Þjóðviljinn - 23.04.1983, Qupperneq 5
Helgin 23. - 24. apríl 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
Er sj ónvarpsbólan sprungin?
Hugleiðingar um kapalkerfi, vídeó og sjónvarp
íbreskablaöinu NEW
STATESMAN birtist nýlega
grein um reynslu Breta af nýrri
sjónvarpsrás, Rás4, og
kapalkerfum. Greinin er um
margt afar athyglisverö fyrir
okkur hér á Fróni, þar sem
sjónvarps- og kapalmál hafa
verið í deiglunni undanfarna
mánuöi og ýmsar kröfur verið á
lofti í þeim efnum, svo sem um
afnám einkaréttar
ríkisútvarpsins. Greinin í NEW
STATESMAN ber heitiö „Leyfi
til að tapa fé“ og veltir
greinarhöfundur vöngum yfir
því hvort sjónvarpsbólan sé
ekki sprungin í Bretlandi.
Svipað ástand virðist hafa ríkt í
sjónvarpsmálum í Bretlandi og hér
á landi undanfarið. Fylgjendur
frelsis í fjölmiðlum hafa haldið
fram þeim vörnum fyrir kapalkerf-
in og fjölgun rása, að þau myndu
skapa áhorfendum aukið valfrelsi,
þjóna minnihlutahópum og
sveitar- og bæjarfélög gætu notað
þessar stöðvar til upplýsinga-
miðlunar. Yfirvöld hafa staðið á móti
með þau rök í hendi sér, að í raun
myndi fjölgunin minnka valfrelsið
og að auki færu gæðin á sjónvarps-
efninu niður úr öllu valdi.
Hin breska
þjóð er mett
Mestu umræðurnar fóru fram á
fyrra ári, einkum í sambandi við
Rás 4. Rás 4 hefur enga áskrift, á
allt sitt undir auglýsendum og hún
nær til alls þorra landsmanna. f
þessari rás hefur verið boðið upp á
fleiri fréttaþætti en tíðkast hjá
BBC og ITV og einnig voru hafnar
tilraunir með útsendingar fyrir há-
degi. Þegar greinin í NEW STAT-
ESMAN var rituð voru liðnar 7
vikur frá því að morgunsjónvarp
fór af stað, en BBC hóf einnig út-
sendingar á sama tíma um svipað
leyti. Þá hefur Rás 4 einnig sent út
mjög góða listaþætti - til þess að
þjóna ákveðnum hópi áhorfenda.
Ekkert af þessu hefur dugað.
Kannanir hafa sýnt, að fyrir og um
jólin síðustu minnkaði sjónvarps-
notkun í Bretlandi hjá öllum
stöðvum. Morgunsjónvarpið náði
ekki þeim áhorfendafjölda, sem
búist var við. Áhorfendur Rásar 4
eru það fáir, að þeir mælast varla í
könnunum.
Greinarhöfundur dregur af
þessu þá ályktun, að breska þjóðin
sé einfaldlega inett - það séu ekki
til staðar möguleikar á því að ná til
áhorfenda og áhorfendur virðist
litlar eða engar kröfur gera til nýs
efnis eða nýrra rása. Hún hefur
einfaldlega nóg á boðstólum nú
þegar.
Opinbera sjón-
varpið „of gott“
Greinarhöfundur bendir sömu-
leiðis á, að kapalkerfi hafi þrifist
best í löndum, þar sem útsendingu
opinberra stöðva er ábótavant,
bæði hvað snertir gæði efnisins og
móttökuskilyrði. Ekki verði sagt
um BBC að efnið sé lélegt eða mót-
tökuskilyrðin í ólagi. Þvert á móti.
BBC framleiðir gæðavöru, sem er
eftirsótt um allan heim. BBC er
einfaldlega „of gott“, þ.e. fáir
komast með tærnar þar sem sú stöð
hefur hælana.
Möguleikar
kapalkerfa fáir
í greininni er einnig velt fram
þeim möguleikum, sem kapalkerf-
in gætu hugsanlega þrifist á. Einn
þeirra er sá, að taka á sína arma
ýmsa helstu íþróttaviðburði. í-
þróttayfirvöld vilja hins vegar ekki
veita kapalkerfum einkaleyfi á slík-
um viðburðum og þar með er sá
möguleikinn úr sögunni. Annar
væri sá að sýna góðar kvikmyndir.
