Þjóðviljinn - 22.01.1983, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 22.01.1983, Blaðsíða 17
Helgin 22.-23. janúar 1983 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 17 Magnús Magnússon, fyrrverandi baejarstjóri í Vestmannaeyjum (Ijósm. Atli). aldrei efast um að hafa gert rétt með þessu. Heldur ekki þeir sem ég bar þetta svo undir. Þessi á- kvörðun var auðvitað byggð á því að hægt væri að byggja upp nýjan mið- bæ, en færi höfnin væri allt búið. Þetta gerðist áður en við fengum þann dælubúnað sem síðan varð og varð til þess að stöðva hraunið. Ég er sannfærður um að ef við hefðum strax fengið þann búnað, þá hefði ég aldrei þurft að velja þarna á milli, en það varð mitt hlutskipti að velja á milli, svo mikið lá við; málið þoldi ekki bið. Ég lagði alltaf á það höfuð- áherslu að bjarga sem mestum verðmætum, og í mínum huga var höfnin alveg núnter eitt. Þegar höfnin var í hvað mestri hættu, var ákveðið að opna Eiðið ef höfnin lokaðist. Það hefði vissulega verið ágætt, en höfnin hefði aldrei orðið jafn góð með þeim hætti. Bæði minni og verri að öllu leyti. Fœrði dagbók fram á síðustu mínútu Þegar svona erfiðleikar koma, þá bregðast mcnn misjal'nlega við; varðstu aldrei var við það að menn sem kannski var ckki búist við miklu af sýndu dugnað og öfugt? - Jú, mikil ósköp, maður sá þetta gerast. Það komu margir svo kallaðir „katastrófu“menn, eins og Englendingar segja, fram í dags- ljósið. Þar á ég við mcnn sem vaxa Það var ekki létt verk að velja á milli hafnarinnar og miðbæjar- ins... með erfiðleikunum; og þótt minna væri um hitt, þá sá maður það ein- nig. Ég get nefnt þér dæmi um ódrepandi kjark og dugnað, svo fnikinn að maður undraðist. Þegar hraunið malaði hvað ákafast mið- bæinn og var búið að brjóta horn á Rafveituhúsinu, fór ég uppá skrif- stofu til Garðars Sigurjónssonar rafveitustjóra. Hús hans, þar sem hann hafði aílan sinn aldur átt heima, var þá fyrir stuttri stundu farið undir hraun. Þá sat hann á sinni skrifstofu, gekk frá skjölunr og færði si'na dagbók. Það var ekki verið að hlaupa í burtu. Þess í stað bauð hann mér uppá kaffi, og svo nákvæntur var hann við færsluna í dagbókina að hann skrifaði ná- kvæmlega hvenær hver díselvél stöðvaðist, þegar hraunið flæddi inní húsið. Við fórum ekki útúr húsinu fyrr en það var algeilega að brotna niður. Hélt sig vera einan eftir Misstir þú þitt hús undir hraun? - Nei, en það varð sífellt að grafa frá því ösku, svo það færi ekki á kaf, ég flutti nefnilega ekki að heiman áður en gasið var orðiö það mikið, að hættulegt var orðið að sofa í húsinu. Þórhallur Jónsson bjó í húsinu með ntér, og svo var það einu sinni eftir að gasið var komið að hann var einn heima. Margar tilviljanir í upphafi gossins bentu til þess að ekki ætti illa að fara...... Hann vaknaði upp við það að hann náði ekki andanum, og það var ein- mitt merki um gashættu. Hann rauk upp og út. tók bil og ók uppá flugvöll. Það var myrkur yfir öllu og engin Ijós að sjá, enginn uppá flugvelli, og þegr hann svo ætlaði að hringja, svaraði ekkert núrner. Hann hrökk því við og taldi sig ein- an eftir á eyjunni, aðrir hefðu haft sig burt vegna gashættu. Ástæðan fyrir því að síminn svaraði ekki var sú, aö nýbúið var að breyta öllum númerum, en það athugaði hann að sjálfsögðu ekki. Þú talaðir áðan um að rnenn hefðu almennt sýnt mikið æðru- leysi og vaxið með erfiðleikunum, kanntu skýringu á því hvers vegna Eyjamenn stóðu sig svona vel í þess- um miklu erfiðleikum? - Vestmannaeyingar eru yfir- leitt æðrulausir menn. Þeir eru sjó- menn sem