Þjóðviljinn - 22.01.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.01.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 22.-23. janúar 1983 st jérnmál á sunnudegi Nú er liðið ár aldraðra, árið 1982, og eðiilegt að litið sé yfir far- inn veg og það sem gerst hefur á því ári í málefnum aldraðra. Segja má að mikil starfsemi hafi verið á árinu 1982, sem tengist málefnum aldr- aðra með einum eða öðrum hætti. IMjög mikið hefur verið um ráðstefnur og hverskonar funda- höld. Þar hafa komið við sögu fjölmörg félagasamtök og fullyrða má, að þúsundir, ef ekki tugþús- undir manna um allt land hafi lagt hönd á plóginn í þágu aldraðra 1982. Það er hins vegar svo, þegar heilt ár er helgað ákveðnu málefni, að nokkurrar þreytu gætir í málflutn- ingi manna, þegar tekur að líða á seinnihluta þess, og þeir eru vafa- laust til sem anda léttar þegar árinu er lokið og finnst að nú sé kominn tími til að snúa sér að einhverjum öðrum verkefnum. Vissulega eru þau sjónarmið skiljanleg, en það er hins vegar nauðsynlegt að átta sig á því hvað unnist hefur á þessu ári, sem helgað var málefnum aldraðra og að kanna hvort þar hefur ekki eitthvað gerst sem máli skiptir og markar spor inn í framtíðina í þágu gamals fólks í þjóðfélagi okkar. Eg held, þegar litið er yfir árið, að þá standi það vissulega upp úr, að menn hafi verið málglaðir, fund- aglaðir og ritglaðir, en hitt má ekki gleymast, að á árinu 1982, voru stigin mjög stór spor í þágu mál- ekki bara gert ráð fyrir aukinni stofnanaþjónustu fyrir gamalt fólk, heldur er lögð aiveg sérstök áhersla á það, að það geti verið í heimahús- um sem allra lengst og þetta er sjónarmið, sem er ákaflega nauð- synlegt að hafa í huga, en kostar einnig fjármuni í okkar nútíma- þjóðfélagi. Þessir fjármunir hafa ekki verið til og samfélagsforystan, ríki eða bæjarfélög, hafa ekki lagt þessa fjármuni fram fyrr en með lögunum um málefni aldraðra. í lögunum er gert ráð fyrir því að ríkið greiði 35% af heimaþjónustu fyrir aldraða og er það vissulega stórt skref sem munar verulegum fjármunum fyrir sveitarfélögin og hlýtur að ýta undir það, að þau í stórauknum mæli leggi áherslu á þennan þátt í þjónustu við aldraða. Ég tel að hérna sé um að ræða já- kvætt og þýðingarmikið verkefni sem sveitarfélögin muni í vaxandi mæli takast á hendur. Hækkun svokallaðra „vasapeninga" Enn einn þátt vil ég nefna úr lög- unum um málefni aldraðra, en það er ákvörðun um verulega hækkun „vasapeninga" til þeirra, sem dveljast á stofnunum og ég vil einn- ig nefna þá breytingu sem gerð var á vistunarkostnaði aldraðra, bæði á dvalarheimilum og hjúkrunar- heimilum, en þar verður veruleg Svavar Stómtak í málefnum aldraðra árið 1982 efna aldraöra, spor sem munu hafa þýðingu um alla þróun og gerð þjóðfélags okkar á næstu árum og áratugum. Þaö er vissulega til marks um sið- ferðilegan styrk þjóðfélagsins, hvernig búið er að gömlu fólki. Það var til skammar, að eitt af ríkustu þjóðfélögum veraldarinnar bjó þannig að öldruðunt fyrir ekki mjög löngum tíma, að elli- og ör- orkulífeyrir var aðeins helmingur þess sem hann er í dag, og hundruð aldraðra einstaklinga bjuggu við alvarleg félagsleg og heilbrigðisleg vandamál