Þjóðviljinn - 08.02.1983, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 8. febrúar 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
eitthvað um 470 tegundir æðri
plantna. Þar af eru að minnsta
kosti 100 sem eru komnar inn eftir
að búseta hófst í landinu, meira og
minna fyrir tilviljun sjálfsagt. I
skógræktinni höfum við gert meira
af því en aðrir sem fást við gróður,
að auðga flóru íslands með inn-
flutningi og við teljum okkur þar
vera að hjálpa náttúrunni en ekki
að vinna gegn henni. Ég
held, burtséð frá örfáum stöðum á
landinu, þar sem við höfum á-
kveðið fyrirfram að aðeins verði
innlendur gróður, þá held ég að
það sé alls staðar forsvaranlegt að
rækta upp innfluttar tegundir í
gróðurríkinu ef þær þrífast og
dafna. Það er eini mælikvarðinn
sem hægt er að hafa á réttmæti
þess. Allt sem þrífst og dafnar í
lífríkinu á rétt á sér, af því að það er
einn hluti af sköpunarverkinu....
...en helvítis minkurinn?...(Inn-
skot úr sal).
Sigurður: Minkurinn, - já, það
þarf að berjast við hann. - í nátt-
úrunni á sér stað eilíf barátta, þar
er ekki neinn friður, við verðum að
gera okkur grein fyrir því.
En mig langar aðeins til að koma
að því sem Guðrún minntist á í
upphafi og kom vel fram í hinu
ágæta erindi Hjörleifs í gær um það
hvernig ástandið er á gróður-
lendum okkar ef við berum það
saman við það sem við teljum það
hafa verið, þegar búseta hófst í
landinu og svo aftur í dag. Það má
segja þessa sögu með einni stuttri
setningu: Þjóðin lifði, en skógurinn
dó. Þjóðin lifði að hluta til á
gróðurlendi landsins og hún notaði
sér það til lífsbjargar. Við upphaf
Stjórnunin
er eina leiðin
til að ná
skynsamiegri
nýtingu auðlinda
búsetu höfðum við birkigróður í
einhverri mynd á að minnsta kosti
þriðjungi landsins en núna er það á
einni prósentu. Við höfum senni-
lega haft gróið land á kannski 60%
á landinu og núna er það 25%.
Þetta er það sem landið hefur orðið
að gjalda fyrir það að hafa þessa
þjóð hérna, en þjóðin hefur lifað
eins og við sjáum ef við horfum
bara á okkur hérna í salnum.
Guðrún: Ég vil þá spyrja þig
Haukur, um hlutverk einstaklinga í
auðlindanýtingu og náttúruvernd.
Hvað geta þeir gert og samtök
þeirra?
Haukur: Það er kannski rétt að
halda bara áfram þar sem Sigurður
Blöndal hætti, að þjóðin lifði en
skógurinn dó, þetta segir ákaflega
mikið um það hvernig búskapur
okkar í landinu hefur verið. Það er
fyrst núna á síðustu árum og ára-
tugum sem við höfum getað búið í
landinu á þann hátt að við höfum
þetta allt saman; - efnahagslega
getu til þess að búa hér, við höfum
tækni og við höfum þekkingu og
við höfum fjármagn. Hvernig höf-
um við svo búið í landinu eftir að
við öðluðumst allt þetta? Búskapur
okkar var hér áður meira og minna
barátta upp á líf og dauða. Nú höf-
um við öll skilyrði til þess að hlúa
að þeim náttúrgæðum sem við höf-
um hér, en í framhaldi af þessari
spurningu vil ég einmitt efast um
það að við höfum notað þessa
möguleika okkar á þann hátt að við
getum verið stolt af því.
Sem betur fer, fyrir um 10 árum
þá reis einhver alda upp, eins og
kom hér fram í umræðum í gær.
Sumir segja að það hafi verið vegna
þess að opinberir aðilar gengu einu
sinni allt of langt í frekju sinni
gagnvart fólki, og á ég við Laxár-
deiluna. Hún var að vissu leyti
nokkur aflvaki til þeirrar hreyfing-
ar, sem hefuf síðan verið að reyna
að halda lífinu í sjálfri sér - svo og
álverksmiðjan í Straumsvík. en
þetta kom á svipuðum tíma.
