Þjóðviljinn - 29.03.1983, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 29.03.1983, Qupperneq 16
MOÐVIUINN Þriðjudagur 29. mars 1983 Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Þurfum að breyta viðhorfí og áherslum jafnt karla sem kvenna til kosningamálanna, var niðurstaða frummælanda á fjölmennum vinnufundi kvenna í flokksmiðstöðinni. Ljósm. Ari. Bjargey Elíasdóttir úr kosningastjórn fjallaði um kosningastarfið. Kristín Oiafsdóttir stjórnaði fundi. Ljósm. Ari. Fjölsóttur vinnufundur kvenna í AB: Mildð starf framundan í þcssum kosningum er tekist á um varnir gegn kreppu og atvinnu- leysi og ekki síður um sjáifstæði þjóðarinnar, sagði Guðrún Hall- grímsdóttir, 6. maður á G-listanum í Reykjavík m.a. á fjölmennum vinnufundi kvenna í AB s.l. sunnu- dag. Þetta er ekki mál sem varðar konur einar. Vilborg Harðardóttir benti á að svokölluð kvennamál væru þau mál sem karlar vanrækja og hcfðu vanrækt. Spurning er sú hvort við eigum einar að leysa þau mál eða hvort við eigum að gera þá sjálfsögðu kröfu, að þeir taki þátt í að leysa þau. Mín skoðun er sú, sagði Vilborg, að við hljótum að verða að leysa þau sameiginlega og vinna að því að brcyta viðhorfi og áherslum karla jafnt sem kvenna. Á fundinum var í þremur starfs- hópum fjallað um kosningastarfið, stefnuskrá Alþýðubandalagsins og afstöðuna til kvennaframboðs. Var m.a. ákveðið á fundinum að vinna sérstakt dreifirit þar sem afstöðu Alþýðubandalagsins til „sérmála“ kvenna verða gerð skil svo sem til dagvistarmála, tekjutryggingar fyrir einstæða foreldra, lengingu fæðingarorlofs, launajafnréttis og fleira mætti telja. Framsögumenn á fundinum voru Bjargey Elíasdóttir, sem sæti á í kosningastjórn• og fjallaði um kosningastarfið, Guðrún Hall- grímsdóttir, sem skipar 6. sæti list- ans fjallaði um stefnuskrá AB og samstarfsgrundvöllur sem kynnt- ur hefur verið, Vilborg Harðar- dóttir fjallaði um afstöðuna til kvennaframboðs og Margrét S. Björnsdóttir, sem skipar 7. sæti G- listans fjallaði um friðarhreyfingu kvenna. Fundurinn var undirbúinn af miðstöð kvenna í AB og er von á öðrum slíkum svo og smærri vinnu- fundum á næstunni. Allar konur sem vilja taka þátt í þessu starfi geta skráð sig til vinnu í flokksmiðstöðinni, Hverfisgötu 105, síma 17500. _ át Alþjóðleg ráðstefna haldin að tillögu Ólafs Ragnars Grímssonar í Glasgow jyI %r”at'ona/ NoR&ef*Wéí Gronce Thur ?th Hall, lOth ^"eStr, »eí. April G/o ,/c '983 s9o W3 Kjamorkuvopnalaust N or ður-Atlantshaf Dagana 7.-10. næsta mánaðar verður haldin í Glasgow alþjóðleg ráðstefna um kjarnorkuvopnalaust Norður-Atlantshaf. Það er friðar- hreyfingin í Glasgow sem býður til ráðstcfnunnar, en hún hefur áður haft frumkvæði að því að tengja saman störf friðarhreyfinga í Evr- ópulöndum. Það var Olafur Ragn- ar Gímsson alþingismaður sem flutti tillögu um sérstaka ráðstefnu um kjarnorkuafvopnun á Norður- Atlantshafi, er hann var fyrirlesari á fundi í Glasgow fyrir einu ári, eins og Þjóðviljinn greindi þá frá. Til- lagan var samþykkt og er þetta í fyrsta sinn sem krafan um kjarn- orkuvopnaleysi á Norður- Atlantshafi er sett upp sem yfir- skrift alþjóðlegrar ráðstefnu. f Glasgow munu koma saman 7. ti 10. apríl fulltrúar frá Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Danmörku, Færeyjum, íslandi, Kanada, Sov- étríkjunum, Bandaríkjunum, ír- landi, Wales, Skotlandi og Eng- landi - alls um 80 manns. A ráðstefnunni verður bæði rætt um kjarnorkuvopn á því svæði sem um er fjallað og um sameiginlegar að- gerðir. „Ný kjarnorkuvopnaógn steðjar nú að þjóðum við Norður- Atlantshaf. Bandaríski flotinn er að vopna herskip og kafbáta með þúsundum nýrra stýriflauga sem eiga að geta hitt skotmörk í Austur-Evrópu frá gæslusvæðum á Atlantsháfi. Þessi vopn eru hluti af gífurlegri flotastækkun Bandaríkj- anna - um 450 til 600 skip - sem á að tryggja drottnun Norður- Ameríkumanna yfir heimshöfun- um. Á sama tíma þenja Sovétmenn út flota sinn. Bagði stórveldin líta á Norður Atlantshafið sem mögulegt átakasvæði í kjarnorkustríði.