Þjóðviljinn - 13.01.1983, Síða 6

Þjóðviljinn - 13.01.1983, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. janúar 1983 Fiskveiðideila Dana og Breta Ognar hagsmunum Grænlendinga Fiskveiðideilan á milli Danmerk- ur og Bretlands stafar annars vegar af þeirri staðreynd, að fiskimiðin eru takmörkuð náttúruauðlind sem ekki getur ávallt svarað eftir- spurn, og hins vegar af því að Efna- hagsbandalagið hefur ekki getað komið sér saman um hvernig skipta beri þessari náttúruauðlind á milli aðildarríkjanna. Samkvæmt Rómar-sáttmálanum átti sú regla að gilda að afstöðnum aðlögunartíma er rann út um síð- ustu áramót, að öll aðildarríki bandálagsins hefðu frjálsan og jafnan aðgang að öllum miðum bandalagsins. Þetta er regla, sem erfið er í framkvæmd, ekki síst ef jafnframt á að taka tillit til vernd- unarsjónarmiða. Samkomulag um sameiginlega fiskveiðistefnu bandalagsins frá og með síðustu áramótum strandaði á Dönum, sem beittu neitunarvaldi. Gerðu þeir það á þeim forsendum að með sérákvæðum hefði banda- lagið beitt aðferðum er mismunaði aðildarríkjunum, þar sem sérstak- lega væri gengið á rétt Dana. Þar sem Bandalagið gat ekki náð að mynda sameiginlega fiskveiði- stefnu mótuðu aðildarríkin sérá- kvæði fyrir hvert einstakt land, sem háð var samþykki ráðherranefndar Efnahagsbandalagsins. Frá ogmeð áramótum hafa Bretar því tekið sér 12 mílna fiskveiðilögsögu, og verð- ur hún lokuð dönskum fiski- mönnum á meðan hefðbundnar veiðar annarra bandalagsríkja á þessum miðum verða áfram leyfðar. Ráðherranefnd banda- lagsins samþykkti þessa ráðstöfun þrátt fyrir mótmæli Dana, og þar stendur hnífurinn í kúnni. Sú sam- þykkt gildir þó aðeins í 3 vikur á meðan þess er enn freistað að ná heildarsamkomulagi. Víkingaferð á bresk mið Danskur útgerðarmaður, sem jafnframt er fulltrúi danska íhalds- flokksins á þingi Efnahagsbanda- lagins hefur vakið mikla athygli í fjölmiðlum með því að láta taka sig fastan og dæma í háar fjársektir fyrir brot á hinni bresku fiskveiði- lögsögu. Hafa aðgerðir hans orðið til þess að beina athyglinni frá hin- um raunverulega vanda, sem er pó- litísks eðlis, yfir á þær þjóðernistil- finningar, sem mál af þessu tagi geta auðveldlega vakið. Þannig hefur deilunni nú verið snúið upp í húsmæðrastríð um danskt flesk og enska sósu í hinum mörgu fjöl- miðlum. En taka hins danska togbáts í breskri lögsögu mun hins vegar verða til þess, að málið komi fyrir dómstóla Efnahagsbandalagsins, og þar eru menn ekki á einu máli um útkomuna. Bæði verjandi hins danska þing- manns og fleiri lögfróðir menn hafa dregið í efa að hin breska lögsaga fái staðist gagnvart grundvallar- reglum bandalagsins, þar sem kveðið er á um jafnan rétt allra aðildarríkja á sameiginlegum fiski- miðum landanna allt upp að land- steinum frá og með 1. janúar 1983. Sér til málsbóta hafa Danir hald- ið fram hefðbundnum rétti sínum jafnframt því sem þeir hafa haldið því fram með nokkrum rétti að fiskveiðifloti þeirra sé sá fullkomn- asti innan Efnahagsbandalagsins. Staða Grænlands En mál þetta á sér fleiri