Þjóðviljinn - 04.02.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.02.1983, Blaðsíða 7
Herferð gegn spillingu í Sovét? ^Tók laun fyrir 500 „dauðar r /• salir Moskvublaðið Sotsíalistít- sjeskaja Indústría segir nýlega frá því, að afhjúpað hafi verið í borginni Pdolsk mikið svika- mál. Þar í borg hafði manni nokkrum tekist að hirða í þrjú ár laun fyrir um fimm hundr- uð verkamenn, sem hvergi voru til nema á pappírunum - frekar en verksmiðjan sem þeir voru skráðir hjá. í sovéskum blöðum er öðru hverju skýrt frá ýmsumfjár- svikamálum en það er eftir því tekið, að eftir að Júrí Androp- of tók við valdamesta embætti landsins hefur dæmum um slíka „rannsóknablaða- mennsku" fjölgað mjög. Bendir margt til þess að um þessar mundir sé hafin í So- vétríkjunum mikil herferð gegn fjármálaspillingu þeirri, sem lengi hefur verið, einnig í opinberum ræðum, viður- kennd sem meiriháttar vanda- mál. Sumir fréttaskýrendur telja, að eitt markmiðið með þessari herferð sé að sýna al- menningi fram á að spilling hafi blómstrað í tíma Brésn- jéfs, en nú sé uppi önnur öld og verði hart tekið á ýmis- legum afbrotum. Flókið blekkinga- kerfi Mál það sem fyrr var frá greint er svo vaxið, að maður að nafni Stanislav Ivanof kom á opinberar skýrslur verk- smiðju í Podolsk, sem hann staðhæfði að framleiddi vélar fyrir vefnaðariðnaðinn. Verk- smiðjan var samkvæmt plöggum risin á landi þriggja ríkisbúa, en forstjórar búanna tóku að sér alla pappírsvinnu sem nauðsynleg var til að svo liti út sem raunveruleg verk- smiðja væri að störfum. Fyrir þetta viðvik fengu forstjór- arnir mútur upp á sem svarar tuttugu miljónum króna. Til að halda svikamyllunni gang- andi keypti ívanof öðru hverju vefstóla á svörtum markaði og seldi þá iríkisfyrir- tækjum sem eigin framleiðslu. Blaðið lætur að því liggja í frásögn sinni, að hundruð manna hafi dregist inn í svindl þetta áður en allt komst upp. ívanof tókst um þriggja ára skeið að stinga í vasann launum 515 verkamanna („dauðar sálir“ heita slíkir menn í Rússlandi frá fornu fari) - sem aldrei voru til. So- véska blaðið sem frá þessu máli skýrir segir, að Ivanof hafi fengið sér tvo lífverði, fjóra bfla, þrjú einbýlishús auk þess sem hann hafi skreytt konu sína djásnum „eins og jólatré". Föstudagur 4. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Geir Gunnlaugsson skrifar frá Guineu Bissau Bissau, 25. janúar 1983. Fimmtudagurinn 20. janúar rann upp bjartur og fagur. Þaö var frídagur og þaö hvíldi notalegur blær yfir Bissau. Alls staðar streymdi fólk til að safnast saman viö höfnina á „Torgi hinna föllnu gegn nýlendustefnunni“. Þar er minnismerkið svartur, krepptur hnefi, um hina 50 verkamenn sem Portúgalar skutu niður í verkföllunum 3. ágúst 1959. Þennan fagra fimmtudagsmorg- un voru 10 ár liðin frá því að Amilc- ar Cabral var myrtur í Guinea- Conakry af leiguliðum portúgala. Síðan þá hefur þessi dagur verið haldinn hátíðlegur til minningar um hann og alla þá sem féllu í hinu 11 ára frelsisstríði gegn portú- galskri nýlendukúgun. Mannfjöldinn á torginu jókst fjöldaaðgerð. Var reykvíska lög- reglan með sína talningarmeistara fjarri