Þjóðviljinn - 04.02.1983, Side 16

Þjóðviljinn - 04.02.1983, Side 16
DJOÐVIUINN Föstudagur 4. febrúar 1983 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum sínum: Ritstjórn 81382, 81482 og 81527. umbrot 81285. Ijósmyndir81257. Aðalsími Kvöldsími Helgarsími afgreiðslu 81663 Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgrciðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamcnn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 Keldnamálið í borgarstjóm í gær:_ Afgreiðslu frestað „Skákmeistari Reykjavíkur 1983“, Elvar Guðmundsson. Hann hlaut 9Vi vinning af 11 mögulegum. Meðfylgjandi mynd Ijósmyndara Þjóðviljans, - eik, var tekin þegar síðasta umferð mótsins fór fram. Andstæðingur Elvars var Þröstur Einarsson. Elvar Guðmundsson Reyk j avíkurmeistari Aukafundur eftir viku Sigurjón Pétursson óskaði eftir því á fundi borgarstjórnar í gær að samningi borgar og ríkis um Keldnaland og fleira yrði frestað og lýsti Alþýðubandalagið reiðubúið til þess að mæta til aukafundar í borgarstjórn eftir viku til að af- greiða samninginn. Varð sam- komulag þar um. Skuldir Landsvirkjunar nema nú nær 7 miljörðum króna, sem er um eða yfir helmingur af öllum er- lendum skuldum landsins, sagði Albert Guðmundsson, m.a. í borg- arstjórn í gær. Til umræðu var frumvarp að nýjum lögum um Landsvirkjun, sem samninganefnd Reykjavíkur, ríkisins og Akur- eyrar hefur samþykkt. Frumvarp- ið var samþykkt með 17 at- kvæðum, Sigurður E. Guðmunds- son sat hjá en Albert og 2 fulltrúar Kvennaframboðs greiddu atkvæði Astæðurnar fyrir frestunar- beiðninni voru margþættar. í fyrsta lagi sagði Sigurjón að hér væri um mjög yfirgripsmikið mál að ræða. Þá hefðu borgarfulltrúar minni- hlutans ekki fengið að fylgjast með samningagerðinni og hefðu þeir aðeins haft 6 daga til að kynna sér samninginn og borgarfulltrúar sem ekki sitja í borgarráði enn skemmri tíma. Afmörkun Háskólalóðar væri óglögg en þó veigamikill hluti af samningnum. Ýmsi gögn sem gegn því. Albert sagði tímabært að borgar- stjórn staldraði við og gætti að því hversu háar ábyrgðir hennar á vegna Landsvirkjunar væru. Hann sagðist á alþingi myndu óska eftir skýrum svörum frá Seðlabanka- stjóra um þessi mál. í nýrri árs- skýrslu Seðalbankans hafði hann lýst áhyggjum vegna aukinnar skuldasöfnunar, sem hann hefði sjálfur staðið fyrir sem formaður stjórnar Landsvirkjunar! -ÁI nauðsynleg væru til að glöggva sig á niðurstöðunni hefðu verið að ber- ast borgarfulltrúum allt fram að byrjun borgarstjórnarfundarins, þar sem greinargerð borgarverk- fræðings var lögð fram. Stærðir ýmissa svæða hefðu verið mjög á reiki, svo mjög að tölur sem gefnar hefðu verið upp í gær hefðu verið leiðréttar í dag. Ekki væri brýn þörf á að flýta málinu, - alþingi og ríkisstjórn ættu eftir að fjalla um það. Davíð Oddsson taldi í tyrstu að hér væri minnihlutinn að reyna að leggja stein í götu samkomulagsins og átaldi Sigurjón fyrir vikið. Eftir allþungorða ræðu Kristjáns Bene- diktssonar, sem m.a. sýndi fram á að engin rök væru fyrir því að synja frestunarbeiðni, sem rík hefð er á að veita í borgarstjórn, snerist borgarstjóra hugur. Kristján sagði ni.a. að þetta mál allt hefði verið sótt af offorsi, skipulega hefði ver- ið gengið fram hjá minnihluta borgarstjórnar á mög ólýðræðis- legan hátt og það væri svo sem eftir öðrum ef borgarstjóri ætlaði nú að neita um frestun í eina viku. Sig- urður E. Guðmundsson taldi einn- ig að hér væri um sanngirnismál að ræða og í lokaorðum sínum viður- kenndi Davíð Oddsson að það væri ábyrgðarhluti upp á áframhaldandi samstarf borgarfulltrúa að vera stífur á því að neita frestun. Málið verður því afgreitt á aukafundi eftir eina viku. _Á1 Elvar Guðmundsson tryggði sér sigur á Skákþingi Reykjavíkur 1983 með því að sigra Þröst Einars- son í síðustu umferð mótsins sem tefld var á miðvikudagskvöld. Elv- ar hlaut 9Vi vinning af 11 mögu- legum og varð einum vinningi á undan næstu mönnum. Hann náði snemma forystunni í mótinu, vann 7 fyrstu skákir sínar, og þrátt fyrir tap í 8. umferð tókst honum að sigra með velheppnuðum enda- spretti. Haukur Angantýsson, Halldór G. Einarsson og Þröstur Einarsson urðu í 2.-4. sæti með 8V2 vinning. Næstir komu Ingimar Halldórs- son, Georg Páll Skúlason og Guð- laug Þorsteinsdóttir með 8 vinn- inga. Líkur voru á því, að Dan Hansson og Haraldur Haraldsson kæmust í þennan hóp þar sem þeir voru með 7*/2 vinning og innbyrðis jafnteflislega biðskák. Þetta er í fyrsta sinn sem Elvar Guðmundsson verður Skák- meistari Reykjavíkur. Hann er 19 ára gamall. - hól. Skuldir Landsvirkjunar: ____ Hehmngur af öUiim eriendum skuldum sagði Albert Guðmundsson ERUM MÆTT/fí MEÐ WTSOLU I LEIFTURSÓKNARSALNUM SKULAGOTU 26 Á HORN! SKÚLAGÖTU OG VITASTÍGS GN/abuxur kr. 290 Hauelsbuxur kr. 290 Khakibuxur kr. 290 Dúnúlpur kr. 690 Vattúlpur kr. 590 Barnaúlpur kr. 190 Ullarpeysur kr. 195 Háskolabolir kr. 150 Vinnuskyrtur kr. 150. VATTJAKKAR - HERMANNAJAKKAR - SAMFESTINGAR - VINNUSLOPPAR - VATTVESTI - BARNABUXUR - LEÐURJAKKAR - AKRYLIC-PEYSUR PÖSTSENDUM S. 15425 28550 VINNUFA TABÚÐIN

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.