Þjóðviljinn - 23.04.1983, Qupperneq 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 23. - 24. apríl 1983
WODVIUINN
Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyf-
ingar og þjóðfrelsis
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans.
Framkvæmdastióri: Guörún Guömundsdóttir
Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Olafsson.
Umsjónarmaöur Sunnudagsblaðs: Guöjón Friöriksson.
Auglýsingastjóri: Sigríöur H. Sigurbjörnsdóttir.
Afgreiöslustjóri: Baldur Jónasson.
Afgreiösla: Bára Siguröardóttir, Kristín Pétursdóttir.
Blaöamenn: Auöur Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson,
Lúövík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason,
Óskar Guömundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlööversson.
íþróttafréttaritari: Víðir Sigurðsson.
Utlit og hönnun: Helga Garöarsdóttir, Guöjón Sveinbjörnsson.
Ljósmyndir: Einar Karlsson, Atli Arason.
Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar.
Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson.
Skrifstofa: Guörún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson.
Símavarsla: Sigriöur Kristjánsdóttir, Sæunn Óladóttir.
Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir..
Bílstjóri: Sigrún Bárðardóttir.
Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Gunnar Sigurmundsson.
Ólafur Björnsson.
Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir. Karen Jónsdóttir
Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar:
Siöumúla 6, Reykjavik, sími 81333.
Umbrot og setning: Prent.
Prentun: Blaöaprent h.f.
ritstjórnararcm
Lokum fyrir
leiftursókn
• Sjálfstæðisflokkurinn hefur á síðustu dögum tekið
kosningasigursinn útfyrirfram. Væntanlegþingmanns-
efni hans gefa út yfirlýsingar sem eru hver annarri
hrokafyllri eins og það sé svo sem óþarfi að kjósa,
þeirra verði valdið eftir helgina. En kjördagur er nú
runninn upp og kjósendur láta ekki segja sér fyrir verk-
um. Þeir kunna að lækka rostann í forystu Sjálfstæðis-
flokksins
• Varaformaður Sjálfstæðisflokksins hefur lýst yfir því
að samstarfsflokkur hans eftir kosningar verði að
„undirgangast stefnu“ íhaldsins. Eetta mælir hann í
ljósi þess að Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkur-
inn hafa biðlað til íhaldsins alla kosningabaráttuna,
Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafa boð-
að íhaldssamvinnu og munu vera reiðubúnir að „undir-
gangast stefnu“ Sjálfstæðisflokksins.
• Matthías Á. Mathiesen hefur boðað minnihluta-
stjórn Sjálfstæðisflokksins nái hann ekki meirihluta í
kosningunum. Þetta mælir hann í krafti þess að skoðan-
akannanir hafa bent til þess að 9-10 þingmenn á
Alþingi munu ekki hafæ neina afstöðu til mála sem
verða til ákvörðunar eftir kosningar. Bandalag Vil-
mundar hefur dæmt sig úr leik og kvennalistinn skilar
auðu. Fessi framboð opna því Sjálfstæðisflokknum leið
til minnihlutastjórnar sem gæti orðið eins illskeytt og
meirihlutastjórn eða afturhaldsstjórn með milliflokk-
unum.
Stráksskapur á
kosninganótt
• Valdhrokinn skín út úr þessum ummælum forystu-
manna Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar. Hann mun
ekki fara dvínandi ef íhaldið nær góðri kosningu. Við
þekkjum hvað við tekur ef Sjálfstæðisflokkurinn nær
þeim völdum í Iandsstjórninni sem hann hefur nú tekið
út fyrirfram. Gunnar Thoroddsen hefur varað við þeim
öflum í Sjálfstæðisflokknum sem hafa það á stefnuskrá
sinni að viðhalda verulegu atvinnuleysi sem aðferð í
stjórnun efnahagsmála. Og við vitum hvað loforð Sjálf-
stæðisflokksins um betri tíð þýða í reynd. Davíð Odds-
son og Reykjavíkuríhaldið hafa sýnt það. Ekkert dag-
heimili er nú í byggingu í Reykjavík, ekkert hjúkrunar-
heimili fyrir aldraða, og lagðir hafa verið á barna- og
þjónustuskattar þannig að það er orðið 10 til 15 þúsund
krónum dýrara fyrir barnafjölskyldu að lifa í Reykjavík
en ella hefði verið.
