Þjóðviljinn - 04.02.1983, Side 1

Þjóðviljinn - 04.02.1983, Side 1
DJÓÐVIUINN Mikil aðsókn hefur verið að Kvik- myndahátíðinni i Regnboganum. Ingibjörg Haralds- dóttir skrifar um nýséðar myndir ~S/á~9 4febrúar 1983 föstudagur 48. árgangur 28. tölublað Skip Hvals h.f. eru nú öðrum fleytum fréttnæmari (ljósm. eik) Afstaða þingflokks Alþýðubandalagsins 1 hvalveiðimálinu: Verndar- og hafréttar- sjónarmiðm réðu mestu „Ehistætt mál í þingsögunni”, segir Ólafur Ragnar Grímsson formaður þingflokksins „Þetta er einstætt mál í þingsög- unni“, sagði Ólafur Ragnar Gríms- son formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins um afgreiðslu hval- vciðimálsins á þingi. „Ríkisstjórnin hafði gert meirihlutasamþykkt í málinu gegn andmælum ráðherra Alþýðubandalagsins, en þingið tók í taumana og snéri niðurstöðunni við“. „Það sem réði afstöðu þing- flokks Alþýðubandalagsins, sem einn var heill í þessu máli í at- kvæðagreiðslunni á miðvikudag- inn, voru fyrst og fremst almenn náttúruverndarsjónarmið og þörf- in á því, að íslendingar séu sjálfum sér samkvæmir í að fylgja fram verndunarstefnu í sambandi við auðlindir hafsins. Það hafði einnig útslitaáhrif að Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem við erum aðilar að, skyldar þjóðir að vinna saman að nýtingu flökku- stofna og sjávarspendýra. Þessu höf- um við haldið fram t.d. í tengslum við laxveiðar Færeyinga í Norður- Atlantshafi. Við getum varla haft allt aðra afstöðu í hvalveiðimálum okkar. í fjórða og síðasta lagi vildu menn ekki tefla í tvísýnu fisksöl- umálum okkar í Bandaríkjunum og í Evrópu. Sölumál okkar erlendis eru bundin við nokkur fyrirtæki, sem flest hafa nafnið ísland með einhverjum hætti á oddinum, og falli á það blettur eða sé rekinn gegn því alþjóðlegur áróður, gæti það komið illa við hvert manns- barn í landinu". Aðspurður sagði Ólafur Ragnar að þingflokkur Alþýðubandalags- ins hefði eftir hádegisfréttir út- varps sl. þriðjudag, þar sem skýrt var frá ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar, krafist þinghlés til þess að ráða málinu til lykta í utanríkisnefnd. Sjávarútvegsráðherra hefði verið upplýstur um að fresturinn til þess að tilkynna mótmæli rynni ekki út fyrr en á miðvikudagskvöld, og þar með hefði gefist tóm til þess að ræða málið og tækifæri fyrir þing- menn úr öðrum flokkum til þess að taka afstöðu til mótmæla. -ekh Formaður bandarísku dýraverndunarsamtakanna: Hvetjum nú fólk til að kaupa íslenskt! „Ég óska íslendingum innilega til hamingju með þessa ákvörðun og við dáumst sérstaklega að því hvað hún var tekin á lýðræðislegan hátt á sjálfu alþingi Islendinga“, sagði Christene Stevens, formaður bandarísku dýraverndunarsam- takanna Animal Welfarc Institute í gær. „Við munum nú leggja allt kapp á að hvetja almenning til þess að leita uppi íslenskan flsk og fljúga með íslenska flugfélaginu og ég veit að fólk mun verða við þeirri hvatningu“, sagði hún ennfremur. „Þetta eru albestu fréttir sem ég hef lengi fengið", sagði Christene, „því virðing fyrir samþykktum al- þjóðahvalveiðiráðsins er eina leið- in til þess að tryggja að hvölum verði ekki útrýmt“. Animal Welfare Institute var eitt rúmlega 30 samtaka sem í síðustu viku birtu heilsíðuauglýsingu í ís- lensku blöðunum þar sem hvatt var til þess að ákvörðun alþjóðahval- veiðiráðsins yrði ekki mótmælt. Samtökin hafa nýlega látið prenta auglýsingaspjald þar sem fánar hvalveiðiþjóðanna eru reistir í blæðandi hvalskrokk en vegna óvissunnar um afstöðu íslands var spjaldið prentað í tveimur útgáf- um, - með og án íslenska fánans. Upplagið með íslenska fánanum hefur nú verið eyðilagt. „Við ætluðum vissulega að hvetja almenning til þess að snið- ganga íslenskar vörur og þjón- ustu“, sagði Christene, „en nú munum við þvert á móti gera allt sem við getum til þess að örva sölu á þeim hér“. Olíuvörur á Rotterdammarkaði: Gasolía lækkaði um 15% Óvenju miklar breytingar hafa átt sér stað á verði olíuvara á sk. Rotterdammarkaði, en allar olíu- vörur sem keyptar eru til Islands taka mið af þeirri verðskráningu. í viðskiptaráðuneytinu fengust þær upplýsingar að verð á gasolíu ytra hefði lækkað um 14,68% frá ára- mótum, svartolían um 7,22% og bensín um 5,01%. Hér er um meira verðfall að ræða en dæmi eru til um í mörg ár. Vilhjálmur Jónsson forstjóri Ol- íufélagsins hf. kvað engan vafa leika á að lækkanir á síðasta ári á olíum hefðu komið fram í verðlagi hér heima því olíuverð í krónum talið hefði hækkað mun minna en dollarinn á sama tíma. Hvort þessi lækkunarsveifla á Rotterdam- markaði síðustu 30 dagana héldi áfram, kvað Vilhjálmur ógerlegt að spá um, en án efa kæmi hún fram í hlutfallslega lækkuðu verði hér heirna með næstu sendingu að utan. íslendingar kaupa sínar olíuvör- ur af Sovétmönnum og miða þeir verð þeirra við Rotterdamskrán- ingu. Vilhjálmur taldi ólíklegt að þeir brygðu út af þeirri verðmiðun nú og að spádómar um verðstríð á alþjóðamörkuðum væru ótíma- bærir. Við fyrstu skráningu í Rotter- dam á þessu ári, þ.e. 3. janúar kostaði tonnið af bensíni 289.25 dollara, gasolían 287.75 dollara og svartolían 169.75 dollara. Nú kost- ar hins vegar tonnið af bensíni 274.75 dollara, gasolían 245.50 og svartolían 157.50 dollara. í mars á síðasta ári var lægsta verð á bensíni það ár 273.31 dollarar og á gasolíu 262.32 dollarar. -v. Atvinnumál bygg- ingamanna hafa mjög verið til um- ræðu undanfarið og ekki að ófyrirsynju, og við gengum á fund tveggja manna sem smíða hús og húsgögn. 7Geir Gunnlaugsson skrifar frá Guineu Bissau, þar sem ný- lega var minnst 10 ára dánarafmælis Amilcar Cabrals

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.