Þjóðviljinn - 22.01.1983, Blaðsíða 5
rúma á ellí og dvalarheimilum var
1168 1. janúar 1971, þar af voru 834
pláss fyrir vistmenn en 333 fyrir
hjúkrunarsjúklinga. Áratug seinna
haföi plássum á elli- og dvalar-
heimilum fjölgað upp í 1595 (fjölg-
un á 10 árum um 36.6%), þar af
voru pláss fyrir vistmenn 937, en
fyrir hjúkrunarsjúklinga 619,
þannig að þeim plássum hafði
fjölgað mjög verulega á elli- og
dvalarheimilum; þau höl'ðu nærri
tvöfaldast.
268 rúm á
einu ári - 1982
En hvað hefur svo gerst á árinu
1982? Á því ári varð mikil breyting
þannig að þessar tölur hækkuðu
enn frá því sem var. Á árinu 1982
voru tekin í notkun dvalarheimili
og hjúkrunardeildir sjúkrahúsa
fyrir aldraða sem hér segir:
1. Hornbrekka, Ólafsfirði, elli-
deild. Par eru 25 rúm, þar af eru
8 hjúkrunarsjúklingar en 17
önnur pláss.
2. Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili
aldraðra, Kópavogi. Þar eru 38
hjúkrunarsjúklingar.
3. Droplaugarstaðir í Reykjavík.
Par eru rúmin alls 68, þar af eru
pláss fyrir 32 hjúkrunarsjúk-
linga og 36 aðra aldraða ein-
stakiinga.
4. Elli- og hjúkrunarheimilið
Austur-Skaftafellssýslu, Höfn í
Hornafirði. Þar bættust við 11
pláss. Þar er talinn einn hjúkr-
unarsjúklingur en 10 aðrir vist-
menn.
5. Fjórðungssjúkrahúsið á Akur-
eyri, hjúkrunardeildin í Systra-
seli. Þar eru 20 pláss fyrir hjúkr-
unarsjúklinga.
6. Hrafnista, dvalarheimili aldr-
aðra sjómanna, Hafnarfirði, en
þar er pláss fyrir 87 hjúkrunar-
sjúklinga.
7. Borgarspítali, Hvítabandið við
Skólavörðustíg, sem breytt var í
pláss fyrir aldraða. Þar eru nú
19 hjúkrunarsjúklingar aldr-
aðir.
Hér cr samtals um að ræða 268
rúm á árinu 1982, á ári aldraðra,
þar af 205 rúm fyrir hjúkrunar-
sjúklinga. Það lætur nærri að á ári
aldraðra haFi bæst við 1 rúm fyrir
aldrað fólk á hverjum virkum dcgi
og yfirgnæfandi meirihluti af þcss-
um rúmum er á suðveturhorni
landsins, í Reykjavík og Reykjavfk-
ursvæðinu. Við lok árs aldraðra
eru rými fyrir aldraða því 2315, þar
af 1141 fyrir hjúkrunarsjúklinga og
1013 fyrir aðra aldraða einstak-
linga. Á aðeinseinu ári er aukning-
in 15.4 %.
Eins og sjá má af þessum tölum
sem ég hef hér rakið, þá er augljóst
að veruleg tíðindi hafa átt sér stað á
ári aldraðra, en við svo búið verður
ekki látið standa cf þeirri stefnu
verður áfram fylgt sem ríkt hefur á
undanförnum árum. Það er gert
ráð fyrir því, að á þessu ári verði
teknar í notkun ein eða tvær hæðir í
B-álmu Borgarspítalans, auk þess
sem á nokkrum öðrum stöðum
bætast við pláss fyrir aldraða og
gert hafði verið ráð fyrir því, að
vandi þeirra öldruðu hjúkrunar-
sjúklinga, sem voru úti á heimilum
í þeirri sjúklingakönnun, sent gerð
var í Reykjavík 1981, verði að
mestu leystur á árinu 1985, éf svo
heldur fram sem horfir og síðan
þarf að bæta við um það bil 20
plássum á ári.
Vissulega er hér ástæða til að
staldra við og fagna; það er auðvit-
að spurning hversu hratt á að halda
áfram við byggingar fyrir aldraða;
ég hygg að nú þurfi að skyggnast
unt og athuga vandlega þá þörf sern
urn er að ræða. Ég vil í þessu sam-
bandi til dærnis minna á það, að
dagvistarrými fyrir aldraða eru á-
kaflega þýðingarmikill hlekkur í
þjónustu við þessa hópa í samfélagi
okkar. 31. desember s.l. var gefið
út rekstrarleyfi fyrir 25 rými vegna
dagvistunar aldraðra á vegum
Rauða krossins og ég geri ráð fyrir
því að dagvistun verði vaxandi
þáttur í þjónustu við aldraða á
næstu árum.
