Þjóðviljinn - 04.02.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.02.1983, Blaðsíða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 4. febrúar 1983 Bóksöluskrá Bókavörð unnar er komin út Gústaf Öskarsson verslunarstjóri afhendir Ragnheiði Gústafsdóttur verð- laun fyrir besta nafnið á ný húsgögn Víðis h.f. Bókasöluskrá Bókavörðunnar númer 20 er komin út, en Bóka- varðan verslar með gamlar og nýj- ar bækur. Að þessu sinni er efni skárinnar: fslensk fræði og norræn, héraða- og byggðasaga, ættfræði, þjóðsögur og þjóðleg fræði, saga og söguskýringar, lögfræði og rétt- arsaga, ævisögur, ljóð og kveð- skapur, leikrit, skáldskapur, er- lendar og íslenskar, náttúrufræði, trúarbrögð og heimspeki og Blanda nýkominna rita. Af einstökum bókum sem sjald- an eru á boðstólum má nefna t.d. Eru luktir og glitmerki í lagi á hjólinu þínu? ||U^ERÐAR rit Halldórs Kiljans Laxness: Kaþ- ólsk viðhorf, sem höfundurinn samdi sem svar við skrifum Þór- bergs Þórðarsonar í Bréfi til Láru á sínum tíma. Rit þetta hefur aldrei verið prentað aftur og er ekki vænt- anlegt næstu 50-60 árin a.m.k.. Einnig má nefna jarðfræðirit og náttúrufræðibækur Þorvaldar Thoroddsen: Lýsing íslands I-IV bindi, Landfræðisögu íslands I-IV bindi og Ferðabók Þorvaldar Thor- oddsen I-IV bindi. Einnig rit dr. Bjarna Sæmundssonar: Fiskarnir og Fuglarnir og Spendýrin. I skránni er einnig að finna ýms- ar fágætar ættfræðibækur, sem mjög sjaldan koma fram: Reykja- hlíðarættin, Skútustaðaættin, ís- lenskar ártíðaskrár, Staðarbræður og Skarðssystur, Víkingslækjarætt- in, rit Steins Dofra og fleiri. Alls eru í skránni á áttunda hundrað titla, en í Bókavörðunni eru til sölu u.þ.b. 15-25000 titlar í öllum grein- um fræða og vísinda, innlend og erlend rit. Útgerðarfélag Akureyringa: Aukin sala freðfisks á s.l. ári Samdráttur í sölu annarra afurða Togarar Utgerðarfélags Akur- eyringa lönduðu öllum sínum afla hér á landi á síðasta ári en árið áður var einu sinni siglt utan með aflann. Aflarýrnun varð umtalsverð á ár- inu 1982 miðað við árið áður enda úthaldsdagar færri og afli á hvern veiðidag minni. Hins vegar jókst sala fyrirtækisins á freðfiski á síð- asta ári. Úthaldsdögum togara fyrirtækis- ins fækkaði á milli ára úr 1753 í 1519 en þess skal getið að Sólbak EA 5 var lagt í ágúst sl. Veiðidagar reyndust 1237 á síðasta ári og aflinn um 16.5 tonn að meðaltali á dag. Aflinn reyndist tæp 18 tonn hvern veiðidag árið áður. Sala á freðfiski jókst á síðasta ári miðað við árið þar á undan, eða úr 4460 tonnum í 4579 tonn. Hins veg- ar féll skreiðarsalan úr 623 tonnum í 17 og salan á saltfiski úr 740 tonn- um í 532 tonn. Á síðasta ári seldust aðeins 49 tonn af þorskhausum miðað við 63 tonn árið áður. Birgðir í árslok voru því miklar hjá Útgerðarfélagi Akureyringa á þremur síðasttöldu afurðunum. Salix skulu 867 tóku þátt í verðlaunasam- keppni Trésmiðjunnar Víðis h.f. í Kópavogi um nafn á nýja gerð af húsgögnum, sem hönnuð voru af hinum þekkta finnska hönnuði Ahti Taskinen. Alls bárust sex til- lögur með nafninu Salix sem er „Nýja karftöflumatið er komið í fullan gang, en það tekur auðvitað sinn tima að koma þessu á, og því vil ég ekkert segja um