Þjóðviljinn - 04.02.1983, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 04.02.1983, Blaðsíða 11
Föstudagur 4. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Umsión: Víðir Sigurðsspn Kristín Magnúsdóttir, Kristín efst á styrk leiklista B.S.Í. Badmintonsamband Islands hefur gefið út styrkleikalista yfir íslenskt badmintonfólk sem miðast við 1. febrúar s.l. Þar gef- ur að líta styrkleikann í einliða- leik karla og kvenna, tvfiiðaleik karla og kvenna og tvenndarleik. Broddi Kristjánsson, TBR, er efstur í einliðaleik karla með 26 stig. Annar er félagi hans Guð- mundur Adolfsson með 14,7 og þriðji Víðir Bragason Akranesi með 9,3 stig. Kristín Magnúsdóttir, TBR, leiðir í einliðaleik kvenna með 25,8 stig, Þórdís Edwald, TBR, er önnur með 13 stig og Kristín Berglind, TBR, þriðja með 11,2 stig. I tvíliðaleik karla eru þeir Broddi og Guðmundur á toppn- um með 25,4 stig en skammt undan koma Sigfús Ægir Árna- son og Víðir Bragason með 21,4. Kristín Magnúsdóttir og Krist- ín Berglind skera sig úr tvíliðaleik kvenna, hafa 27,2 stig en Hanna Lára Pálsdóttir og Lovísa Sigurð- ardóttir eru í öðru sæti með 13,8 stig. I tvenndarleik eru svo Broddi og Kristín M. langefst með 26,8 en næst koma Vildís K. Guð- mundsson og Sigfús Ægir með 8,4 stig. Heildarstyrkleikalistinn, tíu efstu í heildina, lítur þannig út: stig: 1. Kristín Magnúsdóttir, TBR..26,5 2. Broddi Kristjánsson, TBR...26,1 3. Guðmundur Adolfsson.TBR ...15,6 4. Kristín Berglind,TBR.......15,0 5. Víðir Bragason, ÍA........12,1 6. SigfusÆgir ArnasonTBR......11,2 7. ÞórdísEdwaldTBR............10,6 8. Þorsteinn Póll Hængsson.TBR 4,8 9. Haraldur Kornelíusson, TBR.... 4,5 10. Sif Friðleifsdóttir, TBR... 3,6 - vs Ólafur enn með Hugínn Ólafur Sigurvinsson, fyrrum landsliðsbakvörður úr Vest- mannaeyjum, hefur verið ráðinn þjálfari hjá 3. deildarliði Hugins frá Seyðisfirði í knattspyrnu þriðja árið í röð. Hafa menn þar eystra verið mjög ánægðir með störf hans þar sl. tvö ár og mikill einhugur hjá leikmönnum um að fá hann í þriðja sinn. Nokkrar mannabreytingar gætu orðið hjá liði Hugins sem var hársbreidd frá sæti í úrslitum 3. deildar í fyrra og komst í 16- liða úrslit bikarkeppni KSÍ í fyrsta skipti. Óvíst er hvort mið- herjinn marksækni, Hilmar Harðarson, verði áfram fyrir austan og þá draga tveir af eldri og reyndari leikmönnum liðsins, Guðjón Harðarson og Magnús Guðmundsson, sig sennilega í hlé. - VS Islenskar stúlkur á Evrópumót í fimleikum Frá því í nóvember hafa undan- úrslit í Birkarmóti Fimleikasam- bands íslands ■ farið fram milli félaga í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Akureyri en úrslit Bikarmótsins fara fram í Laugar- dalshöllinni 6. febrúar. Unglingameistaramótið fer fram dagana 12.-13. febrúar. ís- landsmeistaramótið fer fram 19. mars, fyrir 17 ára og eldri 20. mars. Á erlendum vettvangi er m.a. framundan: Boð frá danska sam- bandinu um þáttöku í „Rythmisk Holdgymnastik", Evrópumót stúlkna í áhaldaleikfimi í Gauta- borg, Svíþjóð, Norðurlanda- meistaramót stúlkna og pilta í Kristinsand í Noregi, og Evrópu- meistaramót karla í Varna. Þess má geta að harðfisks- og rækjusala er í fullum gangi, einn- ig má benda á að drykkjarkrúsir (hvítar, í tísku núna) með merki FSÍ eru til sölu á góðu verði. Litla bikarkeppnin Litla-Bikarkeppnin í innanhús- Hafnarfirði laugardaginn 5. fe- knattspyrnu verður haldin í í- brúar kl. 13-18. þróttahúsinu v/Strandgötu í Liðin sem þar leikaeru: Haukar- FH - UBK-ÍA - og ÍBK. Þórdís bætti eigið met Þórdís Gísladóttir, ÍR, setti nýtt íslandsmet í hástökki kvenna innanhúss um síðustu helgi. Þá keppti hún á móti í Louisana í Bandaríkjunum og stökk 1,86 metra. Hún bætti þar með eigið met um þrjá sentimetra. íþrótta- sálarfræði Út er komin hjá Iðunni bókin Þjálfunar- og keppnissálar- fræði. Undirtitill: Hagnýt í- þróttasálarfræði fyrir þjálfara, leiðtoga, iðkendur og aðra áhugamenn. Bók þessi er norsk að uppruna. Höfundurinn, Willi Railo, er lektor við íþróttaháskólann í Osló og kennir þar kennslufræði og íþróttasálarfræði. Bók hans kom fyrst út 1974 á vegum nor- ska íþróttasambandsins og er nú gefin út á íslensku að tilh- lutan ÍSÍ. Þýðandi er Áifheiður Kjartansdóttir. í leikbann til 2082! Landsliðsmaður