hliðar. Danir og Grænlendingar hafa átt í deilum við V-Þjóðverja út af fisk- veiðiréttindum við Grænland, þar sem Grænlendingar hafa viljað eigna sér 12 mílna lögsögu. Á það hefur verið bent að vilji Danir ekki viðurkenna 12 mílna lögsögu Breta gegn Dönum, þá geti V-Þjóðverjar beitt sömu rökum í deilunni um fiskimið Grænlendinga. Minnihlutastjórn Paul Schlúters í Danmörku hefur haft erfiða stöðu í þessu máli, þar sem hún er háð stuðningi Jafnaðarmanna. Hefur verið látið í það skína að Schlúter hafi verið samningafúsari en hann gat leyft sér vegna afstöðu Jafn- aðarmanna. Síðustu fregnir herma að Jafnaðarmenn og borgaraflokk- arnir hafi nú komið sér niður á sameiginlega afstöðu til málam- iðlunartillögu, þar sem farið sé fram á uppskipti á hinum ýmsu fiskveiðikrótum án þess að gengið sé á lífshagsmuni hinna bandalags- þjóðanna. Munu tillögur Dana ganga út frá því, að fiskveiðikvótar bandalagsríkjanna verði endur- skoðaðir ársfjórðungslega, meðal annars með tilliti til ástands fiski- stofna. Efnahagsbandalagið var á sínum tíma stofnað til þess að standa vörð um frjálsa verslun og samkeppni. Deilan um fiskimiðin sýnir okkur, að þegar um náttúruauðlindir er að ræða, þá leysir hin frjálsa sam- keppni ekki spurninguna um jafn- rétti og frelsi einstaklinga eða þjóða. Þar þarf málamiðlun og samninga, sem ávallt geta verið umdeilanlegir, en eru þó óhjá- kvæmilegir ef ekki á að grípa til beinnar valdbeitingar. - ólg. „Friðarsinnum fer fjölgandi um heim allan, líka á íslandi. Hin mikla friðarbarátta sem staðið hefur yfir undanfarin ár er aðeins byrjunin á víðtœkri andstöðu fólks gegn yfirráðum stórvelda og hernaðarbandalaga... “ „Enginn herá friðartímum ” Friðarhreyfingar bera fram kröfur um frið og afvopnun á mis- munandi forsendum. Bæði hérog erlendis eiga nokkuð ólík öfl aðild að friðarbaráttunni og kröfur þeirra og hugmyndir eru þaraf- leiðandi stundum ólíkar þótt þær stefni allar að sama marki. Friðarsinnar á íslandi deila um aðferðir og einstaka þætti friðar- baráttunnar. Þannig skjóta upp kollinum margar góðar hug- myndir og kröfur sem allar hljóta einhvern hljómgrunn meðal fólksiris í landinu. Það má því segja að mismunandi áhersluat- riði friðarsinnahópa bæði hér og erlendis séu nauðsynleg til að skapa þá breiðfylkingu sem neyða mun risaveldin til afvopn- unar. Svo virðist sem einstaka friðarsinna dreymi um eina ís- lenska friðarhreyfingu þ.e. ein- hverskonar formleg samtök. Slíkar hugmyndir eru nokkuð ó- raunsæjar. Þó svo að allir friðar- sinnar geti verið sammála um nauðsyn afvopnunar og friðsam- legra lausna á milliríkjadeilum, þá eru þeir ekki á sama máli um það hve stór skref eigi að stíga til að nálgast þessi markmið. Form- leg samtök allra friðarsinna eru því ekki á dagskrá en samstaða íslenskra friðarsinna um einstök baráttumál og aðgerðir sem miða að friði og afvopnun er vel hugs- anleg og jafnvel æskileg. En ein íslensk friðarhreyfing myndi ef- laust fæla margan friðarsinnann frá baráttunni og eyðileggja fjöl- breytileikann sem einkennir fs- lenska