Þjóðviljinn - 29.03.1983, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 29. mars 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
Stofnendur samtakanna Ný sjónarmið. Frá vinstri: Jón Ogmundsson
efnaverkfræðingur, dr. Jón Geirsson efnafræðingur, dr. Höskuldur
Þráinsson prófessor, Guðmundur Guðmundsson matvælafræðingur,
Guðmundur Pétursson forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskólans í
meinafræði, Jón Oddsson hæstaréttarlögmaður, Kristján J. Alberts-
Félagsskapurinn Ný sjónarmið:
son jarðfræðingur, dr. Sigurður Helgason, dr. Þorvarður Helgason
menntaskólakennari, Erlingur Gíslason leikari, Þórður Helgason
verslunarskólakennari og Hörður Erlingsson framkvæmdastjóri. Á,
Inyndina vantar Davíð Erlingsson handritafræðing og Helga Valdem-
aAson prófessor. Ljósm.: eik.
Söfnun handa Alusuísse
Lágmarksframlag er 13 aurar en það er verðið
sem Alusuisse greiðir fyrir hverja kílóvattstund
Samtök allmargra cinstaklinga sem hingað til hafa lengstum staðið fyrir
utan dægurþras pólitíkurinnar gengust í gær fyrir blaðamannafundi á
Hótel Sögu þar sem kynnt voru áform um söfnun til stuðnings Alusuisse.
Samtökin hafa valið sér nafnið Ný Sjónarmið og hafa þau í hyggju að
benda öðru hverju á lciðir til lausnar brýnum vandamálum sem kunna að
liggja til hliðar við troðnar slóðir stjórnmálaflokkanna, eins og það er
orðað í yfirlýsingu samtakanna. Jafnframt senda samtökin frá sér ávarp
og greinargerð til íslensku þjóðarinnar. Ávarpið hljóðar svo:
„Svissneska álfélagið í Ziirich,
móðurfyrirtæki fslenska álfélags-
ins hefir undanfarið átt við mikla
og vaxandi örðugleika að stríða.
Við upphaf 9. áratugarins varð gíf-
urleg niðursveifla í áliðnaði í
heiminum, sem enn sér ekki fyrir
endann á. Afkoma Alusuisse var
orðin mjög slæm á árinu 1981, urn
þverbak keyrði í fyrra, 1982, og
enn eru horfur afleitar, þótt ein-
stakir dagprísar á smáförmum áls
sýnist stundum gefa fyrirheit um
betri tíð.
Það eru einkum skuldbindingar
félagsins við dótturfyrirtæki sín,
eins og íslenska álverið, sem gera
því erfitt fyrir. „Eigendur fyrirtæk-
isins, hinn erlendi aðili Alusuisse,
hefir ekki farið vel út úr þessum
rekstri... Reksturinn hefir barist í
bökkum, stundum verið verulegt
tap eða í besta falli staðið í járn-
um”, sagði Ragnar S. Halldórsson
forstjóri í Morgunblaðinu þegar ár-
ið 1979.
Síðan hefir enn sigið á ógæfu-
hliðina. „Afkoma íslenska álfél-
agsins í fyrra (1981) var hin lang-
versta í sögu fyrirtækisins... Er tap-
ið 28.7% af veltu”, eins og fram
kom í samtali við forstjórann í Mbl.
7. mars 1982.
Þá hefir Svissnéska álfélagið af
óviðráðanlegum ástæðum þrásinn-
is orðið fyrir tapi í hafi við flutning
á súráli alla leið frá Ástralíu, eins
og fram kemur í bréfi félagsins til
Gunnars Thoroddsens forsætisráð-
herra 16. febrúar 1981. Þar að auki
hefir Svissneska álfélagið beinlínis
þurft að styrkja álverið hér með
niðurgreiðslum.
