Þjóðviljinn - 13.01.1983, Page 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 13. janúar 1983
Raf eindabúnaður:
Möguleíkar
okkar eru
mjög miklir
Komið hefur í ljós að íslendingar geta nú selt til
annarra þjóða sérþekkingu sína á sviði véla og rafeinda-
búnaðar til frystihúsa. Sérfræðingar á þessu sviði hafa
um nokkurn tíma unnið að smíði og uppsetningu slíks
búnaðar fyrir íslensk frystihús með góðum árangri og
nú er svo komið að sóst er
erlendis frá.
Fyrirtækið Framleiðni s.f. og
Óðinn í Vestmannaeyjum hafa
sem kunnugt er nýverið gert samn-
ing við frystihús í Boston í Banda-
ríkjunum um uppsetningu svona
búnaðar þar. í tilefni af þessu
ræddi Þjóðviljinn við Árna Bene-
diktsson, framkvæmdastjóra
Framleiðni s.f. og Jón Hjaltalín
Magnússon verkfræðing, en hann
er verkefnastjóri undirbúningsfé-
lags rafeindaiðnaðarins á íslandi.
Ásókn erlendis frá
Til okkar hefur verið mikið
leitað erlendis frá um hönnun,
smíði og uppsetningu svona bún-
aðar og á ég þá við bæði vélasam-
stæður í frystihús og rafeindabún-
að. En við höfum því miður ekki
getað sinnt þessum beiðnum,
vegna þess að við höfum haft meira
en nóg að gera hér innanlands, við
uppsetningu þessa búnaðar fyrir ís-
lensku frystihúsin, sagði Árni
Benediktsson framkvæmdastjóri
Framleiðni s.f.
Árni sagði að fyrirtækið væri það
lítið að það annaði ekki meiru.
Hann sagðist telja góða möguleika
á því að stofna hér eitt stórt fyrir-
tæki, er færi útí svona framleiðslu
en þar verður að fara saman
smíði tækja og véla í frystihúsin í
beinu sambandi við framleiðendur
rafeindatækjanna, þar sem ekki
væri hægt að koma rafeindabún-
aðinum við þau tæki sem fyrir eru í
frystihúsunum. Ekki sagðist hann
vita til að stofnun slíks fyrirtækis
væri í deiglunni, en sagðist vita að
menn hefðu áhuga á að koma þeirri
íslensku sérþekkingu sem í þessu
felst á markað erlendis.
Þá benti hann ennfremur á, að ef
eftir þessum búnaði þeirra
á sviði rafeinda-
tækj aframleiðslu
til skipa og
frystihúsa. —
Rætt við
Jón Hjaltalín
Magnússon og
Árna Bene-
diktsson
tækist að hefja útflutning á þessum
tækjum, gæfi auga leið að þau yrðu
ódýrari á heimamarkaði, sem eðli-
lega á sér stað eftir því sem mark-
aðurinn er stærri.
Miklir möguleikar
Jón Hjaltalín Magnússon,
sagðist telja að við íslendingar ætt-
um mikla möguleika á þessu sviði,
bæði hvað varðar vélabúnað til
frystihúsa og rafeindabúnað til
þeirra og skipa, svo sem olíu-
eyðslumælarnir hafa sýnt.
Áðspurður um hvort mikill mark-
aður væri erlendis fyrir þennan ís-
lenska búnað, sagði hann svo vera,
einkum í Kanada og Noregi þar
sem hann taldi vera möguleika á
stórum samningi. Það sem helst
Millivog
stæði í veginum fyrir því, að við
gætum nýtt okkur þessa möguleika
taldi Jón vera smæð fyrirtækjanna
hér á landi.
Vonandi stendur þetta til bóta,
sagði Jón Hjaltalín, því að samtök
12 fyrirtækja á þessu sviði hafa
fengið styrk frá Norræna iðntækn-
isjóðnum til að þróa þessa tækni og
það yrði síðan að ráðast af verkefn-
um, hvort menn færu út í það að
sameina mörg fyrirtæki í eitt stórt
til að geta annað eftirspurn er-
lendis frá.
En þetta er sem sagt allt saman í
fullum gangi hjá okkur og starfandi
eru margir verkhópar á þessu sviði
hér á landi, sagði Jón og hann benti
ennfremur á að það væri samdóma
álit manna sem þekkingu hefðu á
þessum hlutum að í rafeindaiðnaði
væru langmestir vaxtarmöguleikar
af öllum greinum iðnaðar nú á tím-
um. Þess vegna sagði Jón að menn
vonuðust til þess að stutt yrði við
bakið á þeim sem að rafeinda-
iðnaði vinna hér á landi í komandi
framtíð, þannig að sú sérþekking
sem íslendingar búa yfir á þessu
sviði gæti orðið dýrmæt útflutn-
ingsvara.
Það sem gert hefur verið hér á
landi á þessu sviði og sá samningur
við frystihús í Boston sem þegar
liggur fyrir, sanna að Jón og Árni
hafa á réttu að standa hvað varðar
möguleika okkar íslendinga að
gera okkur gildandi á þessu sviði
erlendis.
- S.dór
Samvalsvél
Rafeinda-pökkunarvog frá Framleiðni s.f.