Ég gat um það hér aðeins í
gær að í Landvernd höfum við lagt
aðaláherslu á fræðslu og áróður um
umhverfismál. í upphafi var stærsti
vettvangurinn að komast í
samband við fólkið gegnum land-
græðslu, stöðva gróðureyðingu, og
til þess fengum við fé frá opinber-
um aðilum. Þetta er nú aflagt og
aðrir t.d. sveitarfélög hafa tekið að
nokkru leyti við þessu, sem er ár-
angur sem við getum verið ánægð
með. Okkur hefur hins vegar geng-
ið ákaflega illa að virkja ákveðna
hópa meðal þjóðarinnar, og það
einmitt þann hóp sem hvað mest
áhrif hefur á allar framkvæmdir í
landinu. Ég á hér við sveitarstjórn-
armenn, alþingismenn og ríkis-
stjórn. Þetta tel ég mjög alvarlegt
mál og þess vegna fagna ég því og
gat ells ekki skorast undan því að
vera aðili að þessu framtaki Al-
þýðubandalagsins, því við eigum
mikið vantalað við þennan hóp
manna. Maður verður að minnast á
það, að þessir stjórnunaraðilar
hafa nefnilega ákaflega mikil og
mikilvæg áhrif á vfsindamenn, þeir
hafa vísindamennina og þær vísind-
astofnanir sem hér eru meira og
minna í sinni þjónustu og það er
kannski vegna þess fámennis sem
við búum við hér í landinu að vís-
indamenn og vísindastofnanir virð-
ast verða fyrir miklum áhrifum frá
ríkjandi stjörnvöldum á hverjum
tíma. Þetta tel ég mjög hættulegt,
vegna þess að ég vil hafa vísinda-
mennina vísindamenn, en ekki
handbendi stjórnmálamanna.
Guðrún: Zophanías, varðandi
auðlindanýtinguna þá skiptir
stjórn sícipulagsmála ákaflega
miklu máli. Hvernig er nú að þeim
málaflokki búið þannig að tryggt sé
að náttúruverndarsjónarmiða sé
gætt til fullnustu? Ég nefni nú bara
nýlegt dæmi, sem er smámál miðað
við auðlindanýtinguna almennt,
það er skálinn í Innstadal, - hvaða
rök lágu fyrir því að Skipulags-
stjórn heimilaði þann skála þvert
ofaní álit náttúruverndarráðs?
Zophanías: Þetta dæmi um
skálann í Innstadal er nú nokkuð
sérstakt og ég held að það komi
ekki mörg tilfelli af því tagi fyrir.
Sveitarfélagið leyfði þetta fyrir
misskilning, - ég held að það hafi
verið án betri vitundar, og þegar
þetta barst til eyrna náttúruvernd-
arráðs, þá stóð skálinn þarna fyrir í
Innstadal. Þetta er nú mikið skíða-
land, og skálinn lítur bara þokka-
lega út, og til þess að gera einhverja
málamiðlun, þá féllst skipulags-
stjórn á að hann mætti standa
þarna í sex ár, þangað til að komin
væri á reglugerð um fólkvang á
svæðinu og skipulag.
Varðandi aftur landeyðinguna,
þá er það svo að þó bændum og
býlum fækki þá virðist búfé og
hrossum ekkert fækka og t.d.
kringum þjóðgarðinn á Þingvöllum
er uppblásturinn orðinn svo mikill
að það er átakanlegt að fara um
það svæði. Haukur Hafstað var nú
að gera að því skóna að stjórnmála-
menn stæðu ekki í stykkinu og vís-
indamenn kannski ekki heldur, ég
vil nú bara segja það, að mér finnst
áhugamannafélögin, eins og Land-
vernd og náttúruverndarráð alls
ekki standa í stykkinu með að upp-
lýsa fólk um þessi mál og þar þyrfti
að gera miklu meira. Og þá vil ég
ekki undanskilja skólamennina,
kennarana og skólakefið yfirhöf-
uð. Haukur var að tala um að vir-
kja stjórnmálamennina og vísind-
amenninga, ég held að það væri
miklu skynsamlegra að virkja
börnin og unglingana og gera virki-
legt átak til þess að ala upp góða
verkstjóra við trjáplöntun og upp-
græðslu úr þeirra hóp.