Loks hefir álverið nýskeð orðið
fyrir óvæntum kostnaðarauka, þar
sem rafskautin frá verksmiðju Alu-
suisse í Hollandi hafa reynst vera í
blautara lagi. En eins og kunnugt
er, þurfa skautin að vera
skraufþurr og tandurhrein til að
valda hlutverki sínu. Svissneska
álfélagið verður að sjálfsögðu á
engan hátt dregið til ábyrgðar fyrir
þessi blautu skaut, heldur stafar
bleytan af óviðráðanlegum veður-
farsástæðum (force majeure).
íslendingar hafa á hinn bóginn
frá upphafi haft mikinn og margvís-
legan hagnað af skiptum sínum við
Alusuisse, eins og ítarlega er rakið
í meðfylgjandi greinargerð. T.d.
hafa raforkukaupin frá Landsvirkj-
un að meðaltali numið 7.1% af
heildarveltu ísals á síðasta áratug.
Samt sem áður hefir Alusuisse
margoft boðist til þess að stækka
Æ skulýðsf ylking
Alþýðubandalagsins:
álverið, svo að íslendingar gætu
selt enn meira rafmagn á þessu
hagstæða verði.
Þar sem þessir velgerðarmenn
vorir eiga nú í tímabundnum fjár-
hagserfiðleikunt, teljum vér það
skyldu vora að gefa íslensku
þjóðinni kost á því að sýna hug sinn
í verki með því að hefja almenna
fjársöfnun til handa Alusuisse.
Hefir þegar verið opnaður póst-
gíróreikningur, nr. 78300-5, sem
menn geta greitt framlög sín inn á.
Það skal þó tekið fram að lág-
marksframlag, sem tekið ert við er
13 aurar, en það er sú upphæð sem
álverið í Straumsvík þarf að greiða
fyrir hverja kílóvattstund til
Landsvirkjunar. Ekki ætti samt að
vera nein ofætlun, þótt sumir ein-
staklingar greiddu í söfnunina and-
virði 10, 100 eða jafnvel 1000 kíló-
vattstunda. Minnumst þess þó, að
einnig hin smáu framlög konta sér
vel, því að kornið fyllir mælinn.”
Reykjavík 28.3.1983.
Samtök Ný sjónarmið
„Áfall fyrfr friðarbaráttuna”
segir Arni Hjartarson, formaður miðnefndar Samtaka herstöðvaandstæðinga
„Víða um lönd hefur friðarbar-
áttan verið borin uppi af konum -
konur hafa talið vígbúnaðarmál og
vopnakapphlaup til þeirra helstu
mála, sem berjast þarf gegn til að
gera þennan heim lífvænlegan.
Með þá staðreynd í huga er þessi
nýja afstaða kvenna hér á landi
mjög einkennileg og ég er satt að
segja undrandi á henni.”
Þetta sagði Árni Hjartarson, for-
maður miðnefndar Samtaka her-
stöðvaandstæðinga, í samtali í gær
vegna þeirrar ákvörðunar Kvenn-
alistans í Reykjavík að ákveða að
Þórhildur Þorleifsdóttir skyldi ekki
tala á útifundi samtakanna á morg-
un, cn Þórhildur hafði áður gefið
vilyrði sitt.
„Mér finnst þetta satt að segja
áfall fyrir friðarbaráttuna í
landinu,” sagði Árni Hjartarson
ennfremur. „Þetta þýðir, að sá
andblær sem stafar af Kvenna-
listanum í garð friðarsinna er nú
andblær tortryggninnar. Þessi af-
staða kemur okkur mjög í opna
skjöldu.” ast
Herstöðvamálið
„Ykkar einkamál til þessa
segir fulltrúi Kvennalista
„Við ákváðum á fundi okkar að
taka ekki þessu boði Samtaka her-
stöðvaandstæðinga vegna þess að
þetta hefur verið bitbein Álþýðu-
bandalagsins og Sjálfstæðisflokks-
ins og þeir hafa gert þetta að sínu
einkamáli. Við viljum ekki að þeir
ráði þcssari umræðu heldur viljum
við ráða hcnni sjálfar og finna nýj-
ar leiðir í þcssu máli,“ sagði Þór-
hildur Þorleifsdóttir um þá afstöðu
Kvennalistans að ákveða að fulltrúi
þeirra talaði ekki á útifundi Sam-
taka herstöðvaandstæðinga við
Alþingishúsið á morgun.