Ellilífeyrir
Eins og sést af þessu yfirliti hefur
margt borið við á ári aldraðra og
hefur nú verið tryggt í lögum lands-
ins að aldraðir eigi rétt á tiltekinni
llelgin 22.-23. janúar 1983 ÞJÓÐVIIJINN - SÍÐA 5
þjónustu og tilteknum fjármunum
til þess að lifa af. Ég hef þó ekki í
þessari grein farið yfir það sent gert,
hefur verið í lífeyrismálum aldr-
aðra. en elli- og örorkulífeyrir, sem
hlutfall af laununi, er nú hærri en
áður hefur verið. Þó er nú engin
ástæða til þess í áfangastað að berja
sér á brjóst og slá því föstu að allt sé
þetta harla gott og ekki mikil þörf á
lagfæringu og breytingu. Eg held
að það sé þvert á móti nauðsvnlegt
að hafa sérstaklcga í huga mál
hinna öldruðu einstaklinga í samfé-
lagi okkar. Við eigum ekki að líta á
aldraða sem utangarðsfólk, heldur
eins og hverja aðra þátttakendur í
samfélaginu.
Grundvallaratriði
Ég lagði áherslu á það í ræðu senr
ég flutti á alþjóðlegri ráðstefnu um
málefni aldraðra í Vínarborg í sum-
ar er leið, að nauðsynlegt væri að
hafa í huga fjögur meginatriði
varðandi ntálefni aldraöra.
Fyrst er réttur livers cinstaklings
til að lifa eðlilegu lífi, þannig að
mehn fái aðstöðu til að búa við eins
eölileg lífsskilyröi og kostur er, þó
að nauðsynleg kunni að vera alls-
konar umönnun af hálfu samfélags-
ins.
Annað meginatriðið, sem ég
lagði áherslu á var réttur einstakl-
ingsins til að hal'a áhrif á umhverfi
sitt. Gantalt fólk hefur alv.eg eins
mikla þörf fyrir það. að hafa áhrif á
umhverfi sitt og aðrir og á alveg
eins mikinn rétt til þátttöku og hver
annar. Hér er um að ræöa eina af
helstu þörfum mannsins og ald-
raðir eiga aö sjálfsögðu allan sama
rétt og aörir á þessu sviði. Ég minni
á að gamalt fólk er mjög stór hluti
af þjóöfélaginu og það getur haft
áhrif í kosningum, ekki síður en
aðrir. ef það vill leggja sig t'ram.
Eitt meginatriðið er það. að
gamalt fólk verður. eins og allir
aðrir auðvitað. að hala rétt til
sjálfsákvörðunar og möguleika til
þess að hafa áhrif á sitt nánasta líf
og lífsumhverfi. Það er vissulega
hætta á því. ef ekki er að gætt. að
gamalt fólk fái ekki að njóta lífs
síns, eins og því ber og að sjálf-
sviröing þess fari því dvínandi.
Slíkt er háskalegt og þess vegna
eigurn við að gera það sem við ge-
tum til að skapa göntlu fölki
möguleika til þess að lifa lífinu rétt
eins og öllum öðrum.
Eitt atriðið er mjög stórt og
þýðingarmikið og það vakti mikla
athygli, þegar ég nefndi það í ræðu
minni í Vínarborg í fyrra, en þaö er
nauðsyn þess að gamalt fólk fái að
starfa eins og aðrir. Við íslending-
ar erunv svo gæfusamir að hér er
ekki atvinnuleysi og gamalt fólk
liefur getaö fengið að starfa hér
lengur eti nokkurs staöar annars
staðar. Þó het'ur þess orðið vart á
undanförnum árum að það hefur
verið viðleitni til að ýta gömlu fólki
úrstörfum. Þetta ervarasöm þróun
sem okkur ber að íhuga mjög vand-
lega. hvort við getum ekki spornað
við. Ég er sannfærður um að Is-
lendingar verða miklu gæfusamari
þjóö ef okkur tekst að starfa
saman, kynslóðunum sem búa í
þessu fántenna landi.
Þessi atriði, sem ég hef hér rakið
eru sjálfsagt mál í augum flestra, en
þegar kenutr að málefnum gamals
fólks, þá virðist vera nauðsynlegt
að taka þau fram og þess vegna hef
ég nefnt þau hér í lok þessarar
greinar. Ég voná að á næstu árum
verði þessi meginatriði höfð í
heiðri í málefnum aldraðra og
mannréttindi þeirra virt ekki síður
en annarra. Gamalt fólk á ekki að
vera utangarðs í samfélagi okkar.
Við eigum flest von á því að verða
einhvern tíma gömul og við skulum
gera okkur grein fyrir því. að fram-
htg allra er mikilvægt í okkar litla
landi. Aldraðir fara ekki fram á
forréttindi, þeirra krafa er um jafn-
rétti.