Þjóðviljinn - 29.01.1983, Side 12

Þjóðviljinn - 29.01.1983, Side 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 29. - 30. janúar 1983 kvikmyndir Mikaíl Uljanof og Ija Savina í EinkahTi Líf og störf Rósu rafvirkja Kvikmyndahátíð hefst í dag í dag, laugardag, hefst Kvikmyndahátíö Listahátíðar í Regnboganum. í Þjóðviljanum um síðustu helgi voru taldar upp myndirnar sem sýndar verða á hátíðinni, en við þann langa lista hafa nú bæst myndirnarTýndur (Missing) eftirCosta-Gavras, Hjartkæra María (María de mi corazón) eftir Mexíkanann Jaime Humberto Hermosillo en handritið samdi sjálfur Nóbelsverðlaunahafinn Gabriel García Marques, og íslenska myndin Sesselja, sem áður hefur verið sýnd í sjónvarpinu. Kvikmyndagagnrýnandi Þjóðviljans tróð sér inn á nokkrarforsýningar, og fara hér á eftir umsagnir um þær séðu myndir. Einkalíf stalínista (LitsnajaSjisn) Sovétríkin 1982 Handrit og stjórn: Júlí Raisman Kvikmyndun: Nikolaj Olonovsky Leikendur: Mikhaíl Uijanof, Ija Sav- vina. Sovéska myndin sem sýnd er á Kvikmyndahátíð að þessu sinni er gerð af áttræðum leikstjóra, Júlí Raisman, og fjallar um ellina, eða öllu heldur um það sem við tekur þegar starfsævinni lýkur. Aðal- persónan, Abrikosof forstjóri, er maður gamla tímans. Hann hefur helgað líf sitt vinnunni, stjóm stórr- ar verksmiðju og öllum þeim erli sem slíku ábyrgðarstarfi fylgir. Myndin hefst þar sem honum hefur verið sagt upp starfi, þótt síðargef- ist honum veik von um endur- ráðningu af einhverju tagi, og í myndarlok er ekki víst hvort sú von á eftir að rætast. Það skiptir heldur ekki meginmáli, heldur hitt, hvern- ig Abrikosof bregst við þessum þáttaskilum í lífinu. Án vinnunnar er Abrikosof varla hálfur maður. Heima hjá sér er hann sem gestur, nema hvað all- ir eru hálfhræddir við hann. Hann hefur aldrei lært að slappa af í faðmi fjölskyldunnar, og er vanur mannlegum samskiptum sem byggj- ast á skipunum og hlýðni. Hann hefur ekki einu sinni veitt því at- hygli að kona hans lifir sjálfstæðu lífi, á fjöldann allan af vinum sem hann þekkir ekki og gegnir sjálf ábyrgðarstöðu í þjóðfélaginu. Syn- ir þeirra eru föður sínum eilíf upp- spretta vonbrigða, sem skilur þá engan veginn og þeir ekki hann. Myndin sýnir þróun forstjórans fyrrverandi frá örvæntingarstiginu til aðlögunar að nýjum lífsháttum. Hvernig hann lærir að sætta sig við orðinn hlut og kynnist fjölskyldu sinni. Um leið kynnist áhorfandinn þessari sovésku fjölskyldu, sem er kannski ekki svo ýkja ólík vest- rænni millistéttarfjölskyldu þegar allt kemur til alls. í hlutverkum hjónanna eru tveir traustir og góðir leikarar, Mikaíil Úljanof og íja Savvina, og fékk Úljanof verðlaun fyrir leik sinn í þessari mynd á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum í fyrra. Rósa rafvirki Líf og störf Rósu rafvirkj a (The Life and Times of Rosie the Riveter) Bandaríkin 1980 Stjórn: Connie Field Connie Field er einn af gestum Kvikmyndahátíðar. Mynd hennar um Rósu rafvirkja er bráð- skemmtileg heimildarmynd, sem byggð er á samtölum við fimm kon- ur, Wanita Allen, Gladys Belcher, Lyn Childs, Lola Weixel og Marg- aret Wright. Þessar konur eiga það sameiginlegt að hafa unnið „karl- mannsstörf’ á tímum heimsstyrj- aldarinnar síðari, og líta á það tímabil sem bestu ár ævi sinnar. Þegar bandarískir karlmenn flykktust á vígvellina í seinna stríð- inu varð að sjálfsögðu mikiíi liörg- ull á vinnuafli í landinu. Við hon- um var brugðist með mikilli á- róðursherferð til að lokka konur út af heimilunum og inn í verk- smiðjurnar. Þeim var sagt að nu fengju þær tækifæri til að þjóna föðurlandinu og um leið vinna fyrir góðum launum og læra ný og spennandi störf. Konurnar hlýddu kallinu og björguðu iðnaðinum, uröu rafvirkjar, logsuðumenn, skipasmiðir, flugvélasmiðir og allt sem nöfnum tjáir að nefna. í myndinni sjáum við tvær hliðar á þessu máli. Annarsvegar hina „opinberu hlið“ sem er sýnd með atriðum úr frétta- og áróðursmynd- um, þar sem konurnar eru svo lif- andi skelfing ánægðar með að vera að gera gagn, hamingjusamar með launin sín og þar sem allt er fyrir þær gert til að auðvelda þeim starf- ið. Börn þeirra eru t.d. á yndis- Iegum barnaheimilum meðan þær þjóna föðurlandinu. Hinsvegar eru svo endurminningar kvennanna fimm, og þar kveður við annan tón. Konum var haldið niðri í launum, svörtum konum