Þjóðviljinn - 04.02.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.02.1983, Blaðsíða 3
Föstudagur 4. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Dagvistargjöld hærri en nokkru sinni: Borgin hækk- ar um 15% 50% meira en hún sótti um! Snarpar umræður urðu í borg- arstjórn í gaerkvöldi vegna þeirrar ákvörðunar Sjálfstæðisflokksins að hækka dagvistargjöld 50% um- fram það sem upphaflega var beðið um og félagsmálaráð óskaði eftir. Dagvistargjöldin 1. febrúar n.k. verða 1500 krónur, en samanlagt mcðlag og mæðralaun aðeins 1253 krónur. Þessar upphæðir hafa lengst af verið sambærilegar. Sigurjón Pétursson sagði að oft- ast hefði borgin þurft að sætta sig við það að fá aðeins hluta af hækk- unarbeiðnum sínum samþykktar. Nú bæri hins vegar svo við að þegar borgin óskaði eftir 10% hækkun heimilaði menntamálaráðuneytið 20%. Þá hættir hækkunarþörfin allt í einu að vera 10%, sagði Sigur- jón og verður 15%. Þetta er óeðli- legt, sagði Sigurjón, og í takt við þá stefnu Sjálfstæðisflokksins að hækka þjónustugjöld upp úr öllu valdi gagnvart þeim sem minna mega sín í borginni. Gerður Steinþórsdóttir benti á að með 15% hækkuninni hefðu dagvistargjöld hækkað um 82% á einu ári, en síðasta hækkun í nó- vember var 20%. Með 10% hækk- un hefði hækkunin á einu ári verið 74% og væri það nokkuð rösklega að verki staðið. Því hefði félags- málaráð haldið sér við 10% hækkun. Davíð Oddsson sagði þessar um- ræður pólitískt vindhögg. Staðreyndin væri sú að öll önnur sveitarfélög hækkuðu nú um 20% nema Reykjavík sem aðeins hækk- aði um 15%. Tillaga Gerðar um 10% hækkun hlaut öll atkvæði minnihlutans og ekki stuðning en tillaga Sjálfstæðisflokksins um 15% hækkun varsamþykkt með 12 atkvæðum gegn 9. -ÁI Dagvistargjöld í Kópavogi hækka um 20%: Fráleitt að gjöldin hækki meira en laun sagði Björn Ólafsson og lagði til 10% hækkun nú Bæjarráð Kópavogs hefur ákveð- veðið að nýta sér heimild Verðlags- ráðs til fulls um 20% hækkun dagvistargjalda frá 1. febrúar sl. Björn Ólafsson bæjarfulltrúi Al- þýðubandalagsins óskaði bókað að hann væri andvígur svo mikilli hækkun nú og lagði til að gjöldin hækkuðu aðeins um 10% og ekki meira en 9,1% frá 1. apríl n.k. Benti hann á að almenn laun hefðu einungis hækkað um 10% frá síð- ustu hækkun dagvistargjalda. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins óskuðu bókað við um- ræðurnar að þeir teldu eðlilegt að þeir sem nytu þessarar þjónustu greiddu hærra hlutfall af kostnaði hennar en verið hefur. Bæjarfull- trúar Alþýðuflokks og Framsókn- arflokks tóku efnislega í sama streng og tóku fram að rekstur dag- vistarstofnana legðist stöðugt þyngra á bæjarfélagið! í lok umræðnanna sagði Björn Ólafsson í bókun: „Ég tel það ekki samræmast þeirri félagsmálastefnu sem Alþýðubandalagið vill styðja, að leiðrétta hlut bæjarins í þessum rekstri (dagvistarstofnana) á sama tíma og allir viðurkenna lækkandi fjárráð launafólks og er því andvíg- ur því að hækka þessi gjöld nú um- fram almennar launahækkanir". v. Ellilífeyrisþegar: Lægri fasteigna- skattur Eins og undanfarin ár mun fram- talsnefnd Reykjavíkurborgar fara yflr skattframtöl elli- og örorkulífeyrisþega og veita sjálf- krafa lækkun á fasteignasköttum 1983 samkvæmt eftirfarandi við- miðunarreglum: 1. Niðurfelling: Þeir elli- og örorkulífeyrisþegar sem á árinu 1982 höfðu aðeins tryggingabætur frá Trygginga- stofnun og ekki aðrar tekjur fá felldan niður allan fasteignaskatt. 2. 80% lækkun: Þeir elli- og örorkulífeyrisþegar sem á árinu 1982 höfðu 66 þúsund krónur í tekjur eða minna fá 80% lækkun á fasteignaskatti. Sama gildir um hjón sem höfðu sameigin- lega 105 þúsund í tekjur eða minna. 3. 50% lækkun: Þeir sem á árinu 1982 höfðu 66-86 þúsund krónur á árinu 1982 og hjón sem höfðul05-136 þúsund í tekjur, fá 50% niðurfellingu á fast- eignaskatti. Vakin er athygli á því að hér er aðeins um að ræða lækkun á fast- eignaskattinum, ekki öðrum fasteignatengdum gjöldum sem eru á fasteignagjaldaseðlinum. Þar sem ekki er hægt að reikna afslátt- inn út fyrir en skattframtölum hef- ur verið skilað, verða tilkynningar framtalsnefndar um lækkun eða niðurfellingu ekki sendar út fyrr en í mars og apríl n.k. - ÁI Janúarblaöið er komiö, 56 síöur, 86. árgangur. Foreldrarl Gefiö börnun- um ykkar árgang af Æsk- unni. Nýir áskrifendur fá einn eldri árgang í kaup- bæti. Þaö borgar sig aö gerast áskrifandi strax í dagl Áskriftarsími er 17336. Æskan, Laugavegi 56. Hverjum^^ bjargar Æ^' það næst ||U^jFERÐAR ÞflÐ HEFUR VARLA FARIÐ FRAM HJA NEINUM, AÐ SAMVINNUBANKINN ER FLUTTUR f NÝTT HÚSNÆDI! Þrátt fyrir það þykir okkur rétt að minna ykkur á nýja

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.