það, hvenær kaupmenn fá í hendur kartöflur eftir nýja matinu“, sagði Gunn- laugur Björnsson, forstjóri Græn- metisverslunar landbúnaðarins, í samtali í gær, en landbúnaðar- ráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð um mat og flokkun í kartöflum. Það var í ágúst sl. að samstarfs- nefnd um mat og flokkun kartaflna og annarra garðávaxta var sett á laggirnar og gerði hún tillögu til landbúnaðarráðherra um mat á kartöflum. Með þessum nýju regl- um átti að skapa grundvöll að nýju og áreiðanlega gæðamati á kartöfl- um á markaðnum hér, en eins og fólki er eflaust kunnugt hefur ríkt nokkuð mikil óánægja með gæði/ gæðaleysi kartaflna. Samstarfsnefndina skipa fulltrú- ar frá Neytendasamtökunum, þau heita latneska heitið á víði. Dregið var um vinninginn og kom upp nafn Ragnheiðar Gústafsdóttur, Tjarn- arbraut 27 í Kópavogi. Hlaut hún Salix sófasett að launum fyrir til- lögu sína. Salix húsgögn Víðis verða til sölu heima og erlendis. Búnaðarfélagi Islands, Rannsókn- arstofnun landbúnaðarins, Sam- bandi garðyrkjubænda, Grænmetis- verslun landbúnaðarins, Lands- sambandi kartöflubænda og loks Agnar Guðnason, skipaður af ráð- herra. Nefndin gerði tillögu um, að kartöflur verði aðgreindar í 6 flokka: úrvalsflokk, 1., 2. og 3. flokk, bökunarkartöflur, perlu- kartöflur og parísarkartöflur. Land- búnaðarráðherra bætti síðan við einum flokki, sem hann kallar „Rauðar íslenskar, 33 mm og stærri“, í mikilli óþökk Neytenda- samtakanna, sem segja að með þessu sé stærðarflokkunin að engu gerð. Neytendasamtökin benda jafn- framt á, að neytendur geta óskað eftir öðrum kartöflum en rauðum íslenskum í matvöruverslunum og þannig þrýst á bæði kaupmenn og Grænmetisverslunina að standa sig í kartöfluframboði. ALÞÝDUBANDALAGIÐ Alþýðubandalagið á Vestfjörðum Forvaii lýkur 6. febrúar Síðari umferð forvals vegna skipunar framboðslista Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum í komandi alþingiskosningum stendur yfir og lýkur að kvöldi sunnudagsins 6. febrúar n.k. í síðari umferð forvalsins á að velja í þrjú efstu sæti listans úr hópi þeirra sjö einstaklinga, sem í kjöri eru. Kjósandi merkir með viðeigandi tölustaf við nöfn þeirra þriggja, sem hann vill að skipi 1., 2. og3. sæti framboðslist- ans. Sé merkt við fleiri eða færri en þrjá telst seðill ógildur. Þeir Alþýðubandalagsmenn á Vestfjörðum sem taka vilja þátt í forvalinu geta snúið sér til eftirtalinna kjörstjóra: Indriði Aðalsteinsson, Skjaldfönn, Nauteyrarhreppi N.-ÍS. Astþór Agústsson, Múla Nauteyrarhreppi, N-ÍS. Ari Sigurjónsson, Þúfum Reykjafjarðarhreppi, N.-ÍS. Ingibjörg Björnsdóttir, Súðavík. Þuríður Pétursdóttir, Túngötu 17, ísafirði. Kristinn H. Gunnarsson, Vitastíg 21, Bolungarvík. Sveinbjörn Jónsson, kennari Súgandafirði. Magnús Ingólfsson, Vífilsmýrum Önundarfirði. Davíð H. Kristjánsson Aðalstræti 39, Þingeyri. Halldór G. Jónsson, Lönghlíð 22, Bíldudal. Lúðvíg Th. Helgason, Miðtúni 4, Tálknafirði. Bolli Olafsson, Sigtúni 4, Patreksfirði. Gisella Halldórsdóttir, Hríshóli, Reykhólasveit. Sigmundur Sigurðsson, Steinadal, Fellshreppi, Strandasýslu . Jón Ólafsson, kennari, Hólmavík. Jóhanna Thorarensen, Gjögri, Árneshreppi, Strandasýslu. Þeir