Þjóðviljinn - 06.01.1983, Page 9
Fimmtudagur 6. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
LAUKURINN
KÆTIR OG GRÆTIR
sannarlega til margra hluta nyt-
samlegur. Mörgum þykir hann
ómissandi við matargerðina,
baeði vegna bragðs og góðra á-
hrifa, en hann hrcinsar innvtlin
vel og rækilega. Og svo má nota
hann tii margs annars, eins og
dæntin hér á eftir sýna. En fyrst
er að geta þess, að í hverjum
hundrað grömmum af lauk eru 38
kcal, 17: grantm af prótcini, 0,1
gramm af fitu og 8,7 grömm af
koivetnum.
Og þá eru það nokkur húsráð
tcngd lauknum:
1 Linconshire í Englandi cr til
húsráð gcgn tannpínu. Taka á
lauksnciðar og setja í fingur-
björg sem síðan er sett á stóru
tána á hinuni tannpínuþjáða.
í Grænmctiskveri Iðunnar um
laukinn segir nt.a. svo:
„Enginn veit fyrir víst hver
voru heimkynni villta ætt-
föðurins. Ein kenningin er að
hann haFi vaxið um alla Evrópu
og Vestur-Asíu, en nær dáið út
áður en steinöld hófst. Líklegra
þykir þó, að laukurinn sé upp-
runninn í Mið-Asíu. Vitað er
að hann hefur verið ræktaður
frá því sögur hófust, en er nú
óþckktur í sinni upprunalcgu
mynd.“
(Þetta síðasta þykur okkur dá-
lítið fyndið. Hvað er svo sem
þekkt ísinni upprunalegu mynd?)
Hvað um það; laukurinn er svo
Heilhveitibrauð og franskbrauð tílheyra vísitölubrauðfjölskyldunni og þau eiga að vera um 500 grömm að
þyngd - annars eiga þau að lækka í verði í hlutfalli við þyngdina.
Vísitölubrauð
Rómvcrja lögöu rnikla áherslu á tvennt í sinni
stjórnlist er aö almenningi Rómar sneri: brauð og
leiki.
Þótt brauðin skipti okkur ekki jafnmiklu máli
og Rómverja til forna, er sjálfsagt að fylgjast vel
meðvigtinni. Núgildandi verðerfrá 13. desember
síöastliönum og er þannig:
Rúgbrauð.seydd, 750 gr.................kr. 8.45
Maltbrauð, 675 gr.....................- 7.80
Sigtibrauð (normalbr.) 625 gr..........- 7.45
Franskbrauð, 500 gr...................- 8.10
Franskbrauð, 500 gr (formb.)..........- 8.85
Heilhveitibrauð, 500 gr...............- 8.20
Heilhveitibrauð, 500 gr (formb.).......- 8.95
Þyngd brauöanna miöast viö þau nýbökuö, en
er þau kólna rýrna þau dálítið í vigt, en ekki á þaö
aö nema miklu. Séu brauðin bökuö með annarri'
þyngd en aö ofan greinir, skal verðleggja þau í
hlutfalli við ofangreint verð.
Þó er heimilt aö selja sérbökuö 250 gramma
franskbrauð og heilhveitibrauð á kr. 4.55 í smá-
sölu.
Þá má bæta sannanlegum flutningskostnaöi viö
hámarksverðiö á stööum, þar sem brauögeröir eru
ekki starfandi. Hámarksálagning á brauðum, inn-
lendum og innfluttum, er 16.4 prósent í smásölu.
Vísitölubrauðin svokölluðu eru háð ströng-
um verðlagsákvæðum, eins og fólki flestu er
kunnugt. Verð þeirra skal miða við þyngd, og
ákveður verðlagsráð hámarksverð í smá-
sölu.
Brauðin hafa fylgt mannkyninu lengi og verið
mikilvæg undirstáða mataræðis fjölmargra þjóöa.
í Róm til forna skiptu brauðin t.d. þaö miklu máli
aö þeir bakarar, er uppvísir uröu að því að svindla
á vigtinni, voru umsvifalaust teknir af Iffi. Keisarar
Gamalt og gott ráö gegn vört-
um er að nudda þær með lauk
og grafa laukinn síðan í jörð.
Þar rýrnaði laukurinn - og
vartan mcð.
Einu sinni var því trúað, að ef
maður hefði lauk í vasanum
vcrndaði hann gegn snákuin og
nornum.
Það var gömul þjóðtrú, að
laukar drægju að sér sjúk-
dóma. Settu menn því lauka ■
garðinn hjá sér þegar svarti
dauði herjaði og ætluðu þeim
að draga að sér allt smit í ná-
grenninu.
Stúlkur sem gátu ekki gert upp
við sig hverjum þær skyldu
giftast tóku lauka, jafnmarga
og biðlarnir voru, og klóruðu
nöfn þeirra á þá og röðuðu
þcim síðan upp inn í reykháf.
Laukurinn sem spíraði fyrst
gaf svo til kynna hvern þær
skyldu velja.
Laukur undir koddanum á að
kalla fram drauma um
vcrðandi maka.
Við ábyrgjumst ekkert af þess-
um gömlu húsráðum. Hitt viljum
við ábyrgjast, að langi ykkur til
þess að losna við fýlu í kringuni
ykkur, svo sem tóbaksfýlu, er ó-
brigðult að skera lauk í tvennt og
setja báða helniingana í vatn.
Mun þá öll fýla hverfa svo að
segja samstundis.
Frönsk
lauk-
súpa
Og hér kemur svo uppskrift
af lauksúpu franskrar ættar -
þekktri á öllum sælkerastöð-
um heimsins. Hún er mjög
cinföld, afar saðsöm og hress-
andi; og yljar vel á kölduni
dögum. Og innytlin verða
tandurhrein. Uppskriftin er
miðuð við þrjá til fjóra full-
orðna meðalmatmenn.
1/2 kíló al' lauk
25 gr al' smjöri
I lítri af kjötkrafti
(notið annaðhvort
sóputening eða dul't,
en utan á umlniðunuin
stendur liversu mikið skuli
nota í 1 iítra af vatni)
salt og pipar að smekk
25 gr al' liveiti
l’armesan ostur, rilinn (hann
fæst nú í nokkrum húðum;
Annars má nota íslenskan
hrauðost með góðum árangri).
1. Afhýðið laukana og skcrið í
mjög þunnar sneiðar.
2. Bræðið smjörið í potti og setj-
ið lauksnciðarnar útí.
3. Setjið þétt lok á pottinn og
látið' krauma við mjög vægan
hita í um það bil tuttugu mín-
útur eða þar til laukurinn er
orðinn mjúkur og gulleitur.
Hristið pottinn öðru hverju
svo ekki brenni við. Athugið
að laukurinn má ekki brúnast
- þá kemur af honum beiskt
bragð, sem ekki er gott í þess-
ari súpu. Það er því mikilvægt
að hitinn sé ekki mikill á plöt-
unni og fylgst sé með
lauknum.
4. Uætið kjötkraftinum útí.
5. Krvddið með salti og pipar.
Látið kraunia í þrjátíu mín-
útur.
6. Biandið hvcitið með dálitlum
kjötkrafti og hellið síðan út í
súpuna.
7. Hrærið vel. Sjóðið í tiu mín-
útur.
8. Setjið ofninn á 220 gráður.
Ilellið súpunni í cldfasta skál,
stráið rifnum osti yfir og látið
inn í ofninn þar til osturinn
brúnast (5-10 mínútur).
9. Berið fram með ristuðu
brauðii
Njótið heil!