Þjóðviljinn - 29.01.1983, Page 19
Hclgin 29. - 30. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19
áttusöng nazista). Hálfum mánuði fyrir kosn-
ingar gaf Göring út skipun til prússnesku lög-
reglunnar um að beita sér af hörku gegn öll-
um „marxistískum samtökum“. Var því
dyggilega hlýtt, enda hafði hann unnið mark-
visst að því að skipa í æðri stöður innan lög-
reglunnar alræmda stormsveitarmenn. Upp
úr miðjum febrúar voru um 50 þús. storm-
sveitarmenn vopnaðir sérstaklega og skip-
aðir sem aðstoðarlögregla. Gefur þá að skilja
hvílíkt skaðræðistæki lögreglan var orðin í
höndum stjórnarinnar.
Útifundur hjá kommúnistum; verkalýðsflokkarnir höfðu sóað kröftum í innbyrðis fjand
skap.
Þinghúss-
bruninn
Nazistar biðu nú eftir hagstæðu tækifæri til
að gera út af við verkalýðshreyfinguna, en
þór fyrst og fremst Kommúnistaflokkinn.
Strax er líða tók á febrúarmánuð birtust
ráðstafanir, sem takmörkuðu aðstöðu komm-
únista til blaðaútgáfu og fundahalda, fund-
um þeirra og sósíaldemókrata var hleypt
upp, skotárásir, áflog, handtökur, húsrann-
sóknir, símahleranir og eftirlit með mönnum
voru daglegt brauð. 24. febrúar ruddust
brúnstakkarnir inn í aðalstöðvar kommún-
ista í Karl-Liebknecht-húsinu við Búlowtorg
í Berlín og lögðu hald á skjöl flokksins. Einsk-
is var látið ófreistað til að hræða menn til
fylgis við stjórnina, og helzt hefðu nazistar að
sjálfsögðu viljað láta banna alla starfsemi
andstæðinganna. Þar sem Þjóðernisflokkur-
inn þorði ekki að stíga svo afdrifaríkt skref
gegn lýðræðinu í landinu og setti sig því að
sögn gegn slíkum tillögum af nazista hálfu
innari ríkisstjórnarinnar, bendir allt til þess,
að nazistar hafi bruggað launráð í því skyni
að skapa átyllu til slíkra aðgerða.
Viku fyrir kosningar barst hún upp í hendur
þeirra og þeir hófust handa gegn kommúnist-
um. Þetta var þinghússbruninn í Berlín.
Að kvöldi 27. febrúar bar logana við himin
og er lögreglan kom á vettvang, greip hún
hollenskan mann, Marinus van der Lubbe,
sem áður fyrr hafði verið í tengslum við komm-
únista, og kom nánast fram eins og fáráð-
lingur; var hann sakaður um íkveikjuna að
undirlagi Kommúnistaflokksins. Sögðu naz-
istar þetta vera bendingu kommúnista til
þjóðarinnar um að bylting væri hafin. For-
ingjar nazista voru óðara komnir á vettvang
þetta kvöld, - annars höfðu þeir verið á
stjórnmálafundum víðsvegar í landinu næstu
daga á undan og voru það næstu daga á eftir. |
Hitler gaf þá yfirlýsingu á staðnum, að brun-
inn væri „teikn af himnum sent“, og nú gæti
ekkert hindrað nazista í að berja kommún-
istana niður með harðri hendi. Daginn eftir
var svo Ernst Torgler, þingflokksmaður
kommúnista, handtekinn, er hann gaf sig
fram af fúsum vilja við lögregluna til að tala
máli sínu; auk þess voru handteknir búlgarski
útlaginn Georgi Dimitrov og tveir samlandar
hans. Voru þessir menn ásamt van der Lubbe
sakaðir um að vera brennuvargarnir; þeir
voru þó sýknaðir af Ríkisréttinum í Leipzig
um haustið að undanteknum van der Lubbe,
sem tekinn var af lífi.