Það er alltaf verið að tala um að
við séum að gera stórátak í land-
græðslunni, en þetta eru bara smá-
munir. Ef við horfum t.d. til Bret-
lands á einn bæ sem er á stærð við
Reykjavík, þá planta þeir út trjám
sem nemur 1-2 miljónum plantna á
ári. - Hvað plantar Reykjavík hér
miklu? - Ég held að það sé af
stærðargráðunni 20-30 þúsund
plöntur! Við höfum verið að vinna
að því hér á höfuðborgarsvæðinu
að setja upp sameiginlega girðingu
í kringum alla byggðina, fjárhelda
girðingu, því það má nú segja skóg-
ræktarmönnum til afsökunar að
Við upphaf
búsetu var birki-
gróður á þriðj-
ungi landsins
25% iandsins
er nú gróið,
en er talið
hafa verið um
60%
við landnám
ítala
á að vera
meginregla
á öllum
afréttum
ekki neyöar
úrræði sem
gripið
er til þegar
komið er
í óefni
rollan hefur alls staðar verið á móti
þeim og étið upp allt sem þeir hafa
verið að planta. Girðingarnar eru
dýrar og skilningurinn lítill, en nú
er komið í það horf að menn eru
farnir að sjá að það þarf að fækka
rollunum og nú verður gerð fjár-
held girðing í kringum allt höfuð-
borgarsvæðið. í framhaldi af því
þyrfti skógræktarstjóri og þessi
sveitarfélög að gera skógræktar- og
landgræðsluáætlun fyrir höfuð-
borgarsvæðið allt og drífa þetta af á
10-20 árum með unglingavinnunni.
Guðrún: Svavar, - auðlindanýt-
ing í Ijósi fortíðar og framtíðar, - er
Alþýðubandalagið orðið stóriðju-
flokkur?
Svavar: Nei, - ég hef nú ekki
orðið var við neinar sérstakar
ákvarðanir í þá átt.
Mér finnst það væri kannski dá-
lítið gott að við sem hér erum og
erum öll ábyrg í umhverfisvernd-
armálum, höfum skyldur og líka
réttindi og möguleika til að koma
sjónarmiðum okkar á framfæri; -
við þurfum að velta því fyrir okkur
hvernig á því stendur að það hefur
gengið svona hægt að þoka þessu
áleiðis. - Hvernig á því stendur að
við erum ekki með held skipulags-
lög, hvernig á því stendur að við
erum ekki hér með skapleg um-
hverfisverndarlög, hvernig á því
stendur að 11. greininni var snúið
við í náttúruverndarlögunum, þeg-
ar hún var til meðferðar í þinginu.
Af hverju stafar þetta allt? Hvað er
það í þjóðfélaginu sem veldur
þessu fyrst og fremst?
Mín skoðun er sú, að það sem
hér veldur mestu um sé þetta: að
það sem kallað er eignarréttur nýt-
ur í raun og veru forgangs-
meðferðar hér í okkar löggjöf og
stjórnarskrá. í stjórnarskrá lands-
ins stendur: Eignarrétturinn er
friðhelgur, og það eru einu mann-
réttindin í stjórnarskránni sem fá
þessa sérstöku einkunn, - friðhelg-
ur skal hann vera! Og þegar kemur
að því að styrkja almannaréttinn
eins og Finnur Torfi Hjörleifsson
var að tala um hér áðan, þegar
kemur að því að stjórna landbún-
aðinum, beitinni, þegar kemur að
því að stjórna fiskveiðunum, - þá
rekumst við alltaf á þennan rétt, -
það er hann sem stendur í veigam-
iklum atriðum í vegi fyrir því að við
getum tekið á þessum málum eins
og eðlilegt er.
Við getum einnig séð það í þróun
okkar þjóðfélags á liðnum árum,
að félagsleg verðmæti, sameiginleg
verðmæti eru yfirleitt vanmetin.
Einkaneysla og neysluhyggja er
það sem skipar hinn fremsta sess á
því 20-30 ára hagvaxtartímabili
sem við nú horfum yfir. Hins vegar
er staðan núna þannig, ef við ann-
ars vegar náum samstöðu um
greiningu þess, af hverju okkur
hefur miðað svona hægt í for-
tíðinni, þá þurfum við líka að sam-
einast um það, - hvernig við ætlum
að líta á vandamálið framvegis og
hvað það er sem helst knýr á. Það
er það að þegar kreppan herðir að
okkur, þegar hagvöxturinn minnk-
ar, þjóðarframleiðslan minnkar,
þá verður vaxandi hætta á því að
menn verði ginnkeyptir fyrir gylli-
boðum erlendra auðfélaga og
bandaríska hersins í þær auðlindir
sem við höfum hér í þessu landi.
Sigurður Blöndal sagði hér áðan að
þjóðin lifði en skógurinn dó. Og á
þeim tíma, eins og Haukur Hafstað
benti á, var það baráttan um
brauðið, miskunnarlaus barátta
upp á hvern einasta dag, sem var
háð. Nú horfir þetta eins og
Haukur benti á, allt öðru vísi við,
en samt eru menn hér enn að éta
framtíðina. Það er ekki ófeiti sem
háir okkur mest eins og kunnugt er
um þessar mundir, heldur allt ann-
að. Þessi þjóð, sem þannig er ástatt
um, hún er að ganga á höfuðstól
framtíðarinnar, og við skulum vera
alveg klár á því að það eru sömu
vandamálin sem mæta okkur ef við
ætlum að móta skynsamlega auð-
lindapólitík í framtíðinni og ég
nefndi hér varðandi fortiðina.