friðarbaráttu, fjölbreyti- leika sem rúmar fjöldann í frið- elskandi þjóðfélagi. íslensk friðarbarátta Þegar fundir og ráðstefnur urn friðar- og afvopnunarmál eru haldnar hér á landi verður fólki tíðrætt um Alþýðubandalagið og Samtök herstöðvaandstæðinga Sumir halda því fram að Alþýðu- bandalagið sé búið að leggja kröfuna um brottför hersins á hill- una, en aðrir telja að Alþýðu- bandalagið sé of róttækur flokkur til að geta náð til allra eða flestra friðarsinna. Einnig eru margir hræddir við frumkvæði Samtaka herstöðvaandstæðinga í friðar- baráttunni hér á landi, vegna þess að þau eru „pólitísk". Þessu er til að svara að vígbúnaðarkapp- hlaupið er pólitískt, styrjaldir eru pólitískar og friðarbaráttan hlýtur að vera pólitísk. Það skýtur skökku við þegar Alþýðubandalagið og Samtök herstöðvaandstæðinga eru gagn- rýnd fyrir frumkvæði sitt í friðarbaráttunni fyrir „herlausu landi“ og jafnvel ásökuð fyrir að fæla fjöldann frá málstaðnum, vegna þess að þau eru pólitísk. Ef Alþýðubandalagið og Samtök herstöðvaandstæðinga væru ekki til, þá væru umsvif hersins miklu meiri hér á landi en þau eru í dag og þykja flestum nógu mikil fyrir. „Álþýðubandalagið og Samtök herstöðvaandstæðinga eiga eng- an einkarétt á friðarbaráttunni", segja sumir og bæta svo við, „þið eigið ekki friðarbaráttuna". Hvorki Alþýðubandalagið né Samtök herstöðvaandstæðinga telja sig eiga einkarétt á friðar- baráttunni, slíkt væri fráleitt. Það er heldur ekki rétt að halda því fram að Alþýðubandalagið og Samtök herstöðvaandstæðinga hafi eignað sér þennan málstað, þau hafa einfaldlega eignast hann vegna þess að þau eru stærstu öfl- in sem hafa barist fyrir „herlausu fslandi utan hernaðarbandalaga. Það hefur enginn einkaumboð í friðarbaráttu á fslandi. Við Herstöðvaandstæðingar afhentu á dögunum forseta íslands útskorið friðarkefli. þeirra hugmynda sem hafa komið fram er svokallað „íslenskt frum- kvæði“. í þessum orðum felast m.a. kröfur um kjarnorkuvopna- lausa landhelgi og einhverskonar eftirlit með umferð kjarnorku- kafbáta umhverfis landið. Kröfur urn kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd eru vissulega at- hyglisverðar, en þær eru yfirleitt byggðar á þeim forsendum að umrædd svæði verði áfram hluti af Atlantshafsbandalaginu. Þeg- ar friðarhreyfingar og stjórn- málamenn á Norðurlöndunum vörpuðu fram hugmyndum um kjarnorkuvopnalaus svæði stóð ekki á svörum frá aðalstöðvum NATO í Brússei: „Ekkert aðildarríki NATO getur tekið slíkar ákvarðanir eitt sér, slíkt beri að ákveða í samráði við öll aðildarríki Atlantshafsbanda- lagsins og forystu þess“. Það er ljóst að hvorki ísland né önnur Norðurlönd verða látin komast upp með sérkröfur af þessu tagi innan NATO. Einung- is hlutlaus Evrópuríki. eins og Finnland, Svíþjóð, Austurríki og Sviss ráða því sjálf hvort þau vilja kjarnorkuvopn á sinni grund eða ekki. ísland á friðartímum Eins og öllum er kunnugt þá var aðild Islands að NATO aldrei borin undir þjóðaratkvæða- greiðslu. 