Monradkerfi og
tekur keppnin þrjá laugardaga, þrjár umferðir
í senn.
Taflfélag Reykjavíkur
Grensásvegi 44 - 46,
símar 83540 og 81690.
Ér IÐNSKÖLINN í reykjavík
Samningsbundnir iðnnemar, nemendur í framhalds-
deildum verknáms og tækniteiknun komi kl. 16, föstu-
daginn 7. janúar.
Nemendur í grunndeildum verknáms og fornámi komi
kl. 8, mánudaginn 10. janúar.
Meistaraskólanemendur komi kl. 16.30, mánudaginn
10. janúar.
Iðnskólinn í Reykjavík
f||ÚTBOÐf|=
Tilboð óskast í blöndunartæki og tilheyrandi
fyrir B-álmu Borgarspítalans.
Utboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðviku-
daginn 19. janúar 1983 kl. 14 e.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frikirkjuvecji 3 — Sími 25800
Fjölbrautaskóli
Suðurnesja
Öldungadeild
Lokaskráning í Öldungadeild é
fer fram í skrifstofu skólans
janúar kl. 16-18.
Kennsla verður í eftirtöldum áfc
þátttaka fæst:
bókfærslu 103
bókfærslu 203
dönsku 103
ensku 103
ensku 202
íslensku 103
íslensku 203
íslensku 363
líffræði 103
sögu 103
stærðfræði 103
stærðfræði 203
stærðfræði 232
tölvufræði 103
vélritun
þýsku 203
Þátttökugjald sem ákveðið er af
menntamálaráðuneytinu greiðist við skrán-
ingu. Gjaldið er hið sama fyrir alia án tillits til
áfangafjölda.
Aðstoðarskólameistari.
fp Ú T B O Ð |p
Tilboð óskast í innréttingar í B-álmu Borgar-
spítalans.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavík gegn 100 kr. skila-
tryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtu-
daginn 20. janúar 1983 kl. 14. e.h.
INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Sími 25800
i vorönn 1983
dagana 5.-7.
óngum ef næg