Þjóðviljinn - 29.01.1983, Síða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 29. - 30. janúar 1983
stjórnmál á sunnudegi
Elnhliða aðgerðir
eru óhjákvæmUegar
Nú á þriðjudaginn kemur,
þann 1. febrúar, hækkar
orkuverð frá Landsvirkjun til
almenningsrafveitnanna í
landinu um 29% og hlýtur
slíkhækkun
heildsöluverðsins
óhjákvæmilega að valda
verulegri hækkun þess
smásöluverðs sem almennir
notendur verða að greiða.
Það er ótrúlegt en satt, að þessi
hækkun orkuverðs frá Landsvirkj-
un til almenningsrafveitna úr
50,7 aurum á kwh upp í 65,4 aura á
kwh nemur hærri upphæð en svarar
öllu orkuverðinu sem Alusuisse
greiðir Landsvirkjun fyrir þá raf-
orku sem álverinu er seld.
Álverið borgar Landsvirkjun
12,1 eyri fyrir hverja kílówatt-
stund, og þar verður engin hækkun
á orkuverði um mánaðamótin, - en
29% hækkun til almenningsraf-
vcitnanna gefur Landsvirkjun hins
vegar ein sér 14,7 aura á hverja
kílówattstund.
Við borgum 850 milj-
ónir. - Þeir 157 milj-
ónir fyrir sama orku-
magn
Það eru um 1300gígawattstundir
á ári, sem álverið kaupir hér af raf-
orku og borgar fyrir þetta orku-
magn 157 miljónir króna.
Landsvirkjun selur almennings-
rafveitunum líka 1300 gígawatt-
stundir á ári. Fyrir þessa orku þurfa
almenningsrafveiturnar hins vegar
ekki bara að greiða 157 miljónir
eins og Alusuisse heldur 660 milj-
ónir króna á ári, miðað við verðlag
nú í janúar. Síðan kemur hækkunin
þann 1. 'febrúar, upp á 29%, og hún
ein nemur 190 miljónum króna.
Niðurstaðan er þá þessi:
Landsvirkjun selur álveri Alu-
suisse í Straumsvík um 1300 gíga-
wattstundir af orku á ári og fær
fyrir það 157 miljónir króna.
Landsvirkjun selur almennings-
rafveitunum í landinu líka 1300
gígawattstundir á ári og fær fyrir
þetta orkumagn 660 miljónir króna
á ári eins og verðið er nú, en 850
miljónir króna á ári, þegar hækk-
unin kemur tii framkvæmda þann
1. febrúar, á þriðjudaginn kemur.
Þetta eru nú viðskipti í lagi, eða
hvað finnst lesendum?
Dettur máske einhverjum í hug,
að þarna sé um tvö óskyld mál að
ræða, að orkuverðið til álversins
hafi engin áhrif á orkuverðið til ís-
lensks almennings? Væntanlega
blasir hið augljósa samhengi við
hverjum manni, við hverju barni.
Allt bundið
til 2014
Og hversvegna er verðmunurinn
svona hrikalegur? Það er ekki
vegna þess, að stjóm Landsvirkj-
unar hafi sérstaka ánægju af því
að féfletta almenning í landinu og
færa fjármuni frá íslenskum heimil-
um og íslenskum fyrirtækjum í
gullkistur Alusuisse suður í Alpa-
fjöllum.
Ástæðan fyrir þessum hrikalega
verðmun, fyrir þessum vaxandi
fjárflutningum frá íslandi til Alu-
suisse er önnur. Það eru þeir hrak-
smánarlegu samningar, sem gerðir
voru á árum „viðreisnarstjórnar-
innar“ um orkusölu til Alusuisse.
Samkvæmt þeim samningum, og
viðbótarsamningi frá árinu 1975,
þá á orkuverðið til álversins að
haldast nær óbreytt til ársins 2014,
hvað sem öllum hækkunum á öðru
orkuverði hér innanlands eða ann-
ars staðar líður.
,Að gefa og taka“
Þegar síðast var samið við Alu-
suisse árið 1975 náðust sáralitlar
lagfæringar fram, og það verður að
segjast eins og er, að það sem þá
vannst í Íítilsháttar hækkun orku-
verðsins tapaðist aftur í þeim sömu
samningum vegna breytinga á
skattgreiðslum til móts við kröfur
Alusuisse í þeim efnum. Að
minnsta kosti kemur þetta svona út
sé litið bæði á skattgreiðslur Alu-
suisse hér og tekjur af orkusölu til
fyrirtækisins þau ár sem liðin eru
síðan samningar voru endur-
skoðaðir 1975.
Hér skal því ekki haldið fram, að
íslensku samningamennirnir árið
1975 hafi ekki reynt það sem í
þeirra valdi stóð til að ná fram frek-
ari leiðréttingum.
