Þjóðviljinn - 22.01.1983, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 22.01.1983, Blaðsíða 21
Þorleifur Einarsson jarðfræðingur. Helgin 22.-23. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21 Vetur kunungur setti sinn svip á gosið. Hér hafa snjóalög sest í hjólför. Undir vikurinassanum eru fjölmörg hús. Gosið á Heimaey hófst fyrirvara- laust sköntmu fyrir kl. 2 aðfaranótt 23. janúar 1973. Gossprungan var um 1600 m að lengd og hatði stefn- una NNA-SSV. Hún lá austan Helgafells og um 200 m frá austustu húsum í kaupstaðnum. Fyrstu gos- nóttina risu tugir 50-150 m síkvikra glóandi kvikustróka á sprungunni endilangri. en upp af þeint reis gos- mökkurinn 8-9 knt upp í lol'tið. Gosið var kraftmest fyrstu dag- ana. en síðan dró smáiit santan úr því og jafnframt stvttist hin virka gossprunga. Tvo síðustu mánuði gossins var aðeins einn gígur virk- ur, þar sent nú er gígurinn í Eld- felli. Upprunalega gossprungan sést best þar sem nú er gígaröðin sunnan Eldfells og austan Helga- fells. Eldgosið á Heimaey lagður niður 1975. Tekjur til hans voru fengnar nteð ýmsum hætti. 30% viðlagagjald var lagt á álagðan eignaskatt, 17:% við- lagagjald var lagt á útsvars- skyldar tekjur og 107:% viðlaga- gjald á landsútsvar. Byrðunt vegna gossins var þannig dreift á alla landsmenn og var ekki laust við að sumir tækju útgjöldum vegna þessa með litlum fögnuði, en það er önnur saga. Til viðbót- ar við frantlög landsmanna bárust Eyjamönnum gjafir víða að. Einkum voru frændþjóðir okkar á hinum Norðurlöndunum rausn- arlegar. Pá var börnum og eldra fólki úr Eyjum boöið til Noregs seinni part sumars 1973 og var það mikið ævintýri. Mikla athygli vakti framlag Færeyinga sern var pr. íbúa hið mesta sem barst frá nokkurri þjóð. Þeirpeningarsem þarna fengust fóru til margvís- legra nota og má þar t.a.m. nefna byggingu glæsilegs íþróttahúss og sundlaugar, en aðstæður á þessu sviði voru vægast sagt bágbornar fyrir gos. Eftir að Víðlagasjóður var lagður niður tók til starfa"þing- kjörin nefnd sem vann aö úttekt á stöðu Vestmannaeyjakaupstaðar og fyrirtækja þar í bæ. Þessi nefnd skilaði áliti seinni part sumars 1977 og í niöurstöðum hennar var mælt með lánafyrir- greiðslu vegna bágrar stöðu fjöl- margra aðila uppá 400 miljónir króna á verðlagi þess tíma. Goslok Opinberlega var gosinu lýst lokið þann 3. júlí 1973, en síðasta goshrinan í gíg Eldfells var 26. júní. Þann 3. júlí fóru nokkrir menn niður í gíginn og kontu það- an aftur. Tjónið sem Eyjamenn urðu fyrir var gífurlegt og mörg voru þau sárin sem gréru seint eða ekki. íbúar Vestmannaeyja eru í dag næstum búnir að ná söniu tölu og var 1973, en margt af því fólki er aðkomufólk, svo afar margir sneru aldrei til baka, nema þá til að tfna saman eigur sínar og annað, kveðja Eyjarnar. Það er til marks um dugnað Eyja- manna að á meðan á gosinu »tóö var loðnubræðslan á fullu. Ekki var þaö bara gosið sem hrelldi menn. því gas tók að berast niður í bæ og samfara því ntikil hætta, bæði mönnum og skepnum. Einn maður lét lífið af völdunt gas- eitrunar. Talin var hætta á sprengingum vegna gassins, en þegar grannt var skoðað var slík hætta aldrei fyrir hendi, jafnvel þó svo ábendingar um þetta atriöi kæmu frá aðilunt sent teljast máttu ábyrgir. Þó að erf- iðleikarnir væru miklir í Eyjum á meðan á gosinu stóð voru þeir áreiðanlega ekki minni á megin- landinu og veröur ekki farið útí þá sálma hér. en á hinn bóginn höfðu margir þaö á oröi, að í raun het'ðu þeir leitaö sér hvíldar úti í Eyjum þar sem stóri slagurinn stóð. Þar áttu allir einn og sam- eiginlegan óvin sern rnenn börðust við af hugviti og dirfsku. Hreinsun bæjarins Sumarið 1973 störfuðu mörg hundruð manns við vikur- hreinsun í bænum. Gosefnum var ekið á flugvöllinn og í hraunið úti á Hamri þar sent nú eru hin nýju hverfi í Eyjum. Til vinnu voru fengnir heimamenn að mestum hluta, auk fjölmargra sjálfboða- liða. Þeir höfðu