Þjóðviljinn - 29.01.1983, Qupperneq 21
_____________________ Helgin 29. - 30. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 21
sliák Áskorendaeinvígin — V grein:
Smyslov að tafli árið 1956. Enski skákmeistarinn Golomberk er í baksýn.
V asily
Smyslov
Meira en 25 ár eru síðan
hann varð heimsmeistari
Þegar Vasily Smyslov tryggöi
sérþátttökuréttí
Áskorendakeppninni sem senn
fer aö hefjast, með því að ná 2.
sæti á millisvæðamótinu í Las
Palmas á liðnu sumri, þá voru
um 25 ár síðan hann'vann
Mikhael Botvinnik í einvígi og
öðlaðistviðþað titilinn
„Heimsmeistari í skák“.
Smyslov hefur því öll þau
metorð sem þátttakendurnir í
Áskorendakeppninni sækjast
eftir, að heimsmeistara Karpov
meðtöldum. Nafn hans verður
skráð á spjöld skáksögunnar.
Þegar möguleikar hans í einvígj-
unum eru vegnir og metnir, er ekki
einasta óhjákvæmilegt að gera
samanburð við afrek hans á 6ta ár-
atugnum, heldur einnig að skoða
þátttöku hans í allt öðru ljósi en
annarra keppenda. Þannig hvarflar
það ekki að undirrituðum að
Smyslov sé að gera sér alltof háar
hugmyndir um eigin möguleika.
Tap eða sigur skiptir hann ekki öllu
máli, og því kann að virðast mót-
sagnakennd sú fullyrðing, að ein-
mitt það atriði geri hann hættulegri
en velflesta aðra keppendur, ef
Kasparov og Beljavskí eru undan-
skildir. Smyslov sem verður 62 ára
á þessu ári getur gengið til leiks í
fulkominni ró, í hjarta sínu fagnað
og undrast yfir því að vera kominn
svona langt (það var nú aldrei
meiningin) og teflt án þess að eiga
það á hættu að ofbjóða taugakerfi
sínu. Slíkt hið sama verður ekki
sagt um suma kandídatana. Robert
Hiibner hefur tvívegis hætt keppni
í einvígi vegna ofreynslu á taugum.
Zoltan Ribli er heldur ekki alltof
sterkur á taugum. Undirritaður
minnist t.d. síðustu umferðar Ol-
ympíumótsins á Möltu, þegar ís-
lendingar mættu Ungverjum í
geysilega þýðingarmikilli viður-
eign hvað varðaði efsta sætið. Ribli
tefldi við Jón L. Árnason og hrein-
lega nötraði allur á meðan á skák-
inni stóð, þó einkum á síðustu mín-
útum hennar. Harry Kasparov er
oft afar taugaspenntur og hefur
ólíkt mörgum sovéskum stórmeist-
urum ekki fundið aðferð til þess
að fela óstyrk sinn. Portisch er ró-
legur og yfirvegaður á yfirborðinu,
og það sama má segja um Kort-
snoj, Beljavskí og Torre.
Einvígin þrjú
við Botvinnik
Það er ýmislegt sem bendir til
þess, að á árunum 1950-1958 hafi
Smyslov verið sterkasti skákmaður
heims, og þó hélt hann
heimsmeistaratitlinum í aðeins eitt
ár. Smyslov hafði orðið í 2. sæti í
heimsmeistarakeppninni 1958, en
keppni sú var haldin tveim árum
eftir að Aljékín andaðist. Á þess-
um tíma efaðist enginn um yfir-
burði Botvinniks yfir aðra skák-
menn; en skákin þróast hratt, og á
meðan Botvinnik varði næstu árum
í verkefni óskyld skáklistinni, tefldi
Smyslov, og reyndar flestir af
sterkustu skákmönnum Sovétríkj-
anna, s.s. Keres, Bronstein, Bol-
elsavskí og Kotov, í hverju skák-
mótinu á fætur öðru. Botvinnik
fékk að vísu frí frá vinnu einn dag í
viku hverri, miðvikudag, til að
helga sig skákrannsóknum, en það
sýndi sig þegar hann sneri að skák-
borðinu aftur að honum hafði
hrakað talsvert. í Áhorfendakeppn-
inni 1951 kom fyrsta tækifæri
Smyslovs til að öðlast réttindi til að
heyja einvígi við Botvinnik. Hann
hafði ekki erindi sem erfiði. 10
stórmeistarar tefldu tvöfalda um-
ferð og eftir urðu Bronstein og Bol-
eslavskí, en Smyslov varð að gera
sér 3. sætið að góðu. Bronstein
vann svo Boleslavskí í einvígi sem
ákvarðaði áskoranda Botvinniks,
en tókst þó ekki að hrinda Botvinn-
ik af stóíi. Þeir tefldu 24 skákir og
skildu jafnir, 12:12.
í Áskorendamótinu í Zurich
1953 var tími Smyslovs kominn.
Rólegur og yfirvegaður stfll hans
braut allt undir sig, og á endanum
varð hann efstur með tveggja vinn-
inga forskot á næstu menn.
