Þjóðviljinn - 23.04.1983, Page 9
Helgin 23. - 24. apríl 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
Til gamans:
Um þingmenn
og ráðherra
Aldur þingmanna
Meðalaldur núverandi þingmanna er nákvæmlega 50 ár. Meðalaldur
þingmanna í einstökum þingflokkum er þessi: Alþýðuflokkur 44.7 ár,
Alþýðubandalag 48.8 ár, Framsóknarflokkur 50.8 ár og Sjálfstæðisflokk-
ur 53.7 ár.
Elstu þingmennirnir eru Gunnar Thoroddsen 72 ára, Ólafur Jóhannes-
son 70 ára og Steinþór Gestsson 69 ára.
Þeir yngstu eru Vilmundur Gylfason 34 ára, Halldór Ásgrímsson 35
ára, Davíð Aðalsteinsson 36 ára, Guðmundur Bjarnason 38 ára og þeir
Svavar Gestsson, Ólafur Ragnar Grímsson og Friðrik Sófusson 39 ára.
Hvaða flokkar oftast í stjórn?
Ef fundið er út hvaða flokkar hafa verið í stjórn frá því að núverandi
flokkakerfi myndaðist í grófum dráttum árið 1924 eða frá því að stjórn
íhaldsflokksins undir forystu Jóns Magnússonar var mynduð 22. mars
1924, fyrir 59 árum og einum mánuði, kemur þetta í ljós:
íhaldsflokkur sent breyttist í Sjálfstæðisflokk 1929 með samruna við
Frjálslynda flokkinn hefur setið í stjórn í 39 ár og3 rnánuði eðau.þ.b. 64%
af tímabilinu.
Framsóknarflokkur hefur síðan 1924 setið í ríkisstjórn í samtals 34 ár og
10 mánuði eða um 55% af tímabilinu.
Alþýðuflokkurinn hefur á þessu tímabili setið í ríkisstjórn í 25 ár og 6
mánuði eða um 40% af tímabilinu.
_ Alþýðubandalag (áður Sósíalistaflokkur) hefur setið í ríkisstjórn í 12 ár
eða um 19% af tímabilinu.
Samtök frjálslyndra og vinstri manna sátu í ríkisstjórn í 3 ár og 1 mánuð
og utanþingsstjórn í 1 ár og 10 mánuði.
Lengst ráðherrar
Eftirtaldir ráðherrar hafa síðan heimastjórn var komið á 1904 setið
lengst samtals í ráðherraembættum eða lengur en 10 ár:
bftirAr.
ÍMIEHJÖIfflALI
ioAraMhs)
Á Mll
iAesábyrgb
Á 0LLÖ ŒHI
hjíl
ÍSÉRPLCKKl
Serverslun
i meira en
hálfa öld
/„. Reiðhjólaverslunin r——.
ORNINN
Spítalasííg 8 vióÓóinstorg 510101:14661,26888
1. Eysteinn Jónsson 19 ár og 3 mánuði.
2. Bjarni Benediktsson 19 ár og 1 mánuð.
3. Emil Jónsson 17 ár og 8 mánuði.
4. Ólafur Thors 16 ár og 11 mánuði.
5. Gylfi Þ. Gíslason 15 ár.
6. Hermann Jónasson 13 ár og 8 mánuði.
7. Ingólfur Jónsson 13 ár og 6 mánuði.
8. Gunnar Thoroddsen 12 ár og 9 mánuði.
9. Ólafur Jóhannesson 11 ár og 4 mánuði.
Þess skal getið að Gylfi .Þ. Gíslason hefur setið lengst allra manna
samfellt í ráðherraembætti eða frá 24. júlí 1956 til 14. júlí 1971.
Styst ráðherrar
Eftirtaldir 7 ráðherrar náðu ekki að verma ráðherrastólana í 200 daga:
1-2. Jón Pálmason 97 dagar.
1-2. Jóhann Þ. Jósefsson 97 dagar. (Þeir sátu báðir í minnihlutastjórn
Sjálfstæðisflokksins 7. des. 1949 - 14. mars 1950).
3-5. Bragi Sigurjónsson 116 dagar.
3-5. Sighatur Björgvinsson 116 dagar.
3-5. Vilmundur Gylfason 116 dagar. (Þeir sátu allir í minnihlutastjórn
Alþýðuflokksins 15. okt. 1979 - 8. febr. 1980).
6. Jóhann Sæmundsson 118 dagar. (Hann var félagsmálaráðherra í
utanþingsstórn 22. des. 1942 - 19. apríl 1943).
7. Sigurður Kristinsson 122 dagar. (Hann var atvinnu- og samgöngu-
ráðherra í ráðuneyti Tryggva Þórhallssonar 20. apríl - 20. ágúst
1931).
ÚTBOÐ \í\
Tilboð óskast í gatnagerð og lagnir í Selás, 5. áfanga.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Fríkirkju-
vegi 3, Reykjavík, gegn 3 þús. kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 10.
maí 1983 kl. 11. f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegt 3 - Simi 25800
S\NGAPOfl>f
REKKJAN
I FJORUM LITUM
Opið í öllum deildum: mánud.-miðvikud. 9—18,
fimmtud. 9—20, föstud. 9—22 og laugard. 9— '
9—20, föstud. 9—22 og laugard. 9—4
Loftsson hf. MW
Hringbraut 121 Sími 10600
Húsgagnadeild
Sími 28601
ht'jsið