Þjóðviljinn - 22.01.1983, Blaðsíða 30
30 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 22.-23. janúar 1983
daegurmál (sígiid?)
Borgin í borginni
Spottarnir: Brynhildur Þorgeirsdóttir með svipu, Elín Magnúsdóttir
með söng, Guðrún Trygvadóttir trommur og Hulda Hákonardóttir
harmonikku, voru með uppákomu um ástina: Araor kom fljúgandi á
ofsahraða og skaut mig niður.
Borginn heldur áfram að vera
miðstöð rokkhljómleikahalds í
núverandi „borg Davíðs“ og
virðist ætla að verða það, a.m.k.
þangað til Satt tekst að byggja
yfir sig. Ráð er tii við hvorri
tveggja einokuninni: að kaupa
sem flesta miða í byggingarhapp-
drætti Satt...og kjósa RÉTT í
næstu borgarstjórnarkosningum.
Með þessum oröum er síður en
svo ætlunin að kasta rýrð á Borg-
ina fyrst nefndu, og eiga núver-
andi stjórnendur þakkir skildar
fyrir velvilja í garð rokkhljóm-
flytjenda og annars konar uppá-
komu.
Á fimmtudagskvöld kl. 22
verða hljómleikar á Borginni
með3sveitum: Dron, Centaurog
Egó í „aksjón“, leynivopnið Tommi sést ekki. Myndir Pétur.
Gaukunum. Sveitir þessar hyggj-
ast starfa eitthvað saman á næst-
unni þótt frekar ólíkar séu, en
eins og flestir rokkunnendur vita
vann Dron í keppni óþekktra
hljómsveita í Tónabæ nú fyrir
skömmu. Hljómleikarnir á Borg-
inni á fimmtudag hefjast kl. 10,
en húsið verður opnað níu.
Sl. fimmtudag voru Egó á Borg-
inni með sallafína hljómleika, en
á undan fengu þeir fólk til að
flytja eigin ljóð. Ánton Helgi reið
þar á vað og bitnaði á honum ó-
stundvísi íslendinga og fara ekki
sögur af honum hér. Hinsvegar
náðust myndir af Spottunum,
sem fluttu efni byggt á ljóðum
eftir Skáld-Rósu og Látra-
Björgu. Gott „sjó“.
Mikki Pollock flutti ljóð sín við
undirleik Ásgeirs trommara
Purrksins sáluga, og var þar
skemmtilegt samspil.
Mikki Pollock og Ásgeir fyrrum
Purrkur.
Sif
Jón Viðar
Andrea
Védís Leifsdóttir flytur ljóð sín:
Myndin brotnaði/línurnar skár-
ust í sundur/spegillinn lá í gólf-
inu/mölbrotinn/brotin ráku upp
skerandi óp./ Dag eftir dag/glími
ég við að móta myndina á ný/færa
brotin saman/eitt fyrir eitt/til að
fá heillega mynd.
Hallvarður sem þekktur er sem
umboðsmaður allmargra rokk-
hljómsveita brá undir sig áður
óþekktum fæti og flutti 2 frum-
samin Ijóð.
Undirrituð var of sein til að
hlusta á þennan forleik hljóm-
leika Egósins, en heimildar-
maður minn í þeim efnum var
hrifnastur af þætti Védísar
Leifsdóttur í þeim þætti, en hún
flutti nokkur frumsamin ljóð.
Egóið sjálft var alveg ljómandi
hresst og var með 3 ný lög á takt-
einum. Takk fyrir kvöldið. A/P
Konungar spaghetti-
frumskógarins:
Org-
(ínal)-
hestar
Sagt var frá því í síðasta sunnu-
dagsblaði að væntanleg væri plata
frá Orghestum og útgáfudagur
stjarnfræðilega útreiknaður
þriðjudagurinn 18. janúar. Og
viti menn, stundvísari en nokkur
stimpilklukka steðjaði einn Org-
hesta inn a blað með Konunga
frumskógarins í farangrinum sl.
þriðjudag.
Konungar frumskógarins er
fjögurra laga 45 snúninga hljóm-
plata. 3 laganna eru eftir Benóný
Ægisson, söngvara og hljóm-
borðsleikara, og auk þess allir
textarnir, en eitt eftir Gest
Guðnason gítarleikara og söng-
vara. Aðrir í Orghestum eru Sig-
urður Hannesson trommuleikari
og Brynjólfur Stefánsson bassa-
leikari (úr Þrumuvagninum sál-
uga), en hann hafði einnig yfir-
umsjón með umslagi skífunnar,
sem er alveg skolli gott.
Fyrsta lag plötunnar hefst á dá-
lítið Santanalegum forleik sem
laglínan fikrar sig skemmtilega
inní og útkoman verður þungt
hipparokk með þjóðlegum blæ:
Flogið í fjórvídd; skemmtileg
túlkun Gests á textanum og vina-
legt og gott sánd í orgeli Benna.
