Þjóðviljinn - 06.01.1983, Síða 11

Þjóðviljinn - 06.01.1983, Síða 11
Fimmtudagur 6. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 íþróttir Umsjón: Víðir Sigurðsspn Ardiles. Getur ekki lcikið með Tottenham gegn Southampton um helgina eins og ráð hafði verið gert fyrir. Enska bikarkeppnin um helgina: Ardiles ekki með Tottenham Argentínski knattspyrnu- snillingurinn verður að láta sér lynda og horla á næsta leik Totten- ham í enska bikarnum á laugardag- inn. Þá sækja Dýrðlingarnir frá So- uthampton Lundúnarliðið hcim og fyrir lcikinn var fastlcga gert ráð fyrir að Ardilcs myndi leika með Tottcnham, í fyrsta sinn frá því að Falklandscyjastríðið var og hct. Eftir að Falklandseyjadeilan var komin í þann voða sem raun bar vitni var Ardiles og félagi hans með Tottenham-liðinu, Villa, ekki vin- sælasti maður á Bretlandseyjum. Stjórnarmenn Tottenham tóku það til bragðs að „lána“ Ardiles franska liðinu Paris Est Germ og þar hefur hann leikið síðan. Hann kom svo til sinna gömlu félaga rétt fyrir jólin, en þar sem staðfesting á endurnýjuðu keppnisleyfi hans hafði ekki borist enska knatt- spyrnusambandinu '/: mánuði fyrir bikarleikinn, eins og lög gera ráð fyrir, getur hann ekki leikið með Tottenham á laugardaginn. VS/hól. Kanadamenn ítreka Stjórnvöld í Kanada hafa ítrckað unisókn sína um að fá að halda næstu heimsmeistarakeppni í knattspyrnu sem fram á að fara 1986. Eins og kunnugt er áttu Kol- umbíumenn að halda úrslit keppn- innar cn þcir féllu frá því, aðallega af cfnahagslegum ástæðum. Fjögur lönd hafa sótt um að halda þessa keppni: Mexíkó, Brasilía, Bandaríkin og svo, eins og áður sagði, Kanada. Keppnin hefur áður verið haldin í Brasilíu 1950 og í Mexíkó 1970. FIFA hefur gert stjórnvöldum að ítreka um- sóknir sínar og eru Kanadamenn þeir fyrstu sem það gera. Slík ítrek- un verður að hafa borist fyrir 14. mars næstkomandi. í apríl á þessu ári mun nefnd á vegum FIFA heimsækja þau lönd sem sækja um að fá að halda keppnina og kynna sér allar að- stæður. Ákvörðun um það hvar keppnin skal haldin verður svo tekin í Stokkhólmi 20. maí á þessu ári. VS/hól Gústaf Baldvinsson „kaiattspynuimaður Isafjarðar” ísfirðingar völdu sér knattspyrn- umann ársins um jólaleytið og kom titilinn í hlut Gústafs Baldvins- sonar en hann lék allt síðasta keppnistímabil með ísfirðingum og átti drjúgan þátt í velgengni liðsins. Mörg undanfarin ár hefur Gústaf verið leikmaður með ÍBV, enda Vestmannaeyingur. -hól. D eildarkeppnin í badminton Gústaf Baldvinsson „Knattspyrnu- maður ísafjarðar 1982“. haldin um helgina á Selfossi Dcildarkeppni Badmintonsam- bands íslands verður haldin um hclgina í íþróttahúsinu á Selfossi. Verður keppt í 1. og 2. deild. Hefst keppnin á laugardag kl. 10 og verð- ur haldið áfram á sunnudag kl. 10. Allir bestu badmintonmenn landsins munu mæta til leiks en eftirtalin lið taka þátt í keppninni: 1. deild: KR, ÍAogTBR A-, B-, C- og D-lið. í 2. deild keppa 8 lið og eru þau eftirtalin: BH, IBV, Selfoss, Ger- pla, ÍA B-lið, TBR E-lið, Víkingur og Valur. -hól. ✓ Urskurður Alþj óðakörfuknattleikssambandsins: Pétur ekki hhitgengur með landsliðinu! Hann mun þó leika tvo af þrem landsleikjum íslands um helgina Það