“ - Þannig segir m.a. um bakgrunn ráðstefnunnar í boðsbréfi, þar sem lögð er áhersla að ásælni stórveld- anna í aðstöðu fyrir kjamorkuvíg- vélar í löndum við Norður- Atlantshaf ógni tilveru þeirra ,og sjálfstæði. Friðarhreyfingar í ein- stökum löndum hafi náð nokkrum árangri með andófi gegn hernaðar- uppbyggingu, en nú sé kominn tími til þess að samræma alþjóðlega andstöðu gegn kjamorkuvíg- væðingu' hafsins. Aprílráðstefnan í Glasgow sémikilvægtskref í þá átt. - ekh. Útifundur við alþingi á morgun, 30. mars Á morgun, miðvikudaginn 30. mars, halda her- stöðvaandstæðingar útifund við Alþingishúsið. Hefst fundurinn klukkan hálf-sex. Þennan dag verða ein- mitt liðin 34 ár frá því Alþingi íslendinga samþykkti aðild íslands að hernaðarbandalaginu NATÓ. Fundarstjóri á fundinum verður Kvennalistanum í Reykjavík hefur Njörður P. Njarðvík. Ingibjörg gefið vilyrði sitt fyrir því að halda Haraldsdóttir mun flytja ljóð og ræðu á fundinum, eins og skýrt var stuttar ræður flytja þeir Arnþór frá í helgarblaði Þjóðviljans, en Helgason og Olafur Ragnar fundur Kvennalistans lýsti sig því Grímsson. andvígan og mun því Þórhildur Þórhildur Þorleifsdóttir hjá ekki tala. - óg. Oll kjördæmi í sjonvarp Kosningabaráttan í sjónvarpi afgreidd af útvarpsráði Kosningabaráttan í sjónvarpinu fer nú senn að hefjast. A fundi sín- um í gær ákvað útvarpsráð, að framboðskynning stjórnmála- flokkanna skyldi hefjast mánudag- inn 11. apríl og standa í þrjú kvöld, þann 11., 12. og 13. apríl. Hver stjórnmálaflokkur verður þar með 20 mín. þátt til kynningar á stefnu sinni. Dregið hefur verið um röðina og er hún þessi: mánu- daginn 11. verða Alþýðubandalag og Sjálfstæðisflokkur, þriðjudag- inn 12. Kvennaframboð og Fram- sóknarflokkur og miðvikudaginn 13. Alþýðuflokkur og Bandalag jafnaðarmanna. Sú nýbreytni verður upp tekin að hvert kjördæmi verður með klukku- stundarþátt, þar sem fram- bjóðendur þess kjördæmis leiða saman hesta sína. Verður það með hringborðssniði og einn þátttakandi frá hverjum framboðslista. Röð kjördæmanna verður þessi. Laugardag 16. apríl kl. 15 Norðurland vestra og kl. 16 Norðurland eystra. Sunnudag 17. kl. 16 Vestfirðir og kl. 17 Austur- land. Mánudag 18. kl. 21.35 Suður- land og kl. 22.35 Vesturland. Þriðjudag 19. kl. 21.35 Reykjavík og miðvikudag 20. kl. 21.35 Reykjanes. Föstudagskvöldið 22. apríl þ.e. kvöldið fyrir kosningarnar verða síðan hringborðsumræður, þar sem formenn flokkanna ræðast við. Hefst það kl. 21.15. eng. jEsa Bannað verði með lögum Sveitarfélögin hætti atvinnurekstri - Það væsir ekki um peningamennina fyrir sunnan, ef stefna Versl- unarráðsins gengur eftir. í áformum þeirra er gert ráð fyrir að sveitar- félög verði að selja einkaaðilum eignarhluta sína í hvers konar atvinnu- rekstri. Þetta útibú Sjálfstæðisflokksins gefur sveitarfélögunum frest til ársloka 1985 til að ganga frá sölu fyrirtækja sinna. Þýddi það ekki atvinnuleysi í mörgum kauptúnum þessa lands? 8.3.2. Sveitarfélögum verði bannað með lögum að eiga eða taka þátt í áhættusömum atvinnurekstri. Sveitarfélög verða þar með skuldbundin að selja útgerðarfyrirtæki sín og fiskvinnslustöðvar til einkaaðila. Frestur til að ganga frá sölu þessara fyrirtækja renni út í árslok 1985. Ef sveitarfélög vilja örva atvinnurekstur, verður að lækka skatta til sveitarfélagsins á fyrirtæki. „Skattheimtan eykst sífellt og nálgast nú, að við vinnum hálft árið til að standa skil á sköttum til ríkis og sveitarfélaga“. (Ragnar S. Halldórsson í setningarræðu Viðskiptaþings 1983, Ragnar er forstjóri ísal og formaður Verslunarráðsins).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.