Alþýðubandalagsmenn á Vestfjörðum sem dvelja í Reykjavík eða grennd geta einnig snúið sér til skrifstofu Alþýðubandalagsins að Grettis- götu 3, Reykjavík, og tekið þar þátt í forvalinu. Alþýðubandalagið í Hafnarílrði Síðari hlutinn í kvöld Síðari hluti blaðamannanámskeiðs ABH verður haldinn í Skálanum Strandgötu 41, í kvöld, fimmtudag kl. 20.30. Þátttakendur eru hvattir til að mæta tímanlega, ogskila af sér verkefnum, þeir sem hafa ekki gert það þegar. - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Reykjavík Félagsvist Spilamennskunni verður haldið áfram þriðjudagskvöldið 8. febrúar í Sóknarsalnum Freyjugötu 27 (gengið inn frá Njarðargötu), kl. 20.00 Gestur kvöldsins verður Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi, sem kemur í kaffihléinu og segir frá húsnæðismálum flokksins. Þetta er önnur lotan í þriggja kvölda keppninni sem hófst 25. janúar en fyrir þá sem ekki komust þá er ekkert því til fyrirstöðu að bætast við nú, því auk heildarverðlauna er keppt um verðlaun kvöldsins hvert kvöld. - Spilastarfshópurinn. Alþýðubandalagið á Akranesi Kaffirabb um starfshætti og skipulag Laga- og skipulagsnefnd Alþýðubandalagsins heldur vinnufund á Akra- nesi laugardaginn 5. febrúar. Af því tilefni verður efnt til rabbfundar í Rein kl. 3.30 e.h. á laugardag þ.ar sem félagsmönnum í Alþýðubandalag- inu á Akranesi og gestum þeirra gefst tækifæri á að rabba við nefndar- menn um verkefni laga- og skipulagsnefndar Alþýðubandalagsins yfir kaffibollum. Fjölmennum. - Stjórnin. Alþýðubandalagið í Kópavogi - Fundur með ungu stuðningsfólki Alþýðubandalagið í Kópavogi boðar til fundar með ungu stuðningsfólki (16 - 25 ára) miðvikudaginn 9. febrúar kl. 20.30 í Þinghóli, Hamraborg 11 í Kópa- vogi. Fundarefni: Umræður um Alþýðubandalagið og staða ungs fólks innan þess. Gestur fundarins verður Ólafur Ólafsson formaður Æskulýðsnefndar Alþýðu- bandalagsins. - Stjórnin. Ólafur Ólafsson. ARSHATIÐ ABK Alþýðubandalagið í Kópavogi heldur árshátíð sína laugardaginn 12. febrúar í Þinghóli, Hamraborg 11. Matur verður að sjálfsögðu á boðstólum; kalt borð og heitir pottréttir en á undan matnum verður bor- inn fram lystauki. Stuðlatríó mun leika undir borðum og fyrir dansinum sem mun duna fram eftir nóttu. Góð skemmtiatriði munu koma gestum á óvart. Húsið verður opnað kl. 19.00. Borðhald hefst kl. 19.30. Miðasala verður í Þinghóli þriðjudaginn 8. febrúar og miðvikudag- inn 9. febrúar frá kl. 20.30 til kl. 22.30. Borðapantanir á sama tíma. Nánari upp- lýsingar hjá Lovísu í síma 41279. ALÞYÐUBANDALAGIÐIKOPAVOGI - ast. Flóártiarkaðurí£ Þjóðviljans Ný þjónusta við áskrifendur Á fimmtudögum geta áskrifendur Þjóðviljans fengið birtar smáauglýsingar sér aö kostnaðarlausu. Einu skilyrðin eru að auglýsingarnar séu stuttorðar og að fyrirtæki eða stofnanir standi þar ekki að baki. Ef svo er, þá kostar birtinain kr. 100,- Hringið í sima 31333 ef þið þurfiö að selja, kaupa, skiþta, leigja, ef ykkur vantar vinnu, þið hafið týnt emhverju eða fundiö eitthvað. Allt þetta og fleira til á heima á Flóamarkaði Þjóðviljans. DJOÐVIUINN Neytendasamtökin: Mótmæla nýiu kartöflumati

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.