virðist ekki alvcg ætla að verða átakalaust fyrir Pétur Guð- mundsson, okkar besta körfuknatt- leiksmann, að komast inní íslcnsk- an körfuknattleik aftur. A sinuni tíma voru áhöld um hvort I’étur væri löglegur mcð íslcnsku ielags- liði þar sem hann lék á síðasta keppnistímabili í bandarísku at- vinnumannadeildinni. Eftir að Alþjóðakörfuknatt- leikssambandið gaf ótvírætt svar um að Pétur gæti leikið með ís- lensku félagsliði. fór KKÍ að kynna sér möguleikana á að Pétur léki jafnframt með íslenska landsliðinu í körfuknattleik. Nú hefur borist svar um það mál frá Alþjóðakörfu- knattleikssambandinu, FIBA, og er það úrskurður sambandsins að Pétur sé ekki hlutgengur með landsliðinu. Þetta mun þó ekki hafa teljandi áhrif á leik íslendinga og Dana um helgina, því að samningar hafa tek- ist með körfuknattleikssambönd- um þjóðanna þess efnis að Pétur leiki tvo af þremur leikjum. í fyrsta landsleiknum, sem háður verður í Keflavík á morgun, föstu- dagskvöld, leikur Pétur ekki, en á hinn bóginn mun hann leika annan leikinn í Laugardalshöllinni á laugardaginn og þriðja leikinn sem fram fer í Borgarnesi á sunnu- daginn. -hól. PÉTUR GUÐMUNDSSON. Hann mun leika tvo af þrem landslcikjum sem háðir vcrða við Dani um helgina. Iþróttamaður ársins útnefndur á morgun Á morgun munu Samtök í- þróttafréttaritara gangast fyrir hinni árlegu útncfningu á Iþrótta- manni ársins. I fyrra hlaut Jón Páll Sigmarsson lyftingamaður þcnnan titil sem samtökin hafa veittallt fráárinu 1956. Vilhjálm- ur Kinarsson hreppti titilinn þá óg varð Iþróttamaður ársins fimm sinnum eða oftar en nokkur ann- ar. Hreinn Halldórsson hrcppti þcnnan titil fjórum sinnum og scnnilcga ekki oftar því hann hcf- ur dregið sig frá keppni. Það vekur athygli þegar listinn yfir íþróttamenn ársins er skoðaður, að undanfarin ár hafa hinir kraftmeiri íþróttamenn hlotið hann, þ.e. lyftingamenn ellegar kastarar. Verður fróðlegt að sjá hvort einhver breyting verður þar á nú. Aöeiirs einu sinni hefur kona verið útnefnd íþróttamaður ársins, en það var Sigríður Sigurðardóttir sem leiddi íslenska kvennalandsliðið í handknattleik til sigurs á Norðurlandamótinu sem haldið varí Reykjavík 1964. Listinn lítur þannig út: 1956 Vilhjálmur Einarss. ÍR frj.íþr. 1957 Vilhjálmur Einarss. ÍR frj.íþr. 1958 Vilhjálmur Einarss. ÍR frj.íþr. 1959 Valbjörn Þorlákss. ÍR frj.íþr. 1960 Vilhjálmur Einarss. IR frj.íþr. 1961 Vilhjálmur Einarss. ÍR Irj.íþr. 1962 Guömundur Gíslas. ÍR sund 1963 Jón 1». Ólafss. ÍR frj.íþr. 1964 Sigríöur Siguröard. Val handkn. 1965 Valbjörn borlákss. ÍR frj.íþr. 1966 Kolbeinn Pálss. KR frj.íþr. 1968 Geir Hallsteinss. EH handkn. 1969 Guömundur Gíslas. ÍR sund 1970 Erlendur Valdimarss. ÍR frj.íþr. 1971 Iljalti Einarss. Fll handkn. 1972 Guöjón Guömundss. ÍA sund 1973 Guöni Kjartanss. IBK knattsp. 1974 Ásgeir Sigurvinss. Staiid.Liege knattsp. 1975 Jóhannes Eövaldss. Celtic knattsp. 1976 Mreinn Halldórss. KR frj.íþr. 1977 ilreinn Halldórss. KR frj.íþr. 1977 ilreinn Ilalldórss. KR frj.íþr. 1978 Skúli Óskarss. UÍA lylt. 1979 Hreinn Halldórss.KR frj.íþr. 1980 Skúli Óskarss. UÍA lyfl. 1981 Jón Páll Sigmarss. KR lylt. - hól.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.