Hann settist svo að tafli and-
spænis Botvinnik snemma árs 1954.
Þeir tefldu um heimsmeistaratit-
ilinn. Botvinnik hafði undirbúið sig
af miklu kappi, leit á titilinn sem
sinn eigin, og í raun var honum
langtífrá hlýtt til Smyslovs. Ástæð-
ur þess má rekja til ársins 1951 þeg-
ar Sovétmenn tóku í fyrsta sinn þátt
í Olympíuskákmóti. Þótti mönnum
Botvinnik lítið hafa sinnt skáklist-
inni, og í refsingar- og aðvörunar-
skyni var hann ekki valinn til þátt-
töku. Fannst Botvinnik sem sterk-
ustu skákmennirnir hefðu gert
samsæri gegn sér, enda einkenndist
öll framkoma hans þaðan í frá af
mikilli tortryggni. Þannig heimtaði
hann að blindleikur svokallaður,
þ.e. sá leikur sem menn stinga í
umslag þegar skák fer í bið, yrði í
tvíriti og varð úr þeirri kröfu hans
mikið fjaðrafok þegar hann tefldi
við Bronstein 1951. Smyslov á hinn
bóginn lét sér fátt um finnast, ólíkt
Bronstein sem hafði yndi af því að
finna nýja fleti á hverju vandamáli.
T.a.m. komst Bronstein að því að
Botvinnik tók út við að horfa á sig
drekkandi te - sem auðvitað varð
til þess, að tedrykkjan sú var hafin
upp í æðra veldi; fór fram með
heilmiklum kúnstum, innsogi,
ræskingum og búkhljóðum.
Nóg um það. Þegar einvígi
þeirra Botvinniks og Smyslovs
hófst reyndust öll vandamál auð-
leyst, þökk sé lipurð Smyslovs.
E.t.v. hefur Botvinnik talið sig
hafa sálfræðilegt tak á Smyslov út á
þetta atriði og einnig hitt, að staða
þeirra í innbyrðis skákum var
Smyslov mjög í óhag. Það tók
Sinyslov a.m.k. fjórar skákir að
komast yfir slíkar tilfinningar og þá
hafði Botvinnik náð miklu for-
skoti, yh:'h. Sveiflukennt varð
þetta einvígi, því eftir 11 skákir
höfðu undur og stórmerki gerst,
Smyslov var kominn yfir6:5. Senn-
ilega segja þessar tölur meira en
mörg orð um skapfestu og keppnis-
hörku þessa prúða manns, og ekki
verður það af Botvinnik heldur
skafið: hann hafði til að bera flesta
kosti keppnismannsins, því að að
2/3 hluta einvígisins loknum, þ.e.
16 skákum, var hann aftur kominn
yfir, 9:7! Smyslov náði sér vel á
strik í lokin. Hann jafnaði metin og
átti enn möguleika á heimsmeistar-
atitlinum þegar tefldar höfðu verið
23 skákir. 24. skák stóð aðeins í 22
leiki. Þá hafði Botvinnik náð yfir-
jburðastöðu og gerði Smyslov til-.
boð sem hann gat ekki hafnað.
Lokaniðurstaðan 12:12. Smyslov
lagði þó ekki árar í bát. Hann hélt í
Áskorendamótið 1956 í Amster-
dam að loknum ýtarlegum undir-
búningi. Eistlendingurinn Paul
Keres veitti honum harðasta
keppni í móti þessu, en undir lokin
gaf hann eftir. Smyslov vann annað
áskorendamótið í röð og ávann sér
rétt til að tefla við Botvinnik. í því
einvígi hafði Smyslov alla yfir-
burði. Lokaniðurstaðan varð I2V2
:9'h.
Smyslov átti marga aðdáendur á
þessum tíma. Hann hafði lagt
mikla vinnu til þess að ná markmiði
sínu og var án efa sterkasti skák-
maður heims þetta árið. Hann varð
hinsvegar að virða þær reglur sem
Botvinnik hafði laumað inn í laga-
bálk FIDE, alþjðasambands-
ins. Þær reglur kváðu á um að
heimsmeistari fengi rétt á öðru ein-
vígi. Reglur þessar giltu í raun
aðeins fyrir Botvinnik, því tækist
honum að endurheimta titilinn, þá
fengi Smyslov ekki tækifæri aftur!
Ósanngjarnar reglur sem voru
lagðar niður 1963 þegar Petrosjan
lagði Botvinnik að velli, en það
merkilega er, að nú hefur Karpov
heimsmeistara tekist að lauma svo
til nákvæmlega sömu klásúlu inn í
FIDE-lögin.
Smyslov hafði því ekki mikinn
tíma til að fagna sigri. Hann varð
að vera undirbúinn undir titilvörn
sínasem hófstvorið 1958. Botvinn-
ik mætti einbeittur til leiks,
staðráðinn í að ná titlinum til baka
- og það tókst. Eftir 23 skákir hafði
hann hlotið I2V2 vinning.
Smyslov fékk ekki tækifæri eftir
- þetta. Hann gerði tilraun á Áskor-
endamótinu 1959, en þá var tími
Tals kominn.