inni á heimilum víðsveg- ar um landið. Því fer víðsfjarri að þessi mál hafi verið leyst íeitt skipti fyrir öll á ári aldraðra, enda stóð þaðaldrei til. Hins vegarfuliyrðiég að þá hafi margt borið við sem hafi verulega þýðingu í þessum efnum. Lögin um mál- efni aldraðra Það sem ég tel að hafi mesta þýð- ingu er lögin um málefni aldraðra, sem tóku gildi um síðustu áramót. í þeim lögum er kveöið á um skipu- lagða þjónustu fyrir aldraða í öllunt sveitarfélögum í landinu og þar er sagt fyrír um það hvernig á að haga því húsnæði, sem sérstaklega er byggt fyrir aldraöa og þar er einnig gert ráð fyrir fjármögnun fram- kvæmda. Það hefur verið mikið rætt um það á undanförnum mán- uðum, eins og eðlilegt er, að hérsé um mikinn vanda að ræða í hús- næðismálum. Við ákváðum að leggja þar áherslu á að bæta hlut þeirra sem lakast voru settir, nota þá litlu fjármuni sem til voru í því skyni. En jafnframt því var tekin ákvörðun um að efla Fram- kvæmdasjóð aldraðra oggera hann þess megnugan að vinna að stórá- taki í dvalarheimilamálum aldraðs fólks í landinu. Ég held að það sé alveg ótvírætt að þetta hafi tekist með ágætum og lögin um málefni aldraðra eru eitt dæmi þess. Rrkið borgi 35% í heimaþjónustu Mér finnst einnig að það sé nauðsynlegt að muna eftir því, að í lögunum um málefni aldraðra er breyting á, sem full samstaða náðist um á alþingi og ég vona að svo verði einnig þegar að fram- kvæmdinni kemur. Lögin um málefni aldraðra tóku gildi i. janúars.l.,en ílögunum var ákvæði um það, að kostnaðarregl- ur laganna skuli koma til fram- kvæmda í áföngum og einnig hækk- un „vasapeninganna". Fyrsta verk- efni heilbrigðis- og tryggingamál- aráðuneytisins, eftir að lögin tóku gildi, var að skrifa eftir tilnefning- um í sérstaka stjórnarnefnd, sem á að annarst samræmingu á þjónustu við aldraða, samkvæmt lögunum. Þegar stjórnarnefndin er orðin til, mun hún gera tillögur til heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins um áfangahækkun „vas- apeninga" vegna aldraðra sem dveljast á stofnunum (sem einnig mun ná til fatlaðra) og hún mun einnig gera tillögur um það, hvern- ig háttað verður þeirri greiðslu á heimaþjónustu, sem lögin gera ráð fyrir. Ég vænti þess að þeir aðilar sem eiga að tilnefna í stjórnar- nefndina, þ.e.a.s. Samband ísl. sveitarfélaga og Öldrunarráð ís- lands geri það hið fyrsta, þannig að stjórnarnefndin geti tekið fljótlega tií starfa. B-álman nýtist örugglega öldruðum En fleira bar við á ári aldraðra en að sett hafi veriö lög. Á þessu ári var unnið mjög myndarlega að framkvæmdum í þágu aldraðra um allt land. Þar niunar mest um Framkvæmdasjóð aldraðra, en það var úthlutað úr sjóðnum til 14 verk- efna, hvarvetna á landinu. Lang- stærsta upphæðin fór tii B-álmu Borgarspítalans í Reykjavík, sem hefurrisið meðóvenjulegum hraða á síðastliðnu ári og gert er ráð fyrir að verði að nokkru leyti tekin í notkun á árinu 1983, en þar verða um 170 pláss fyrir aldraða hjúkrun- arsjúklinga. Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið leggur mikla áherslu á að B-álma Borgarspítal- ans nýíist örugglega öldruðu fólki og standa nú yfir viðræður við borgaryfirvöld í Reykjavík um reglur sem tryggja að svo verði. Auk B-álmu Borgarspítalans fóru á s.l. ári fjármunir til elliheimilis í Borgarnesi, í Stykkishólmi, Sauðárkróki, Dalvík, til hjúkrun- arheimilis á Akureyri nokkur upp- hæð fór á Ölafsfjörð og Húsavík. Þá var gert ráð fyrir um 1 miljón króna á Egilsstaði, en á Suðurlandi var veitt fé til undirbúningsfram- kvæmda á Hellu á Rangárvöllum. í Reykjaneskjördæmi var gert ráð fyrir fjármunum í Garðvang, DAS í Hafnarfirði, hjúkrunarheimilið í Kópavogi og Sólvang í Hafnarfirði hönnunarkostnaður. Alls var hér um að ræða 32 miljónir króna sem úthlutað var af stjórn Framkvæmd- asjóðs aldraðra á s.l. ári. Það eru mörg ár síðan umræður hófust um opinber afskipti af bygg- ingu stofnana fyrir aldraða. í sjúkrahúsalögum frá 31. des. 1953 var kveðið svo á, að enginn mætti setja á stofn eða starfrækja undir neinu nafni elliheimili nema með leyfi ráðherra. Það var þó ekki fyrr en tuttugu árum síðar að opinberir aðilar gerðu ráðstafanir til þess, þá undir forystu Magnúsar Kjartans- sonar, að sett voru sérstök lög um dvalarheimili aldraðra, sem gerðu kleift að leggja til fjármuni í þessu skyni. Þaulögvorusettíapríl 1973. í lögunum var ákvæði þess efnis, að ef sveitarfélag byggði dvalar- heimili skyldi ríkissjóður greiða 'h hluta kostnaðar við bygginguna og við kaup á nauðsynlegustu tækjum og búnaði. Ef um aðra rekstrar- aðila var að ræða en sveitarfélög, var ríkissjóði heimilt að greiða sama kostnaðarhluta. Því miður þá voru þessi lög eyðilögð skömmu síðar, eða seint á árinu 1975 í ríkis- stjórn Geirs Hallgrímssonar, þar sem þessi kostnaðarhlutdeild ríkis- ins var afnumin og ætlast til þcss að sveitarfélögin eða aðrir þeir sem byggja vildu dvalarheimili stæðu undir öllum byggingarkostnaði. Að sjálfsögðu olli þessi ákvörðun mjög verulegum vandamálum og því, að framkvæmdir drógust saman og smám saman mynduðust geigvænleg vandantál í þessum efn- um, sem birtust í löngum biðlistum hjúkrunarstofnana, sérstaklega á Reykjavíkursvæðinu og í veruleg- um vandamálum á heimilum, bæði heilbrigðis- og félagslegum vand- amálum. Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytið hefur haft með þessi mál að gera frá því það var stofnað árið 1971 og á vegum þess hafa starfað að þeim, m.a. Páll Sigurðs- son, ráðuneytisstjóri, sem undir- bjó lögin um málefni aldraðra af miklum myndarskap og Ingibjörg R. Magnúsdóttir, deildarstjóri, sem hefur tekið saman yfirlit yfir elli- og dvalarheimili, fjölda rúma eða vistrými og hvernig vistmenn skiptast eftir þeirri þjónustu sem þeir hafa hlotið. Þetta yfirlit er til allt frá árinu 1971 og er mjög fróð- iegt. Þriðjungur á vegum opinberra aðila í ársbyrjun 1971 voru elli- og dvalarheimili aldraðra og þær stofnanir er höfðu hjúkrunar- og endurhæfingardeildir 15 alls. Fjöldi rúma var talinn 1439, en fjöldi einstaklinga 1437, þar af voru greidd hjúkrunargjöld fyrir 564 eða um 39%. Elli- og hjúkrun- arheimilið Grund, ásamt útibúun- um Ási og Ásbyrgi, hafði langstær- stan hluta þess eða ríflega þriðj- Gestsson skrifar ung, alls um 500 rúm, en Hrafnista, dvalarheimili aldraðra sjómanna í Reykjavík taldi um 418 rúm. Þann- ig höfðu þessi tvö félög og fyrirtæki samtals um 