Þjóðviljinn - 13.01.1983, Page 15
RUV <9
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Gull í
mund. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál.
Endurt. þáttur Árna Böðvarssonar frá
kvöldinu áður.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Morgun-
orð: Sigurður Magnússon talar.
8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.)
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna: „Líf“ eftir
Else Chappel Gunnvör Braga les þýð-
ingu sína (6).
9.20 Leikfimi. Tilkynningar Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
10.30 Iðnaðarmál Umsjón: Sigmar Ár-
mannsson og Sveinn Hannesson.
10.45 „Kórstelpan“ smásaga eftir Anton
Tsjekhov Ásta Björnsdóttir ies þýðingu
sína.
11.00 Við pollinn Gestur E. Jónasson velur
og kynnir létta tónlist (RÚVAK).
11.40 Félagsmál og vinna Umsjón: Helgi
Már Arthúrsson og Guðrún Ágústs-
dóttir.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Fimmtudagssyrpa - Ásta R.
Jóhannesdóttir.
14.30 „Leyndarmálið í Engidal“ eftir Hug-
rúnu Höfundur lýkur lestrinum (13).
15.00 Miðdcgistónleikar
Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi, rabbar
við Sigmar B. Hauksson í kvöld.
15.40 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregn-
ir.
16.20 Utvarpssaga barnanna : „Aladdín og
töfralampinn“ Ævintýri úr „Þúsund og
einni nótt“ í þýðingu Steingríms Thor-
steinssonar. Björg Árnadóttir les (2).
16.40 Tónhornið Stjórnandi: Anne Marie
Markan.
17.00 Djassþáttur í umsjá Jóns Múla Árna-
sonar.
17.45 Neytendamál Umsjónarmenn: Anna
Bjarnason, Jóhannes Gunnarsson og
Jón Ásgeir Sigurðsson.
17.55 Tónieikar. Tiikynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir.
19.40 Tiikynningar. Tónleikar.
20.00 Fimmtudagsstúdíóið - Útvarp unga
fólksins Stjórnandi: Helgi Már Barða-
son (RÚVAK).
20.30 Spilað og spjallað Sigmar B. Hauks-
son ræðir við Svein Sæmundsson blaða-
fulltrúa, sem velur efni til flutnings.
21.30 Gestur í útvarpssal
22.00 Tónleikar.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins.
22.35 Við eld skal öl drekka Umsjónar-
maður: Jökull Jakobsson. Þátturinn var'
áður á dagskrá í janúar 1968.
23.05 Kvöldstund með Sveini Einarssyni.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Fimmtudagur 13. janúar 1983'ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 15
frá lesendum
Námiö gengur
seint
Sveinn á fótunum
skrifar:
Töluverður illviðrisgarður
hefur gengið yfir landið nú að
undanförnu og gert mönnum
lífið leitt og erfitt. Einkum
hafa samgöngur farið úr
skorðum og þá ekki hvað síst
hér suðvestanlands og raunar
víðar, þótt hljóðara hafi ver-
ið um það.
Nú má alltaf við því búast
að svona hvellir komi, og
mætti því ætla, að menn væru
undir jrað búnir. En það er nú
eitthvað annað hér í Reykja-
vík. Strax á fyrsta morgni
snjókomunnar æddu menn út
á göturnar á hundruðunt bíla,
fjölntörgum þeirra gjörsam-
lega vanbúnum og ófærum til
aksturs í ófærð, og auðvitað
sátu þessir bílar fastir fyrr en
stðar. Þau ferðalok máttu
flestum vera fyrirfram ljós.
Og hverju voru menn þá að
bættari? Sjálfir komust þeir
ekki leiðar sinnar, en ekki nóg
með það, heldur stöðvuðu
þeir einnig þá bíla, sent gátu
Reiptog
þó brotist áíram; töfðu, trufl-
uðu og jafnvel stöðvuðu
strætisvagnana. Niðurstaðan
varð auðvitað sú, að fæstir
komust neitt. Síðan verður,
með ntiklum tilkostnaði, að
moka þessa bíla upp þar sem
þeir eru fenntir í kaf og draga
þá í burtu svo að aðrir komist
áfram.
Ætlar þetta blessað fólk
aldrei að átta sig á því að það
býr á íslándi? Ætlar það aldrei
að geta lært af reynslunni?
Aðeins fyrir fjallgöngumenn
Ingibjörg hringdi:
Mig langar til þess að spyrja
að því hvort við, gangandi
vegfarendur, höfum engan
rétt til þess að geta komist
leiðar okkar um borgina?
Ekki eru allir á einkabílum,
sem betur fer liggur mér nú
við að segja. Og strætisvagn-
arnir nema auðvitað aðeins
staðar þar, sem þeirn er ætlað
að gera það. Fjölmargir verða
því að ganga lengri eða
skemmri vegalengdir. En
hvar er fólki þá ætlað að ganga
þessa dagana? Nú er öllum
snjó af götunum mokað beint
upp á gangstéttirnár, svo þær
eru víða gjörsamlega ófærar
öðrurn en fjallgöngu-
mönnum. Það er eins og
aðeins sé hugsaö urn þá, sem
eru í bílunum. Við hin erum
neydd til þess að ganga bara á
götunni innan um alla bíla-
Líklega hefðum við bara heldur átt að ganga.
þvöguna, og þarf ekki orðurn
að því að eyða hvað slíkt getur
haft í för með sér. Eigum við.
sem erum fótgangandi, ekki
santa rétt til þess að koniast
leiðar okkar og hinir, sem eru
i bílunum? Fróðlegt væri að fá
álit einhvers lögfróðs manns á
því.
2 gátur
Hann Sigurður sem útbjó fyrir
okkur töluteikniþrautina sendir
okkur líka tvær gátur sem við birt-
um hér.
1) Hvaða fangi syngur alltaf glað-
lega söngva?
2) Hvaða auga sér ekkert?
(Z
•nuunq t uuqánj (f
:J<?as
Núna höfum við um tvo
möguleika að velja til að
komast í gegnum völundar-
húsið. Pað er ykkar að velja
þann rétta og finna lausnina.
o.
K
Siauriu^
r*/K»jVj»ta /
Reyrja V' 8
Þessa töluteikniþraut sendi hann
Sigurður Guðmundsson 8 ára
gamall okkur. Við þökkum hon-
um kærlega fyrir sendinguna um
leið og við hvetjum ykkur öll hin
til að senda Barnahorninu alls
kyns efni, teikningar, sögur,
myndir og þrautir.