Þjóðviljinn - 08.02.1983, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 8. febrúar 1983 þjÓPVILJINN - SÍÐA 5
Ríkisstjórn dr. Gunnars Thoroddsen 3ja ára i dag:
Hún á afmæli í dag. Ríkisstjórn
dr. Gunnars Thoroddsen var
mynduð fyrir réttum þremur árum
og það ótrúlega hefur gerst að þessi
ríkisstjórn, sem margir urðu til að
spá skammlífi við fæðinguna er nú
þriðja elsta ríkisstjórn í allri V-
Evrópu! Aðeins ríkisstjórnir
Austurrikis og Bretlands eru eldri.
Aðalfyrirsögn Þjóðviljans 1. fe-
brúar 1980 var: „Thoroddsen-
stjórn er nýjasta bomban“ og síðan
segir í inngangi fréttarinnar: „Það
kom eins og sprengja yfir stjórn-
málaheiminn er það kvisaðist í
fyrradag að Gunnar Thoroddsen
alþingismaður hefði gert Alþýðu-
bandalaginu og Framsóknarflokkn-
um tilboð um stjórnarmyndun undir
sinni forystu".
Þegar dr. Gunnar aflaði hug-
mynd sinni um ríkisstjórn fylgis
innan Sjálfstæðisflokksins urðu
heimtur ekki miklar en nógar þó.
Á fyrsta þingflokksfundinum sem
þetta mál var til umræðu var tillaga
um umboð dr. Gunnars til stjórn-
„Blekkingarnar munu fjúka en sannleikurinn stendur eftir“ var ein fyrirsögn Moggans í stríði hans á hendur ríkisstjórn Gunnars Thorodd
sen. Og hér má sjá hina fríðu sveit á fyrsta degi valdaferilsins. Ljósm. eik,
Þriðja elsta ríkis-
stjórn í V-Evrópu!
armyndunar felld með 18 at- hugsanlega stjórn vantrausti í þing- dæmum ákváðu þeir að ganga gegn
kvæðum. Fljótlega kom þó í ljós að inu. Eftir aðþeir Pálmi Jónsson og vilja meirihluta Sjálfstæðisflokks-
Albert Guðmundsson og Eggert Friðjón Þórðarson höfðu kannað ins og gerast kandidatar í ráðherra-
Haukdal voru reiðubúnir að verja vilja stuðningsmanna í sínum kjör-1 embættinu. Þeirra afstaða varð þó
Elsta 3ja flokka ríkisstjórn á Islandifrá upphafi
Stundin runnin upp. Fráfarandi forsætis- og utanríkisráðherra minni-
hlutastjórnar Alþýðuflokksins, Benedikt Gröndai, afhendir tilvonandi
forsætisráðherra lyklavöldin. Má þó vart greina hvor sé ánægðari með
skiptin. Ljósm. Tone
ekki ljós fyrr en rétt fyrir myndun
stjórnarinnar.
Það leyndi sér ekki að almenn-
ingur var strax mjög fylgjandi
stjórnarmynduninni enda búin að
vera stjórnarkreppa um 2ja mán-
aða skeið og fyrri ríkisstjórn aðeins
náð að lifa í rúmt ár. Öflugasti
fjölmiðill landsins, Morgunblaðið,
reyndi þó allt sem hann gat til að
hafa áhrif á almenningsálitið.
Þriðjudaginn 5. febrúar birti blaðið
hvorki meira né minna en 17 fréttir
eða greinar um stjórnarmyndunina
þar sem afstaða stjórnenda blaðs-
ins leyndi sér ekki. í þessu tölu-
blaði Moggans birtist m.a. leiðar-
inn mikli sem nefndur var „Rú-
blan“ þar sem m.a. var komist svo
að orði að stjórnarmyndunin væri
„vatn á myllú kölska"! Þessi
Þannig byrjaði þetta ailt saman.
Leynifundir vestur á Víðimel á
heimili dr. Gunnars og Völu.
Enda var ein tiliagan að nafni á
ríkisstjórnina „Heimastjórnin“.
Á myndinni mó sjá frú Vöiu taka
eiskulega á móti tiivonandi
iðnaðarráðherra, Hjörleifi Gutt-
ormssyni. Ljósm. eik.
máttvana reiði Morgunblaðsins
efldi hins vegar mjög stuðning al-
mennings við stjórnarmyndunina
og það er ekki að efa að sá stuðn-
ingur í gegnum þykkt og þunnt hef-
Það var tíðum fundað í Rúblunni,
húsi Máis og menningar á Lauga-
vegi 18. Hér má sjá Eggert á Berg-
þórshvoli koma af einum
viðræðufundanna sem fram fóru
á lögfræðistofu sonar dr. Gunn-
ars, Asgeirs Thoroddsen. Það er
ekkert hik á bónda eins og sjá má
þó úthaldið hafi svo reynst minna
en ætlast var til í upphafl. Ljósm.
Jón.
ur orðið stjórninni drjúgt vegar-
nesti. Svo drjúgt að innihald malsins
hefur dugað ráðherratugnum til
sæmilegustu verkaíþrjúárfull. Og
geri aðrir betur! _ v.
