Þjóðviljinn - 08.02.1983, Qupperneq 16
NOÐVIUINN
Þriðjudagur 8. febrúar 1983
ítarleg skýrsla
sem bandariski
sjóherinn lét gera
árið 1974 um af-
drif Gullskipsins
Okkur barst þessi skýrsia um
„Guilskipið“ svonefnda í hendur
fyrir nokkrum vikum. Hún er gerð
á vegum bandaríska sjóhersins árið
1974, og er mjög ítarleg og
fullkomin. I þessari skýrslu er
safnað saman öilum heimildum
sem þekktar eru um ferðir
hollenska indíafarsins „Het Wapen
van Amsterdam“ og
meginniðurstaða skýrsiunnar er
sú, að fjársjóðaleit muni aldrei
svara kostnaði, hins vegar sé hér
um mikilsverðar fornminjar að
ræða. Þeir vara við því að menn séu
hér í einhverri fjársjóðaleit“, sagði
Guðmundur Olafsson
fornleifafræðingur og starfsmaður
Þjóðminjasafnsins í samtali við
Þjóðviljann í gær.
Varað
Guðmundur sagðist taka ansi
mikið mark á umræddri skýrslu, og
hann tryði ekki öðru en forráða-
menn Björgunar h/f hefðu haft
hana undir höndum.
Hreinar ýkjur
„Þeir segja í samtali við Mb. um
helgina að áætlað sé að flytja um
1000 tonn af ýmsum varningi úr
skipinu suður til Reykjavíkur eftir
að búið verði að ná því upp. Þetta
eru hreinar ýkjur því farmur skips-
ins var ekki skráður upp á nema
800 lestir. Þar af voru um 500 lestir
af pipar og öðrum kryddtegund-
um. 60 lestir af saltpétri, 40 tonn af
ýmis konar kjörviði og önnur 40
tonn af kopar og tini. Auk þess er
vitað að mikið var af textíl og vefn-
aðarvöru um borð í skipinu. Verð-
mæti skipsfarmsins var talið nema
35 tunnum af gulli auk þess sem
vitað var að 2718 demantar voru í
skipalestinni. Af þeim komust til
hafnar í Hollandi 2500, þannig að
óvíst er um hað varð um rúmlega
200 demanta. Líklegast verður þó
að telja, að þeir hafi verið eitt það
fyrsta sem bjargað var úr skipinu."
ÖH yfírbyggingin hirt
af íslendingum
Hvað teljið þið fornleifafræðing-
ar að miklu hafi verið bjargað úr
skipsflakinu?
Það er vitað að hollenska
skipafélagið skrifaði Danakonungi
og fékk leyfi til að senda björgun-
arleiðangur hingað til lands sumar-
ið eftir að skipið strandaði. Hins
vegar eru ekki til neinar heimildir
um veru björgunarflokks hér-
lendis. Við vitum að skipið stóð
uppi í sandinum í nærri heila öld.
Það er öruggt mál að öll yfirbygg- ,
ing þess hefur verið hirt af íslend-
ingum og jafnvel eitthvað fleira.
Það eru meira að segja til skýrslur
Alþýðubandalagið:
< Miðstjómar-
fundur 11. feb.
Fundur verður haldinn í
miðstjórn Alþýðubandalags-
ins föstudaginn 11. febrúar kl.
20 í Sóknarsalnum Freyjugötu
27. Fundinum verður fram
haldið á sama stað kl. 10
laugardaginn 12. febrúar.
við allri ijársjóðaleit
um það í Hollandi að löngu eftir
strandið hafi verið skipað upp þar í
landi heilmiklu af tini úr umræddu
skipi, sem sýnir að menn hafa kom-
ist ansi djúpt í það á strandstað, því
tinið hefur líklegast verið í ballest-
inni.
Stjórnast af
gróðasjónarmiðum
í hverju liggur fornleifagildi
þessa skipsskrokks?
Öllu því sem er um borð, ekki
síst persónulegum munum skips-
verja. Það sorglegasta í þessu er,
að björgunarmenn virðast láta al-
gerlega stjórnast af gróðasjónarm-
iðum og ætla ekki að láta fræði-
menn vera með í ráðum, ef ráðist
verður í það að grafa upp skipið.
Tek mikið mark
á þessari ítarlegu
skýrslu, segir
Guðmundur
✓
Olafsson forn-
leifafræðingur
Hver er réttur Þjóðminjasafns-
ins í þessum efnum?
Hlutverk okkar er að vemdafom-
leifar og sjá til þess að þeim verði
ekki spillt. Við getum ekki horft á
aðgerðarlausir ef lagt verður í stór-
kostleg spellvirki á fornminjum
þarna á sandinum. Því er rangíega
haldið fram að Þjóðminjasafnið
hafi ekki áhuga á þessu máli. Fyrr-
verandi þjóðminjavörður gaf á sín-
um tíma fullt leyfi til þess að leitað
yrði að skipsflakinu, en um leið og
það fyndist yrði haft samráð við
safnið um áframhaldið. Slíkt hefur
ekki verið gert. Við skulum líka
gera okkur grein fyrir því að þær
upphæðir sem rætt er um vegna
þessa uppgraftar samsvara rúm-
lega 10 ára framlagi til allrar starf-
semi Þjóðminjasafnsins.