Kvennalistinn verður með
blaðafólksfund í dag þar sem stefn-
uskrá listans verður kynnt og gefst
þá væntanlega tækifæri til að kynn-
ast afstöðu þeirra til þessa máls
sem annarra. ast
Stuðnlngur
vlð baráttu
verka-
manna í
Stjórn Æskulýðsfylkingar Al-
þýðubandalagsins samþykkti á
fundi þann 27. mars, að lýsa yfír
fullum stuðningi við baráttu verka-
manna í Straumsvík við Svissneska
álfurstana og deildarstjóra
þeirra á Islandi.
Jafnframt fordæmir stjórn Æsk-
ulýðsfylkingarinnar ómanneskju-
leg vinnubrögð stjórnenda Álvers-
ins og hvetur verkamenn til að
standa saman í yfirstandandi bar-
áttu.
Áskorendaeinvígin:
Kortsnoj
vann fyrstu
skákina
Viktor Kortsnoj vann Ungverj-
ann Lajos Portisch í 1. einvígisskák
þcirra sem lauk á sunnudag eftir að
hafa farið í bið. Kortsnoj hefur ver-
ið í mikilli lægð að undanförnu og
því kemur sterk byrjun hans nú á
óvart. Þcir félagar heyja einvígi sitt
í Bad Kissingent í Vestur-
Þýskalandi.
Tveim skákum er lokið í einvígi
Roberts Húbners og Vasily Smysl-
ov. Þeir tefla í Velden í Austurríki
og lauk báðum fyrstu skákunum
með jafntefli.
Einvígi Torre frá Filippseyjum
og Ribli Ungverjalandi hefst þann
5. apríl á Spáni.
Þá fara nú fram nokkur einvígi í
áskorendakeppni kvenna. Sovéska
skákkonan loselani hefur forystu í
einvígi sínu við Liu frá Kína,2'/2:l'/2.
Levitina frá Sovétríkjunum hefur
yfir gegn fyrrum heimsmeistara
kvenna, Nonu Gaprindhasvili, 3:2.
Þátttaka kínversku stúlkunnar
Liu vekur mikla athygli en mjög er
stutt síðan Kínverjar hófu að tefla á
alþjóðlegum vettvangi. Þeir voru
fyrst með á Olympíumóti árið
1978. -hól.
K völdvorrósarolían:
Ekkert
lækningagildi
segir landlæknir
og Lyfjaeftirlitið
Lyljaeftirlit ríkisins hefur vegna
umræðan um lækningamátt svo-
kallaðrar kvöldvorrósarolía sent frá
sér fréttatilkynningu þar sem segir
að niðurstöður af rannsóknum á
lækningagildi olíunnar hafí leitt í
ljós að hún sé áhrifalaus sem slík. í
frétt Lyfjaeftirlitsins segir ma:
„Kvöldvorrósarolía inniheldur
nokkrar ómettaðar fitusýrur og
nefnist ein þeirra gamma-
linolensýra. Sýrur þessar hafa tals-
vert verið rannsakaðar undanfar-
in 20 ár og þekking okkar á þýð-
ingu þeirra fyrir líkamann hefur
aukist smám saman. Niðurstöður
þeirra rannsókna, sem gerðar hafa
verið, hafa leitt í ljós lækningagildi
þessara fitusýra. Fullyrðingar, sem
birst hafa í fjölmiðlum um lækning-
amátt kvöldvorrósarolíu, eru því
ekki á rökum reistar”.
UTIFUNDUR VIÐ ALÞINGI30. MARS
A morgun kl. 17.30 Samtök herstöðvaandstæðinga