Þjóðviljinn - 29.01.1983, Page 15

Þjóðviljinn - 29.01.1983, Page 15
Helgin 29. - 30. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 NAD 4. bindi Jarða- bókar Árna og Páls komið út: Borgar- fjarðar- og Mýrasýsla Út er komið 4. bindi Jarðabókar Árna Magnússonar og Páls Vída- líns í Ijósprentaðri útgáfu Hins ís- lenska fræðafélags í Kaupmanna- höfn. Þetta bindi er um Borgarljarðar- og Mýrasýslu og kom fyrst út í Kaupmannahöfn árið 1927 í útgáfu Boga Th. Melstcðs sagnfræðings. Jarðabókin um Borgarfjarðar- sýslu var samin á árunum 1706- 1708, en um Mýrasýslu 1708-1709. Útlit bókarkápu er verk Tómas- ar Jónssonar, en kápuna prýðir handgerð eftirmynd af íslandskorti Þórðar biskups Þorlákssonar frá 1670. Band hefur hannað Hilmar Einarsson. Fræðafélagið hóf endurútgáfu Jarðabókarinnar árið 1980, og er von á 5. og 6. bindi á þessu ári, en alls eru bindin 11. Að síðustu verða svo gefin út ýmis jarðabókaskjöl og atriðisorðaskrá fyrir öll bindin. Umboð fyrir Hið íslenska fræðafélag hér á landi hefur Sögu- félag, Garðastræti 13b, 101 Reykjavík, og geta áskrifendur vitjað bókarinnar þar. Nýir áskrifendur geta fegnið öll 4 bindin á kr. 1.700.- skráðir eru í prestsþjónustubækur Keldnaþinga og Oddaprestakalls, sem komnar eru á safn, og fæðing- ardagar núlifandi manna eru born- ir saman við gögn Þjóðskrár. Þá er beðið afsökunar á því sem úr- skeiðis kynni að hafa farið. Valgeir ber aðalsmark vandaðs og hógværs fræðimanns og ég hef heyrt menn fullyrða að hann beri það með rentu. Rangvellingabók ber því af ýmsum öðrum ættfræði- °g byggðasöguritum sem mörg hver eru full af villum og óná- kvæmni. Auk jarðatals og ábúenda eru nokkrir smærri kaflar í bókinni um bæjarnöfn, mannfjölda, dýrleika, bústofn o.fl. Þá fylgir henni vönd- uð nafna- og heimildaskrá. Auk höfundar skrifar Árni Böðvarsson cand. mag. formála, en hann hafði hönd í bagga með út- gáfunni, og skýringar á bæjarnöfn- um eru eftir hann. I bókinni er mik- ill fjöldi mannamynda og gefur það henni ekki síst gildi. Hefur verið reynt að ná í allar þær myndir sem til eru af ábúendum á Rangárvöll- um og mökum þeirra. Bindin tvö af Rangvellingabók eru alls 680 bls. svo af því má sjá að hún er ekki smátt rit. Það ætti að vera metnaðarmál hvers hrepps á landinu að eignast slíka bók. bókmenntír Rangvellingabók — hafsjór af fróðleik Guöjón _____Friðriksson skrifar Rétt fyrir jólin kom út mikið rit í tvcimur bindunt er nefnist Rang- vellingabók og er útgefandi hennar Rangárvallahreppur en höfundur hennar er Valgeir Sigurðsson á Þingskálum. Langmestur hluti bókarinnar er jarða- og ábúendatal hreppsins og er óhætt að slá því fram að jafn vandað verk af þessum toga hcfur ekki sést lengi. Er þarna kominn gífurlegur mann- og ætt- fræðifróðleikur um einn hrepp og munu ekki aðrir hreppar hér á landi státa af sambærilegu riti. Valgeir Sigurðsson mun hafa byrjað að safna efni til þessarar bókar um 1950 og er því meira en 30 ára vinna að baki. Fróðlegt er að ‘ lesa orð höfundar um tildrög verks- ins í formála. Þar segir hann: „Orsök