Annars er fyrsta lagið frábrugðið
hinum þrem, þar sem töiuverðu
pönki er blandað saman við
reggæ (Lafir það litla), rokk
(ÞEMAÞSEM eftir Gest) og blús
(Kannski), en svo eru það líka
textarnir hans Benna sem eru
óaðskiljanlegur hluti af öllu
saman, svo að úr verður ein-
hverskonar „tragískur húmor“
sem gengur í gegnum plötuna.
Brynjólfi bassaleikara tekst vel
að undirstrika þann þáttinn með
bassaleik sínum.
Orghestar koma fram á þessari
plötu sem stórskemmtileg heild
og þeir hafa sérstöðu á meðal ís-
ertskra hljómsveita, sem ekki er
svo auðvelt að útskýra í orðum
(kaupið plötuna); ég sagði um
fyrsta lagið að laglínan „fíkraði
sig“ áfram, og kannski á það orð
vel við músík Órghestanna. Þeir
koma ekki á neinu skeiði, né
heldur stökki eða brokki, heldur
fótvissir nokk fikra þeir sig inná
mann og á eigin tempói: „Hér er
ég og get ekki annað / allt sem ég
tila það er sko barasta stranglega
bannað“ (úr Kannski).
Gestur Guðna er gítarfrík mik-
ið, en heldur sig við öll skyn-
semismörk á hljómplötu þessari
og á t.d. góðar stundir í Lafír það
litla. Sigurður Hannesar er alveg
þrælgóður trommari út í gegn.
Hér fylgja textabrot úr smiðju
Benna Ægis af Konungum spag-
hettifrumskógarins:
En slappaðu af og dillaðu þér
hafð’ engar áhyggjur af ð’i
hvernig fer,
nei það fer sem fer, þar fer
varla verr
því nú lafir það litla, það litla
sem eftir er.
Ertu tœpur á tauginni troðandi
uppí þig róró -
í’ðig ró ró, þeir þei
og róró -
í röðinni hengdur í strengi
dansandi gógó -
í gó gó, viskí og gógó -
(Lafir það litla)
Ég ruglast stundum á’ð'í
og ég er ekki frá’ðí
að þó að ég verði hundrað
á ég aldrei eftir að ná’ðí.
(Kannski)
Þó að Orghestarnir ruglist á
öllu en haldi húmornum þrátt
fyrir öll boð og bönn hlakka ég til
að hitta þá þegar ég verð hundr-
að, hvort sem ég eða þeir eigum
eftir að ná’ðí eður ei.
A
Ps: Mjög skemmtilegar milli-
raddir Konunga spaghettifrum-
skógarins eiga Megas, Löddi,
Gaui, Bára (líklega Grímsdóttir)
og Andrea (sem er alls ekki ég,
heldur af5kaganum).
Rúnar
Birgir
Jakob
Þórarinn
edrú og sýnir músíkinni virðingu
sem henni ber. Viltu annars ekki
bara lilusta?...
.... og sjarmerandi bílskúrs-
sándið skellur á eyrum blaða-
manns, nokkur góð frumsamin
lög, Kaffi og kökur heitir eitt, Have
a „coke" and a smile er annað,
síðan heill hellingur af gömlum
„rokkurum", sem aldrei verða
gamaldags hvað sem á dynur. 3.
hœðin er greinilega soldið „spes"
band. Við fáum þetta allt á hreint
á Borginni um mánaðamót, en
það er skrítið hvað góðir kraftar
geta leynst í vondutn skúrum...
A
„3. hœð” vímulaus!
- Af hverju ekki? hún heitir
það bara, kannski komumst við
ofar, en fyrst og síöast er þetta
vímulaust rokkband.
Við erum stödd á œfingu lijá 3.
hæð, sem er ein af fjölmörgum
skúrböndum Islands, en fáum
vímulausum. Og þeir œtla sér
ekki að hanga í skúrnum fyrir líf-
stíð eins og örlög margra efnilegra
banda hafa orðið.
- Við ætlum að byrja um mán-
aðamótin, á Borginni, segir
dugnaðarforkurinn Rúnar Þór
Pétursson, söngvari, gítarleikari,
laga- og textasmiður og stofnandi
3. hæðarinnar. Hinir sem fylla
Hæðina eru Þórarinn Gíslason
hljómborðsleikari, Birgir Krist-
insson trommari og Jakob Við-
ar bassaleikari, áður í Meinvill-
ingum.
- Hlutur dreifbýlisins er
óvenju stór í þessari hljómsveit á
landsgrundvelli. Helmingurinn
er Vestfirðingar, hinn „borg-
arar".
- Hverskonar músík vcrðið þið
með?
- Við verðum með frumsamið
hljómleikaprógramm, aðallega
eftir Rúnar, a.m.k. til að byrja
með, en svo verðum við líka með
dansleikjaprógramm og spilum
þá líka sígilt rokk: Stones, Deep
purple, Doors og þar fram eftir
götunum. Og við stefnum að því
að gera plötu á þessu ári.
- Eruð þið allir sammála um
bindindið?
- Já, takk. Þetta er allt annað
líf — miklu betri spilamennska og
engin að plata sjálfan sig. Maður