Spurningin er hvort við látum
eignarréttinn ráða úrslitum um það
hvernig við nálgumst vandamálið.
Og ég held að við eigum að leggja á
það áherslu að reyna að sameinast
um félagslega auðlindastefnu, þar
sem frelsi fjármagnsins er ýtt til
hliðar eins og mögulegt er,
Varðandi þessa þætti sem Guð-
rún nefndi hér áðan, þá vil ég segja
það að við höfum í Alþýðubanda-
laginu reynt að móta auðlindanýt-
ingarstefnu undir forystu okkar
iðnaðarráðherra, m.a. þá stefnu að
fara fram í þeim málum með ýtr-
ustu gát, og út á hvað gengur um-
ræðan í okkar þjóðfélagi? Gengur
hún út á það að Hjörleifur Gutt-
ormsson fari allt of hratt í því að
virkja og reisa verksmiðjur? Nei, -
allar skammirnar í afturhaldspress-
unni, sem er gefin hér út í 100 þús-
und eintökum á dag, - 50 þúsund á
morgnana og 40 þúsund á kvöldin,
hún gengur út á það að hann fari
allt of hægt í því að ganga á þessar
auðlindir okkar! Það er vegna þess
að við viljum fara fram með var-
kárni í þessum efnum.
Eyþór: Hér hefur borið aðeins á
góma 11. grein náttúruverndar-
laganna - um aðgang almennings
að náttúru landsins, og rakið
hvernig hún var meðhöndluð á
Alþingi. Það er einn hlutur sem
mér finnst kóróna þetta allt, sem
hefur gleymst að minnast hér á.
Það var líka bætt inn í þessa ágætu
grein í meðförum Alþingis og sýnir
það hver hefur réttinn í landinu.
Þar sem verið er að tala um að
gangandi fólki sé því aðeins heimil-
uð för um eignarland að þau séu
óræktuð og ógirt, og svo kemur
rúsínan: „Og dvöl manna þar hafi
ekki í för með sér ónæði fyrir búp-
ening“.!!
Guðrún: Eru ekki einhverjar
brennandi spurningar úr sal?
Mörg verðmæt
vatnasvæði
eru betur nýtt
á annan hátt
en til orkuvinnslu
Finnur Torfi lijörleifsson: Mig
langar til að spyrja félagsmálaráð-
herra í framhaldi af hans tölu hérna
áðan: Hefur Alþýðubandalagið
þegar gert einhverjar ráðstafanir til
þess að koma ákvæði inn í stjórn-
arskrána til verndar almannarétt-
inum, og ef svo er ekki, er Alþýðu-
bandalagið tilbúið til þess að reyna
eitthvað slíkt?
Svavar: Svarið við spurningunni
er já, við höfum reynt það. Eg get
hins vegar ekki gefið skýrslu um
það hvernig það nákvæmlega
stendur nú, þar sem ég er ekki í
stjórnarskrárnefnd.
Baldur Andrésson: Af því að
minnst var á Innstadal hér áðan.
Mig langaði að spyrja Eyþór út í
það. Það munu vera meira en 10 ár
síðan það var gert ráð fyrir því á
svæðaskipulagi að þarna yrði
gerður folkvangur og sjálfsagt eru
hugmyndirnar miklu eldri.
Og mig langar að spyrja, vegna
þess að náttúruverndarráð hefur
haft miklar áhyggjur af þessum
gönguskála: - Hvert hefur frum-
kvæði náttúruverndarráðs verið í
því að koma á friðlýsingu á þessu
svæði?
Stefán Jónsson: Það er spurning
til Finnboga og Ólafs Karvels í
senn. Ég vil síst mæla ofbeit sem
slíkri eða áníðslu á landi bót, en
mér finnst stundum og enn og sér-
staklega í umræðu ykkar beggja að
menn sleppi gjörsamlega þeirri á-
kveðnu staðreynd að náttúrufar
hefur haft geysileg áhrif á gróður
þessa lands og við það ráða ekki
einu sinni bændur. Ekki vil ég held-
ur lasta starf fiskifræðinganna okk-
ar eða vitneskju þeirra sem er jú sú
eina sem við höfum á að byggja, -
en mér hefur fundist núna upp á
síðkastið, sérstaklega þegar um er
að ræða frávik frá útreikningum
t.d. eftir seiðatalningar, að einnig
þeir taki ákaflega létt á þessu fyrir-
bæri sem eru náttúrulegar aðstæð-
ur. Enda þótt ég styðji hugmynd-
Framhald á bls. 16