þess að ég tók að fást við þetta tímafreka viðfangsefni kann • að hafa verið sú að mig hafi skort hugræn verkefni til að glíma við en fleira kom þó til. Á unglingsárum mínum voru uppi hugmyndir um að erlent stórveldi gerði hluta Rangárvalla að hernaðarflugvelli í sambandi við herskipahöfn í Þykkvabæ. Voru gerðar talsverðar mælingar til undirbúnings því verki og þjóðkunnir fjáraflamenn tóku að kaupa land þar sem hernaðar- mannvirkjunum var ætlað að verða. Þessar áætlanir urðu til þess að efla mjög þjóðernisvitund mína og beina huga mínum að ættlandinu og sögu þess og þá ekki síst sögu ; minnar heimabyggðar og því fólki er þar hafði lifað og starfað. Fram að þessu hefur gæfa Rangárvalla komið í veg fyrir að þar væri sett upp víghreiður stórveldis og segja má að lífið hafi sigrað dauðann á þessum stað því nú eru ein víðlend- ustu tún og akrar landsins þar sem ráðgert var að gera hernaðarmann- virkin. Þessar hugmyndir um gerð hernaðarflugvallar á Rangárvöll- um hafa mótað skoðanir mínar allt fram á þennan tíma og ollu á sinni tíð talsverðu um að ég réðst í að gera þetta verk sem ég þá bjóst eins við að yrði grafskrift bænda- byggðar í sveitinni. Þó að ráðagerðir þessar væru úr sögunni og blómleg byggð héldist á öllum Rangárvöllum var engu að síður ástæða til að halda þessu verki áfram og ánægjulegra við að fást. Er ég tók að dvelja í Reykja- vík fór ég að stunda söfnin þar (Þjóðskjalasafn og Landsbóka- safn) í frístundum mínum og viða að mér efni þaðan. Hef ég gert það fram á þennan dag og er mikill hluti þessarar bókar sóttur í heimildir sem þar eru geymdar, svo sem prestsþjónustubækur, sóknar- mannatöl, manntöl og ættartölu- bækur.“ Orð Valgeirs um tilurð verksins eru býsna merkileg, og fróðlegt væri að rifja upp við tækifæri áætl- anir unr víghreiður Bandaríkjahers á Rangárvöllum. Eins og áður sagði er jarðatal og ábúenda á Rangárvöllum rnegin- uppistaða Rangvellingabókar oger þar ekki kastað til höndunum. Hver bær er tekinn fyrir í stafrófsröð og raktar helstu heimildir um hann frá upphafi eftir því sem hægt er, t.d. eignaraðilar, landamerki, lýs- ingar úr jarðamati frá ýmsum tím- um o.s.frv. Síðan er tal allra bænda sem vitað er urn á hverjum bæ í tímaröð. Oftast er bændatalið ó- slitið frá fyrri hluta 18. aldar. Ættar hvers bónda er getið, helstu ártala, maka og barna. Þarna er því haf- sjór fyrir ættfræðinga og ekki síst þá sem eiga ættir að rekja til Rang- árvalla. Þá er rakinn ferill hvers Valgeir Sigurðsson á Þingskálum: Hcfur gert stórvirki í þágu hcima- hrepps síns. bónda og nrikið er urn mannlýsing- ar úr ýmsum heimildum. Valgeir getur þess í formála að hann hafi lesið saman við heimildir nær allar greinar sem eru innan gæsalappa og einnig hafi verið lesið saman við ritið fæðingar-, dánar- og giftingardagar allra þeirra sem Dregin Aðeins skuldlausit áskriiendur getatekið þátt í getrauninni, Getraunaseðlarnir birtast í laugardagsblöðunum -numsrexjMfiLf— hljómflutningstæki að upphæð 25.000,- kr.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.