Náttúruverndarráð leggst
gegn ralli á hálendinu
Náttúruverndarráð íslands
leggst eindregið gegn
áformum um að halda
rallkeppni á hálendi landsins
en síðasta haust bárust
fregnir af því að franskur
rallkappi hygðist í samráði
við íslenska aðila vinna að
þvi að gera ísland að alþjóða-
keppnislandi. Bendir ráðið á
að þó í upphafi hafi verið
sagt að auðvitað verði
aðeinsekiðeftir vegum, þá
viti flestir sem til þekkja að
víðast hvar á hálendinu eru
engirvegir, heldur
ófulikomnar slóðir.
Náttúruverndarráð hefur fjallað
um þetta mál á allmörgum fundum
frá því f haust og 27. janúar sendi
ráðið frá sér svofellda greinargerð
fyrir afstöðu sinni:
Óœskilegt álag
„1. Gróður landsins, ein mikil-
vægasta auðlind þess, er afar við-
kvæmur, einkum á hálendinu, og
öll nýting landsins til útivistar og
ferðalaga því meiri erfiðleikum
bundin en víðast í nágranna-
löndum okkar. Viðbótarálag á
viðkvæma staði hálendisins af
þeirri stærðargráðu sem hér virðist
um að ræða, þ.e. allur sá mann-
skapur sem fylgir farartækjum í
hundraðatali, er því mjög óæski-
legt þar sem margir staðir hálendis-
ins eru þegar ofsetnir ferðafólki á
sumrin.
Akstur utan vega
2. Náttúruverndarráð hefur rek-
ið nokkurn áróður fyrir því undan-
farin ár, og lög og reglugerðir verið
settar um, að ökutæki skuli halda
sig á vegum og á hálendinu á mer-
ktum slóðum, enda hafa megin bíl-
slóðir verið merktar. Þetta hefur
skilað nokkrum árangri til þessa,
þó enn séu allt of mikil brögð að því
að slíkar reglur séu ekki virtar,
bæði af íslenskum og erlendum
ferðamönnum.
Óþarfa aukaslóðir og bílför hafa
því myndast allvíða, bæði á ógrónu
og grónu landi, og hefur sá vandi
vaxið að mun með auknum ferðum
erlendra manna á eigin farartækj-
um um landið. Enginn trúir því að í
keppni af þessu tagi haldi öll farar-
tæki sig alltaf á hinum merktu
slóðum á hálendinu, hvað þá önnur
farartæki sem þessu fylgja svo sem
farartæki áhorfenda, eftirlits-
manna o.s.frv. Aukaslóðum og
bílförum myndi stórfjölga, og það
sem enn verra er, að hálfu erfiðara
yrði að ná til fólks með áróðri og
tilmælum um að halda sig á merkt-
um slóðum eftir slíka stórflengingu
hálendisins.
Truflun og ónœði
3. Rallkeppni af þessu tagi
myndi valda mikilli truflun og
ónæði fyrir ferðafólk, friðsælir og
viðkvæmir staðir á hálendinu verða
fyrir skemmdum og sums staðar
gæti jafnvel skapast hættuástand á
vegum og slóðum. Það er af og frá,
að ófullkomnar og lélegar hálend-
isslóðir, sem valda ferðafólki nógu
miklum erfiðleikum eins og þær
eru, þyldu slíkt viðbótarálag, þær
myndu stórspillast eða jafnvel
eyðileggjast og hverjir borga við-
gerð á þeim aðrir en íslenskir skatt-
greiðendur?
Náttúruspjöll
4. Út yfir tekur þó, þegar áform-
að er að hafa rallkeppni á friðlýst-
um svæðum hálendisins, sem eiga
að vera sérstakur griðastaður fólks
óg þar sem umferð er leyfð eftir
sérstökum reglum. Rallakstur
innan slíkra svæða samrýmist eng-
an veginn þeim reglum, heldur
flokkast undir náttúruspjöll, að
mati Náttúruverndarráðs.
Ósnortið land?
5. Ferðamálayfirvöld hafa aug-
lýst ísland erlendis sem ósnortið
land, sérstaklega hið stórbrotna og
friðsæla hálendi landsins. Aftur á
móti hefur minna verið lagt af
mörkum tií að fræða erlent ferða-
fólk um að hér á landi gildi ákveðn-
ar umgengisreglur, og þá ekki síst á
hálendinu, sem miði að því að
halda hinni íslensku náttúru eins
ósnortinni og ómengaðri og hægt
er, og koma í veg fyrir öll óþarfa
spjöll.
En sé áhugi fyrir því að erlent
ferðafólk haldi áfram að koma
hingað, þá er mikilvægara að búa á
viðunandi hátt að þeim sem koma
og fræða þá um hina viðkvæmu
náttúru landsins og að hennar
vegna gildi hér ákveðnar umgengn-
isreglur, en að eyða stórfé í auglýs-
ingar erlendis. Það hefur nefnilega -
komið í ljós, að það eru frekar frá-
sagnir slíks fólks af landinu, sem ...
laða hingað annað fólk, en auglýs-
ingarnar. Rallkeppni um hið
viðkvæma hálendi er í hrópandi
mótsögn við anda allrar landkynn-
ingar, hún yrði risaskref aftur á bak
í umgengni við landið“.