Þjóðviljinn - 29.01.1983, Síða 3

Þjóðviljinn - 29.01.1983, Síða 3
Helgin 29. - 30. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Rafdeild JL-hússins auglýsir: Fyrirliggjandi: Barnaherbergisloftljos 10 gerðir Bastljos og borölampar 15 gerðir Þyskir kastarar. einfaldir, tvofaldir og þrefaldir Rískulur (Ijos) margar stæröir verö fra kr. 53.- Holland-Electro ryksugur 1000,1100 og 1200 W Aukiö urval rafbunaðar Eigum gott úrval af snurum, margir litir Kaplar 1,5 - 16 q Eigum 100 möguleika í perum Eigum 100 móguleika i'perum Helgi J. Halldórsson: Sundrungar- o sérgæðingspoti Hvers konar sundrungar- og sérgæðingspot er að heltaka þá sem þykjast vera á vinstri væng stjórn- mála? í lesendadálki blaðsins í gær mátti lesa: „Sigurður Einarsson vélskólanemi, félagi í ABR skrifar: Niðurstöður fyrri umferðar forvals ABR ollu mér vonbrigðum að und- anteknu fyrsta sætinu. í sjálfum verkalýðsflokknum finnst enginn verkamaður né -kona, sem til greina komu í þessu forvali.“ Og einnig hefur verið orðað í dag- blöðum að verkamenn hygðu á sérframboð. Hverjir eru þessir verkamenn nú á dögum? Hafa ekki allir launþegar svipaðra hagsmuna að gæta? Að hvaða feyti er iðnaðarmaður meiri verkamaður en t.d. þeir kennarar sem sjá um uppfræðslu vélstjóra, skipstjórnarmanna eða hinna mörgu starfsstétta iðngreina? Að vísu eru starfsstéttirnar misjafn- lega vel launaðar og það er hin sanna verkalýðsbarátta að leiðrétta það misrétti og koma í veg fyrir að það aukist. En láglauna- Helgi J. Halldórsson stéttir ná ekki betri árangri með því að segja sig úr lögum við aðra. Hverjir voru það sem á sínum tíma börðust harðast fyrir rétti verkamanna meðan hér voru raun- verulegir verkamenn, kúgaðir erf- Sveitarstjómar- námskeið í Ölfusborgum Á mánudaginn kemur, 31. jan., efna Samtök sunnlenskra sveitarfé- laga, í samvinnu við Samband ísl. sveitarfélaga, til fræðslunámskeiðs fyrir sveitarstjórnarmenn á Suður- landi. Verður það haldið í Ölfus- borgum og stendur í þrjá daga. Verkefni á námskeiðinu verða margvísleg svo sem sveitarstjórn- arskipunin, fjárhagsáætlun, inn- heimta og tekjustofnar og settur verður á svið fundur í sveitarstjórn. Framsögumenn á námskeiðinu verða: Magnús E. Guðjónsson, framkvstj.: Sveitarstj órnarskipun- in. Páll Björnsson fulltrúi: Sýslufé- lög og sveitarstjórnir. Hjörtur Þór- arinsson framkvstj. SASS: Landshlutasamtökin og hér- aðsverkefni. Helgi Helgason, bæjarritari: Undirbúningur að gerð fjárhagsáætlunar sveitarfé- Iaga. Birgir L. Blöndal skrifstof- ustj.: Reikningsskil sveitarfélaga. Garðar Sigurgeirsson viðskiptafr.: Tekjustofnar sveitarfélaga og inn- heimta sveitarsjóðsgjalda. Tölvu- væðing sveitarfélaga og Launa- nefnd sveitarfélaga. Jón R. Hjálm- arsson, fræðslustj.: Fræðsluskrif- stofan og sveitarfélögin. Hafsteinn Kristinsson og Páll Lýðsson, oddvitar: Sveitarstjórnarfundir, þéttbýli, dreifbýli. Að sjálfsögðu verða svo umræður um erindin og fyrirspurnir í sambandi við þau. Formaður stjórnar SASS er Jón Þorgilsson, Hellu. -mhg Skólasýning Ásgrímssafns Hin árlega skólasýning Ásgríms- safns hefur verið opnuð og stendur yfir til aprílloka. Þriðju bekkjum grunnskóla er boðin leiðsögn safn- kennara í vetur. Heimsóknartímar fyrir þá hópa eru mánudags- og miðvikudagsmorgna og þriðjudaga eftir hádegi, auk þess verður tekið á móti öðrum hópum á opnunar- tíma safnsins á fimmtudögum eftir hádegi. Á sýningunni er að þessu sinni fjölbreytt yfirlit verka sem sýna flest þeirra viðfangsefna sem Ás- grímur Jónsson glímdi við. Þá geta nemendur kynnst ýmisskonar tækni myndlistarmannsins og séð þær breytingar sem verða á list hans á löngum ferli. Heimsóknartíma skal panta með a.m.k. viku fyrirvara hjá Sólveigu Georgsdóttur safnakennara á Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur mánud. kl. 13.30-16.00 í síma 28544. Þá verður undirbúningsefni sent um hæl. Grunnskólar Reykja- víkur eiga þess kost að fá hópferða- bifreið til safnferðarinnar sér að kostnaðarlausu. iðismenn? Það voru ekki eingöngu verkamenn sjálfir heldur einnig hugsjónamenntamenn, menn eins og Jón Baldvinsson, HéðinnJiÆild- imarsson, Einar Olgeirsson, Brynjólfur Bjarnason, Sigfús Sig- urhjartarson og fleiri. Ef verka- menn segja sig úr lögum við hug- sjónamenntamenn er þeim voðinn vís. Þeir sem valist hafa til forystu í launþegahreyfingunni og oft hafa fórnað persónulegum hagsmunum eru alls góðs maklegir. Og það er einn ljótasti bletturinn á misjöfn- um ferli Vilmundar Gylfasonar hvernig hann talaði um forystu- menn launþegasamtakanna meðan hann hafði aðstöðu til að nota Al- þýðublaðið til að ata þá auri. Og launþegar mega gjarnan hugleiða hvernig hag þeirra muni komið þegar Vilmundur er búinn að koma á hinum „frjálsu samningum“ sem hér ríktu fyrir fimmtíu til sextíu árum eins og hann boðar nú - eða þegar fólk er búið að kjósa sér í almennum kosningum hinn „sterka mann“ eins og gert er nú í Bandaríkjum Norður-Ameríku og Frakklandi. Og svo er það kvennaframboðið. Eru konur alveg vissar um að kon- ur séu alltaf konum bestar hvernig sem þjóðfélagsskoðanir þeirra eru? Þær konur, sem vilja Íeggja það á sig að taka þátt í félagsmálum og fylgja fram þeim lífsskilningi og þjóðfélagsafstöðu sem til heilla horfir, eru alls góðs maklegar og æskilegt að nýta starfskrafta þeirra. Og mér skilst að af þeim sé mikið val í röðum framboðsfólks Alþýðubandalagsins bæði hér í Reykjavík og annars staðar á landinu. En mér er alveg sama hvaða starfsstétt þær tilheyra ef þær eru aðeins líklegar til að þoka „rhannskepnunni" til betra og sannara lífs. Opnunartimi: manudaga - midvikudaga kl. 9-18 fimmtudaga kl. 9-20 föstudaga kl. 9-22 laugardag kl. 9-12 J|| Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Rafdeild Sími 10600 LAUGAVEGUR 45

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.