Þjóðviljinn - 14.01.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.01.1983, Blaðsíða 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. janúar 1983 ALÞÝÐU b an d alag ið Alþýðubandalagið á Vesturlandi Fyrri umferö forvals vegna röðunar á lista flokksins í komandi alþingis- kosningum skal lokið eigi síðar en 16. janúar næstkomandi. Kjörgögn hafa verið send formönnum flokksfélaganna í kjördæminu. Stjórn kjördæmisráðs Alþýðubandalagið Akranesi Fyrri umferð forvals fer fram laugardag og sunnudag 15. og 16. janúar næstkomandi. Aliir félagsmenn AB á Akranesi eiga rétt á þátttöku í forvalinu. Nánari upplýsingar varðandi forvalið verða sendar félags- mönnum föstudaginn 14. janúar. Upplýsingar um félagatal gefa þeir Ársæll Valdimarsson s. 1384 og Guðjón Ölafsson s. 1894 á laugardag, en á sunnudag eru upplýsingar gefnar í Rein s. 1630. Kaffiveitingar verða í Rein á sunnudag kl. 15. Félagar! Takið virkan þátt í forvalinu. Drekkið síðdegiskaffi í Rein. Stjórnin Alþýðubandalagið Hafnarfirði Opinn fundur um húsnæðismál Alþýðubandalagið í Hafnarfirði boðar til opins fundar um húsnæðismál fimmtudag- inn 20. ianúar að Strandgötu 41, kl. 20.30. Framsaga: Ólafur Jónsson stjórnarfor- maður Húsnæðismálastofnunar. Almennar umræður á eftir. Alþýðubandalagið Alþýðubandalagið í Norðurlandskjördæmi eystra - Fyrri hluti forvals Fyrri hluti forvals Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra fer fram í þessari viku. Framkvæmd þess er í höndum uppstillingarnefndar- manna á hverjum stað með aðstoðarmönnum sem félögin tilnefna. ' Forvalið fer fram sem hér segir: y. Ólafsfjörður: Að Aðalgötu 1, fimmtudag 13. jan. kl. 20-23. Dalvík: Að Bergþórshvoli, laugardag 15. jan. kl. 13-17. Akureyri: f Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, föstudag 14. jan. kl. 17-19 og laugardag 15. jan. kl. 14-18. S-Þingeyjarsýsla: Þar verður kjörgögnum dreift um eða upp úr helginni 9. jan. og þeim safnað saman fyrir 14. janúar. Húsavík: í Snælandi, laugardag 15. jan. kl. 10-12 og 13-16. Raufarhöfn: í Hnitbjörgum, sunnudaginn 9. jan. kl. 16-19. Þórshöfn og nágrenni: Að Vesturvegi 5, þriðjudag 11. og miðvikudag 12. janúar kl. 13-16. Reykjavík Á skrifstofu Alþýðubandalagsins, Grettisgötu 3, mánudag 10. og fimmtudag 13. jan. kl. 9-17. Forvalsreglur Atkvæðisbærir eru fullgildir félagsmenn í Alþýðubandalaginu, sem eru skuldlausir á forvalsdegi. Hægt er að öðlast þátttökurétt með því að ganga í flokkinn í síðasta lagi á forvalsdag. Á kjörseðil fyrri áfanga skal rita nöfn fjögurra manna, og fylgi heimilis- fang eða sveitarfélag hverju nafni. Nöfnin eru óröðuð en rita skal nöfn úi fleiri en einní flokksdeild. Kjörseðill er því aðeins gildur að þessum reglum sé fyl^t. Atkvæði úr fyrri umferð verða talin á Akureyri 16. janúar hafi þau þá borist alfs staðar að. Fyrirhugað er að síðari umferð fari fram fyrstu dagana í febrúar. Uppstillingarnefnd Uppstillingarnefnd skipa Sigríður Stefánsdóttir, Akureyri, Páll Hlöðversson, Akureyri, Svanfríður Jónasdóttir, Dalvík, Björn Þór Ólafsson, Olafsfirði, Sigurður R. Ragnarsson, Mývatnssveit, Örn Jó- hannsson, Húsavík, Þorsteinn Hallsson, Raufarhöfn, Ragnar Sigfússon, Þistilfirði. Utankjörfundarkosningin Unnt verður aö kjósa utan kjörfundar á hverjum stað og ber þeim sem þess óska að hafa samband við uppstillingarnefndarmann. Þá er einnig hægt að kjósa hjá því félagi í kjördæminu, þar sem viðkomandi kann að verða staddur á forvalsdegi þess, auk kosningarinnar í Reykjavík sem getið er hér að ofan. Alþýðubandalagið í Reykjavík - Greiðum félagsgjöldin fyrir forval Stjórn Alþýöubandalagsins í Reykjavík hvetur félagsmenn sem enn skulda gjaldfallin félagsgjöld til þess að greiða þau fyrir forvalið 14.