Þjóðviljinn - 29.01.1983, Page 25
daegurmal (sígiid?)
Barry Reynolds/I scare myself:
Helgin 29. - 30. janúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 25
Barry Reynolds er breskur git-
arleikari, laga- og textahöfundur
og söngvari og hefur veriö þekkt-
ur sem slíkur í mörg ár meðal
breskra hljómlistarmanna. Hann
var um tíma gítarleikari í Blo-
dwyn Pig, tók við af Mick Abra-
hams, sem stofnaði þá hljómsveit
eftir að hann gekk úr Jethro Tull.
Barry Reynolds fór þó fyrst að fá
þá athygli almennings, sem hann
á skylda, eftir að hann fór að
vinna með Marianne Faithfull.
Sú samvinna hófst á plötu hennar
Broken English, sem út kom 1979
og mér fannst þá merkilegasta
plata sem ég hafði heyrt í áravís.
Á Broken English er Barry
Reynolds aðalgítarleikari auk
þess að vera höfundur titillagsins
ásamt Marianne, Mavety, York
og Stannard, en hann hefur
samið mörg lög og t.d. með þeim
Marianne og Grace Jones. Auk
þess virðist hann vera orðinn fast-
ur í sessi sem gítarleikari þeirra
beggja (á plötum MF auk BE:
Dangerous acquaintances, BE/
Sister Morphinc - 45 snún., Run
for your lives/Irony - 45 snún. og
á væntanlegri plötu hennar A
child’s adventure. Með GJ á
Warm leatherette, Nightclubbing
og hennar nýjustu, Living my
life.).
Það var í kringum 1970 sem
Barry Reynolds gekk í Blodwyn
Pig og hlýtur samkvæmt því að
vera nálægt tuttugu ára taxtanum
í stéttarfélagi hljómlistarmanna.
Þó var það ekki fyrr en seint á
síðasta ári að fyrsta sólóplata
hans kom út. Hana skýrir Barry í
„höfuð“ amerísks dægurlags frá
1967 (eftir Dan Hicks) og byrjar
plötuna á því: I scare myself; sem
útleggst: Eg hræðist sjálfan mig.
Ég verð að viðurkenna að ég
deildi með Barry þessari hræðslu
hans í sinn eigin garð er ég sá að á
plötunni flytur hann lögin Brok-
en English og Guilt (eftir BR),
sem bæði er að finna á plötu Mar-
ianne Faithfull (BE). Ég hélt að
þau yrðu alger „bömmer“ og
óhugsandi í flutningi annarra en
hennar, vegna hinnar sérstæðu
og frábæru söngtúlkunar hennar.
En viti menn! Þó að heiti plöt-
unnar hljómi eins og fólk gæti
með henni verið að kaupa lífvana
köttinn í sekknum kemur í ljós
það gagnstæða - og sem kattavin-
ur leyfi ég mér að umsnúa algjör-
lega þessum kattfjandsamlega
málshætti: Eftir að vera búin að
kynna mér innihald „sekksins"
um I scare myself finnst mér, í
hvert skipti sem ég tek plötuna
upp til að spila hana, ég hafa
höndlað dásamlega, og vel á lífi
kött í stað þess sem mig grunaði
nær dauða en lífi, eða vart á garð
setjandi. Innihaldið ber sem sagt
vitni um alla þessa merka dýrs
bestu kosti: lipurð, mýkt, snerpu,
sjálfsfylgni (?), marksækni og
-hittni (kettir væru örugglega ós-
igrandi í k(n)attspyrnu, mal-
tækni, útsjónarsemi (kattandúð-
lega nefnd slægð), skynsemi og
óforbetranlega (tón)heyrn. Auk
þessara „tæknilegu" atriða sýnir
Barry sjálfstæði kattarins, sem
alltaf heldur sínu tígulega og ót-
emjanlega villta eðli, sem kemur
manni sí og æ á óvart vegna fág-
aðs yfirborðs, sem vekur með
manni lotningu gagnvart þessu
dulúðga, leyndardómsfulla dýri.
I scare myself er plata sem
stenst allar gæðakröfur að mínu
mati, en þar fyrir utan er það
auðvitað heyrn, smekkur og til-
finning hvers og eins sem úrslit-
um ræður um hljómlistarval
fólks.
I scare myself er hljóðrituð í
Compass point stúdíói í Nassau á
Bahamaeyjum, sem er í eigu
Island-útgáfufyrirtækisins, sem
Bretinn Chris Blackwell stofn-
aði. Hann er alinn upp á Jamaica,
og kynntist þar hljómlist inn-
fæddra, sem reggei er runnið frá,
og hefur æ síðan verið í góðu sam-
bandi við músikanta á Jamaica.