Eftir að Tal varð heimsmeistari
og síðar Petrosjan gerði Smyslov
ekki alvarlega tilraun til þess að
verða heimsmeistari. Hann tók
þátt í Áskorendakeppninni 1964,
en henni hafði þá verið breytt í ein-
vígi og fyrsti andstæðingur hans var
Efim Geller. Smyslov hafði ætíð
gengið illa gegn Geller og engin
breyting varð á. Lokatölur urðu 5V
z:2'h. Geller í hag
Eftir þetta dró Smyslov sig í hlé
frá skarkala þeim sem löngum hef-
ur fylgt heimsmeistarakeppninni.
Fram á sjónarsviðið voru komnir
meistarar á borð við Fischer og
Larsen sem unnu nánast hvert ein-
asta mót sem þeir tóku þátt í.
Smyslov var búinn að kveða sér
hljóðs löngu áður en flestir þátttak-
endurnir í Áskorendakeppninni
voru fæddir. 1938 vakti hann fyrst
verulega athygli þegar hann varð í
1.-2. sæti á Moskvu-
meistaramótinu ásamt þekktum
stórmeistara þess tíma, Lilienthal.
Þegar kemur að því að velja skák
sem Smyslov hefur teflt, er tilvalið
að draga fram löngu gleymda
viðureign Smyslovs og Botvinniks
teflda í einvíginu um heimsmeistar-
atitilinn 1954:
Hvítt: Vasily Smyslov
Svart: Mikhael Botvinnik
Frönsk vörn
1. e4 e6
2. d4 d5
3. Rc3 Bb4
4. e5c5
5. a3 Ba5
(Botvinnik beitt þessum leik af og
til á skákferli sínum. Hvítur verður
að bregðast hart við, vegna hinnar
miklu spennu á miðborðinu.)
6. b4! cxd4
(6. - cxd4 7. Rb5! gefur hvítum
sterkt frumkvæði fyrir peðið.)
7. Dg4
(Skarpasti leikurinn. Einnig kom
til greina 7. bxa5 dxc3 8. Dg4.)
7. .. Re7
(Eftir 7. - Kf8 8. bxa5 dxc3 9. a4! er
svartur illa beygður.).
8. bxa5 dxc3
9. Dxg7 Hg8
10. Dxh7 Rd7
(Tal lék 10. - Rc6 í frægri skák gegn
Fischer. Hún var tefld á Olympí-
uskákmótinu í Leipzig 1960.)
11. RO Rf8
12. Dd3 Dxa5
13. h4!
(Einfalt og áhrifaríkt. H-peðið er
mikill ógnarvaldur svörtum
stöðunnar.)
13. .. Bd7
14. Bg5! Hc8
15. Rd4! Rf5
(15. - Hc4 má svara með 16. De3!
og ef 16. - Ha4 þá 17. Hbl! Svartur
þegar illa beygður.)
16. Hbl Hc4
(Eða 16. - Dxa3 17. Rxf5 exf5 18.
Hxb7 Hxg5 19. hxg5 Dcl - 20. Ddl
Dxg5 21. Dxd5 Dcl+ 22. Ddl Df4
23. Hh3 og vinnur. Þá má geta þess
að 16. - b6 strandar á 17. Rb5 með
hótuninni 18. Dxf5!)
17. Rxf5 exf5
18. Hxb7! He4+
19. Dxe4! dxe4
20. Hb8+ Bc8
21. Bb5+ Dxb5
22. Hxb5 Re6
23. Bf6 Hxg2
24. h5 Ba6
25. h6!
- Svartur gafst upp.
Þegar þetta er ritað eru þrjár
umferðir eftir af Skákþingi
Reykjavíkur. Elvar Guðmundsson
byrjaði með fádæma hörku; hann
vann fyrstu 7 skákirnar. Nú er það
svo, að slíkur sprettur ætti að duga
til nær ævarandi forskots, en því
var alls ekki að heilsa. Dan Hans-
son mætti Elvari í 8. umferð og
vann og komst við það í deilt efsta
sætið. Gamla kempan Sveinn Kri-
stinsson er í 3. - 5. sæti með 6V2
vinning ásamt Halldóri G. Einars-
syni og Guðlaugu Þorsteinsdóttur.
Þau eru öll með 6V2 vinning. Eins
og fram hefur komið, hóf 91 skák-
maður keppni á mótinu, en þvílýk-
ur næsta fimmtudagskvöld.
-hól.
Hef opnað lækna-
stofu
í Læknastöðinni hf., Glæsibæ.
Tímapantanir í síma 86311 eftir kl. 10 f.h.
Ellen Mooney
Sérgr.: Húðsjúkdómar
Kennara vantar
íþróttakennara vantar strax að grunnskóla
Fáskrúðsfjarðar. Gott húsnæði fyrir hendi.
Upplýsingar gefur skólastjóri, sími 5224 í
skólanum og 5159 heimasími.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall
og útför
Guðmundar Vigfússonar
fyrrv. borgarfulltrúa
Heiðargerði 6
Marta Kristmundsdóttir
og fjölskylda