-16. janúar. - Stjórn ABR. Ólafur Jónsson Alþýðubandalagið Akranesi Árshátíð Alþýðubandalagsins á Akranesi verður í Rein laugardaginn 29. janúar. Nú þegar getum við tilkynnt að Helgi Seljan og kona hans verða gestir okkar. Nánar auglýst síðar. Skemmtincfndin. Alþýðubandalag Keflavíkur heldur fund í húsi Stangveiðifélagsins föstudaginn 14. þ.m. kl. 20.30. Félagar fjölmennið. vFlóamarkaður“ Þjóðviljans Ný þjónusta við áskrifendur Á fimmtudögum geta áskrifendur Þjóðviljans fengið birtar smáauglýsingar sér að kostpaðarlausu. Emu skilyrðin eru að auglýsíngarnar séu stuttorðar og að fyrirtæki eða stofnanir standi þar ekki að baki. Ef svo er, þá kostar birtinqin kr. 100.- s Hringið í síma 81333 ef þið þurfið að selja, kaupa, skipta, leigja, ef ykkur vantar vinnu, þið hafið týnt einhverju eða fundið eitthvað. Allt þetta og fleira til a heima á Flóamarkaði Þjóðviljaris. DJOÐVHHNN Óvænt úrslit: Nám og endur- hæflng fatlaðra Sextán manna hópur fatlaðs fólks hóf nám við Iðnskólann f Reykjavík síðastliðinn föstudag og mun kennslan standa í nítján vikur og athyglinni beint sérstaklega að sviðum sem tengjast tölvum, tölvu- vinnslu og bókhaldi. Forsaga þessa máls er það, að síðastliðið haust mynduðu nokkrir áhugaaðilar samstarfshóp, sem hefur það að markmiði að koma á kennslu fyrir fatlaða. Með þessu verði fötluðum opnaðar leiðir til starfa í þjóðfélaginu, segir í frétta- tilkynningu samstarfshópsins. Aðilar að samstarfshópnum eru Rauði kross Islands, Öryrkjaband- alagið, Félag viðskipta- og hag- fræðinga, Félag löggiltra endur- skoðenda, Stjórnunarfélag ís- lands, Skýrslutæknifélag íslands og Samtök mænuskaddaðra. Hópur- inn fól dr. Kristjáni Ingvarssyni, verkfræðingi, og Ingimundi Magn- ússyni, rekstrarfræðingi, að ýta kennslustarfinu úr vör og þeim til halds og trausts er Hólmfríður Gísladóttir, fulltrúi hjá Rauða krossi íslands. Samist hefur um það við Ingvar Ásmundsson, skólastjóra Iðn- Frá skólasetningunni í Iðnskólanum föstudaginn 7. janúar. Þrettán af sextán nemendum í hópnum eru bundnir við hjólastóla. (Ljósm. Atli). skólans í Reykjavík, að fá léð kennslurými og þrettán tölvur til þessarar kennslu endurgjaldslaust. Helsti kostnaðurinn er við það að flytja nemendur til og frá skól- anum, en til þeirra hluta þarf bif- reiðar, sem flutt geta fólkið í hjóla- stólum. Kostnaður við það nú í vet- ur er áætlaður 165-170.000 krónur. Rausnarleg framlög til þess hafa borist, m.a. frá Rauða krossi fs- lands, Lionsklúbbnum Nirði og fleiri aðilar hafa heitið framlagi. ast Reykjavíkur- mótið-slæleg vinnubrögð Reykjavíkurmótið Eins og þátturinn gat um á laugardaginn, virðist þetta Reykja- víkurmót í sveitakeppni 1983 vera nokkuð sérstakt, að því leyti, að „sjálfskipaðar“ bestu sveitirnar tapa hverjum leiknum á fætur öðr- um, all mörgum til mikillar furðu. Eftir 5 umferðir af 17 er staða efstu sveita: sveit Jóns Hjaltasonar 67 stig sveit Ólafs Lárussonar 66 stig sveit Þórarins Sigþórssonar 61 stig sveit Gissurs Ingólfssonar 59 stig sveit Sigtryggs Sigurðssonar 59 stig sveit Gests Jónssonar 58 stig og leik til góða sveit Egils Guðjohnsen 55 stig sveit Karls Sigurhjartarsonar 47 stig. Ef nefna má einstök úrslit úr leikjum, sem lokið er, er helst að nefna: Þórarinn-Sævar: 20-3, Gissur-Sævar: 19-1, Sævar- Sigtryggur: 20-3, Jón Þ.-Karl: 20- 1, Ólafur-Karl: 16-4, Gestur-Jón Hj.: 17-3, Sigtryggur- Þórarinn:20-2, Karl- Aðalsteinn:20-2, Sigurður Sigurj.