Aðalpostularnir í þeim efnum
eru þar engin undantekning:
„ryþma“parið fræga Sly Dunbar
og Robbie Shakespeare, Wally
Badarou á hljómborð, Mickey
Chung á gítar, en þessir menn
mynda með Barry Reynolds sem
sólógítarista hina frægu The
Compass point all stars, þ.e.a.s.
hljómsveit stúdíósins, og hafa
þeir leikið inn á aragrúa, ef ekki
flestar, þeirra reggei-
hljómplatna sem út hafa komið
hjá Island. Má af þeim nefna
plötur Black uhuru, en áður eru
nefndar vinkonur okkar Grace
og Marianne. Barry Reynolds er
auðvitað með þessa stjörnu-
hljómsveitarvini sína á þessari
fyrstu skífu sem hann sendir út
undir eigin nafni.
Ef lýsa ætti hljómlistinni, öðru-
vísi en með skýrskotun til eigin-
leika kattarins, þá mætti kannski
segja að þarna væri örlítið af
Grace Jones, aðeins meira af
reggei, rúmlega það „aðeins" af
Marianne Faithfull (þó er rétt að
geta þess að Barry hefur mun
hærri söngrödd og mýkri, þó töl-
uvert lægri en algengasta katt-
armjálm og öllum mun þýðari en
-breim), og svo hefur maðurinn
alist upp og lifað með bresku
rokki, þar sem þjóðlagatónlist
hefur alltaf verið nálæg. Barry
hefur spilað í gegnum hinar ýmsu
tískustefnur rokksins, með mörg-
um og þeim til hæfis, en varðveitt
eigið „orgínalítet" (frumleika),
og beitir sér eins og honum hent-
ar þegar hann er „sóló“, rétt eins
og kötturinn, sem í flestu hlýðir
þegar umvandandi heimilisfólk
er í nánd, en fer nokk sínu fram
jafnskjótt og hann losnar undan
geðþótta annarra.
Ég mun ekki verða hrædd um
að Barry Reynolds spjari sig ekki
á öðrum sólóplötum sínum, sem
vonandi verða fleiri og ég á eftir
að bera heim, líklega í algengasta
sekk nútímans, hinni eilífu fylgju
nútímamannsins, plastpokanum.
A
Rod veit hvað hann syngur
...og aðdáendumir með!
Rcxl Stewart/Absolutely live
Rod Stewart er heldur betur
búinn að halda vel út sem rokk-
stjarna. Hann er fæddur 10. jan.
1945 og hefur verið í rokkhljóm-
sveitum a.m.k "íðan 1964, en þá
kom út hans fyrsta plata, tveggja
laga (Good morning little school-
girl). Nafntoguðustu hljómsveitir
sem hann hefur verið í eru Jeff
Beck group og Faces. Sólóferil
sinn hóf hann á meðan hann var í
Faces en hætti með þeim 1973 og
hefur notið gífurlegra vinsælda
síðan sem 'söngvari, bæði á
plötum sínum og ekki síður á^
hljómleikum, þar sem hann nær
upp hreint ótrúlegri stemmningu.
Nýjasta platan frá Rod Stewart
Jón Viftar
Andrea
er einmitt tekin upp á hljómleika-
ferðalagi hans um Bretland og
Bandaríkin á nýliðnu ári og flytur
hann þar, með stórgóðu rokk-
bandi, mörg sín vinsælustu lög;
sígilda „rokkara" og tvö lög sem
hann hefur ekki sungið á plötu
áður, Guess I’ll always love you
og Platters-lagið gamla The great
pretender. Rod er mjög góður
rokksöngvari, með „viskírödd",
og eins eru bassa- og trommu-
leikari sveitar hans áberandi
góðir.
Eins og áður sagði er Rod
Stewart einkar lagið að hrífa
hljómleikagesti, og samkvæmt
þessari plötu hefur honum frekar
farið fram en aftur í þeim efnum.
Ég hef ekki heyrt á hljómleikap-
lötu aðra eins partýstemmningu
og á Absolutely live, þar sem
„þingheimur" allur, sem þarna
hefur sjálfsagt skipt þúsundum,
tekur undir með Rod og líka án
hans og syngur fullum hálsi heilu
lagakaflana, og kann reiprenn-
andi utanað textana. Áheyrend-
ur eru ekki bara þiggjendur,
heldur taka þátt í skemmtuninni
af lífi og sál. Sérstaklega er þetta
áhrifaríkt í You’re in my heart,
stoðar þær Kim Carnes og Tinu
Turner, en alls eru á plötunum 20
lög.