hafa alist upp við hinar ntiklu hættur sem sjósókninni fylgja. Ég man vel eftirþví þegarég var smástrákur í Eyjum, að það þóttu tíðindi ef ekki fórst nema einn bát- ur á vertíð. Þá voru þetta svona 7 til 12 tonna bátar sem réru á vertíð. Mig rekur ekki minni til að-menn hafi talað um að hætta sjósókn þótt mörg óhöpp yrðu á vertíð. Menn litu á hættuna sem eitthvað óumflý- janlegt og iærðu að lifa með henni. Þetta kann að vera skýringin á því hve vel þeir stóðu sig í þeim hörm- ungum sern gosinu fylgdu. Og af því að ég minntist á þessa litlu báta. Enginn fékk fullar bætur og ég reiðist alltaf þegar ég heyri menn segja að Vestmannaeyingar hafi hagnast á gosinu... (Áður óbirt ljósmynd: Sigurjón Jóhannsson). Enginn niaður verður samur og jafn eftir að hafa upplifað atburð eins og gosið í Vestmanna- eyjum.... þá minnist ég þess, þegar ísleifur I. kom til Vestmannaeyja, 30 til 40 tonna bátur, þá þótti hann hafskip. Menn töluðu um það sem tóma vit- leysu að vera að kaupa svona stórt skip. Einstœtt afrek Stundum, meðan á gosinu stóð, var talað um einstök afrek, sem unnin voru við hinar erfiðustu að- stæður; manstu að nefna mér þau sem þér þótti mest um verð? - Auövitað gæti ég nefnt fjölda dæma, næstum ótæmandi. en ég hygg að sá ofurmannlegi dugnaöur og kraftur sem menn sýndu við björgun liúsa þegar mest gekk á í eldgosinu. verði mér alltaf minnis- stæðast. Ég man til að mynda eftir því þegar félagar úr Trésmiöafélagi Reykjavíkur, undir stjórn Jóns Snorra Þorleifssonar formanns síns, negldu fyrir austurglugga um 600 húsa á einum sólarhring. Ég er ekki viss um að ég hafi nokkru sinni séð önnur eins vinnubrögð og af- köst. Ég man líka eftir því, að þarna unnu saman sem einn maöur væri hinar ólíkustu manngerðir. Skáld og listamenn unnu myrk- ranna á milli við að moka ösku af húsum og hernámsandstæðingar með hermönnum af Ketlavíkurtlug- velli. Meira að segja vann flokkur hermanna undir stjórn Jóns Snorra eins ogekkert væri. Þarna gleymdu menn öllu öðru en nauösyn þess að bjarga því sem bjargað varð. Og þótt þetta flokkist ekki undir afrek, er manni þetta afskaplega minnis- stætt. Fór fram af þakinu á traktor -v Sumir ofbuðu sér viö þessa vinnu. Menn unnu stundum upp- undir eða vel á 3ja sólarhring án þess að biunda. Eitt af því sem við lögðum metnað okkar í var aö verja sjúkrahúsið fyrir ösku. Einu sinni þegar hvað mest gekk á í öskufallinu var komið 3ja metra þykkt lag af iisku á þak þess og allir óttuðust aö það þyldi ekki rneira og ekki haföist undan með skóflum. Þá var settur traktor með mokst- ursbúnaði uppá þak til að ryðja það. Maðurinn sem vann á trakt- ornum hafði ekki sofið í nær 3 sól- arhringa. Allt í einu fór traktorinn frarn af þakbrúninni og steyptist niður í öskubing. Þetta var ekki hátt fall og manninn sakaöi ekki, en þaö sem geröist var einfaldlega að hann örmagnaðist og sofnaði við stýrið. Fleiri svipuð dærni væri hægt að nefna. En svona var fórn- fýsin og dugnaðurinn mikill. Hefði verið hægt að bjarga meiru Hraunkæiingin var nokkuð um- deild til að byrja með, ekki rétt? - Jú, illu heilli, því að þær deilur urðu til þess aö viö fengum loka- dælubúnaðinn of seint, viku eða 10 dögum of seint. Hefði hann komið fyrr, eins og við báðum um, þá hefði verið hægt að bjarga meiru en raun varð á. En það er kannski ekki nema von að ntenn deildu um ágæti kælingar, þetta hafði ekki verið reynt áður nema sem tilraun. sem Þorbjörn Sigurgeirsson pró- fessor hafði gert í Surtsey. Hann var alltaf sannfærður um ágæti hraunkælingarinnar. Þegar hinn fullkomni