Það varð hægur leikur fyrir nazistana í öllu
því uppnámi, sem þinghússbruninn olli og
nteð stærstu fjölmiðlana í sínum höndum, að
blekkja almenning enn frekar til fylgis við sig
með því að láta hann standa í þeirri trú, að
hér væri hryðjuverk bolsévismans lýðum
ljóst.
fylgi. Þeir bættu við sig 5 72 milj. atkvæða,
hlutu 17,3 milj. (43,9%) og komust upp í 288
þingmenn, en þrátt fyrir allt ekki hreinan
meirihluta. Samstarfsflokkur nazista, Þýzki
þjóðernisflokkurinn, jók litlu einu við sig,
fékk 3,1 milj. atkvæða (8,0%) og sömu þing-
mannatölu, 52. Loks skapaðist því starfhæfur
meirihluti á ríkisþinginu eftir langvinna þing-
ræðiskreppu.
Þýzki miðflokkurinn hlaut örlitla viðbót
eða samtals 4,4 milj. atkvæða (11,2%) og 74
þingmenn; Bæverski þjóðarflokkurinn stóð
svo til í stað með 1,1 milj. atkvæða (2,7%) og
18 þingmenn. Sósíaldemókrataflokkurinn
hélt sínu fylgi að mestu, 7,2 milj. atkvæða
(18,3%) og 120 þingmenn. Kommúnista-
flokkurinn hafði ekki enn verið formlega |
bannaður og fékk að taka þátt í kosningun-
um; þrátt fyrir hinar miklu ofsóknir og of-
beldisaðgerðir gegn honum, náði hann 4,8
milj. atkvæða (12,3%, tapaði rúmlega 1
milj.) og 81 þingmanni. Aðrir flokkar fengu
ekki umtalsvert fylgi.
Þar sem þingkosningar þessar voru langt
frá því að mega kallast frjálsar, enda haldnar
í skugga ógnarstjórnar, má þó furðulegt kall-
ast, hversu mikið fylgi komst til skila hjá
verkalýðsflokknum eins og raun bar vitni. Og
vert er að leggja áherzlu á þýzku þjóðinni til
málsbóta, að meirihluti hennar hafði hafnað
Nazistaflokknum. En hvernig sem á málin
var litið, höfðu nazistar styrkt aðstöðu sína
stórlega frá valdatöku Hitlers 30. janúar,
enda neyttu þeir óðara færis, er kosningarnar
voru um garð gengnar. Samstarfsmenn
þeirra misstu gersamlega tökin á „bandingja"
sínum, sem þeir höfðu talið vera. Ófreskjan,
sem þeir leystu úr búrinu 30. janúar, lék nú
lausum hala.
Kommúnistaflokkurinn var formlega
bannaður 7. marz, eignir hans gerðar upp-
tækar, flokksmenn hans ýmsir og foringjar
handteknir eða fóru landflótta. Þar með var
þingmönnum hans óheimil seta í ríkisþing-
inu, og áhrif flokksins voru gersamlega
þurrkuð út í hinu þýzka þjóðfélagi. Enn um
skeið fékk Sósíaldemókrataflokkurinn að
starfa með brandinn hangandi yfir höfði sér,'
en þó voru öll blöð hans bönnuð 14. marz.
A kosningafundum víða í Þýzkalandi
kosmt Hitler m.a. svo að orði:
„Ég bið þig þess þýzka þjóð, að þú eftir að hafa
veitt hinum tækifærið í 14 ár, veitir okkur 4 ... Það
sem ég krefst er eðlilegt og sanngjarnt, aðeins 4 ár
fyrir okkur, síðan má draga ályktanir og kveða upp
dóminn. Ég mun ekki flýja til útlanda, ég mun
aldrei reyna að komast undan dómnum."