30. mars 1949 ákvað Alþingi með 37 atkvæðum gegn 13 (3 sátu hjá) að ísland gengi í Atlantshafsbandalagið. Aðild ís- lands að hemaðarbandalagi var háð því skiiyrði að ekki yrði er- lendur her á íslandi á friðartím- um. Þetta skilyrði hafa Banda- ríkjamenn ekki uppfyllt ennþá svo kunnugt sé. Það er erlendur her á íslandi á friðartímum og ekkert brottfarar- snið sjáanlegt á honum. Umsvif hersins hafa stóraukist síðan hann steig á land og hernaðarlegt gildi landsins hefur aukist um-. leið. Nýjungar bætast árlega við í vopnabúnaði setuliðsins og enn eru áformuð stórvirki í þágu víg- búnaðar NATO hér á landi. Hér eru ekki lengur „mein- lausar" radarstöðvar og hlerunar- búnaður, heldur stjórnstöðvar og árásarbúnaður. Ef styrjöld brýst út, þá erum við sjálfkrafa orðin að fórnarlömbum andstæðinga Bandaríkjamanna. Við íslend- ingar erum vel færir um að leysa okkar milliríkjadeilur á frið- saman hátt. Krafan um að banda- ríski herinn fari af landi brott og ísland segi sig úr NATO er raun- hæf og tímabær krafa um varan- legan frið án hernaðarbandalaga og óstöðvandi vopnakapphlaups þeirra. Friðelskandi þjóð hæfir ekki að taka þátt í hernaðarbrölti og stríðsrekstri. Við skulum taka hlutlausu ríkin okkur til fyrir- myndar, þau þurfa ekki að fórna sér fyrir hagsmuni stórveldanna. Við skulum taka þátt í baráttu þeirra miljóna friðarsinna sem leiðast um götur stórborga í Evr- ópu og Ameríku undir kröfunni um „frið og afvopnun“. Verum minnug þess að kjarn- orkuvopnum hefur þegar verið beitt og nú eru stórveldin fær um að útrýma öllu lífi á jörðinni mörgum sinnum. Maður tryggir ekki frið með vopnum. Reykjavík 5. jan. 1983 Ragnar A. Þórsson. Ragnar Þórsson er verkamaður í Reykjavík. Hann hefuc skrifað greinar í Þjóðviljann m.a. frá V- Þýskalandi. Ragnarer virkur félagi í Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins. hljótum að fagna þeirri miklu friðarbaráttu sem er hafin hér á landi og við hljótum að taka vel í allar hugmyndir sem geta stuðlað að friði og afvopnun, alveg sama hverra flokka flytjendur þeirra eru. Einungis með gagnkvæmri virðingu geta friðarsinnar nálgast þau markmið að stöðva vígbún- aðarkapphlaupið og losað Evr- ópu úr fjötrum hernaðarbanda- laganna beggja. Islenskt frumkvœði Á undanförnum árum hefur áhugi stjórnmálamanna á friðar- og afvopnunarmálum vaxið tölu- vert, sérstaklega á Norðurlönd- um. Hér á landi láta einnig fleiri stjórnmálamenn friðarbaráttuna sig varða en áður og því ber að fagna. Hið gegndariausa vígbún- aðarkapphlaup stórveldanna og ótakmörkuð fjölgun kjarnorku- eldflauga þeirra hafa vakið fólk til umhugsunar. Þingmenn og ráðherrar vakna nú við vondan draum og viðurkenna flestir þeirra þá ógnun sem okkur stafar af hernaðarumsvifum á Islandi. Umferð kjarnorkukafbáta í land- helgi okkar hefur og vakið óhug meðal almennings í landinu, þar- sem fiskurinn í sjónum er slagæð velferðar allra íslendinga. Menn velta því nú fyrir sér hvemig við getum dregið úr hem- aðarumsvifum stórveldanna í loft- og landhelgi okkar. Meðal Ragnar Þórsson skrifar

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.