dælubúnaður loks kom, var hægt að dæla einu tonni á sek- úndu, það er meira en rennsli Ell- iðaánna. Þegar þessi útbúnaður kom til Vestmannaeyja rann hraunið fram um 3 metra á sólar- hring. Eftir að hafa notað bún- aðinn í einn sólarhring rann það um 2 metra, næsta sólarhring um 1 metra og loks stöðvaðist það. Þessi kæling breytti rennsli hraunsins, það leitaði í aðrar áttir eftir að full- ur kraftur var kominn á kælingu hraunkantsins. En þótt dælubúnaðurinn kæmi of seint að okkar mati, þá var ann- að sem gekk betur fyrir sig. Ég held ég fremji enga synd þótt ég segi frá því, að Ólafur Helgason, banka- stjóri Útvegsbankans í Eyjum, sem var ráðinn starfsmaður Viðlaga- sjóðs, reyndist okkur betur en eng- inn. Ef við þurftum einhvers með var leitað til hans. Hann sendi það sem þurfti þegar í stað. Á eftir bar hann það svo undir stjórn sjóðsins hvort ekki væri samþykkt að við fengjum þetta eða hitt. Nær alltaf féllst sjóðsstjórnin á þetta, en það gat tekið sinn tíma. Fyrir Ólaf og okkur skipti það engu rnáli, hann var búinn að senda þetta til okkar. Þessi dugnaður Ólafs bjargaði oft miklu, því oftast var það nú svo í gosinu, að lausn mála þoldi litla bið, erfiðleikarnir gerðu aldrei boð á undan sér. Bótagreiðslurnar Þegar farið var að greiða Vest- mannacyingum bætur úr Viðlag- asjóði kom upp mik.il óánægja, hvert er þitt álit á því máli? - Sjálfsagt er aldrei hægt að gera svo öilum líki, en þaö áttu sér stað mikil mistök varðandi bóta- greiöslurnar. Sjáðu til. Matiö sem framkvæmt var á eignum manna var gott og vel gert. Matsmenn lögöu tii að teknar yröu inní dæmið eðlilegar fyrningar, en til kæmu líka vísitölubæturnar. Þar í lá feill- inn. Menn töpuöu að sjálfsögðu miklu fé á þvf að fá ekki verðbætur greiddar, en enginn tapaði eins miklu á þessu og Vestmannaeyja- bær sjálfur. Bæjarstjórninni þótti eðlilegt að fólkinu yrði greitt fyrst, bærinn biði, og því varð tapið enn meira vegna þess að verðbætur voru ekki greiddar. Sum fyrirtæki bæjarins hafa ekki jafnað sig enn, eins og til að mynda Rafveita Vest- mannaeyja. Og eitt vil ég segja þér, ég verö alltaí reiður þegar ég heyri menn tala um að Vestmannaeyingar hafi grætt á gosinu. Þetta er alrangt. Þaðfékk enginn í Eyjum fullarbæt- ur, þaö get ég fuliyrt. Þegar til Iengri tfma er litið verður það kannski bærinn sálfur sem hagnast á þessu gosi. Nú höfum við hita- veitu úr hrauninu, hversu lengi sem hún nú endist, en er á meðan er. Við höfum nóg af byggingarefni. Áður varö að sækja það uppí Hval- fjörð og það er staðreynd að höfnin er margfalt betri eftir gos en fyrir. Varð trúaðri eftir Þú sagðir áðan að cnginn yrði samur ogjafn eitir að hafa upplifað atburð eins og gosið í Vestmanna- eyjum; hvað hefur haft mest áhrif á þig? - Það er nú kannski ekki gott að segja. Ég sagði áðan að mér hefði aukist trú á hið góða í manninum og þaö er rétt. Annað er það að ég tel mig vera meiri trúmann eftir en áður. Ég var aö vísu alinn upp í Guðs-ótta og góðunt siðurn, en það var með mig eins og fleiri: Meðan allt gengur vel, hugsar maður minna um trúmál en ella. Ég tók upp þann siö, þegar erfiðleikarnir voru mestir, að biðja bænir, líkt og þegar ég var barn. Það styrkti mig og eftir er ég mun meiri trúmaður. Þetta tvennt hygg ég hafi haft var- anlegust áhrif á ntig, auk þess sent ég tel að ég liafi nokkuð gengið á þann vara-þrekforða sem okkur öllum er gefinn. Og svo að sjálf- sögðu er vart hægt að öðlast meiri lífsreynslu en sem bæjarstjóri við þessar aðstæður. - S.dór

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.