Það sem þá kom í veg fyrir ár-
angur var hins vegar það grundvall-
arviðhorf ráðamanna Alusuisse,
að afsala sér aldrei neinu sem þeir
hafi áður náð fram í samningum,
nema fá á móti samsvarandi tilslök-
un frá gagnaðila, þannig að
auðhringurinn léti ekki af hendi
meira en hann fengi að fullu bætt. -
Á móti hærra orkuverði kæmu
lægri skattar eða öfugt, svo dæmi sé
tekið.
Þessu sjónarmiði álfurstanna
hafa menn líka fengið að kynnast
rækilega í þeim samningum, sem
nú hafa staðið yfir í tvö ár. Það
heitir á máli auðhringsins, „að gefa
og taka“ og felur í sér, að undir
öllum kringumstæðum skuli hring-
urinn sleppa a.m.k. skaðlaus frá
nýjum samningum.
Það er ekki síst af þessum ástæð-
um, sem gömlu samningarnir frá
„viðreisnarárunum" hafa reynst
slíkt ok um háls okkar íslendinga
sem raun ber vitni. Þar höfum við
vítin til að varast.
Peir heimta
sitthvað í forgjöf
Því sést haldið fram að núver-
andi iðnaðarráðherra beri sök á
því, að ekki skuli hafa tekist að
knýja fram verulega hækkun orku-
verðs í samningum við Alusuisse.
Satt að segja er vart hægt að hugsa
sér fjarstæðukenndari fullyrðingu.
Þvert á móti hefur allt verið reynt
sem unnt er af hálfu iðnaðarráð-
herra til að fá fram lagfæringar með
friðsamlegu móti. - En Alusuisse
hefur aldrei fengist til að sam-
þykkja einn einasta eyri í hækkun á
orkuverði. Þeir hafa að vísu látið
að því liggja, að athuga mætti
möguleika á einhverri hækkun
(máske sem svarar hálfum eyri?),
ef íslensk stjórnvöld féllust fyrir-
fram á nokkrar kröfur þeirra,
svona í eins konar forgjöf í væntan-
legum samningum!!
1 þeim efnum hefur Alusuisse
ekki aðeins verið farið fram á
stækkun verksmiðjunnar og meiri
aðgang að þeim orkulindum, held-
ur hefur þess líka verið krafist að
Alusuisse fengi rétt til að kaupa
bara helming umsamins orku-
magns, þegar auðhringnum kynni
að henta að reka verksmiðjuna á
hálfum afköstum. Svo átti auðhring-
urinn að geta kallað eftir hinum
helming orkunnar á ný hvenær sem
ráðamönnum hans þóknaðist.
Hvernig halda menn að orkubú-
skapurinn gengi nú til í okkar
landskerfi, ef á þetta yrði fallist?
Skyldi ekki verða að hækka enn
verðið til almenningsrafveitna til
að mæta tekjutapi af þessum
ástæðum?
Lœgsta verð á
norðurhveli jarðar
Raforkuverð til álvera í Vestur-
Evrópu er að meðaltali um 40
aurar á kílówattstund. Raforku-
verð til álvera í Bandaríkjunum er
að meðaltali yfir 40 aura á kílówatt-
stund. Alusuisse á eignaraðild að
13 álverksmiðjum í 8 löndum.
Meðalorkuverð til þessara verk-
smiðja er 37 til 38 aurar á kílówatt-
stund. Fyrir skömmu var meðal-
orkuverð til álvera í hciminum lið-
lega 40 aurar á kílówattstund. All-
ar þessar upplýsingar er að finna í
niðurstöðum af vandlega unninni
skýrslu, sem hópur færustu sér-
fræðinga okkar á þessu sviði sendi
frá sér á síðasta ári.
Ragnar Halldórsson, forstjóri
álversins í Straumsvík hefur haldið
því fram, sem vel má vera rétt, að
meðalorkuverðið hafi lækkað
nokkuð síðustu mánuði vegna erf-
iðleika á álmörkuðum. í plaggi sem
forstjórinn sendi fjölmiðlum um
síðustu áramót viðurkennir hann
Kjartan
Ólafsson
skrifar
þó, að meðalverð á orku til álvera í
heiminum sé yfir 30 aurar.
Hér er verðið hins vegar 12
aurar!
Allir frestir
runnir út
Það er með öllu óþolandi fyrir
okkur íslendinga að sæta lengur
þeim afarkjörum sem felast í þess-
um gömlu samningum. Þeim verð-
ur að breyta með einhliða
aðgerðum fyrst friðsamlegt sam-
komulag er ekki í boði. Við höfum
áður tekið mál í okkar eigin hendur
í viðskiptum við erlent vald og er
þar skemmst að minnast útfærslu
landhelginnar.
