Þjóðviljinn - 29.01.1983, Side 32
woov/um
Helgin 29. - 30. janúar 1983
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9—20 mánudag til föstudags. Utan þess
tíma er hægt aö ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum
símum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, ljósmyndir
81257. Laugardaga kl. 9—12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma
81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt
öll kvöld.
Aðalsími
81333
Kvöldsími
81348
Helgarsími
afgreiðslu
81663
Á ráðstefnu BSRB um stöðu launþegahreyfingarinnar kom fram mikill vilji fyrir auknu samstarfi. Myndin
er tekin við pallborðsumræðurnar í gær, talið frá vinstri Þórir Daníelsson, Helgi Andrésson, Einar Olafsson,
Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, Guðríður Þorsteinsdóttir, Vilhelm G. Kristinsson, Ásmundur Stefánsson,
Kristján Thorlacius og Albert Kristinsson sem stýrði umræðum. Ljósm. eik.
Samflot allra launamanna í næstu kjarasamningum ?
Aukið samstarf brýnna
en nokkru sinni fyrr
sagði Kristján Thorlacius formaður BSRB á ráðstefnu bandalagsins
í pailborðsumræðunum á
ráðstefnu BSRB um stöðu laun-
þegahreyfingarinnar, sem lauk í
gær, lýsti Kristján Thorlacius for-
maður bandalagsins þeirri skoðun
sinni að samtök verkafólks ættu
eindregið að hafa samstarf sín í
milli við gerð næstu kjarasamn-
inga. Kvaðst Kristján mundu óska
eftir því formlega á allra næstu dög-
um, að viðræður BSRB og ASÍ
hæfust um þetta atriði.
Ráöstefnu BSRB um stöðu laun-
þegahreyfingarinnar og tengsl ein-
stakra félaga innbyrðis hófst sl.
fimmtudag og lauk í gær. Greini-
legur vilji kom þar fram um að
a.m.k. stóru samböndin í verka-
lýðshreyfingunni tækju upp nánara
samstarf og að nauðsyn væri á að
eyða tortryggni þeirra í milli. Sér-
staklega voru talsmenn BSRB
þeirrar skoðunar að meiri nauðsyn
væri á því en nokkru sinni fyrr að
launamenn stæðu saman í sinni
baráttu. Ásmundur Stefánsson for-
seti ASÍ kvað þetta mál ekki hafa
verið rætt sérstaklega í miðstjórn
Alþýðusambandsins og minnti
jafnframt á að hvert samband
innan ASÍ réði sjálft hvernig að
samstarfi væri staðið. Ekki væri
einu sinni ákveðið hvort samflot
yrði innan Alþýðusambandsins
hvað þá að farið væri að ræða form-
lega um samstarf við önnur samtök
launamanna. Slíkt þyrfti að ræða
betur innan félaganna.
Talsmenn Sambands banka-
manna, BHM og Sóknar töldu
sjálfsagt að ræða aukið samstarf og
Áðalheiður Bjarnfreðsdóttir for-
maður Sóknar lýsti áhuga sínum á
því að sérstök samstarfsnefnd yrði
kosin hið allra fyrsta.
Nánar segir frá ráðstefnu BSRB
eftir helgi.
- v.
Óánægöir Sjálfstæðismenn á Vestfjörðum:_
Stefna að framboði
að undangengnu prófkjöri
Við hcldum mjög fjölmcnnan
fund á ísafírði á fímmtudaginn, þar
sem samþykkt var með 39 at-
kvæðum gegn 6 að kanna gaum-
gæfílega hug fólks á Vestfjörðum til
sérframboðs að undangengnu próf-
kjöri, en sem kunnugt er hafnaði
kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins
Búist er við að alþingismenn
greiði á þriðjudag atkvæði um til-
lögu Eiðs Guðnasonar um mótmæli
við tímabundnu hvalveiðibanni við
Island. Málið er nú hjá utanríkis-
málanefnd og hyggst formaður
hennar, Geir Hallgrímsson, af-
greiða það þaðan á mánudag.
Fyrr í þessum mánuði barst for-
stjóra Flugleiða, Sigurði Helgasyni
bréf frá Greenpeace samtökunum
þar sem tilkynnt er að mótmæli ís-
lendingar banninu muni samtökin
efna til mótmælaaðgerða við sölu-
skrifstofur Flugleiða í Evrópu og
N-Ameríku. í svari Sigurðar Helg-
á Vestfjörðum því að viðhafa próf-
kjör við uppstillingu listans með
þeim afleiðingum að mikill meiri-
hluti Sjálfstæðisfólks í kjördæminu
er sáróánægt, sagði Ólafur Krist-
jánsson sveitarstjóri í Bolungarvík í
samtali við Þjóðviljann í gær.