Síðustu
kosningarnar
Daginn eftir þinghússbrunann, 28. febrú-
ar, fékk ríkisstjórnin Hindenburg forseta til
að rita nafn sitt undir „Tilskipun um ráðstaf-
anir til verndar þjóð og ríki“ - „varnarráð-
stöfum gegn ofbeldisverkum kommúnista“,
eins og það var orðað. Á grundvelli 48. grein-
ar stjórnarskrár voru numin úr gildi ýmis rétt-
indi, sem stjórnarskráin tryggði þegnunum:
Takmörkun persónufrelsis og frjálsrar
skoðanamyndunar, þ.á.m. prentfrelsis,
fundafrelsis, heimild til eftirlits með pósti og
síma, húsrannsókna og eignaupptöku, enn-
fremur heimild til að yfirtaka allt vald f ein-
stökum fylkjum (,,lánder“) ríkisins og inn-
leidd dauðarefsing fyrir landráð, morð í-
kveikjur og skemmdarverk, sömuleiðis
dauðarefsing eða ævilöng þrælkunarvinna
fyrir samsæri um að myrða ráðherra og til-
raunir til að rjúfa frið.
Með þessari aðför að öryggi þegna ríkisins
hafði Hitler skapað sér frjálsa leið til hvers
konar aðgerða gegn andstæðingum sínum,
sem nazistum þótti henta, enda skammt til
þess að bíða, að ógnaröld ríkti í landinu.
Gífurlegar ofsóknir hófust gegn báðum
verkalýðsflokkunum, fyrst og fremst komm-
únistum, blöð flokksins og fundahöld
bönnuð og þúsundir manna handteknar og
settar í fangabúðir.
Við þessi skilyrði, sem hér hefur verið lýst,
fóru þingkosningar fram 5. marz, hinar síð-
ustu kosningar á borgaralega vísu í Þýzka-
landi um langt skeið. Að sjálfsögðu voru hæg
heimatökin hjá nazistum í skjóli ríkisvalds og
yfirburðaaðstöðu til áróðurs að vinna aukið
Á örfáum árum hafði Hitler brotið allar stofnanir og samtök undir flokk sinn: hér ekur
hann til flokksþings 1935.
Hér var Hitler að víkja að næsta skrefi
sínu: Að tryggja nazistum einræðisvald í 4 ár
með því að heimila ríkisstjórninni vald til
lagasetningar, án þess ríkisþingið ætti þar
hlut að máli, sem sagt lokaáfanginn á þeirri
leið að nema Weimarstjórnarskrána frá 1919
úr gildi. En ef lagalegri hulu ætti að sveipa um
slíka stjórnarskrárbreytingu var það áskilið,
að samþykkt hennar krefðist 2/3 hluta þing-
manna ríkisþings, eða a.m.k. 432 þingmanna
af 647 alls, sem þar áttu nú sæti. Þar sem
stjórnarflokkarnir, nazistar og Þjóðernis-
flokkurinn, réðu ekki yfir fleiri sætum en 340,
þurfti að koma til stuðningur frá öðrum
flokkum.
Alrœðisstjórn
Lagafrumvarp Hitlers um alræðisvald
ríkisstjórnar hans næstu 4 ár var samþykkt á
fundi ríkisþingsins í Krollóperunni í Berlín
23. rnarz með 441 atkv. gegn 94. Úrslitin
réðust með þeim hætti, að borgaralegu flokk-
arnir treystu sér ekki til annars en styðja lögin
og munaði þar mest um fylgi kaþólsku flokk-
ana, Miðflokksins og Bæverska þjóðarflokks-
ins. Þannig var frumvarpinu tryggður til-
skilinn meirihluti. í vanmætti sínum afhentu
þeir Hitler þegjandi og hljóðalaust allt vald
hinnar Iýðræðislegu löggjafarsamkomu
Weimarlýðveldisins.e.t.v. íþví trausti, að lífi
forystumannanna og samtakanna yrði þyrmt.
Sósíaldemókratar, sem til þings komust
(margir voru fangelsaðir eða flúnir land),
greiddu einar atkvæði á móti, þar sem þing-
menn kommúnista mættu ekki til leiks, enda
flokkur þeirra bannaður.