þó meira en hvít- um, þeim var gert illmögulegt að starfa í verkalýðsfélögum og eng- inn hugsaði um börnin þeirra. Þrátt fyrir þetta fannst mörgum þeirra að nú væru þær loksins farn- ar að lifa lífinu, þeim fannst þær vera nýjar konur, konur framtíðar- innar, og samstaða þeirra var góð. Þær langaði ekkert til að snúa aftur heim í einöngruðu eldhúsin sín. En þangað urðu þær nú samt að fara þegar stríðinu lauk og karlarnir komu aftur. Þá var áróðrinum snú- ið við: nú var staður konunnar heimilið, og það var óspart höfðað til sektarkenndarinnar. Sýndar voru myndir af vanræktum börn- um, grátandi börnum sem spurðu: af hverju kemur mamma ekki heim? „Á stríðsárunum voru mat- aruppskriftir í kvennablöðunum einfaldar og fljótlegar, en eftir stríð tók allt í einu heilan dag að mat- reiða eina máltíð“, segir ein kvenn- anna sem talað er við. Líf og störf Rósu rafvirkja er mjög vel gerð heimildarmynd, fyndin og sannfærandi og verulega gott innleg í jafnréttisumræðuna. / I rauðu ryki Rautt ryk (Polvo rojo) Kúba, 1981 Stjórn og handrit: Jesús Díaz Tónlist: Jósé María Vitier Leikendur: Adolfo Llaurado, Jose Antonio Rodriguez, René de la Cruz. Á Kúbu eru fjórðu mestu nikk- elnámur í heimi, og Kúbumenn eru í þriðja sæti meðal þeirra þjóða sem flytja út nikkel. Fyrir bylting- una 1959 áttu Bandaríkjamenn nikkeliðnaðinn og höfðu m.a. reist stórt og fullkomið iðjuver í austurhluta landsins. Skömmu eftir byltinguna var þetta iðjuver þjóðnýtt einsog önnur bandarísk fyrirtæki. Viðbrögð kanans voru skjót: starfseminni var hætt og flest tæknimenntað starfsfólk lokkað til Bandaríkjanna. Hætt var að selja Kúbumönnum varahluti og tækja- búnað. Byltingarmennirnir stóðu uppi með iðjuver, sem var tækni- lega fullkomið en gagnslaust vegna þess að enginn kunni á þessa full- komnu tækni. Þetta var það sem bandarísku stjórnendurnir héldu, en þeim skjátlaðist. Einn af verk- fræðingunum, Fonseca, ákvað að fara ekki til fyrirheitna landsins í norðri þótt honum væru boðið gull og grænir skógar og þrátt fyrir það að kona hans og dóttir færu. Hann varð eftir á Kúbu og tók að sér að koma iðjuverinu í gang með aðstoð verkamanna sem flestir voru ófag- lærðir. Og það tókst. Þetta er dagsönn saga - svona gerðist þetta. Og ekki bara í nikk- eliðnaðinum, heldur á ótal sviðum kúbansks efnahagslífs. Myndin er þó ekki heimildarmynd, persón- urnar eru skapaðar af Jesús Díaz, sem samdi handritið að þessari fyrstu leiknu mynd sinni, en hann hefur áður getið sér gott orð sem rithöfundur og höfundur heimild- armynda. Díaz segir okkur þessa sögu gegnum persónurnar, með því að lýsa þeim og baráttu þeirra, ekki aðeins í atvinnulífinu heldur einnig í einkalífinu. Pólitísk og efnahagsleg vandamál eru hluti af veruleika fólksins, og þar koma persónuleg vandamál líka við sögu, m.a. það vandamál sem skapast þegar fjölskyldur sundrast. Öll þessi mál eru enn nærtæk á Kúbu, og þeim eru gerð skil á heiðarlegan og sannfærandi hátt. José Antonio Rodriguez leikur Fonseca verkfræðing af snilld, enda er hann einn besti leikari sem Kúbumenn eiga. Adolfo Llaurado og René de la Cruz eru einnig góðir í hlutverkum byltingarhermann- anna sem fá það verkefni að koma iðjuverinu í gang en hafa hvorki tækniþekkingu né reynslu til að bera. Cecilia Kúba 1982 Stjórn: Humberto Solás Kvikmyndun: Livio Delgado Tónlist: Leo Brouwer Leikendur: Daisy Granados, Imanol Arias, Raquel Kcvulelta, Nelson Vill- agra, Eslinda Nunez, José Antonio Rodriguez, Miguel Benavides. Cecilia er dýrasta mynd sem Kúbumenn hafa framleitt til þessa, en hún er framleidd í samvinnu við Spánverja. Myndin er byggð á skáldsögunni Cecilia Valdés eftir Cirilo Villaverde, kúbanska nítj- ándualdarhöfund, en saga þessi þykir Kúbumönnum öðrum skáld- sögum betri og hafa m.a. gert eftir henn vinsælan söngleik. Sögu- þráðurinn er í stuttu máli sá, að ung og fögur múlattastelpa, bláfátæk, verður ástfangin af ríkum iðju- leysingja, syni þrælahaldara. í fyrstu ætlar hún sér að nota hann til að komast þrepi ofar í þjóðfélags- stiganum, sen það tekst ekki og sagan fær illan endi. Hér er semsé komið það sem á útlensku heitir melódrama, og Humberto Solás kallar mynd sína „sögulegt meló- drama“. Þótt myndin fylgi söguþræðinum að mestu er bætt inn í hana atriðum

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.