• Alþýðubandalagið er eina andsvarið sem dugar til
þess að hefta sókn íhaldsins. í kosningabaráttunni hef-
ur það lagt fram samstarfsgrundvöll, þar sem skýrt er
kveðið á hvaða málum það muni fylgja eftir ef það fær
styrk til þess að hafa áhrif á stjórnarmyndun. Atkvæði
greitt G-listanum er krafa um að þjóðleg viðhorf og
félagsleg sjónarmið verði í heiðri höfð við stjórnar-
myndun. Atkvæði greitt G-Iistanum er trygging fyrir
því að til staðar verði á Alþingi sterk stjórnarandstaða
til sóknar og varnar gegn hægri öflunum. Alþýðu-
bandalagið eitt getur veitt nægilega mótspyrnu gegn
framsókn hægri aflanna í stjórn eða stjórnarandstöðu.
• Hvorki milliflokkarnir né framboð Vilmundar og
kvennalistans munu duga til þess að verja ísland gegn
atvinnuleysisstefnu Sjálfstæðisflokksins. Enginn
flokkur annar en Alþýðubandalagið mun fylgja álmál-
inu fram til sigurs, eða stöðva stóraukningu hernaðar-
framkvæmda í landinu. Þau málefni sem vinstri hreyf-
ingin á íslandi hefur borið fyrir brjósti eru öll í mikilli
hættu nema að kjósendur tryggi traust afl til vinstri í
kosningunum í dag.
• X G - ekh
í alþingiskosningunum 1974 var
ég viðstaddur talningu á ísafirði og
það var ógleymanleg nótt. Kjör-
stjómin ásamt fulltrúum listanna lok-
aði sig inni í Alþýðuhúsinu og þar
var mikil stemmning. I þessum
kosningum stóð öll þjóðin á önd-
inni út af úrslitunum á Vestfjörðum
því að engar tölur höfðu birst úr
kjördæminu þegar úrslitin voru
orðin ljós í flestum hinna.
Ástæðan fyrir því að Vestfirðir
voru svo seinir þessa talninganótt
var sú að ekki tókst að láta at-
kvæðin sem komu upp úr einum
kjörkassanum stemma við kjör-
gögnin sem fylgdu honum og kjör-
stjórnin neitaði að birta nokkrar
tölur fyrr en komist hefði verið fyr-
ir þessa villu. Við sem vorum inni
vissum upp á hár hver úrslitin voru
því við vorum löngu búnir að telja
þorra atkvæðanna.
Það sem gerði það líka að beðið
var með óþreyju eftir úrsiitunum
frá Vestfjörðum var það að framtíð
Samtaka frjálslyndra og vinstri
manna hékk á spýtunni. Magnús
Torfi var fallinn í Reykjavík og til-
vera flokksins valt því á hvort
Karvel Pálmasyni tækist að ná
kjöri fyrir vestan.
Kjörstjórnin neitaði líka að opna
talningastaðinn fyrir almenningi
fyrr en allt stemmdi og okkur var
bannað að yfirgefa húsið eða
hringja út úr því. Að vísu tókst full-
trúa Alþýðuflokksins að leka út
upplýsingum og þær flugu einsog
eldur í sinu um allan bæ. Tveir
frambjóðendur reyndu að komast í
húsið, þau Karvel og Sigurlaug
Bjarnadóttir, en var umsvifalaust
vísað til baka með meinfýsnu
glotti.
Klukkan var orðin 6 eða 7 um
morguninn og sjónvarpið hætti út-
sendingum en útvarpið hélt áfram
að velta fyrir sér hvað væri eigin-
lega að gerast fyrir vestan. Frétta-
menn vorú stöðugt að hringja í
Alþýðuhúsið. Pressan var orðin
mikil á formann kjörstjórnar og
hann hafði aldrei fyrr verið í kjör-
stjórn né hinir og þeir virtust vera
að fara á taugum. Við fulltrúar
flokkanna tókum þessu af meiri
léttúð og göntuðumst hver við
annan.
