Þjóðviljinn - 22.01.1983, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 22.01.1983, Blaðsíða 19
Helgin 22.-23. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 Húsatóftirnar standa einar uppúr í þessu húsi sem eitt sinn var með þeim fallegri í Eyjum. 417 einbýlishús, íbúðarhús og vinnustaðir eyðilögðust í gosinu. Hraun rennur til sjávar. Við hraunrennslið batnaði innsiglingin stórlega, en óttast var á tímabili að innsiglingin myndi lokast. Þegar gosinu lauk hafði Heimaey stækkað uin rúma tvo ferkílómetra. Bunustokksmenn að störfum. Margir voru á því að hraunkælingin væri til lítils gagns en annað kom á daginn. gosið í Heimey hófst gos, svaraði hann því til að gosið sem slíkt hefði ekki beinlínis skotið honum skelk í bringu. Síð- uren svo. Hann hafði einfaldlega lagt sig fyrir aftur og reynt að halda áfram að sofa. því hér væri augljóslega um eldflaugasýningu í kirkjugarðinum að ræða. Þó fóru að renna á hann tvær grímur. Þessi eldflaugasýning var nú i kröftugara lagi og hví skyldu menn var með flugeldasýningu í kirkjugarðinum? spurði hann sjálfan sig. Þá dreif hann sig fram úr og leit út... Þegar komið var niðrá bryggju varfólk furðu hresst. Þar var eng- inn asi. Fólk tók eldgosinu með stillingu, jafnvel þó svo enginn vissi hvort framhald yrði á gosinu á öðrum stað í eynni. Sumir ótt- uðust að innsiglingin lokaðist, en þrátt fyrir margháttaðar áhyggjur var eins og fólk bindist samtökum um að standa þétt saman í þeim erfiðleikum sem blöstu við. Bát- arnir voru gerðir klárir og fólk kom sér og sínum fyrir í þeim. Um kl. 2.30 unt hánótt þann 23. janúar 1973 leysti sá fyrsti land- festar og hélt af stað. Stefnan var tekin á Þorlákshöfn. Þá þegar hafði verið haft samband við aöila uppi á landi sem þegar hóf- ust handa við að skipuleggja mót- tökur. Auk fjölmargra einstak- linga sem fengu snemma vit- neskju urn það sem var að gerast í Eyjuni, þá voru stærstu aðilarnir sem stóðu að undirbúningi varð- andi móttökur Slysavarnafélag íslands, Rauði Krossinn og Al- mannavarnarnefnd ríkisins. Einstætt ferðalag Talið er að íbúar Vestmanna- eyja hafi verið í kringum 5500 þegar gosið byrjaði og meginhluti þessa fólks var fluttur til lands þessa fyrstu nótt. Alls urðu urn 200 manns eftir á eynni, mestan part ráðendur bæjarmála, um- sjónarmenn eigna, bóndinn á Kirkjubæ og hans fólk sent dap- urt í bragði leiddi bústofn sinn í frystihús Einars ríka, og þar var skepnunum slátrað. Þarna urðu og eftir lögreglumenn, slökkvi- liðsmenn og fleiri aðilar. En meg- inþorri fólks hélt til lands. Þegar ljóst var að áhyggjur varðandi innsiglinguna voru ekki á rökum reistar var haldið af stað í bátunum og þeir héldu úr höfn einn af öðrum drekkhlaðnir af fólki. Fyrsta kastið stóð fólk úti á dekki og horfði á eldgosið, marg- ir þess fullvissir að þeir sæju ekki Eyjar aftur a.m.k. sem ábúenda- stað. Brennisteinsfnyk lagði fyrir vit manna og gosmökkinn lagði yfir fólk og úr honum rigndi fíng- erðum gosefnum, vikri o.þ.h. Tóku flestir til þess bragðs að breiða plastpoka yfir höfuð sér til varnar „rigningu" þessari. Þegar sneitt hafði verið hjá Ystakletti og síðan Faxaskeri var vikurregn- ið hvergi nærri búið og virtist heldur aukast fremur en hitt að úr því drægi. Þegar á bak við Heimaklett var komið var helst að sjá sem Heimaey stæði í Ijósum logum. Nokkrum ára- tugum áöur í vonskuveðri hafði bátur brotnaö við Faxasker og nokkrir bátsverjar náð landi. Þá stóð frystihús eitt í Eyjum í ljós- um logum og sjón sú sem blasti við bátsmönriúm