Þjóðviljinn - 14.01.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.01.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. janúar 1983 78 tonn af eldspýtum Á árinu 1981 brenndu íslend- ingar rúmum 78 tonnum af eld- spýtum. Langstærsti hlutinn var fluttur inn frá Sovétríkjunum, 55 tonn, og restin frá Svíþjóð. Þetta er nokkurn veginn sama magn og við fluttum inn af sprengiefni og sprengiþráðum það sama ár. Það er ýmislegt annað sem fróðlegt er að skoða varðandi innflutning landans. Til dæmis kemur í ljós þegar verslunar- skýrslum Hagstofunnar er flett, að einhverjir hafa átt nóg af pening- um, í það minnsta voru flutt inn rétt 8 tonn af seðla veskjum og pyngjum að upphæð tæpar ^riíilj- ónir króna. Forngripir virðast mörgum ómissandi. Um 5 tonn voru flutt inn til landsins af málverkum, teikningum, prentmyndum, höggmyndum og forngripu. Það voru líka flutt inn tæp 5 tonn af perlum, demöntum, eðal-. steinum, silfri, gulli, platínum- álmum, góðmálmum, skrautvö- rum og öðrum glysvarningi. Sam- tals voru þessar vörur á verðlagi ársins 1981 að verðmæti 14.5 miljónir kr. - L.G. Gætum tungunnar Sagt var: Englendingar og Arg- entínumenn skutu á stöðvar hvors annars. Rétt væri: .. skutu hvorir á stöðvar annarra. Skák Karpov aö tafli - 81 Eftir hiö vellukkaða millisvæðamót var Evrópumeistaraliðamót iandsliða í Bath á Englandi, næsta verkefni Karpovs, en þar tefldi hann á 5. borði á eftir þeim Spasski, Petrosjan, Kortsnoj og Tal. Sviplegt fráfall hins vinsæla skákmeistara Leonids Stein er tengt móti þessu, en hann varð bráðkvaddur rétt áður en mótið átti að hefj- ast. Hafði honum verið búið sæti í sovéska liðinu. Sovótmenn voru ekki í neinum vand- ræðum með að sigra. Sérstaka athygli vakti lipur og skemmtileg taflmennska Spasskís, sem greinilega var búinn að ná sér eftir tapið fyrir Fisher. Hann fékk besta árangur á 1. borði, SVz vinning af 7 mögu- legum. Karpov tefldi einnig vel. Strax i 1. um- ferð lagði hann Englendinginn Whiteiy á ör-uggan hátt: Karpov - Whitely 28. f4! Dxe4+ 29. Ka1 Kf7 (Eða 29. - Rh7 30. Dh2 o.s.frv.) 30. fxg5 fxg5 31. Dxg5 He5 (Eða 31. - Ke8 32. He1 o.s.frv.) 32. Dh5+ - Svartur gafst upp enda stutt í mátið. Flest hættuleg snjóflóð falla í hríðarveðri. yr>FOKSNUÓO f ^VEIKT LAG HARÐUfl SNJÓR —iFJALLSHLÍÐ Þótt yfirborðið sé traust geta veikburða lög leynst undir. Þungi skíðamannsins veldur því að snjóþekjan losnar og fer af stað, en honum tekst með snarræði og heppni að bjarga sér út úr skriðunni. Forðist aliar brattar brekkur. Þverskerið aldrei brekkur eða gil, þar sem snjór er djúpur. Viðbrögð við snjóflóði Ef þú lendir í snjóflóði reyndu þá að losa þig við skíði, skíða- stafi, bakpoka og aðra þá hluti sem eru áfastir við þig. Reyndur eftir megni að standa upp úr flóðinu með því t.d. að taka sundtökin. Berist þú stjórnlaust með flóðinu, reyndu þá að haida höndunum fyrir andlitið, með því móti minnkar þú líkurnar á að vit þín fyllist af snjó. Reyndu að hreyfa þig meðan flóðið er að stöðvast, því annars er hætt við að þú sitjir alveg fastur/föst þegar snjórinn sest. Eyddu ekki orku í að hrópa, fyrr en þú heyrir í leitarmönnum yfir þér. Athugaðu að hljóð deyfist mjög í snjó. Mundu vel að þú verður að halda róseminni þinni og stöðug trú á björgun eykur lífsmöguleika þína. Notið skíði, skíðastafl, prik eða það sem hendi er næst við leitina. t.d. við kletta, eða þar sem flóðið hefur beygt. Notaðu það sem hendi er næst við leitina, t.d. skíði, skíðastaf (handfangið niður), prik o.þ.h.. Ef fleiri eru saman skal a.m.k einn fara samstundis af stað eftir hjálp, svo að unnt verði að hefja skipulega leit strax. Sjálfsagt er að nota hunda við leitina, séu þeir til staðar. séu á að annað flóð geti fallið á sama stað. Teljir þú öryggi þínu borgið, leitaðu þá fyrst í yfirborði flóðsins vandlega, því að oft sést eitthvað upp úr snjónum sem gef- ur vísbendingu um hvar hinn grafni liggur. Sjáist engin merki á yfirborð- inu, byrjaðu þá að leita á stöðum þar sem snjósöfnun hefur orðið, Björgunaraðferðir Ef þú verður þess áskynja að maður hafi lent í snjóflóði, skaltu hefja strax leit. Gættu fyrst að því hvort líkur Hvar á að fara? Forðist allar brattar brekkur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.