í knatt- spyrnu frá eyríkinu Trinidad og Tabago, Fioyd David að nafni, hefur verið dæmdur í lengsta lcikbann sem sögur fara af. Alþjóða knattspyrnusamband- ið úrskurðaði að hann mætti ekki leika knattspyrnu næstu 99 árin eftir að kappinn hafði ráðist á dómara í leik. Hver skyldi vilja fá piit í sitt lið þegar bannið rennur úr árið 2082? -VS Stúlkna- mót á Skaganum Knattspyrnusamband ís- lands gengst fyrir innanhúss- knattspyrnumóti fyrir stúlkur 14 ára og yngri, um aðra helgi, laugardaginn 12. febrúar. Mótið fer fram á Akranesi og virðist vera talsverður áhugi fyrir því, einkum af lands- byggðinni. Frestur til að til- kynna þátttöku rennur út á mánudaginn kemur, 7. fe- brúar. Torfi Magnússon, Val, og Stefán Jóhannsson, KR, verða andstæðingar á ný þegar félögin mætast í Hagaskólanum á morgun kl. 14. Þrír leikir í körfu bolta um helgina Keppni í úrvalsdeildinni í körf- uknattlcik verður fram haldið í kvöld í Njarðvík. Þar mætast heimamenn og ÍR-ingar og hefst leikurinn kl. 20. íslandsmeistarar Njarðvíkur gætu þar átt erfiðan leik fyrir höndum, allt bendir til þess að Bill Kottcrmann verði ekki með og IR-ingar eru í góðu formi um þessar mundir. Stefnir allt í hörkuleik. KR og Valur leika í Hagaskól- anum k!. 14 á laugardag. Miðað við leiki liðanna undanfarið ættu úrslit varia að geta orðið nema á einn veg. Valsmenn eru sigur- stranglegir í úrvalsdeildinni en KR-ingar eiga erfiða fallbaráttu fyrir höndum. ÍR verður aftur í sviðsljósinu á sunnudag enjiá hefst 15. umferð- in með leik IR og Fram í Haga- skóla. Hann hefst kl. 14. Bæði lið eru í fallbaráttu og stigin dýrmæt. Staðan er þessi í úrvals- deildinni fyrir leiki helgarinnar: Vaiur .... 13 10 3 1175-1036 20 Keflavík 14 10 4 1162-1148 20 Njarðvík 13 7 6 1070-1080 14 Fram.......14 5 9 1231-1236 10 ÍR.........13 4 9 981-1052 8 KR.........13 4 9 1094-1170 8 -VS Eru ítalir aðeins 14. bestu í Evrópu 1982? ítalir hafa að vonum verið uppi í skýjunum í kjölfar sigursins í heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu í sumar. Sumir halda sig þó kirfilega við jörðina, eins og þeir hjá íþróttablaðinu ítalska, Gazzetta dello Sport (ekki veit ég hvort þetta þýðir dellusport). Þeir benda á að einu sigurleikir ítala á árinu 1982 hafi verið í keppninni, fjórir talsins, og að þegar árangur Evrópuþjóða á ný- liðnu ári sé tekinn saman komi í ljós að 13 þjóðir séu ofar heims- meisturunum sjálfum. Töfluna yfir árangur Evróp- uþjóða, þeirra 14 efstu, látum við fylgja hér með, máli Gazzetta til stuðnings. (Taflan sýnir fyrst leikjafjölda viðkomandi lands- liðs á árinu, þá sigra, jafntefli, töp, stig og loks meðalstigafjölda í leik). England...........15 10 4 1 24 1,60 Austurríki........11 8 1 2 17 1,55 Sovétríkin........11 6 4 1 16 1,45 Sviss............. 9 5 2 2 12 1,33 Pólland...........10 5 3 2 13 1,30 Belgía............11 6 2 3 14 1,27 V-Þýskaiand.......15 7 4 4 18 1,20 Spánn.............10 4 4 2 12 1,20 Portúgal.......... 5 3 0 2 6 1,20 Wales............. 7 3 2 2 8 1,14 Frakkland.........15 7 3 5 17 1,13 Rúmenía...........15 7 3 5 17 1,13 A.-Þýskaland......10 4 3 3 11 1,10 ítalia............13 4 6 3 14 1,08 Eins og menn muna varð röð fjögurra efstu liða í heimsmeistarakeppninni þessi: Ítalía, V-Þýskaland, Pólland og Frakkland. Og það er jú loka- keppni HM sem sýnir hverjir eru bestir þegar á hólminn er komið, eða hvað? -VS Suðumesjaslaguriiiii í 2. umferð bikarsins Keflvíkingar lentu gegn ná- grönnum sínum og erkifjendum, Njarðvíkingum, í 8-liða úrslitum bikarkeppni Körfuknattleikssam- bands Islands, en dregið var í keppninni í gær. Þetta er tvímæla- laust stórleikur umfcrðarinnar og á honum og öðrum lcikjum að vera lokið fyrir næstu mánaðamót. Liðin hafa þrívegis mæst i úrvals- deildinni og hafa nýliðar Keflvík- inga sigrað íslandsmeistarana í öll skiptin. Njarðvíkingar eru nánast úr leik í baráttunni um meistaratit- ilinn svo þeir leggja vafalítið rnikla áherslu á bikarkeppnina. Önnur lið sem drógust saman í gær voru: Þór Akureyri - Valur (Sjallaferð hjá Valsmönnum), ÍS - Grindavík og ÍR - Haukar. Síðasti leikur 1. umferðar fór frarn í gærkvöldi. ÍS vann léttan sigur á b-liði ÍR-inga, 91-59. VS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.