hlýtur að hafa verið svipuð. Ekki var hægt vegna veðursins að skjóta út báti til hjálpar þessum mönnum og ckkert sæluhús var á skerinu. Þeir króknuðu úr kulda. Þessi saga var rifjuð upp þegar framhjá Faxaskeri var haldið. Þrátt fyrir það aö veðrið var hið prýöilegasta þessa undarlegu nótt var sjógangur mikill vegna undiröldu ogsjóveikin setti mörk sín á mannskapinn. í ofanálag var fólkið áhyggjufullt, einkum þó fullorönir, en börn og unglingar tóku þessu meira sem ævintýri sem og þessi sigling, undanfari hennar og annað var. Það var legið um allt. Menn vöfðu sig netadræsum, teppi voru ekki á hverju strái svo kuldann lagði að mönnum. Menn hjálpuðustaðog þegar lengra leið á sjóferðina kom rói á fólk. BátsVerjar voru sérstaklega hjálplegir og gerðu allt sent í þeirra valdi stóð til að aöstoöa þá sem um borð voru. Þeir stóðu þó nákvæmlega í sömu sporunum og aðrir þeir sem um borð voru. Þeir köstuðu upphit- uðum sjóstökkum yfir fólk sem lá á tvist og bast um allt skip. Gullberg hét báturinn sem flutti mitt fólk suður. Ég hygg að siglingin hafi tekiö 5-6 klst., eða talsvert lengri tíma en menn áttu að venjast þegar ferðast var með gamla Herjólfi. Þar kom til að vont var í sjóinn auk þess sem bið fyrir utan Þorlákshöfn var mikil. Þeirri hugsun skaut upp hjá mörgum að e.t.v. yrði báturinn að snúa viö svo sem stundum hafði orðið þegar Herjólfur var í siglingu til Þorlákshafnar. Snemma hausts 1969 flutti Herj- ólfur fleiri hundruð manns til Þorlákshafnar og var meiningin hjá fólki þessu að horfa á er Vest- manneyingar léku sinn fyrsta Ev- rópuleik í knattspyrnu. Ekki reyndist unnt að binda Herjólf við bryggju og varð að snúa aftur við svo búið. Þessi sjóferð mun hafa tekið urn 9 klst. og var hrein martröð fyrir sjóveika menn. Er þessa atburðar enn minnst í Eyjum. Ótti um að bátarnir næðu ekki að lenda reyndist ástæðulaus enda auðveldara fyrir minni skip að athafna sig í höfninni í Þor- lákshöfn. Móttökur Fólksflutningarnir sem eru ein- stæðir gengu snuröulaust fyrir sig og engin óhöpp urðu á leiðinni. I einhverjum bátnum var ófrísk kona, sém gat átt von á sér á hverri stundu, og voru gerðar all- miklar ráöstafanir vegna hennar. Ekki kom þó barniö og átti hún þaö nokkru síðar á sjúkrahúsi í Reykjavík. Mikill fjöldi áætlun- arbíla beiö fólksins í Þorláks- höfn. Þarna voru stætisvagnar Reykjavíkur mættir, langferða- bifreiðar, einkabílar, alls kyns bifreiðar. Allir voru að taka á móti fólkinu. Aðstæður í Þorláks- höfn eru ekki þannig að margir bátar geti komið að landi í einu og myndaðist því biöröð fyrir utan skerjagarðinn. Þegar bátarnir höfðu losað sig af fólki og farangri héldu þeir aftur út og næsti bátur kom inn. Skipulagning á þessari siglingu var stórkostleg og höfðu margir aðkomumenn orð á því. Enda gekk losun hratt og vel fyrir sig. í Reykjavík hafði verið gefið frí í skólum og allar mögulegar ráðstafanir til að taka á móti fólki voru gerðar. Almannavarna- nefnd ríkisins, Slysavarnafélagið og Rauði Krossinn höfðu yfirum- sjón með móttökunum. Meðan á móttökum í Þorlákshöfn stóð voru sendar til Eyja fiugvélar sem síðan fluttu sjúklinga af sjúkra- húsinu til Reykjavíkur. Þarna mættu lögreglumenn úr Reykja- vík, varnarliðsmenn og embættis- menn af ýmsunr sortum. Margir þeir sem til Reykjavíkur komu áttu skyldfólk sem tók því opnunr örmum og lét það dveljast hjá sér fyrstu daga eftir gos. Aðrir áttu Bárujárnið hefur undið upp á sig. í fjarska má greina Helgafell.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.