-Sigtryggur: 14-6, Gissur- Jón Þ.: 20.4. Eins og sjá má, eru allir að vinna alla og af 17 sveitum í mótinu hafa 9 sveitir þegar hlotið mínusstig. Spá- ir góðu um framhaldið. Mótinu veður haldið áfram í kvöld og á morgun, í Domus og eigast þá við m.a.: Ólafur- Sigtryggur, Karl-Gestur, Sævar- Ólafur, Þórarinn-Jón Þ., Jón Hj,- Karl, Ólafur-Þórarinn, Gissur- Ólafur, Gestur-Sigtryggur, Egill- Gestur, Sævar-Jón Þ., Jón Hj,- Egill o.fl. Slæleg vinnubrögð Umsjónarmaður hefur iðulega skemmt sér yfir þeim bridgeskrif- um, er birtast í dagblöðum bæjar- ins, undir heitinu „Spil dagsins". Þau birtast í Mbl. (umsjón Guðm. Páll Arnarson), Tímanum (umsjón Guðmundur Sv. Her- mannsson) og DV (umsjón Guðm. Pét., Hallur Sím., eða Stefán Guðj.?). DV mætti láta nafn um- sjónarmanns fylgja Spili dagsins, því að tilefni þessa skrifa er einmitt slæleg vinnubrögð þar. Eða hvað á maður að segja, þeg- ar eftirfarandi klausa birtist?: „Pólverjinn kunni, Anzdrej Wilkosz, sem varð heimsmeistari í tvímenningskeppni 1978 í New Or- leans, vann frábært spil á Caransa- mótinu í ár. Vestur spilaði út hjart- afimmi í fjórum hjörtum suðurs - Wilkosz“. Þetta er ekki nógu gott. Þegar getið er um atburði í liðinni tíð, skal hafa það sem satt reynist: „In 1978 in New Örleans the Op- en field again numbered 192 pairs. Winners were Brazil in the persons of Marcelo Branco and Gabino Cintra. The Ladies title was won by Katherine Wei and Judi Radin of New York City.“ Hinsvegar, má það fylgja, að umræddur Wilkosz var í sveit Pól- lands, sem sigraði „Knock outinn" í New Orleans 1978. Ég var þar. Einnig var ég í Biarritz 1982, og spilaði þá við Branco og Cintra. Akaflega geðfelldir ungir menn, sem spiluðu einhverju „UItra“ út- gáfu af Precision. Náðu m.a. gull- fallegri slemmu í láglit á móti okkur (4-3 lega í tromplit), en einsog ein- hverjum mun kunnugt er það ekki sterka hliðin á þesu „sívinsæla" ís- lenska „nákvæmnislaufi". Um hina þættina tvo, í Mbl. og Tímanum, er ekkert nema gott að segja, þótt raunar DV sé einnig mjög góður þáttur, utan slysa sem svona. Guðmundur Hermannsson er vandaður karakter í bridge, og manna fróðastur í bridgesögunni (fróðari en Kobbi?). Guðmundur Páll er hinsvegar í bland fræði- maður mikill og húmoristi, jafnvel svo að á köflum hleypur maður á hundavaði yfir efnið og les bara brandarana. Eitt er þó einkennandi fyrir ís- lensk „Spil dagsins", að flest eru þau af erlendum toga spunnin. Og mörg hefur maður séð áður (öll í Helgarpóstinum). Aðall þessara þátta, þegar fram líða stundir, ætti að vera sögulegt gildi þeirra, sem ná hámarki þegar innlendir spilar- ar fara á kostum og afraksturinn fer á þrykk. Þetta var gert um árabil hér á Þjóðviljanum, og útkoman var sú, að yfir 90% efnis í „Spili dagsins" í Þjóðviljanum var inn- lent,eða íslenskir spilamenn áttu í hlut. Nafnalisti þeirra manna sem birt voru spil eftir er vel yfir 200, svo að sjá má, að til mikils er að vinna, sé áhugi fyrir hendi. Bridgeskrif í dagblöðum eru vandasöm. Við margt er að glíma í fámennu landi, en með áhuga og þolinmæði má sigrast á öllu. Meira að segja prentvillupúkanum... Guðmundi Páli til upplýsingar, vegna spils sem hann birti fyrir jól þegar „einhver Vic Mitchell USÁ“ hnekkti slemmu með því að fara upp með spaðaás, einn af fjöldi spilara, þá er umræddur Mitchell einn þekktasti spilarinn þar vestra, félagi Sams Styman gegnum árin. Vic spilaði m.a. 1974 á Kanarí, 1978 í New Orleans og síðast 1982 í Biarritz. Ávallt á móti Styman. Sveinafélag pípu- lagningarmanna Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu um kjör stjórnar og trúnaðar- mannaráðs. Framboðslistum skal skilað á skrifstofu fé- lagsins að Skipholti 70 fyrir kl. 18 þann 21. janúar1983 Stjórnin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.