Sá möguleiki er þó dauðadæmdur
fyrirfram að áliti greinarhöfundar
þar sem BBC á álitlegt kvikmynda-
safn og hefur í hyggju ýmsar nýj-
ungar á þessu sviði. Þá væri hægt að
snúa sér að ódýrunt þáttuin - þátt-
um sem ekki þarf að borga mikið
fyrir, og er þá einkum mænt vestur
um haf í því efni. Gallinn er bara
sá, að fyrir vestan eru gæðin á
ódýru þáttunum hreint ótrúlega
lítil - DALLAS er toppurinn og
þarf þá vart að leiða getum að því
hvernig afgangurinn er.
Kapalkerfin geta ekki heldur
reitt sig á framleiðslu ódýrra, inn-
lendra þátta, því leikarar standa
fastir á launagreiðslum og fram-
leiðslan yrði kerfunum því um
megn.
Og þá er víst fátt eftir annað en
„Video nasties", sem greinarhöf-
undur kallar svo, en þar er átt við
alls kyns ofbeldis- og klámmyndir,
sem framleiddar eru í tonnatali
fyrir vídeóin og kosta lítið. Grein-
arhöfundur bendir á, að yfirvöld
myndu fljótlega taka í taumana ef
slíkt efni kæmi fyrir augu virðu-
legra, breskra borgara - og þar
með er síðasti draumurinn einnig
úr sögunni.
„Vídeósónin“
að gefast upp
Þrettán kapalkerfum hefur verið
komið upp í Bretlandi undanfarið
og þau eiga það öll sammerkt að
vera komin á síðasta snúning. Eitt
kapalkerfanna náði til 20 prósent
íbúa í borginni Hull og er það um-
talsverð tala. Það kerfi gengur með
bullandi tapi og forráðamenn þess
fást ekki til að segja hvertsu margir
hinna 20 prósenta hafa sagt upp
áskriftinni. í grein NEW STAT-
ESMAN er bent á, að þessi 20
prósent séu að 96 prósentum íbúar
bæjaríbúða, þar sem atvinnuleysi
og önnur óáran efnahagskreppunn-
ar hafi sett mark sitt á pyngjurnar.
Ibúarnir hafi ekki efni á að standa
skil á leigunni, hvað þá að greiða
fyrir kapalinn.
Niðurstaða: efling
ríkisútvarpsins?
Nú má auðvitað spyrja hvernig
þessi reynsla komi okkur að gagni.
Auðvitað heilmiklu, því margir
drættir þessarar sögu eru nokkuð
kunnugir hér á landi. Vídeósón,
sem náði til um 2.000 manna á
Reykjavíkursvæðinu. hefur nýlega
lagt upp laupana. Getum hefur
verið að því leitt, að fyrirtækið hafi
gripið fegins hendi tækifærið, sem
ríkissaksóknari veitti þeim til að
hætta starfsemi, því peningarnir
hafi verið hættir að streyma inn.
Undirrituð getur vottað, að erfið-'
lega gekk að innheimta hjá þeirn,
sem aðgang höfðu að kerfinu,
a.m.k. í Breiðholti, og var tekin
upp sú regla að ef 'h hluti stiga-
angs greiddi fyrir kerfið væri ekki
lokaðí þeim gangi. Efnið, sem á
boðstólum var, gerðist einnig æ
þynnra, og þar sem fólk varð að
hafa talsverða enskuþekkingu til
að geta nýtt sér það, var von að svo
færi sem fór.
Þá mætti einnig leiða hugann að
því sem segir í greininni, að kapal-
kerfin þrífist einkum í þeim löndum,
þar sem útsendingu ríkissjónvarps
er ábótavant. Þótt það sé lenska
hér á landi að bölva öllu í sjónvarp-
inu er það þó staðreynd, að efnið
sem hér er boðið uppá er með því
skásta sem gerist í heiminum. Og
nú þegar sumarfrí sjónvarps hefur
verið afnumið mun þörf lands-
manna fyrir kapalkerfi og vídeó á-
reiðanlega minnka. Hver veit hvað
myndi gerast ef einnig yrði sent út á
fimmtudögum? Og móttökuskil-
yrðin á landsbyggðinni yrðu bætt?
Reynslan frá Bretlandi sýnir, að þá
mættu nú Vídeósónar landsins fara
að vara sig. _ast
Meltaway
Snjóbræðslukerfi
í bílastæði, tröppur, götur, gangstíga, torg og
íþróttavelli.
Síminn er:
77400
Þú nærð sambandi hvort sem er að nóttu eða
degi.
PÍPULAGNIR Sf
Smiðjuvegur 28 - Box 116 - 202 Kópavogur
••
SÁÁ menn munu verða við alla kjörstaði
á landinu á kjördag.
Þar munu þeir taka við gjafabréfum
til SÁÁ og veita upplýsingar um yfirstandandi
landssöfnun sé þess óskað.
Enn er tækifæri til að vera með.
Reisum saman sjúkrastöð sM