63.8% af þeim rúmum sem til voru í landinu á þessum tíma, eða rétt tæplega 2A af heildartölunni. Má því segja að fyrir utan þau heimili sem þessir einkaaðilar og félög ráku, hafi í rauninni sáralítil starfsemi verið til á þessu sviði í landinu. Er það at- hyglisvert, að á árinu 1971 skuli staðan hafa verið þessi, að opinber starfsemi í þágu aldraðra hafi varla verið til í landinu, þrátt fyrir marg- háttaða aðra félagslega þjónustu. Það er á árinu 1971 sem vinstri stjórnin kom til valda og Magnús Kjartansson fór með heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, og var þar tekið myndarlega á. Það kemur í ljós, af samantekt, sem Ingibjörg R. Magnúsdóttir, deildarstjóri í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu hefur gert, að þær ákvarðanir sem teknar voru á árunum 1971-1974 höfðu veruleg áhrif og ýttu undir stofnun og bygg- ingu elli- og dvalarheimila um land allt. í þessu sambandi minni ég á, að árið 1974 var stofnað elli- og hjúkrunarheimilið á Höfn í Horna- firði, Elliheimilið Suðurvík, Vík í Mýrdal, á árinu 1975 varð til vist- heimilið Kumbaravogi við Stok- kseyri, 1976 Dvalarheimili aldr- aðra, Garðvangur, Gerðum og á árunum þarna næst á eftir urðu einnig til dvalarheimili fyrir aldr- aða, t.d. 1977 þá var stofnað heim- ilið Hrafnista, dvalarheimili aldr- aðra sjómanna, Hafnarfirði, sama ár dvalarheimili aldraðra Lundi við Hellu á Rangárvöllum, 1978 dval- arheimili aldraðra í Stykkishólmi, 1979 Dalbær, heimili aldraðra á Dalvík og öldrunarstofnun Ön- firðinga, eins og hún heitir, á Flat- eyri, 1981 urðu svo til dvalarheimili aldraðra Hvammi og dvalarheimili aldraðra Eskifirði. Á þessum áratug 1971-1980 átti sér stað hreyfing í þessu efni þrátt fyrir þau lög sem sett voru í árslok 1975, því lögin frá 1973 höfðu áhrif og ýttu undir þróun sem ekki varð stöðvuð. í árslok 1980 þá voru rými á dval- arheimilum aldraðra og hjúkrunar- og endurhæfingardeildum orðin 2006 og hafði þá fjölgað úr 1439, eða um 39% á einum áratug, þ.e- .a.s. um 56 á ári að meðaltali. Inni í þessum tölum eru að vísu hjúkrunar- og endurhæfingar- deildin við Barónsstíg í Reykjavík og hjúkrunar- og endurhæfingar- deild Borgarspítalans við Grensás og Landspítalinn, hjúkrunar- og endurhæfingardeild, Hátúni 10B, Reykjavík, sem stofnuð var 1976- 77, en aðeins þar eru 66 rúm, þann- ig að langsamlega mest munar í rauninni um þessa stofnun sem stofnað var til á árunum 1976-77 undir verndarvæng ríkisspítalanna. Ef aðeins er litið á elli- og dvalar- heimili, þá kemur það í ljós, að tala Dæmi um lífeyri. Miðað er við eftirlaunamanna sem nýtur ellilífeyris frá Umsjónarnefnd eftirlauna. Tölur eru krónur á mánuði 1. janúar 1983. Lífeyrir 1. janúar 1983 Lífeyrisréttindi = 15 4- 3 stig nú Einhleyp. Hjón Ellilífeyrir frá Umsjónarnefnd 2.612 2.612 Ellilífeyrir almannatrygginga 2.449 4.408 Tekjutrygging almannatrygginga 2.218 4.512 Heimilisuppbót almannatrygginga 743 8.920 Samtals frá alinannatryggingum 5.410 Lífeyrir samtals 8.022 11.532 Lífeyrir sem hlutfall af lágmarkstekjutryggingu ASI 96,1 138,1 Lífeyrir sem hlutfall af 7% taxta VMSÍ eftir 5 ár 99,5 143,1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.