Allir frestir eru runnir út. Það er
ekki hægt að horfa upp á það,
að orkuverð til almenningsraf-
veitna, og þar með til almennra
notenda sé hækkað upp úr öllu
valdi, nær nífaldað á rösklega
þremur árum svo Alusuisse geti
fengið nær helming allrar orku-
framleiðslu okkar fslendinga á
lægra verði en nokkurs staðar
þekkist £ þróuðum löndum í við-
skiptum óskyldra aðila.
Og að sjálfsögðu fer ástandið
alltaf versnandi verði samningun-
um ekki breytt.
Meira en
fimmfaldur
verðmunur
Fyrir rösklega þremur árum, í
ársbyrjun 1980, þá var orkuverð til
almenningsrafveitnanna þrisvar
sinnum hærra en verðið til álvers-
ins. Nú verður það meira en fimm-
falt hærra. Allur nýr kostnaður
hleðst á orkusöluna til innlendra
aðila, en Alusuisse býr að samn-
ingnum við „viðreisnarstjórnina".
Frá 1. janúar til 1. febrúar 1983
hækkar orkuverð til almennings-
rafveitna um 774%, en orkuverð til
álversins hækkar helmingi minna á
sama tíma, og aðeins vegna gengis-
breytinga.
Eins og áður sagði, þá verða
almenningsrafveiturnar nú (frá 1.
febrúar n.k) að greiða 850 miljónir
króna á ári fyrir_1300 gígawatt-
stundir af raforku frá Landsvirkj
un, en álverið greiðir hins vegar
aðeins 157 miljónir króna fyrir
sama orkumagn. - Með þessu móti
fær Landsvirkjun Iiðlega 1000 milj-
ónir króna samtals fyrir þessar
2600 gígawattstundir á ári.
Af þessum liðlega 1000 miljónum
króna gefur orkusalan til Alusuisse
aðeins tæp 16%, en orkusalan til
almenningsveitnanna hins vegar
84%, þótt orkumagnið sé hið sama.
Að dómi allra óvilhallra og sér-
fróðra manna, þá er þessi skipting
með öllu fráleit, og samkvæmt
niðurstöðum sérfræðingahóps frá
iðnaðarráðuneyti, Landsvirkjun,
Orkustofnun og Rafmagnsveitum
ríkisins þá ætti orkuverð til stóriðju
að veraa.m.k. 65% aforkuverði til
almenningsveitna, og hefur þá fullt
tillit verið tekið til mismunandi
nýtingartfma og mismunandi
spennu.
Miðað við þessa viðmiðun ætti
Alusuisse að borga rösklega 400
miljónir króna fyrir sínar 1300
gígawattstundir á ári í stað 157
miljóna sem nú eru greiddar. Og
almenningsrafveiturnar ættu þá að
borga um 600 miljónir króna á ári
fyrir sínar 1300 gígawattstundir í
stað 850 miljóna króna nú.
Erum við nýlenda eða
sjálfstœtt ríki?
Það eru því að minnsta kosti 250
miljónir króna á ári, sem Alusuisse
eru færðar á silfurbakka úr vösum
almennings á íslandi, enda svo
komið að hér er orðið jafn dýrt að
hita upp húsnæði með rafmagni
eins og olíu.
Við okrum á sjálfum okkur til að
geta reitt fram 250 miljónir króna á
ári (vægt reiknað) í beinan skatt til
Alusuisse. Það er andvirði 250
Framhald ál3. siöu.
Við borgum nú
Alusuisse í skatt
andvirði 1000 Ibúða
á 4 árum
65,40 aurar
Myndritið sýnig hvernig skattgreiðslan
frá íslenskum almenningi til Alusuisse
hefur þyngst ár frá ári.
23,70 aurar
14,27 aurar
7,48 aurar
2,45
aurar
4,05
aurar
1980
1981
50,70 aurar
11,77
aurar
12,13
aurar
1983
1983
Þetta súlurit sýnir hvernig verðið á raforku frá Lands-
virkjun hefur hækkað frá 1. janúar 1980 til 1. febrúar
1983.
Neðri hluti súluraðarinnar er litaður og sýnir hvernig
orkuverðið sem álverið í Straumsvík greiðir hefur
breyst. Til samanburðar sjá menn svo hvernig orku-
verð til almenningsrafveitna í landinu hefur hækkað á
sama tíma.
Á þessum rösklega þremur árum hefur orkuverð til
almenningsrafveitnanna nær nífaldast, en orkuverð
til álversins hefur á sama tíma hækkað nær helmingi
minna. Fyrir þremur árum greiddu almenningsraf-
veiturnar þrefalt hærra verð en álverið, - nú um
næstu mánaðarmót verður verðmunurinn meira en
fimmfaldur.
Þannig þyngist stöðugt sá skattur, sem íslenskur al-
menningur greiðir til Aiusuisse