Þjóðviljinn - 04.02.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 04.02.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. febrúar 1983 verkafó Nýtt hverfi að rísa vestur á Eiðsgranda Einsogaliirvita semfárið hafa um vesturhluta Reykjavíkurborgar í vetur hefur þar risið heil borg á undraskömmum tíma. Eiðsgrandahverfið með margbreytilegum byggingum.alltfrá einbýlishúsumtil sambýlishúsa af stærstu gerð, hefur sprottið upp úr mýrinni með þeim hraða semalvönum byggingarmeisturum er einum lagið. Vestast í þessum nýja byggðarkjarna rísa nú verkamannabústaðir, 174 íbúðir sem nýlega hafa verið í fréttum vegna kaupa áofnumtilað orna væntanlegum íbúum. Blaðamenn Þjóðviljans voru þar á vappi nýlega og hittu að máli Hörð Þorgilsson verkstjóra. Húsgagnavinnustofa Braga Eggertssonar: rísa hið allra skemmtilegasta hverfi. Hörður er búinn að vera starf- andi hjá verkamannabústöðum í 13 ár og við spyrjum hann að lok- ^um hvernig honum hafi líkað. „Afbragðsvel; annars væri ég ekki í þessu. Við byrjuðum við byggingar íbúðanna á vegum Framkvæmdaáætlunar í Breiðholti I og höfum haft nóg að gera allt síðan þá. Núna er eins og menn vita verið að gera stórátak í byggingu verkamannabústaða í Reykjavík og raunar víðar, og ég verð að segja eins og er, að auðvitað ættum við að standa svona að öllum byggingarfram- kvæmdum í landinu. Þeir sem svo teldu sig hafa efni á því að byggja hver í sínu horni eins og tíðkast í dag hefðu að sjálfsögðu leyfi til þess“, sagði Hörður Þorgilsson verkstjóri við byggingu verka- mannabústaða vestur á um leið og hann vatt - v. Smíðar húsgögn í sumarhús BSRB „Ég er búinnn aö vera í furunni í ein 12 ár, en ég byrjaði smátt um áramótin 1969-70. Ef maöur lítur yf ir þetta tímabil þá verö ég að viðurkenna að líklega hefur ástandið í þessu aldrei verið eins slæmt og einmitt núna,“ sagði Bragi Eggertsson eigandi Furuhúsgagna í samtali við Þjóðviljann. Þessa dagana er Bragi einmitt að undirrita samninga um smíði á stólum og borðum í 34 sumarhús BSRB sem rísa eiga næsta sumar. Reiknaði Bragi með að þar yrði um am .. 2ja mánaða vinnu að ræða fyrir starfsmenn hans. „Við gerðum hagstætt tilboð í smíði á 272 eldhússtólum og 68 sófaborðum í sumarhús BSRB, en hluti húsgagnanna í bústaðina er keyptur inn erlendis frá. Við eigum að afhenda þessa pöntun Bragi Eggertsson við vinnu sína Það hefur mörg spýtan verið negld föst í byggingum Verkamannabú-staða á Eiðsgranda, og fleiri verða naglfastar áður en framkvæmdum lýkur. Félagslegt átak við byggingar er leiðin „Hér hafa verið 60-70 manns í vinnu og við höfum getað haldið áfram af fullum krafti í allan vetur þrátt fyrir frost og fannfergi á stundum. Það hefur að vísu oft verið erfitt að halda mönnum uppi á þökum í verstu veðrum, en þá er hægt að skáka þeim í önnur verkefni meðan hryðjurnar ganga yfir“, sagði Hörður í stuttu spjalli. Við tökum eftir heljarmiklum byggingarkrönum sem ganga á sporbrautum milli húsanna og spyrjum Hörð hvort ekki taki langan tíma að undirbúa fram- kvæmdir áður en þær geti í raun hafist. „Jú, því máttu trúa, og það má segja að út frá okkar sjónarmið- um sem byggingarmanna sé það ókostur að hafa þetta ekki í stærri einingum þannig að hægt sé að vera sem lengst á hverjum stað. Það er nefnilega dýrt að flytja þessi tæki, og til dæmis að taka förum við næst upp í Árbæjar- Jtverfi í næsta byggingarreit verkamannabústaða. Á móti kemur auðvitað, og væntanlega það sem ræður, að það er mann- eskjulegra umhverfi þegar húsin eru smá og byggð í klösum eins og hér er gert“. Framkvæmdir við verka- mannabústaðina eru á ýmsum stigum, allt frá því að einungis sökklar hafa verið steyptir til þess að húsin eru tilbúin undir tré- verk. Húsin eru fjölmörg og 2ja til 4ra hæða. Það tryggir ákveðna fjölbreytni, og sýnist ófróðum blaðamanni um byggingarkún- stina að þarna komi til með að

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.