Ólafur sagði að hann ásamt
asonar er bent á að það sé ekki í
valdi Flugleiða hvort banninu verði
mótmælt eða ekki og ennfremur að
slíkar mótmælaaðgerðir geti valdið
félaginu tjóni. í svari Greenpeace
við því bréfi segir að ekki sé ætlun-
in að valda Flugleiðum tjóni, en
Greenpeace muni nota sérhvert
tækifæri þar sem nafn íslands og
fáni sé, til þess að vekja athygli
heimsins á hvalveiðistefnu íslend-
inga. Afrit af þessum bréfaskiptum
var sent til forsætisráðherra,
samgöngu- og sjávarútvegsráð-
herra og utanríkisráðherra.
Sigurlaugu Bjarnadóttur, Guð-
mundi H. Ingólfssyni og Halldóri
Hermannssyni hefðu rætt saman,
þegar svo var komið málum að þau
höfðu ekki vinnufrið fyrir fólki sem
vildi að eitthvað væri aðhafst í mál-
inu. Ólafur sagði að svo langt hefði
gengið að hann hefði orðið að taka
síma sinn úr sambandi til að geta
lokið skylduverkum.
Það var hluti þessa fólks, sem
kom á fundinn á ísafirði, sem var
ekki einu sinni auglýstur, en samt
svona fjölmennur. Nú stendur fyrir
dyrum að kanna hug manna til sér-
framboðs, en að sögn Ólafs er erfitt
um vik með fundarhöld, þar sem
samgönguerfiðleikar eru með allra
versta móti á Vestfjörðum um
þessar mundir.
Ólafur sagði ennfremur að hann
teldi að um 80% kjósenda Sjálf-
stæðisflokksins á Vestfjörðum væri
sáróánægður með vinnubrögð
kjördæmisráðsins. Nú væru 12 ár
síðan prófkjör var viðhaft hér og
við unum þessu ekki. Ég er svo
ákveðinn stuðningsmaður próf-
kjörs að ég hafnaði boði um 3ja
sæti á listanum nú, vegna þess að
það stríddi gegn sannfæringu minni
um að það eina rétta væri prófkjör.
Og það get ég fullyrt að menn
leggja ekki út í svona sérframboð
fyrr en gengið hefur verið framaf
þeim alveg gersamlega, sagði Ólaf-
ur Kristjánsson að lokum.
- S.dór.
Mótmæli gegn hvalveiðibanni:
Atkvæðagreiðsla
á þriðjudaginn
Greenpeacemenn hyggjast mótmæla
við söluskrifstofu Flugleiða
Leigumiðlun enn til umræðu í borgarráði:
Kvennafram-
boðið á móti!
Fulltrúi kvennaframboðsins í
borgarráði, Magdalena Schram
greiddi í gær atkvæði gegn beiðni
Leigjendasaintakanna um styrk úr
borgarsjóði til þess að starfrækja
leigumiðlun einir sér eða með Hús-
eigendafélaginu.
Leigumiðlun hefur hingað til
verið eitt helsta baráttumál Kvenn-
aframboðsins og hefur Guðrún
Jónsdóttir m.a. flutt tillögu um
stuðning borgarinnar við hana.
Magdalena sat fundinn fyrir
Guðrúnu Jónsdóttur og greiddi
sem fyrr segir atkvæði gegn erind-
inu. Það hlaut því aðeins eitt at-
kvæði, Sigurjóns Péturssonar,
Sjálfstæðisflokkurinn sat hjá og því
var beiðninni hafnað. Við af-
greiðslu fjárhagsáætlunar borgar-
innar fyrir þremur vikum var felld
tillaga frá Álþýðubandalaginu um
hækkun styrks til Leigjendasam-
takanna og fengu þau sömu upp-
hæð og árið 1982.
-ÁI
Borghildur Jósúadóttir var með þeim fyrstu sem kusu í síðari umferðinni í
gær. Ljósm. - eik.
Forval ABR lýkur á sunnudaginn:
Mikil aðsókn í gær
Meiri þátttaka var á fyrsta for-
valsdegi Alþýðubandalagsins í
Reykjavík en verið hefur f síðari
umferð forvals áður. Opið var milli
17 og 19 í gær og höfðu þá tvöfalt
fleiri kosið en á sama tfma í fyrri
umferð.
í dag laugardag verður kosið
milli kl. 10 og 19 og á morgun sunn-
udag, milli kl. 14 og 19. Stjórn
ABR hefur hvatt alla félagsmenn
til þess að notfæra sér kosninga-
réttinn og hafa áhrif á skipan G-
listans við alþingiskosningarnar í
vör. Nýir félagsmenn eru einnig
velkomnir.
16 taka þátt í síðari umferðinni
en hún fer þannig fram að kjósandi
setur tölurnar 1, 2, 3, 4, 5 og 6
framan við nöfn eins og hann vill að
framboðslistinn verði skipaður.
Ekki má kjósa fleiri en 6 og ekki
færri, þá telst seðillinn ógildur.
Kosið er á Grettisgötu 3, á skrif-
stofu Alþýðubandalagsins.