Þjóðviljinn - 29.01.1983, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 29.01.1983, Qupperneq 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 29. - 30. janúar 1983 busyslan í dyragœttinni Öðru vísi kojur Til þess aö stofna brúðuleikhús þarf ekki annað enþettatil:dúkureða efni af hæfilegri stærð gardínustöngogdyr. Klippið efnið þannig hyljiu.þ.b. helmingdyranna. Faldið það þannig að hægt sé að stinga gardínustönginni inn í. Biddu barnið að sitja á gólfinu og klipptu op í réttri hæð. Klipptu gluggann út og límdu breitt límband á brúnirnar. Láttusíðan lítið tjaldfyriropið(á teikningunni er sýnt hvernig hneppa má tjaldinu). Þræddu efnið upp á gardínustöngina, stingdu henni í dyrakarmana - og gamanið byrjar! -ast Kojur hafa alltaf sterkt aðdráttarafl á krakka. Þau geta ólmast í þeim daglangt við allskyns leiki og svo er spennandi að sofa í þeim. Kojur búa yfir góðri lausn þar sem húsakynni eru þröng en börnin mörg. Flestar kojur eru þannig úr garði gerðar, að vera eins og tveggja hæða rúm. Auðvitað skapast við það stærri gólff lötur, en ekki er þar með sagt að ekki megi bregða frá hefðinni. Hér má sjá þrjár stórgóðar hugmyndir um kojusystem, þar af eru tvær þeirra byggðar á hugmyndinni um tveggja hæða rúmið. En sjáið bara hvað þetta eru notalegar kojur! - ast Völundarhús fyrir börn Ekki er amalegt að eiga leikfang sem breyta má úr völundarhúsi í leikhús og síðan skerm til að afþilja horn í herberginu - eða hvað annað sem vera skal. Þetta er tiltölulega auðvelt í tilbúningi. Það má annaðhvort búa til úr sterkum pappaspjöldum eða froðuplasti. Stærðinni ræður fólks sjálft. Opin eru skorin út, sterkt límband límt á aliar brúnir til styrktar og síðan eru límdar saman tvær plötur. Teikningin sýnir nokkuð margar plötur, sem leggja má saman eins og harmonikku. Leyfið börnunum að mála á plöturnar eða líma á þær myndir til skrauts (sé frauðplast notað þarf að bursta yfir plöturnar með klút til þess að límist við þær). -ast

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.