flestir aðsetur í Iðnskólanum, unnu fyrir engu kaupi, en mat, húsaskjól og ein- hverjum dagpeningum. Þarna var unnið á vöktum allan sólar- hringinn, stemmningin þannig að erfitt verður að lýsa henni. Menn spruttu upp til vinnu kl. 4 um nótt. stóðu vaktir til kl. 12 á há- degi. Síðan var aftur byrjað kl. 8 að kvöldi og unnið í átta tínta. Vikurhreinsunin gekk afar vel, sérstaklega til að byrja nteð, en síðar um suntarið kom dálítið los á mannskapinn og ýmislegt fór úrskeiðis. Kom-það t.a.m. fyrir að mönnum væri sagt upp störf- um vegna skemmdarverka. Þjóðhátíð hafði verið haldin í Eyjum allar götur síðan 1874, en nú var Herjólfsdalurösku hulinn, svo útlit var fyrir aðekki tækist að halda þessa árvissu santkundu. Breiðabakki er staður sem snýr mót Stórhöfða. Þar voru grundir án öskulags og því kominn tilval- inn staður til að halda þjóðhátíð. Eina kvöldstund og eina nótt héldu menn dýrlega skemmtun, en að morgni var tekinn upp þráðurin að nýju. Þó ekki tækist að hreinsa allan vikur sent þuríti, þá var bærinn að rriestu hreinsaður eftir sumarið. I sept- emberbyrjun var vöktum hætt og þá og næstu mánuði var riðinn endahnúturinn á hin margvíslegu verkefni sem til úrlausnar voru. Næstu sumur 'voru hreinsaðir öskuflákar frá ýmsum stöðum í Heimaey. Aska hafði borist víða; allt til Finnlands, greindu óljósar heimildir frá. Þegar gosinu lauk hafði Heimaey stækkað um meira en tvo ferkílómetra. Fyrir gos var hún 11,3 ferkílómetrar að stærö, en eftir gos 13,5 ferkílómetrar. Með gosinu fengu Eyjaskeggjar umtalsvert magn af gosefnum til að spila úr um ókomnar aldir. Flugvöllur var stækkaður mikið, en áður hafði hann sótt efni í hlíðar Helgafells og vakti ntalar- nám þar litla hrifnirigu í Evjum. Innsiglingin batnaði stórlega. Út við Skans í vondum veðrum sáu eiginkonur menn sína hverfa í hafið á árunt áður. Brimrót var mikið á þessum slóðum, en nú líkist innsiglingarleiðin mest skipaskurði. Út við Hamar risu upp ný íbúðahverfi, blokkir, sem mörgunt finnst ekki passa við byggð í Eyjum. Auk blokka voru þarna byggð raðhús og einbýl- ishús. Eldgosið í Eyjum er atburður sem aldrei hefur áður gerst í ís- landssögunni og á vart eftir að gerast aftur, nema kannski eftir svo sem 5000 ár. Víst er að þeir sem voru viðstaddir umbrotin, upptökin og franthald gossins gleyma aldrei þessunt atburðum. -hól. Mikiö hraunrennsli varð strax í upphafi gossins á Heimaey, líklega um 500 ntVsek, en síðan dró mjög úr gosinu og síðustu vikurnar var það minna en 10 nvVsek. I Iraunið rann fvrstu tvær vikurn- ar til NA og náði um 1100 m út í sjó. Yst á þessum tanga stendur nú nýr viti. Að morgni 4. febrúar tók hraun aö renna í innsiglinguna í átt til hafnarinnar og náði syðri hafn- argaröinunt nóttina 6.-7. mars þar sem það var stöðvað nteð hraun- kælingu. Þá var fjarlægðin milli hraunjaðarsins og Heimakletts að- eins 160 m svo að lá viö lokun hafn- arinnar. 1 lok febrúar tók hrauntunga að mjakast niður norð-vestan eldfjallsins í átt til bæjarins. 22. - 23. mars hljóp 300 m breiður hraunstrauntur um 150 m yfir norðaustanverðan bæinn og síðan hljóp þessi hraunstraumur 25. - 27. mars áfrant niður yfir bæinn og stöðvaðist í fiskvinnslustöðvunum og í fjöruborði í austurhöfninni. í þcssum hraunhlaupum fóru meir en 200 hús undir hraun. Eftir þetta olli hraunrennsli ekki tjótii í bæn- um, því hraunið rann síöan nær eingöngu til SA út í sjó austan eld- fjallsins. Framan af gosinu kom oft upp mikill vikur úr eldfjallinu og barst undan vindi. Mestu vikurhryðjurn- ar gengu yfir bæinn í suðaustan átt 25., 27. og 29. janúar. Tugir liúsa í austurbænum kaffærðust í vikri og rnörg þeirra sliguöust eða brotn- uðu undan farginu. Auk þess kviknaði í mörgum húsum af völd- unt glóandi hraunsletta. Vikur- lagið í bænum var 5 m þykkt 700 m frá gígnunt og 1 m í 1500 m fjar- lægð. Alls féllu 2,5 milljónir rúm- rnetra af vikri yfir bæinn og hafa um 1,5 milljónir nv verið hreinsaðir í burtu. Umhverfis aðalgíginn hlóðust upp gígveggir úr hraunflygsum og gjalli. 