Ef skrokkurinn næst upp, þá er
stórhætta á að allir hlutar hans
eyðileggist þegar þeir komast í
samband við andrúmsloftið. Til
þess að bjarga þeim þarf sérstaka
meðhöndlun sem ekki er til hér-
lendis“, sagði Guðmundur að
lokum.
-Ig
Ráðgera 60-75 miljóna króna björgunarleiðangur:
„Erum ekkl að fara
með neitt fleipur”
segir Kristinn Guðbrandsson
„Þessi skýrsla var samin fyrir
okkur í Björgun h/f og niðurstöður
hennar eru tóm vitleysa. Þó vitnað
sé í heimildir víða að úr heiminum,
þá vita menn ekkert um afdrif
skipsins og farms þess, eftir að það
strandaði á Skeiðarársandi. Og að
það hafi verið gerðir út einhverjir
björgunarleiðangrar á þessum
tíma, eins og skipið stóð fyrir opnu
hafi, er hreint og beint hlægilegt,“
sagði Kristinn Guðbrandsson
fraink væmdastj óri Björgunar h/f,
en hann ásamt Bergi Eiríkssyni
hefur leitað að „Gullskipinu“ á
Skeiðarársandi í tæp 40 ár, og telur
víst að þeir félagar hafi fundið það.
í sumar ráðgera þeir að grafa
skipið upp með stórvirkum tækj-
um, og er áætlaður kostnaður að
sögn Kristins á bilinu 60-75 miljón-
ir króna íslenskar.
Allur varningur
enn um borð
En hvað telja þeir félagar að sé
um borð í skipsfiakinu?
„Við höfum aldrei haldið fram að
það sé gull í því, en við teljum víst
að ekkert hafi verið tekið úr
skipinu eftir að það strandaði.
Eitthvað hefur sjálfsagt rekið úr
því. Við erum vissir um að skrokk-
ur skipsins sé í góðu lagi og allur
varningur þess um borð ennþá.
Við vitum að það eru demantar í
skipinu. Við vitum líka að það voru
um borð í skipinu 80 farþegar sem
höfðu dvalið í Afríku í áratugi.
Þeirra farangur kemur hvergi fram
á farmskjölum, en það er vitað úr
sögunni, að farangur skipsverja var
oft verðmætari en sá farmur sem
fluttur var hverju sinni.“
En nú eru til heimildir um að
skipið hafi staðið tæpa öld á sand-
inum og ýmislegt verið hirt úr því?
„Já við höfum heimildir um að
mastrið og ankerið hafi verið hirt,
en mastrið hefur líka verið það ein-
asta sem stóð uppi af skipinu. Við
félagarnir höfum verið í áratugi á
söndunum og þykjumst vita hvern-
ig skip hverfa þar á undrafljótum
tíma í sandinn. Þetta skip hefur
fljótt horfið að mestu niður í sand-
inn, og þar liggur skrokkurinn enn-
þá óskemmdur eftir því sem þær
boranir er við gerðum í fyrrasumar
sýna fram á.
Allt í góðu lagi
Hvað verður ef þið náið skipinu
upp í sumar. Er ekki hætta á að
hlutirnir stórskemmist þegar þeir
komast í samband við loft?
„Það er engin hætta á slíku. Hita-
stigið í sandinum er jafnt, 4 stig, og
það er ekkert lífrænt sem þrífst
þarna í sandinum, og því á skips-
skrokkurinn að aðrir hlutir að
koma í góðu lagi upp.“
Hvernig gengur að fjármagna
þetta ævintýri?
„Það gengur illa að safna fyrir
þessu. Einkum þegar við fáum yfir
okkur gusur eins og þær sem komið
hafa frá fornleifafræðingum.
Hér er um heims-
viðburð að ræða
Viljið þið halda Þjóðminjasafni
og fornlcifafræðingum alveg fyrir
utan þetta mál?
„Við ætlum að vinna að þessu í
samráði við stjórnvöld. Við
gerðum upphaflega samning við
ríkið árið 1960 og ríkið hefur mik-
illa hagsmuna að gæta í þessum efn-
um. Hitt er annað að við höfum
ekki staðfestingu á því að þetta sé
rétt skip fyrr en það er komið upp,
þótt við þykjumst meira en vissir í
þeim efnum. Við erum ekki að fara
með neitt fleipur. Ef við fáum að
ráða þessu verður hér um stórvið-
burð að ræða, heimsviðburð, ef
skipið verður grafið upp á réttan
hátt, en það virðist sem þeir aðilar,
sem hafa ekki minnstra hagsmuna
að gæta, ætli að eyðileggja þetta
fyrir okkur“, sagði Kristinn í
Björgun h/f. -lg.
Alþýðubandalagið í Reykjavík hélt árshátíð sínaog þorrablót í Snorrabæ sl. föstudagskvöld. Þótti skemmtan
sú takast hið besta með fjöldasöng, gamanmálum og samkvæmisleikjum. Veislustjóri var Sigurdór Sigur-
dórsson biaðamaður og fékk hann m.a. þingmenn Alþýðubandalagsins í Reykjavík, Guðmund J. Guð-
mundsson, Guðrúnu Heigadóttur, Ólaf Ragnar Grímsson og Svavar Gestsson til þess að syngja saman
„Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur?”, við miklar og góðar undirtektir viðstaddra. Ljósm. -eik.