Með samþykkt frumvarpsins var alræði
nazista komið á undir lagalegu yfirskyni að
því er menn töldu sér trú um. Þýzka ríkis-
þingið var knúið til að gera sig að óvirkri
stofnun, og á næstu árum var það sjaldan
kvatt til funda og þá einvörðungu til að hlýða
á boðskap foringjans og syngja baráttusöng
nazista, svo að í almenningsmunni var það oft
nefnt „dýrasti karlakór í heimi“! Þótt vald
Hindenburgs ríkisforseta ætti að heita óskert,
lét hinn aldni prússneski junkari lítt átalið, að
troðið væri á mannréttindum og lýðræði og
að stjórnarskráin, sem hann hafði svarið þess
eið að halda, væri numin úr gildi, enda elliær
að kalla og helztu trúnaðarmenn hans
leikbrúður í höndum nazista.
Mikilsverðum hindrunum hafði verið rutt
úr vegi Adolfs Hitlers til þess að móta þýzka
ríkið í sínum anda og að því marki stefndi
hann sigurviss jafnskjótt og dyrum Kroll-
óperunnar hafði verið lokað að kvöldi 23. marz.
Næstu vikur voru ofsóknir gegn andstæðing-
uin í fullum gangi, þúsundum saman voru
Gyðingar og kaþólskir menn, sósíaldemó-
kratar og kommúnistar, friðarsinnar og borg-
aralegir lýðræðissinar handteknir og lok-
aðir bak við lás og slá í hinum alræmdu fanga-
búðum („Konzentrationslager"), sem stofn-
settar voru víðs vegar unt Þýzkaland og í
þernumdum löndum síðar; nöfn þeirra vekja
upp hrylling í huga mannkyns: Belsen, Buch-
enwald, Dachau, Ravensbrúck, Sachsen-
hausen, Auschwitz, - og er þá ekki allt upp
talið af útrýmingarbúðum nazista.
Hinn 14. júlí birti ríkisstjórnin lög um það,
að Nazistaflokkurinn væri eini löglegi flokk-
urinn í Þýzkalandi og tilraun til að skipu-
leggja starfsemi annarra flokka eða mynda
nýja varðaði a.m.k. þriggja ára fangelsi eða
þrælkunarvinnu. Þannig hafði Hitler komið
allri andstöðu endanlega á kné, og mennirn-
ir, sem þóttust ætla að beita honum fyrir vagn
sinn urðu sjálfir dráttardýrin, sem hann-
pískaði áfram. Og þessi flokkur, sem skreytti
sig nafninu „þjóðlegi, sósíalistíski, þýzki
verkamannaflokkurinn", brást ekki auðjöfr-
unum, sem höfóu reytt í hann fjármagnið á
úrslitastundum, því að kapítalistískt hagkerfi
varð sú undirstaða, sem þýzka ríkið byggði á í
atvinnu- og efnahagsmálum. Atvinnuleysið
var að vísu leyst að miklu leyti með
miðstýrðum stjórnaraðgerðum, en drjúgur
hluti vinnuaflsins fór í hergagnaverksmiðjur
Krupps og herinn til að undirbúa kross-
ferðina gegn kommúnismanum og hinum
borgaralegu lýðræðisríkjum, þar sem tug-
miljónum Þjóðverja var fómað á altari hug-
sjónar Hitlers um athafnasvið handa hinum
göfuga kynstofni (,,Lebensraum“). 1 öllum
greinum, efnalegum sem andlegum, varð
ríkjandi sú samræmingar- eða einstefna naz-
ista, sem kölluð var „Gleichschaltung“, þ.e.
allt þjóðlíf, samtök og stofnanir, sveigt undir
yfirstjórn nazista.
Hinn 10. maí 1933 héldu nazistar opinbera
bókabrennu í Berlín, þar sem ritverkum
helztu skálda Þýskalands var varpað á bálið.
Fjöldi þessara höfunda hafði þá þegar flúið
land og í kjölfarið fylgdi síðan svipting borg-
araréttar fjölmargra manna, sem lengi höfðu
borið hátt hróður þýzkrar menningar, þ.á m.
Nóbelsverðlaunahafimna Alberts Einsteins og
Thomasar Manns.
Algert svartnætti grúfði yfir þýzku
þjóðinni, - leið Hitlers til tortímingar var
orðin greiðfær. En miljónum saman hrópaði
múgurinn til foringja síns: „Leiðtogi, skipaðu
fyrir, - við fylgjum þér!“