góðu gamni! Guineanski kvennadagurinn í tilefni þessarar 10 ára minning- arhátíðar um Cabral og aðra fallna félaga þá hefur verið skipulögð 10 CABRAL LIFIR stöðugt, en það vakti athygli mína að hér voru engir sölumennirnir. Enginn ís til sölu, ekkert gos, engar pulsur, engar blöðrur. Sá eini sem var að selja var blaðasalinn, og „No Pintcha", eina blað landsins sem kemur út 2 sinnum í viku, rann út sem heitar lummur. Sólin reis æ hærra upp á himin- inn og það fór að hitna á höfðum okkar. Þá komst allt í einu hreyfing á hópinn. Nino, forseti landsins og sjálfur gamall skæruliði, þó ekki nema rétt rúmlega fertugur að aldri, var mættur. Glæsileg fylking í fylktu liði var nú gengið í átt að jarðneskum leyfum Amilcar Ca- bral og nokkurra annarra bardaga- hetja. Voru þær fluttar til Guinea- Bissau frá Guinea-Conakry 1979 og settar allar í eina, sameiginlega gröf. Þar er nú snoturt minnis- merki. Fremstir í flokki gegnu helstu valdamenn landsins og erlendir sendimenn í Bissau. Þar á eftir gegnu gamlar bardagahetjur. Var átakanlegt að sjá þá suma koma á hækjum sínum eða að öðru leyti illa farna eftir átök stríðsins. Þá komu ungherjarnir, ungliða- samtökin sem bera nafn Amilcars Cabrals. Þeir eru þekkjanlegir á sínum gula borða sem þeir slá um hálsinn, strákar jafnt sem stelpur. Þeir sem á eftir komu fylktu sér undir merki samtaka sinna eða vinnustaðar. Þarna voru verka- lýðssamtökin, kvennasamtökin, hverfanefndirnar, ráðuneytin, fjöldi vinnustaða o.s.frv. Einnig var fjöldi fólks em bara gekk með. Ég slóst í hóp þeirra frá sjúkrahús- inu 3. ágúst. Gengu nokkrir í þeim hópi í sínum hvítu vinnufötum. Áhrifamikil þögn Rólega mjakaðist hópurinn áfram. Skyndilega heyrðist úr fjarska einmana lúðrahljómur, Hann var einkennilega seiðandi og það sló þögn á alla. Einnar mínútu þögn til minningar um fallna fé- Íaga. Áreynslulaus, sjálfsögð. Það var áhrifamikil stund. Við gengum síðan áfram hægum skrefum að minnisvarðanum sem skreyttur var blómum. Þann tíma sem ég hef dvalið hér í landi hef ég ekki orðið vitni að öðr- um eins mannfjölda samankomn- um í Bissau í nokkurri annarri daga menningardagskrá undir heitinu Cabral lifir. Endar hún á degi Guineanskra kvenna 30. janú- ar (hér er líka haldið upp á 8. mars). Það var á þeim degi fyrir 10 árum sem Titina Silá féll. Hún var einn fremsti skæruliðinn á norðurvígstöðvunum. Var hún á kanón á leið til jarðarfarar Amilc- ars Cabrals í Guinea-Conakry er Portúgalar gerðu árás. Hvarf Tit- ina í fljótið og er talið að krókodílar hafi orðið henni að aldurtila. í sambandi við þennan kvenna- dag má geta þess að nú eru kvenna- samtökin m.a. að vinna að söfnun mynda og upplýsinga um konur sem þátt tóku í stríðinu. Nágrannar í heimsókn Þessa 10 daga sem minningar- hátíðin stendur yfir er ýmislegt sem verður á boðstólum. Hér eru t.d. staddir listamenn frá Guinea- Conakry, nágrannaríkinu sem gaf skæruliðum skjól meðan á stríðinu stóð og hlaut þungar búsifjar að launum frá Portúgölum. Þessi tvö lönd bera sama nafnið (Guinea-), en mismunandi nýlendusaga (Guinea-Conakry undir Frökkum, Guinea-Bissau undir Portúgölum) hefur markað