Þjóðviljinn - 22.01.1983, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 22.01.1983, Blaðsíða 24
24 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 22.-23. janúar 1983 Islenska hljómsveitin Fyrra misseri að ljúka Laugardaginn 29. janúar verða síðustu tónleikar íslcnsku hljóm- sveitarinnar á l'yrra misseri lyrsta starfsárs. Erendurnýjun áskriftarskírteina fyrirseinna misseri nú þegar hafin. Hafa fyrri áskrifendur forgang um sætaval fram til 15. febrúar. Fer endurnýjun fram á skrifstofu hljómveitarinnar að Fríkirkjuvegi 11, kl. 9-12 alla virka daga, eða með því að greiða heimsenda gíró- seðla í næsta banka eöa sparisjóö. Þá skal einnig bent á það að nýir áskrifendur geta fengið áskriftar- skírteini að seinna misseri einnig. Eru allar upplýsingar veittar á skrifstofu hljómveitarinnar í síma 22035. Hafa tónleikar hljómveitarinnar verið mjög vel sóttir í vetur og oll starfsemi gengið vonum framar. Má geta þess að nú þegar er uppselt á tónleíkana þann 29. janúar, en aukatónleikar veröa kl. 14.00 sunnudaginn 30. janúar. Miöar á þá tónleika verða seldir í verslun- inni ístónn, Freyjugötu 1, Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar í Austurstræti ogá skrifstofu hljóm- sveitarinnar, Fríkirkjuvegi 11. Blessuð hlákan, bölvuð hálkan, hugsaði ég með mér þegar ég leit út um gluggann á fimmtudagsmorg- un. „Skyldi híllinn minn fara í gang í dag?“ Eg þaut út til að athuga, alla leið út á barnaskólaplan. Inn- keyrslan við blokkina hefur vcrið ófær fyrir minn bíl s.l. hálfan mán- uð. Á leiðinni sökk ég einu sinni á kaf í blautan skatl og datt kylliflat- ur, en var að öðru leyti á öðrum fæti á hálkuhunkum. Ég rann að lokum í átt að hílnum og stöðvaði mig með því að leggjast ofan á húddið. En sú tíð! Bíllinn fór ekki í gang. Hann startaði rétt til að byrja með, en svo rann rafmagnið út og heyrðist ekki meiraíhonum. Ég þauttil baka-á öðrum fæti - til aö segja tíðindin. Á leiðinni bjargaði ég miðaldra konu úr skafli. Hún sökk á kaf og vegna bleytusogs undir hafði hún sigekki upp hjálparlaust. Góðverkið mitt þann daginn. Hún var mér afskap- lega þakklát. Konan mín þurfti hins vegar aö taka strætó í vinnuna - vill til að það kostar ekki nema 8 krónur. Hvað skyldu margir beinbrotna í dag? Ég settist syfjaður inn í stofu og hugsaði mitt mál - minn gang. Hvað skal til bragðs taka? Þarf ég rétt einu sinni að panta leigubíl með startkapla eða sendibíl með tóg? Já, og fara svo að kaupa nýjan rafgeymi fyrir morð fjár - þetta gengur ekki lengur. Skyldi bíllinn minn fara í gang í kvöld? Ég tók til við að hringja á leigu- bílastöðvar. Annaðhvort á tali eða svaraði ekki. Allir á leigubílum í hálkunni, hugsaði ég með mér, setti Brendel á fóninn og lagöist upp í sóffa. Ósköp var ég syfjaður. Ég gat samt ekki sofnað, og þeg- ar Brendel var kominn langleiðina á leiðarenda spratt ég upp og fór að hringja aftur á leigubíl. Éftir langa mæðu náði ég fyrst í Steindór. Þar var enginn bíll með startkapla, svo í Hreyfil. Sama sagan. Hvað er þetta eiginlega? Best að hringja í sendibílastöð, ekki þá sömu samt og í gærmorgun. Ég hringdi að þessu sinni í Þröst. Svo fiýtti ég mér út og fór á öðrum fæti út á barnaskóiaplan, rétt gat stöðvað ntig á húddinu. Bjargaði engri konu að þessu sinni. Sendibíllinn kom eftir dálitla mæðu. Fyrst var reynt með start- köplum, en það gekk ekki. Svo var dregið í gang með margslitnum bandspotta. Bíllinn flaug í gang. 150 krónur takk. Nú var aðalvand- inn að láta bílfjandann ekki drepa á sér eða bleyta sig í stórfljótunum sem runnu eftir öllum götum eða í víðáttupollunum. Það tókst. Frá- bær bílstjóri ég. I viðgerðarverkstæðinu Lúkasi, beint á móti mínum vinnustaö voru ailir rafgeymar búnir. Nú, fleiri í vandræðum hugsaði ég, með mér. Mér var vísað á Skorra við Lauga- veg. Þar verður gert við á nóinu, sagði vingjarnlegur bílaviðgerðar- maður. Ég þangað. Þar var líka vingjarnlegur maður og hann mældi geyminn. Á síðasta snún- ingi, sagði hann. Gallinn er bara sá að rafgeymar nr. 4209 eru búnir hjá mér, en þú getur fengið þá í OLIS við Háaleitisbraut. Ég þangað. 930 krónur takk. Hvað er það milli vina? Aftur í Skorra. Þar var skipt um snarlega, pólarnir burstaðir og borin á kvoða, sérpöntuð frá út- löndum. Mjög traustvekjandi. Þjónustan kostaði aðeins 50 krón- ur. Vel sloppið, hugsaði ég með mér. Svo fór ég í vinnuna og þá var klukkan orðin 11. En skyldi bíllinn minn fara ígang sunnudagskrossgátan Nr. 355 } z 3 ¥ sT (p 7 V 9 9 10 1/ 12 (V) 8 2 s 13 /¥ 7 5 15 /b I V n )8 J? Uo \T V 18 ¥ 3 \i 12 ¥ <? Ib I? 5 ? /6 l<t )(p 20 2! II 13 /k T~ 7 V II 22 3 V 18 w /it 23 /é 2) )5 W~ 7 V 3 25 7 °) I S' Zb ) 3 2! ¥ ¥ X )# 7 <7 7 Vb 7 25 3 25 28 ’3o 24 25 lt s? 9 P P V TT~ 22 JS 2) /3 ¥ /4 V 2*) /8 30 2 31 2T~ )4 22 5" 7 J/ 22 /8 $2 JO V 3 5 22 II 20 s? 24 1? S2 II W~ V 3J I 25 /¥ V ie 28 ¥ /1 II 7 V 3 \i 15 10 V ¥ 11 II 7 7 l(p 21 n ¥ J2 2 22 /¥ <P ¥ 5 9 7 21 Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda örnefni hér á landi sem flestir þekkja. Sendiö þetta nafn sent lausn á krossgát- unni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, inerkt „Krossgáta nr. 355". Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinn- ingshafa )(s> /9 3D 18 1 27 28 17 4 Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp, ’• því með því eru gefnir stafir í allmörgum oröum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir _ því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarntunur á grönnum sér- hljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað á og öfugt. AÁBDDEÉFGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ Verðlaunin Verðlaunin fyrir kross- gátu nr. 351 hlaut Haiidór Guðfínnur Svavarsson, Vesturbergi 7, Rvík. Þau eru bókin Vorganga í vindhræringi eftir Bolla Gústavsson. Lausnar- orðið var Guðjohnsen. Verðlaunin að þessu sinni er bókin í verum eftir The- ódór Friðriksson sem Helgafell gefur út I VERUM Thcódór Fridrikssoiw

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.