1 byrjun febrúar var eldfjall- iö orðið 180 m að hæð og í apríl 225 m. eða aðeins 2 m lægra en Helga- fell. Síðan hefur eldfjallið sigið sarnan og er nú um 200 m hátt. Hraunið rann úr gossprungunni til NA svo að þar var alltaf skarð í gígvegginn og eldfjallið varð því skeifulaga. Fjallið er nú mun lægra að vestan en austaiv en ástæðan fyrir þessu er sú. að 20. febrúar hrundi vesturveggur eldfjallsins og féll yfir austasta hluta bæjarins og lentu um 30 hús undir þessari skriöu. Sama dag hrundu tvær stórar fyllur innan úr austurvegg eldfjalls- ins. Stærri fyllan „sigldi" síðan næstu mánuðina með um 30 m hraða á dag í átt til hafnarmynnis- ins í bráðnu hrauninu líkt og borg- arísjaki á sjó. Fjall þetta var nefnt Flakkari og var það 200 m í þver- mál og 45 m á hæð yfir hraunbreið- una. Flakkarinn strandaöi endan- lega í hraunbrúninni gegnt Heima- kletti í maí, og eru þar nú 15-20 m háir gjallhaugar. Um miðjan febrúar varð vart gasmengunar í neðri hlnta bæjar- ins. Eldfjallagasið var ættað úr Eldfelli og lá oft sem bláleit ntóða í bænum. Gasiö varstórhættulegt og banvænt þegar mikið var um það, jafnt í húsúm inni sem á götum úti. Gasið var einkum kolsýra. I Irauniö, sem kom upp í gosinu, storknaði sem apalhraun, en meg- inhluti þess er þó hulinn vikur- og örskubreiðu. Bergfræðilega er bergið basalt (alkali-basalt). Ilita- stii’ glóandi hraunsins var 1030- I080°C. Gosinu í Eldfelli lauk 26. júní og hafði þá staðið í rúma 5 mánuði og hraunrennsli sást síðast i hraunjaðrinum austan Eldfells 28. júní. Gosið hafði þá staöiö í 155 daga en hraun runnið í 157 daga. Um goslokin gætir sums staöar á prenti nokkurs misskilnings og því ttiliö Ijúka 3. júlí, en þann dag var því lýst yfir opinberlega að gosinu væri lokið. I Iraunið og nýja eldfjallið er um 3,2 knv’ (320 ha.) að stærð, þar af er nýtt land 2,2 km’. Fyrir gosið var líeimaey 11,3 knv, nú er hún 13,5 knv. í gosinu koniu upp um 250 milljónir m' af gosefnum, þar af um 20 milljónir m' af vikr'i og ösku. Veðrunaröflin eru þegar farin að rjúfa eldfjallið og hraunið. Brim hefur t.d. brotiö háa stalla í hraunið á móti austri og í víkum hafa myndast sand- og malar- strendur með ávalaðri möl og hnullungum. Hraunið sjálft hefur einnig lækkaö töluvert vegna sam- dráttar viö kólnun kvikunnar. Þegar gosið hófst bjuggu 5300 manns í I leimaey. Nær allir íbútirn- ir voru fluttir til lands fyrstu gos- nóttina. Björgtin verðmæta hófst strax og var fyrst bjargaö húsmun- um og bílum, en síðan vélum úr fiskvinnslustöðvum. Vikri var rutt af húsaþökum, svo að þau hryndu ekki. Snemma í gosinu var rutt upp görðum austarlega í bænum með jaröýtum, og í febrúar var byrjað að dæla sjó á hraunið til að hindra hraunrennsli yfir bæinn. Strax varð Ijóst að unnt var að stýra liraun- rennsli eða hægja á því með vatns- kælingu. I Iniunkælingin jókst því injög er ;í gosið leið og var dælt alls um 6 milljónum tonna af sjó á hraunið, og hefur slíkt aklrei verið gert í svo miklum mæli áður. Víst má telja að mun stærri hluti bæjar- ins hefði fariö undir hraun, ef hraunkæling hefði ekki verið reynd. Einna best et aösjá árangur hraunkælingarinnar á syðri hafnar- garðinum, þarsem hrauni var bægt frá hafnarmynninu nóttina 6. - 7. mars. Tjón af völdum gossins var gífur- legt, en þó minna en búast liefði mátt við. Kemur þar einkum tvennt til, annars vegar hagstætt veður framan af gosi meöan gos- krafturinn var mestur, t.d. var vindátt sjaldan austanstæð, svo og árangursríkt björgunarstarf. Alls hurfu 30% íbúða og vinnustaða al- gerlega undir hraun og vikur, en um 20% skemmdust meira eða minna. Lífæð Vcstmannaeyja, hölnin, er nú betri en fyrir gosið. Eyjabúar tóku að flytjti heim til búsetu á ný áður en gosi lauk og eru íbúar nú um 4600.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.