þeim mismunandi örlög. Var stórkostlegt að sjá heima- menn dansa og syngja til heiðurs Guinea-Conakry og þakka hjálp- ina í stríðinu. Síðan hafa gestirnir sýnt listir sínar. Voru þeir með frá- bæra danssýningu, fulla af lífi og litum. Auk þessara guineönsku gesta er von á gestum frá grannríkinu í norðri, Senegal. Kemur dansflokk- ur og hljómsveit þaðan. Dagur hersins Á degi hersins, þ. 23. janúar, var þess minnst að 20 ár eru nú liðin frá fyrstu vopnuðu árás PAIGC gegn Portúgölum. Var þá haldinn úti- dansleikur við mána- og stjörnu- skin. Léku þar fyrir dansi hljóm- sveitir frá Guinea-Conakry og Guinea-Bissau. Var táknrænt að engir áfengir drykkir voru til sölu. Ekki er það nú vegna hreinræktun- arstefnu stjórnvalda heldur vegna þess að bjór hefur ekki verið til sölu hér í landi undanfarnar 4-6 vikur vegna tappaskorts bjórverk- smiðjunnar. Forsíða dagblaðsins No Pintcha frá 20. janúar s.l. Blaðið er helgað því að 10 ár eru liðin frá þvi Portúgalar myrtu sjálfstæðishetju Guineu Bissau, Amilcar Cabral. Ýfir myndinni stendur „Dýrð sé hinum föllnu“ og innfelldi textinn er tilvitnun í Cabral: „Ef ég ætti eftir að hverfa á morgun...mundi það ekki hefta framrás hermanna okkar. Það verða ávallt tugir, hundruð Cabralar í landi okkar...“ Fjölbreytt dagskrá Framundan eru síðan uppákom- ur með guineanskri tónlist, þjóð- legri og svo af nýrri gerðinni. Einn- ig er myndasýning með teikningum barna og fullorðinna um Amilcar Cabral. Lítil og einföld sýning list- muna er í andyri aðalsamkomu- hússins, 3. congresso. Þar er enn- fremur fjöldi ljósmynda úr stríðinu og hinu daglega lífi. Kvikmyndir um stríðið og Cabral eru einnig á dagskránni. Ekki má heldur gleyma útvarp- inu. Það sendir nú daglga út mikið efni um sjálfstæðisbaráttuna. Og hvað sjónvarp snertir þá ætti að vera óþarfi að geta þess að hér er engin sjónvarpsstöð. Þröng kjör Það er því augljóst að frelsis- stríðið er ofarlega í hugum fólks hér í landi. Hvernig gæti það líka verið örðuvísi? Það er óhjákvæmi- legt að svo langt og grimmt stríð skilji eftir sig spor sem lengi tekur að græða. Nú er Guinea-Bissau fullvalda ríki og landsmenn hafa hafist handa um uppbygginguna. Þó markar geysileg fátækt og menntunarskortur landinu þröng kjör og verður svo um næstu framtíð. En það er síðan önnur saga. Geir Gunnlaugsson. Sjóefnavinnslan hf. óskar að ráða starfsmann til vaktavinnu í Saltverksmiðjuna á Reykjanesi. Skriflegum umsóknum er greina frá fyrri störfum og aldri sendist skrifstofu Sjóefna- vinnslunnar hf. Vatnsnesvegi 14, 230 Kefla- vík, sími 3885, sem einnig veitir nánari upp- lýsingar. Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 1983. Sjóefnavinnslan hf. ^ Leiðrétting vegna 'fSll auglýsingar um stöðu heilsugæslulæknis í auglýsingu ráðuneytisins, dags. 20. janúar s.l., um lausa stöðu heilsugæslulæknis við heilsugæslustöð Miðbæjar við Egilsgötu, Reykjavík, misritaðist lokadagur umsóknar- frests. í stað 8. febrúar átti að standa 18. febrúar n.k. Leiðréttist þetta hér með. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 2. febrúar 1983

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.