Absolutely live er sögð skila
okkurþessum hljómleikum alveg
eins og þeir komu fyrir af skepn-
unni, eins og reyndar nafnið gef-
ur til kynna. Það mun hinsvegar
vera algengara að slíkar upp-
tökur séu lagfærðar, og stundum
hreinlega heilu hljóðfærin tekin
upp á nýtt í stúdíói og bætt fyrir
það sem miður þykir fara. En
Absolutely live er semsagt alveg
ekta, engin brögð í tafli, og
m.a.s. eitt ömurlegt saxófónsóló
látið flakka, en hljóðfæraleikar-
inn beðinn afsökunar fyrir til-
tækið á „nærbuxum" annarrar
plötunnar. Fyrir bragðið er hér
komin á markað plata, sem nær
að vekja, hvar sem hún er spiluð,
samkennd við yfir sig hrifna
áheyrendur á hljómleikum sem
heyra sögunni til.
En Rod Stewart segist síður en
svo vera sestur í helgan stein, og á
því eflaust oftar eftir að leiða
margar þúsundir mannsradda í
einu í samstilltum og hrífandi
fjöldasöng. Lifandi tónlist á
sterkan miðil þar sem Rod Stew-
art er.
A
Sailing og I don’t want to talk
about it. Svo eru þarna auðvitað
Gasoline alley, Maggie May og
Da you think I’m sexy. Enda-
hnúturinn á þessu tveggja platna
albúmi er Faces-lagið Stay with
me, þar sem Rod fær sér til að-
Stefán Jón Hafstein var rögg-
samur kynnir á Músiktilraunum.
Mynd ísmynd.
íslenskt rokk
í sjónvarpið
Satt gekkst fyrir því að úrslit úr
Músiktilraunum ’82 voru tekin
upp á vídeó og mun nú nokkuð
víst að sjónvarpið kaupi þann
þátt. Er ekki að efa að margur
mun hafa gaman af að sjá og
heyra hversu fjölskrúðug íslensk
dægurtónlist er og af nógu að
taka. Misgott er það að vísu, en
engu að síður voru blaðamenn
ánægðir með framtakið og út-
komuna að flestu leyti, en Satt og
ísmynd, sem sáu um upptöku
hljómleikanna, buðu nokkrum
þeirra að skoða filmuna.
Auk úrslitanna úr Músiktil-
raunum tóku ísmyndarmenn upp
konsert Egósins í Tónabæ þetta
sama kvöld. Ekki er vitað hvort
sjónvarpið kaupir þann þátt, en
ég verð nú að segja eins og er, að
ekki finnst mér rokkáhugamenn
síður eiga skilið að sjá Bubba
Morthens og hans þrælsterka tríó
á skjánum, en á þessari upptöku
eru þeir í alveg geysigóðu formi,
og Bubbi dregur svo sannarlega
ekki af sér, hvorki af sál né lík-
ama... svitinn rennur í stríðum
straumum.
Rokkáhugafólk, og þá sérstak-
lega í dreifbýlinu sem sárafá tæki-
færi hefur til að fylgjast með því
sem er að gerast hér á landi í
rokkinu, það yrði örugglega
himinlifandi ef sjónvarpið tæki
þætti þessa báða til sýningar. Þar
að auki er sennilegt að þátt með
Egóinu, og t.d. Þey og Grýlun-
um, mætti selja erlendum sjón-
varpsstöðvum.
Úr skúrnum
í stúdíóið
Sagt var frá því um síðustu helgi
að 3. hæðin ætlaði sér ekki að
draga uppi í bílskúrnum og síður
en svo er útlit fyrir það. Hljóm-
sveitin fer á morgun, sunnudag,
austur í Glóru, í stúdíó Nema þar
á bæ, í hljómplötuupptöku. Fyrir
þá sem ekki lásu síðasta Sunnu-
dagsblað: 3. hæð er vímulaust
rokkband, stofnað af Rúnari Þór
Péturssyni, og þeir sem áhuga
hafa á 3. hæðinni geta hringt í
síma 12019, 36224 eða 13415.
Rokkhátíð
í Hamra-
htíðinni
í ráði er að halda hátíð fyrir
Belgi og aðra Frakka í norður-
kjallara Menntaskólans við
Hamrahlíð laugardaginn 5. fe-
brúar. Stefnt er að því að sem
flestar rokksveitir láti þar til sín
heyra og er lysthafendum vin-
samlegast bent á að skrá sig til
þátttöku í GRAMMINU Hverf-
isgötu 50.