Svo kom að því. Formaður
kjörstjórnar lét undan þrýstingi og
Guöjón
Frióriksson
skrifar
ákvað að senda út fyrstu tölur þó
að ekki væri enn komist fyrir
skekkjuna. Mér og öðrum tveggja
fulltrúa Samtaka frjálslyndra og
vinstri manna var falið að áætla at-
kvæðabunkana og senda tölur til
ríkisútvarpsins í samræmi við þá.
Og þá kom strákurinn upp í okkur.
Það var kominn þreytugalsi í okkur
og við möndluðum það með okkur
að senda kolvitlausar tölur. Við á-
kváðum að fella Karvel, koma
Kjartani inn og láta Sjálfstæðis-
flokkinn bíða afhroð.
Síðan hringdum við ábúðarmikl-
ir suður og tilkynntum þessar tölur.
Síðan rukum við í útvarp og þuln-
um var mikið niðri fyrir þegar hann
tilkynnti fyrstu tölur frá Vest-
fjörðum. Einhverjir spekingar
voru í útvarpssal og ræddu þessar
fyrstu tölur fram og til baka af
mikilli spekt og sfðan kom ný tölvu-
spá fyrir allt landið sem var gjöró-
lík fyrri spám. Við sátum við tækið
og' veltumst um af hlátri en allt
landið stóð á öndinni yfir þessum
óvæntu tíðindum frá Vestfjörðum.
Við bókstaflega gátum heyrt
spennunasemstafaði afhúsunum á
ísafirði.
Það var ekki mjög frýnilegt and-
litið á kjörstjórninni og öðrum
viðstöddum þegar þeir uppgötv-
uðu hvað við höfðum gert af okk-
ur. Við vorum teknir í karphúsið
og hundskammaðir fyrir algjört
ábyrgðarleysi og fíflalega léttúð.
Það væri grátt gaman að fíflast með
heila þjóð. Okkur var skipað að
búa þegar í stað nýjar tölur og
senda þær umsvifalaust suður.
Gengið var úr skugga um að þær
væru í einhverju samræmi við veru-
leikann áður en hringt var.
Og enn á ný var dagskrá ríkisút-
varpsins rofin og enn á ný stóð
þjóðin á öndinni. Nýjar tölur frá
Vestfjörðum. Karvel inni, Kjartan
náði ekki kjöri og Sjálfstæðisflokk-
urinn í sókn. Spekingar tóku enn til
máls í útvarpssal og furðuðu sig á
þessum miklu sviptingum í tölum
frá Vestfjörðum og ræddu fram og
til baka um þetta. Síðan kom ný
tölvuspá fyrir allt landið og enn var
hún gjörbreytt en nú í nokkru sam-
ræmi við veruleikann. Við tveir
hinir ábyrgðarlausu hlustuðum
með andagt og enn ískraði púkinn í
okkur en hinir litu okkur hornauga
og höfðu greinilega engan húmor
fyrir þessu.
Við komumst ekki heim til okk-
ar eftir þessa vökunótt fyrr en langt
var liðið á dag og köstuðum okkur
örþreyttir í rúmið.
Raunar er það dálítið ábyrgðar-
leysi að vera að segja frá þessu nú
þó að langt sé um liðið. Það er svo
sem ekkert hrósvert að hafa gabb-
að ótal spekinga, tölvur og heila
þjóð. Vona ég að fólk virði okkur
þetta til vorkunnar. Við vorum svo
ungir og skemmtilegir þá og löngu
kominn kvöldúlfur í okkur þarna í
morgunsárið.
Ég vona líka að þessi gráa saga
verði engum til eftirbreytni viö
talninguna í nótt en Vestfirðingar
eru svo sem til alls vísir. Og von-
andi verða líka úrslitin í nótt með
ólíkum hætti. Kannski snúast hlut-
irnir við. Nú verði Karvel úti en
Kjartan inni. Hver veit? En takið
samt fyrstu tölum frá Vestfjörðum
með gát.
D