Þjóðviljinn - 14.01.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 14.01.1983, Blaðsíða 11
Föstudagur 14. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Umsjón: Víðir Sigurðsspn Bikarkeppni KKI, KR-Valur 79:107 Y fIrburðlr V alsmanna Ekki var viðnámið mikið hjá áhugalausum KR-inguin er þeir töpuðu með miklum mun fyrir Val í bikarkeppni KKÍ i heldur slökum ieik í gærkvöldi. Leikurinn náði aldrei því risi sem ætla mætti þegar þessi lið eigast við, svo miklir voru yfirburðir Valsmanna. Þeir náðu þegar í byrj- un miklu forskoti, 15:3 eftir 5 mín- útna leik og smájuku það út fyrri hálfleik. í leikhléi var staðan 62:32. Þessi 30 stiga munur hélst leikinn á enda með litlum breytingum og lokatölur urðu 107:79. Hjá Val var Ríkharður Kristjánsson stiga- hæstur með 29 stig, Tim Dwyer skoraði 22 stig og Jón Steingríms- son 12 stig. Stu Johnson skoraði meira en helming stiga KR-liðsins, alls 40 stig. Ágúst Líndal skoraði 12 stig og Kristján 7 stig. B/hól. OL ’92 í Nizza? Frakkar hafa nú bæst í hóp þeirra þjóða sem sótt hafa um að halda Olympíuleikana 1992. Áður hafa Ástralíumenn, Spánverjar og Indverjar sótt um að halda leikana. Talað hefur verið um að ef það því yrði að Frakkar fengju leikana, yrðu þeir haldnir í Nizza. Áður hafa Olympíuleikar verið haldnir í Frakklandi 1924, og 1968 voru vetrarolympíuleikarniir haldnir þar, nánár tiltekið í Gren- oble. VS/hól. Kristján tíl F æreyja íþróttafélagið í Götu citt sterk- asta 1. deildarlið í knattspyrnunni í Færeyjum hefur ráðið íslenskan þjálfara Kristján Hjartarson fyrir næsta keppnistímabil. Kristján hefur mörg undanfarin ár verið einn af máttarstólpum 3. deildarliðs Sindra frá Hornafirði. Götuliðið hefur verið með íslen- skan þjálfara Björn Árnason, ný- ráðinn þjálara frá 1. deildrliði Þórs frá Akureyri, tvö síðustu árin. VS/hól. Daníel aitur til Víðis Daníel Einarsson sem lék með ÍBK á síðasta keppnis- tímabili í knattspyrnunni hef- ur nú ákveðið að hverfa úr herbúðum Víkinga og ganga aftur f skt gamla félag Víði. Þar lék hann á keppnistímabi- linu 1981 og var aðalmarka- skorari Kðsins. Víðismenn munu fagna Daníel eg hugsa gott til komandi sumars en þá mun Vfðir leika í 2. deild. Ricardo Villa og Osvaldo Ardiles á þeim tíma hjá Tottenham þegar allt lék í lyndi Torfi Magnússon í kröppum dansi f leik KR og Vals í gærkvöldi. Ljósm.: - cik, Leikið í Úrvalsdeild Tveir leikir fara fram f Úrvals- deildinni í körfuknattleik um helg- ina. Á morgun, laugardag, leika Valur og Fram f Hagaskólanum og hefst leikur liðanna kl. 14.1 Kefla- vfk leika svo á sama tfma ABK og KR. í 1. deild fer fram einn leikur. Þór og Haukar leika á Akureyri og hefst leikurinn kl. 15. í 1. deild kvenna er einn leikur nú um helgina. ÍS og Haukar leika á sunnudaginn í Kennaraskólanum og hefst leikurinn kl. 20. 1. deild kvenna: ÍR vann Víking Einn leikur fór fram á miðvikudagskvöldið í 1. deild íslandsmóts kvenna. ÍR vann Víking með 17 mörkum gegn 5. Staðan í deildinni er þá þessi: Valur... 9 7 1 1 146:110 15 ÍR .9 7 0 2 153:121 14 Fram.... 9 6 1 2 128:106 13 FH 8 5 2 1 132:99 12 Vík 9 4 1 4 108:126 7 KR .8 2 0 6 91:103 4 Haukar 8 0 1 7 88:137 1 Þór 6 0 0 6 80:124 0 — hól. Ardlles og Vflla leika saman á ný Á morgun laugardag mun arg- entínska knattspyrnuhetjan Osvaldo Ardiles lcika aftur með liði Tottenham eftir tæplega eins árs fjarveru. Eins og kunnugt er þá varð Ardiles að hætta að leika með Tottenham þegar langt var liðið á síðasta keppnistímabil vegna Falk- landsevjastríðsins. Ricardo Villa landi hans hefur þó fyrir alllöngu hafið að leika með Tottenham að nýju og var fastlega búist við því að þeir félagar léku saman að nýju næst- komandi laugardag þegar Totten- ham mætir Luton í 1. deildar- keppninni. Á því eru þó ekki mikl- ar líkur þar sem Villa meiddist á æfingu í gær. Eins og komið hefur fram stóð til að Ardiles léki með Tottenham gegn Southampton í ensku bikar- keppninni í síðustu viku, en vegna formgalla á tilkynningu um þátt- töku hans í leiknuin, varð ekkert úr því. - hól. Knattspyrnupunktar Enska knattspyrnan: Dregið í bikamum Tvö af toppliðunum ensku Tott- enham og West Ham eru á höttun- um eftir ungum og efnilegum leik- manni hjá Oldham, John Ryan. Kjör framkvæmdastjóra mán- aðarins hjá viskífirmanu Bells, viskítegund sem mörgum landan- um er að góðu kunn, gekk þannig fyrir sig, að framkvæmdastjóri mánaðarins í 1. deild (hér er átt við desember mánuð - innskot) var kjörinn Lawrie McMenemy hjá Southampton en í 2. deild, hreppti Hawkins hjá Wolves hnossið. hól/VS Bob Paisley framkvæmdastjóri Liverpool er farinn að reskjast og er mikið talað um það í Englandi þessa dagana að nú fari að styttast í ferli hans sem framkvæmdastjóra hjá félaginu. Hann hefur átt óvenj- ulegri velgengni að fagna og því ekki lélt verk fyrir stjórn Liverpool að að finna eftirmann hans. Þó er talið nokkuð víst að það verði hægri hönd Paisley, aðstoðar- maður hans Joe Fagan. Terry Curran leikmaður hjá Sheffield United sem nú er í láni hjá Everton getur litið björtum augum til framtíðarinnar. Fjögur 1. deildarlið eru á höttum eftir honum. Forráðamenn Everton vilja fá hann alfarið í sínar raðir. Nottingham Forest vill fá hann og einnig WBA og Manchester City. Á miðvikudagskvöldið var dreg- ið í fjórðu umferð ensku bikar- keppninnar. Þessi umferð verður leikin 29. janúar næstkomandi. Þessi lið drógust saman. Everton - Shrewsbury Torquay - Southend eða Sheffield W. Arsenal - Leeds Aston Villa - Wolves Brighton - Man. City Coventry - Norwich Middlesboro - Notts County Watford - Fulham Ipswich - Grimsby Luton - Man. Utd. Cambridge - Barnsley Burnley - Swindon Liverpool - Stoke Crystal Palace - Birmingham Tottenham - WBA - hól.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.